Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1969næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Vísir - 11.02.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 11.02.1969, Blaðsíða 1
 i. árg.— Þriöjudagur II. febrúar 1969. - 35. tbl. — segir Kristján Guðlaugsson stjórnarformaður Loftleiða ■ Það er vitað mál, að þess- ar risaþotur, sem nú eru að koma á markaðinn (þ. e. Boeing 747 og Concorde) eiga eftir að valda gjörbyltingu í farþegaflugi, en við kvíðum engu og erum bjartsýnir á framtíðina eins og vera ber, sagði Kristján Guðlaugsson, stjórnarformaður Loftleiða í viðtali við Vísi í morgun. Vísir hafði samband við Krist- ján til að fregna hvort Loftleiöir 10. síða. Stórrigningarflóð i Keflavik: Barnarúmið fór á flot í svefnherberginu Eftir fimmtán tíma fundarsetu voru fulitrúar sjómanna og útvegsm. í reglulega ,góðu skapi*. ÖKKLADJÚPT vatn var við rúm stokkinn hjá íbúunum að Tún- götu 17 í Keflavík, þegar fólkið ætlaði fram úr í gærmorgun. — Þegar húsbóndinn vaknaði, sá hann að barnarúmið vaggaði og var það þá alveg við það að fara á flot. Pannig var ástandið í nokkrum húsum við Hringbraut og Túngötu í Keflavík 1 gær. Undir morguninn gerði ausandi rigningu. Vatnið safn aðist al-lt á yfirboröið, þar sem mikið frost var í jörðu. Þarna er dálítil lægð f bænum. Skolplögninni í Hringbrautinni hallar þarna að frá báðum áttum. Auk þess er lögnin of mjó og flytur ekki svo 75 klukkustunda sáttafundur mikið vatn til sjávar. Rann því stöðugt inn í húsin og um tíma rann vatn viðstöðulaust upp úr klósettum. Áttu menn þvi engan sældardag í húsum sínum í gær. Sumir húseigendur voru allt til kvölds að koma öllu i samt iag. Fjöldi sjálfboöaliða stóð við austur fram eftir degi, þar sem ástandiö var verst. — Gífurlegar skemmdir urðu víða á teppum og innanstokks munum. Vatnselgurinn varð hvað mestur um fótaferðartíma. Þá var ökkla- djúpt vatn á Hringbrautinni, þar sem hún liggur lægst. Gömul kona við Hringbraut 81 vaknaði við það aö vatn gutlaði við rúmstokkinn hjá henni. — Höföu aðstandendur áhyggjur af henni þarna inni, þar sem hún gekk ekki heil til skógar. Það ráð var þvi tekið að aka m-> 10. siða Verður sumið í dug ? @ Sáttafundi í sjó- mannadeilunni var ekki lokið, þegar blaðið fór í prentun í morgun. Hófst fundurinn klukkan hálf níu í gærkvöldi, og hafði í morgun staðið í fimmt- án stundir. Búizt var við, að honum lyki um há- degið. Aðeins herzlumuninn virtist vanta að samkomulag næðist. Sáttasemjari mun hafa kannað viðtökur tillögu sinnar til mála- miðlunar, er hann hefur samið. Þaulkannaðar verða allar leiðir til samkomulags áður en til þess kemur, að sáttatillagan veröi lögð fyrir einstök félög deilu- aðila til afgreiðslu viö almenn ar atkvæðagreiðslur. Ekki var talið útilokaö, aö samkomulag næðist í dag. Verk- fallið hefur staðiö síðan 16. janú ar, er vélstjórar hófu vinnustöðv un, en sjómenn1 almennt byrjuðu verkfall nokkrum dögum seinna. Blaðamaður Visis heimsótti deiluaðila í Alþingishúsinu í morgun. Voru þeir hressir og kátir, og skiptust útvegsmenn og sjómenn á bröndurum. Almenn bjartsýni ríkti. Var það von allra, að nú mætti loksins sjá fyrir endann á þessari illvígu vinnudeilu og koma bátaflotan- um af stað aö nýju. Töluöu þeir um, að upp úr hádegi yrðu þeir að víkja fyrir alþingismönnum, sem þá byrja fundi. — Margir hefðu þó helzt kosið að finna mætti annan stað fyrir sátta- fundi, svo að halda mætti áfram linnúlaust. Mikil hdlka á vtjum sunnanlands Mikil hálka hefur verið á veg um á Cuðurlandsundirlendinu í gær og dag, og hefur þó heldur dregið úr h;nn; i nótt. Vegheflar hafa reynt aö hefla, þar sem mikil svell eru, t.d. á austurleiðinni og í Hvalfirðinum, en þar eru