Alþýðublaðið - 06.05.1981, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.05.1981, Blaðsíða 1
alþýðu- Milli steins og sleggju „Forsendur meirihlutans eru afturhald og UppgjÖf” Sjá viðtal bls. 2-3 maoio ??» Sjá leiðara bls. 2 Segir Davið Oddsson um nýja skipulagið /vuovikudagur 6. maí 1981 öx TunaZT^rgT „Með aðgerðum sínum ríkisstjórnin endanlega ekið út af sporinu” — segir Sighvatur Björgvinsson um „aðhaldslögin” „Þingflokkur Alþýðuflokksins sat hjá, einfaldlega vegna þess að við viljum ekki koma i veg fyrir að rikisstjórnin fái stefnu sina samþykkta með lögum á Alþingi. Við hétum þvi að greiða fyrir meðferð málsins og stóðum við það. Þetta þýðir hins vegar ekki að við séum sammála stefnu, eða stefnuieysi, rikisstjórnarinna-r i efnahagsmálum. Fjarri þvi.” Þettá sagði Sighvatur Björgvins- son, formaður þingfiokks Alþýðu- flokksins, i samtali við Alþýðu- blaðið um afstöðu flokksins til efnahagsaðgerða rikisstjórnar- innar. Sighvatur sagði ennfremur, að aðgerðirnar 1. mai bæru svip að- gerðanna sem rlkisstjórnin boðaði á gamlársdag. Þetta frumvarp væri samið án sam- ráðs við þær sérfræðistofnanir ■«em Alþingi og rikisstjórn hafa sér til ráðuneytis I efnahagsmál- um. 1 öðru lagi væru aðgerðinrar kynntar i þann mund sem samþykkja ætti þær og i þriðja lagi fælist i þeim að rikisstjórnin gæti ekki komið sér saman um eitt eða neitt i efnahagsmálum. — Aðgerðir þær sem rikis- stjórnin hefur boðað á þessu ári bera ekki með sér heildarstefnu- mótun i efnahagsmálum” sagði Sighvatur,” og það kemur fram, I einstökum málaflokkum, að menn eru sammála um að eitt- hvað þurfi aö gera, en eru i grundvallaratriðum ósammála um það hvernig staðið skuli að framkvæmd mála.” Sighvatur nefndi dæmi máli sinu til stað- festingar. Rikisstjórnin væri sammála um aö hneppa allt i svo- kölluö „timasett veröhækkunar- mörk”. Stjórnarherrarnir hefðu hins vegar ekki komiö sér saman um hver þau mörk ættu að vera, auk þess sem gera mætti ráð fyrir verulegum frávikum frá þessum mörkum, a.m.k. ef marka mætti orö ráðherra. Ekkert væri ennþá ákveðið hvernig staðið skyldi aö framkvæmd hækkunar bindi- skyldu. Ekkert samráð hefði ‘ verið haft við stjórnendur Seðla- banka Islands vegna þessa máis. Ekkert lægi fyrir um það hvort rikisstjórnin ætlaði sér aö mis- muna innldnsstofnunum eöa ekki, en margt benti til aö svo yrði. Þannig væri þetta frumvarp allt þegar betur væri að gáð. Ekkert ákveðið, annaö en aðleggja fram á Alþingi frumvarp. Efni frum- varpsins, eða áhrifagildi aðgerð- anna skipti greinilega minnsta máli. „Rikisstjórnin hefur lagt á þaö ofurkapp að koma þessu máli I gegn, þrátt fyrir aö sýnt hafi verið fram á hversu haldlitlar að- gerðirnar séu. Alþýðuflokkurinn ætlar sér ekki að standa i vegi fyrir þvi að rikisstjórnin komi þessu frumvarpi I gegn. Rikis- stjórnin ber ábyrgð á þessu frum- varpi. Viö leggjumst ekki gegn afgreiöslunni, en við erum langt frá þvi aö vera sammála efni frumvarpsins, enda er það ekk- ert. Hvorki fugl