Vísir - 01.03.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 01.03.1969, Blaðsíða 16
VISIR Laugardagur 1. marz 1969. THYGGINGV iMimD 171 • SM »120 OeykjiHk INNRÉTTINGAR. SÍOUMÚLA H - SÍMI 35146 Gerir alla ánægða - Munid^ yUlú lakaffi nýjn Sími gritlið 37737 Landanir erlendra skipa leyfðar á aflaleysisfímum SJávarútvegsnefnd efri deild ar Alþingls hefur einróma fallizt & þaö sjónarmið, að hagkvæmt geti verið að leyfa landanir erlendra fiskiskipa hér, þegar aflaleysj steðj ar að. Telur nefndin að slik heimild »eti einnig auðveldað islenzkum fiskiskipum að fá Ieyfl til löndun- ar erlendis. ’lefndin mælir með samþykkt frumvarps um þetta efni, er liggur fyrir Alþingi. Bygging hjónagarðs undirbúin — Stúdentar telja sig Félagsmálastofnun stúd- enta hefur nú hafið und- irbúning að byggingu hjónagarðs, en gert er ráð fyrir að byrjað verði að teikna garðinn á þessu ári. Stjórn stofn- þurfa 300 hjónaibúðir unarinnar hefur skipað fimm manna nefnd til að gera tillögur um skipu- lag hjónagarða, en ef að ■ líkum lætur verður hér um mjög nýstárlegt hús að ræða. Leggja veröur sérstaka á- herzlu á ýmiss konar félagslega aðstöðu í húsinu, með t.d. lestr arsölum. mötunevti, barna- gæzlu, fundarsal o. s. frv., en einnig mun ætlunin að kanna hvort hagkvæmt væri að hafa einstaklingsíbúðir og hjónaíbúð- ir undir sama þaki og hvernig unnt væri að hagnýta húsnæðið í sambandi við hótelrekstur. Samkvæmt frétt í Stúdenta- blaöinu er gert ráð fyrir, að húsaleigan geti oröið Iægri en á almennum markaði, en félags málaráðherra hefur m.a. heitið því að beita sér fyrir breyting- um á lögum um húsnæðislán, þannig að stúdentagarðar veröi teknir inn í lánakerfið. Auk húsnæðismálastjórnar- lánanna eru möguleikar til fjár öflunar hjá lánasjóöi, ' sem Reykjavíkurborg stofnaði, en í reglugerð hans er gert ráð fyrir 13. síöa Þannig lítur út á ferðamannaslóðum 9 Þessi ófagra stemmningsmynd var tekin á einni af helztu ferðamannaleiðum landsins fyrir helgina, skammt fyrir innan Geit- háls og rétt á móti hinu myndar- iega býli ' að Gunnarshólma. Bíl- flökin virðast eiga að sýna erlend- um ferðalöngum næsta sumar hvemig bílakostur landsmanna var fyrir nokkrum árum. 9 Hinum megin vegarins lágu flöskubrot og tómir olíubrúsar eins og hráviði. Skammt frá hálf- byggð bilskúrsmynd. • Því miður virðist pottur allt of víða brotinn í þessu efni. Ekki aðeins meðfram aðalleiðum er- lendra ferðamanna, heldur einnig annars staðar. Nágrenni Reykja- víkur á þó líklega metiö í þessum sóðaskap. Viröast „eigendur" slíkra verðmæta óhultir með þau gagnvart öllum yfirvöldum. í Reykjavík og nágrannabæjum er hins vegar mjög strangt eftirlit haft með að slíkir hlutir séu ekki til sýnis. S-O-S — eðo „sjáið og sjáizt" nafn á sýningu 8 fyrirtækja Þannig er heiti sýningar, sem 8 ’yrirtæki hafa slegið saman í að Suðurlandsbraut 8 að tilhlutan Var- úðar á vegum. Þar gefst vegfarend um tækifæri til að sjá útstillt í glugga allt sem viðkemur umferð í myrkri. Allan útbúnað við öku- ’iós, Ijósastillingar. Upplýsingar og skuggamyndir um ljósmagn aö degi og nóttu og sjónsvið mannsins. — Sýning þessi á erindi til allra f um ferðinni. 1577 greiða vegar- toll á dag 13,6 millj. / tekjur Vegartollurinn á Reykjanes- braut mun sl. ár hafa gefiö 15,7 millj. i brúttótekjur og 13,6 í nettótekjur. Eru þá nettótekjum ar 1,1 millj. kr. hærri en var árið áður. Með innheimtukostn- aði telst styrkur til rekstrar skólabifreiðar Vatnsleysustrand arhrepps, 434 þús. kr. Meðalumferð á dag í báðar áttir var 1577 bifreiðar fyrstu tíu mánuöi síöasta árs, þar sem tala bifreiöa um gjaldstöð var 240.565 á þeim tfma. Umferöin var þá 2,8% meiri en á sama tímabili 1967. Aukning á brúttó tekjum var þó 5,5%, sem stafar af aukinni umferð þungra bif- reiða. 34 LEIKRIT UNUM ÚTI • • „FJOL- LANDI Frumsýningar áhugamanna- félaga úti um land eru í vetur orðnar átján talsins og þar að auki er nú verið að æfa sextán leikrit. Hér eru þð aðeins taldar sýningar þeirra félaga, sem eru í Bandalagi íslenzkra leikfélaga. Virðist leikáhugi sjaldan hafa verið meiri úti á landi. Meðal leikrita, sem sett hafa verið upp í vetur má nefna Dúfna- veizluna eftir Laxness, sem tekin hefur verið til sýningar á þrem stöðum, Leikþættir Dario Fo (Þjófar, lík og falar konur) hafa einnig verið settir upp á þrem stöðum. Leikrit þeirra Múla- bræðra, Deleríum búbónis og Allra meina bót, eru jafnan vinsæl úti um land. Nokkrir viðurkenndir leikstjórar hafa starfað með leikfélögunum úti á landi. Gísli Halldórsson setti til dæmis upp ,,Mýs og menn“ á Sauðárkróki, „Skálholt" eftir Kamban með leikfélögum Íívera- geröis og Selfoss. Erlingur Hall- dórsson. setti upp „Páska“ eftir Strindberg í Keflavik og er nú að setja upp ,,Púntila“ hjá Leikfélagi Húsavíkur. Helgi Skúlason setti upp „Gullna hliðið“ hjá Ung- mennafélagi Hrunamanna. lyieðal annarra leikstjóra, sem starfað hafa með leikfélögunum i vetur má nefna Ragnhildi Steingríms- dóttur, Bjarna Steingrímsson, Sæv- ar Helgason, Guðjqn Inga Sigurðs- son, Jónas Jónasson, Kristján Jóns- son og Helgu Hjörvar. Dettifoss seldur ti/ Filipseyja Myndin er af elzta skipi Eimskips, Dettifossi, en það var byggt í Kaupmannahöfn fyrir nær 17 árum hjá skipasmiðju Burmeister og Wain. Skipið hefur nú verið selt til Filips- eyja, fyrirtækinu Carlos A Go Thong & Co. í Cebu City. Skip- ið verður afhent nýju eigendunum í lok þessa mánaðar. Eim- skip á nú 11 skip, og tvö i smíðum, sem verða afhent á næsta ári. Tvö íslenzk skip hefur félagið og í tímaleigu, Hofsjökul og Öskju.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.