Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V JLk>JLJlC
árg. - Laugardagur 29. marz 1969. - 75. tbl.
//
Munurinn var 9 millj. á ári
— segja forráðamenn Kassagerðarinnar
44
um íilbob sitt 1 mjólkurumbúðir
„Við teljum, að Mjólkursam
salan naeði mun hagstæðari við-
skiptum, ef hún keypti islenzk
<'¦%  1 góðaveðrinu í gærdag hittum viö þessar 5 blómarósir á Laugaveginum.. Þær eru úr efstaf
(%  bekk Kvennaskólans, en skólinn hélt árlegan peysufatadag sinn í gær,,_ Sáhnarlega settu stúlk-
#  urnar svip sinn á borgina i gær.
ar umbúðir af Kassagerðinni í
stað þess að fá þær frá Sví-
þjóð", sagði Kristján Jóhann
Kristjánsson, forstjóri Kassa-
gerðarinnar, á fundi með blaða
mönnum í gær.
Á fundinum lagöi Kristján
fram útreikninga til að sýna mis
muninn. Samkvæmt þeim var
tilboð það, sem Kassagerðin
gerði Mjólkursamsölunni nýlega
sex milljónum króna á ári hag
kvæmara en núverandi við-
skipti, hvað snertir umbúðir, og
þremur milljónum króna hag-
kvæmara, hvað snertir vélar til
að láta mjólk í umbúðirnar, eða
samtals níu milljónum hag-
kvæmara.
Síðan hefði það gerzt, að
lækka ætti tolla á innfluttuum
búðunum úr 60% í 20% (tollar
á hráefni Kassagerðarinnar eru
15%) og sænska fyrirtækið
hefði lofað að lækka sínar um-
búðir um 9,5%, og teldi um-
búðanefnd Stjórnarráðsins þá
vera komið jafnræði á verði ís-
lenzku og erlendu umbúðanna.
Jafnframt hefði nefndin við end
anlegt mat ekki tekið til greina
þá tillögu Kassagerðarinnar, að
miðað væri við aukna sölu á
fernum í stað hyrna, heldur
miðað við aðeins 4y2 tíma nýt-
ingu fernuáfyllingarvélanna. Við
það sléttaöist einnig nokkurn
veginn út munurinn á vél
Kassagerðarinnar og vélunum
frá Svíþjóö.
Á þann hátt hefði niðurstaða
nefndarinnar orðið sú, að til-
boö Kassagerðarinnar væri ívið
lægra. En forráðamenn Kassa-
ÍÍH
Kristján Jóh. Kristjánsson
með umbúðir undir súkkulaði
mjólk, en þær eru framleidd-
ar hér heima.
gerðarinnar telja, að einnig beri
að lita á hinn mikla gjaldeyris-
sparnað og atvinnuaukningu,
sem yrði við aö flytja þennan
iðnað inn í landið. Á bls. 6 í
blaðinu í dag birtist greinargerð
Kassageröarinnar um þetta mál

am
ABURÐARVÍRKSMIÐJAN RIK-
ISFYRIRTÆKI 1. MAÍ
¦ Ríkisstjórnin lagði í
gær firam á Alþingi frum
varp um að gera Áburð-
arverksmiðjuna að ríkis-
fyrirtæki. Meiri hluti
landbúnaðarnefndar
Neðri deildar flutti í
fyrra frumvarp um kauþ
ríkissjóðs á hlutabréfum
Áburðarverksmiðjunn-
ar hf., sem eru í einka-
eign og var það sam-
þykkt á þingi.
Landbúnaöarráðuneytið fór
þess þá á leit við eigendur hluta
bréfanna, að þeir seldu ríkissjóöi
bréfin á  fimmföldu  náfnverði
þeirra. Meiri hluti eigenda hefur
samþykkt að selja ríkissjóöi bréf
sín, en þó eru nokkrir, sem hafa
neitað aö selja.
I frumvarpi ríkisstjórnarinnar
nú eru ákvæði um að taka eign-
arnámi þau hlutabréf, sem verða
í einkaeign hinn 30. apríl 1969,
og komi eignarnámið til fram-
kvæmda hinn 1. maí 1969 og
falli þá hlutabréfin úr gildi sem
hlutabréf. Þá verður Áburöar-
verksmiöjan hrein rikiseign og
tekur við öllum eignum og skuld
um réttindum og skyldum
Áburðarverksmiðjunnar h.f.
Tekið er fram, að horfið hafi
verið að því ráði að gera verk-
smiðjuna að hreinu ríkisfyrir-
tæki, vegna þess aö fyrirhuguð
sé stækkun hennar, þannig aö
afkastageta hennar aukist um
helming.
Stjórn verksmiðjunnar skuli
kosin hlutfallskosningu á sam-
einuöu þingi.
Frumvarpið hefur enn ekki
verið rætt á þingi.
»^^^^W^^^^^^^^ff^^^^Wff^^^^^^^^^^^^^EVM^H^MMM^MMMW»

STOÐUGAR
YFIRHEYRSLUR
• Stöðugar yfirheyrslur vitna
standa yfir í rannsókninni á
morði Gunnars heitins Tryggva-
sonar, leigubílstjóra, en Þórður
Björnsson,     yfirsakadómari,
stjórnar nú yfirheyrslunum.
Fjöldi vitna hefur þegar verið
ieiddur fram, e.n rnikill meiri
Muti þeirra eru leigubílstj. Meir
en hundrað leigubílstjórar munu
hafa verið kvaddir til þess aö
bera vitni.
Gæzlufanginn, leigubílstjór-
inn, sem handtekinn var, þegar
morðvopnið fannst í bifreið
hans, hefur í engu breytt fram
burði sínum, og hefur ekki ver
ið yfirheyrður síðustu daga.
Yfirheyrslur vitnanna snúast
mest að því að grennslast fyrir
um ferðir gæzlufangans morgun
inn, sem morðið var framiö og
nóttina áður, eins um ferðir
Gunnars heitins síðustu stund
irnar, sem hann lifði.
Eisenhower látinn
KyyXMyxMyxywwyxwyw^ywwyywyyyyywyywyyyyw^MMMMyyyyi
¦ Dwight D. Eisenhower, yfir
hershöfðingi bandanianna í
síðari heimsstyrjöldinni og síðar
Bandaríkjaforseti, lézt í gær í
Walter Reed sjúkrahúsinu í
Washington þar sem hann hafði
verið sjúklingur mánuðum sam-
an vegna hjartabilunar, og oft
áður dvalizt þar um hríð heilsu
sinnar vegna.
Undangengna tvo daga var sýnt,
að hann átti skammt eftir. Kona
hans og sonur voru stöðugt hjá
honum og Nixon forseti kom í
stutta, óvænta heimsókn til hans
í fyrradag, og skiptust þeir á
nokkrum orðum.
Eisenhower var fæddur 1890 og
var því 78 ára, er hann lézt.
1 frétt frá Washington £ gær um
andlát hans, var sagt, aö ef til vill
yröi hans minnzt sem hins mikla
sigurvegara 1 heimsstyrjöld, er
reyndi á friðartímum, að skikkja
stjórnmálamannsins getur verið
þyngri en sverðið.
Eisenhower var fæddur í Kansas
og ólst upp við fábreytt kjör. I
bernsku var hann ávallt kallaður
„Ike" og það nafn festist við hann.
Hann var alinn upp í andrúmslofti
sterkrar trúarhneigðar og lagt ríkt
á minni aö vera vinnusamur og
skyldurækinn.
Hugur hans hneigöist til sjávar-
ins og ætlaði hann í sjóliðsforingja-
skóla, en var oröinn of gamall til
þess, er hann sótti um og fékk hann
svo inngöngu í liðsforingjaskólann
í West Point 1911. Milli heims-
styrjaldanna var hann ofursti og
var ekki spáö miklum frama, En
Eisenhower
eftir aö Japanir geröu árásina á
Pearl Harbour í síðari heimsstyrj-
öld var hann kvaddur til Washing-
ton til þátttöku í skipulagningar-
starfi, og nú framaðist hann með
eldingarhraöa. Náði hinn hernaðar-
legj frami hans hámarki, er hann
var skipaður yfirhershöfðingi
bandamanna
Hann stjórnaði víðtækustu hern-
aðarlegum framkvæmdum allra
tíma frá innrásinni í Frakkland 6.
júni 1944, þar til í nóvemher 1945,
þar til hann var kvaddur til þess
m->- e- síðu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16