né fiskur,” sagði Sighvatur Björgvinsson. Sighvatur sagði ennfremur aö hér væri á feröinni áframhald svokallaörar veröstöðvunar sem hefði veriö i gildi s.l. tiu ár. Allir vissu að þessi verðstöðvun væri hefur Sighvatur Björgvinsson orðin tóm. Aðspurður sagðist Sig- hvatur ekki vera á móti tima- bundinni verðstöðvun, ef ákvörð- un um hana væri tekin á þeim grundvelli að viötækar efnahags- aögeröir ættu að fylgja i kjölfarið. Þannig væTi þessu ekki fariö nú. VerðstÖðvuninni nú væri helzt að likja við stiflu i á, nærri upp- tökunum. Með verðstöðvun væri mögulegt að koma i veg fyrir verðhækkanir i ákveðinn tima. Fyrr en siðar brysti stiflan, og verðhækkanir og verðbólga rykju upp Uröllu valdi. Sighvatur sagði, að ekkert benti til annars en að svo myndi fara að þessu sinni. Eftir f jóra til fimm mánuði færi allt af stað aftur. Sighvatur var spurður að þvi hvort rlkisstjórnin gæti á ein- hvern hátt komist hjá þvi að þetta endurtæki sig. Sighvatur sagði: „Ég held ekki. Eg held að rikis- stjórnin hafi nU þegar lokað svo mörgum dyrum að hUn muni ekki geta hindrað margfalt aukna verðbólgu siðari hluta ársins. NU þegar hafa fjárlög verið afgreidd. Ekkert I þeim bendir til þess að ríkisstjórnin hafi haft nUverandi aðgeröir i huga, þegar hUn samdi og lét samþykkja fjárlagafrum- varpið. Rikisstjórnin hefur á- kveðið skattana. Með þvi hefur hUn gengið svo á þolinmæði laun- þega, aö þeir veröa ekki tilbUnir til-að axla frekari byrðar. Rikis- stjórnin hefur ákveðið niðurgreiöslur. Ekkert bendir til þess Verkalýðs- og sjómanna- félag Bolungarvíkur 50 ára Eins og greint var frá i 1. maí blaðinu varð Verkalýðs- og sjómanna- félag Bolungarvíkur 50 ára í þessum mánuði. Af- mælisins var minnst með samkomu í Bolungarvik 2. maí s.l.- Þar voru mættir margir þeirra sem stofnuðu félagið á sínum tíma, auk sér- stakra gesta sem boðið var til hátíðarinnar sér- staklega. Félaginu voru gefnar nokkrar gjafir í tilefni af afmælinu og voru þær afhentar við virðulega athöfn. Hér má sjá þá Karvel Pálmason, formann. Verkalýðs- og sjómannafélags Bol- ungarvíkur, Ásmund Stef- ánsson forseta ASí og Hannibal Valdemarsson sem átti þátt í stofnun félagsins fyrir fimmtíu árum síðan. Nánar verður greint f rá hátíðar- höldunum í Bolungarvík síðar í vikunni. Mjög góðir fundir a Austurlandi Dagana 2. og 3. mai voru haldnir fundir á vegum Al- þýðuflokksins á Seyðisfirði, á Egilsstöðum og á Eskifirði. Á'fundinUm mættu Kjartan Jóhannsson, formaður Al- þýðuflokksins, Kristin Guð- munásdffttir, formaður Sam- bands Alþýðuflokkskvenna og Erling Garðar Jónasson, for- rnaður kjördæmisráðs i Austurlandskjördæmi. Kjartan hafði framsögn um stjornmálaviðhorfið og stöðu efnahags- og atvinnumála, Kristin f jallaði um flokks- starfið og málefni flokksfélag- anna en Erling Garðar rakti einkanlega mál sem sérstak- lega vörðuðu Austurland. A fundinum urðu liflegar um- ræður og frjó skoðanaskipti og rikti ánægja með fundina. Stjórnarfrumvörp um nýjan iðnrekstur: i Þrjár verksmiðjur gagnið fyrir 1985 Fram liafa verið lögð á Alþingi þrjú stjórnarfrumvörp um nýjar verksmiðjur, sjóefnaverksmiðju, stálverksmiðju og steinullarverk- smiðju, þar sem rikisstjórninni er heimilað að taka þátt i stofnun og rckstri þeirra. Gert er ráð fyrir þvi að þátttaka rikissjóðs i þess- um fyrirtækjum verði bæði með þeim hætti aö lagt verði fram fé úr rikissjóði, veittar verði rikis- ábyrgðir og felid niður aðflutn- ingsgjöld og toiiar af vélum og tækjum. Verksmiðjurnar munu allar hefja framleiðslu fyrir árs- lok 1985, ef áætlanir standast. Frumvarp um sjóefnavinnslu gerir ráð fyrir 40 þús tonna salt- verksmiðju á Reykjanesi, þar sem rekin hefur verið tilrauna- verksmiðja frá áriby 1978. Eir.nig er gert ráð fyrir þvi, að verksmiðjan framleiði önnur efni er til falla við saltvinpsluna. Framkvæmdir munu heíjast i ár að 8000 tonna verksmiðju, ef heimild Alþingis fæst og mun hún siðan verða stækkuð i allt að 40.000 tonn ef markaðsaðstæður reynast hagstæðar á komandi árum. Aætlaður stofnkosnaður er nálægt 160 milljónum króna, en þá er miðað við verksmiðjuna fullgerða. Fimmtiu manns munu vinna i sjófefnaverksmiðjunni þegar hámarksframleiðslu verður náð. I frumvarpi rikisstjórnarinnar um stofnun og rekstur stál- bræðslu kemur fram, að rikis- sjóður hyggst leggja fram allt að 40% af hlutafé' fyrirtækisins. Almenningi, einstaklingum og fyrirtækjum verður siðan gefinn kostur á að eignast 60% i fyrir- tækinu. Framleiðsla fyrirtækis- ins, steypustyrktarstál verður eingöngu til að mæta innan- landsþörfum, eöa nálægt 13000 tonnum árlega i byrjun. Framlög rikisstjórnarinnar skv. frumvarpinu veröur i formi beins fjárframlags að upphæð 12. m nýkróna sem hlutafé, veitt verður rikisábyrgð fyrir lánum og felld verða niður aðflutnings- gjöld af vélum og tækjum til verksmiðjunnar. 1 stalbræðslunni munu starfa milli 60-70 manns, þegar framleiðsla hefst. I frumvarpi um steinullarverk- smiðju er gert ráð fyrir hlutdeild rikissjóðs iformihlutafjár,allt að 40%. Ekki er kveðið á um stað- setningu verksmiðjunnar eða stærð, nema hvað við það miðað, að annað hvort verði reist stór verksmiðja, sem byggi á útflutn- ingi eða minni verksmiðja, sem verði fyrst og fremst miðuð viö innanlandsþarfir. Tveir staöir á landinu hafa eins og kunnugt er falast 'eftir steinullarverksmiðj- unni og eru þeir báöir nefndir i frumvarpinu auk Reykjavikur, en flutningskostnaöur er lægstur frá Reykjavik, ef ekki er gert ráð fyrir aukakostnaði af strandlóð. Stófnkostnaður 15000 tonna steinullarverksmiðju verður nálægt 110 milljónum króna og starfslið verður. um 70 manns. Aflþörf er tiltöluléga litil eða um ,5.5 rriW'.' , Rikisstjórninni er heimilað skv. frumvarpinu að leggja fram 14 millj. króna i hlutafé og veita rikisábyrgð fyrir lánum til verksmiðjunnar allt að 21 milljón. Einnig er veitt heimild til að fella niður aðflutnings- og sölugjöld af tækjum og vélum til verksmiðj- unnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.