ennþá miklir svellbunkar. Færð er að ööru leýti góð hér syðra, en mikill snjór er á Austfjörðum og Norð- Austurlandi, en þar er hríðarveð- ur. Hellubúar yfirtaka glerverksmiðjuna Nýtt hlutafélag Samverk hf. rekur verksmiðjuna, sem Hellugler rak áður og Fjöliðjan jbar áður Nýtt hlutafélag hefur verið stofn ið á Hellu til að reka glerverk- .miðjuna, sem þar hefur verið starfrækt að undanförnu. Stofnend- ur hlutafélagsins eru allir búsettir á Hellu og nágrenni og hefur þeim tekizt að koma af sér utanaðkom- andi mönnum, seni áður ráku verk- 'miðjuna. Rekstur verksmiðjunnar kafði stöðvazt af ýmsum ástæðum ng undu Hellubúar því illa og gripu bví til sinna ráða. ( Ssmverk hf„ en svo heitir nýja lilutaféiagið hefur nú begar hafið rekstur verksmiðjunnar og vinna 16 manns viö framleiðslu á Secure- ginangrunargleri, en verksmiðjan hefur einkarétt á beirri framleiðslu hérlendis. Það var Fjöliðjan hf., sem fyrst rak þessa verksmiðju, en hún var þá tengd verksmiðju með sama nafni á ísafirði. — Seinna var ann- að hlutafélag Hellugler hf. stofnað um rekstur verksmiðjunnar, en hlut hafar margir þeir sömu og í Fjöl- iðjunni, þó að breytt heföi verið aö mestu um stjórn. Framkvæmdastjóri hins nýja hlutafélags Samverks hf. hefur ver- ið ráðinn Einar Kristinsson og er hann jafnframt stjórnarformaöur. Meö honum í stjórn eru Jón Þor- gilsson, oddviti á Hellu og Sigurður Óskarsson. Hellubúar binda miklar vonir við fyrirtæki þetta og rekstur verk- smiðjunnar, enda ér mikill áhugi á staðnum fyrir uppbyggingu iön- aðar. Mesta hríðarveður í áratug fer | nú yfir norðaustanverð Bandarík- in allt noröur til Maine og New York-borg má heita einangruð, þar létu lífið í gær 17 menn. Lindsay borgarstjóri lýsti yfir neyðarástandi í borginni í gær- kvöldi. Kennedyflugvöllur er lok- aður og óvíst, að hann verði opnað ur fyrr en á fimmtudagsmorgun. Þúsundir manna komust ekki til vinnu, þótt 6000 menn vinni stöö ugt að stjóruðningi meö mikilvirk um tækjum og burtkeyrslu, Skafl- ar voru víða yfir 2 metrar á hæð. Tugþúsundir bíla voru á kafi í snjó. Járnbrautarferðir til Long Island, þar sem búa tugþúsundir manna sem starfa í New York, stöðvuðust og var fólki tilkynnt stöðvunin í sjónvarpj og útvarpi. Milljón skóla börn og uhglingar fengu frí, því að kennsla lagöist niður. Engin Ieið var að koma matvæla birgöum til ýmissa matsölustaða 1 borginni og varð aö flytja birgðirn ar í þyrlum og varpa þeim niður úr þeim. Fyrirtæki í hundraðatali voru lokuð, þar sem fæst starfs- fólksins komst til vinnu sinnar. Á Kennedyflugvelli urðu 600 far þegar að hafast við í biðstofum og búast um sem bezt þeir gátu. Um 350 voru svo heppnir að fá inni í tveimur upphituðum flugvélum. — Hríðarveðrið skall á snemma á sunnudagsmorgun. Loftleiðavélar tefjast vegna ofviðris í New York Vegna snjóbylsins, sem gekk yfir New York-borg í gær, varð nokkur röskun á áætlunarfiugi Loftleiðavéla. Smám saman er þó að greiöast úr flækjunni, sem myndaðist vegna þessa aftaka- veðurs. Sigurður Magnússon blaöa- fulltrúi Loftleiöa tjáði biaðinu að í morgun hefði vél lagt af stað vestur. sem upphaflega átti að leggja af stáð í fyrrakvöld. Þá mun Loftleiðavél leggja af stað frá New York til Keflavíkur og Lúxemborgar, og á morgun legg ur önnur Loftleiðavél af stað fra New York á leið til Keflavíkur og Lundúna. Ekki er hægt að hraða þessu áætlunarflugi meira, þar sem töluvert öngþveiti er nú á Kennedyflugvelli vegna veðurs- ins, sem hefur haft ákaflega truflandi áhrif á allar samgöng ur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 35. Tölublað (11.02.1969)
https://timarit.is/issue/236994

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. Tölublað (11.02.1969)

Aðgerðir: