Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						8

VIS IR . Mánudagur 28. apríl 1969.

VISIR

30.  skoðanakönnun  VISIS.

leyföir á Islandi?"

,Teljið þér rétt, að næturklúbbar verði>

Utgefandi   Reyttjaprent hJ.

Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjó'.ísson

Ritstjóri: Jónas Kristjánsson

AOstoðarritstjori: Axe) Thorsteinson

Fréttastjöri: Jón Birgir Pétursson

Ritstjórn,-jríulltrúi: Valdimar H. Jóhanntjsson

Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099

Afgreiflsla: Aðaistræti 8. Simi 11660

Ritstjorn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur)

Askriftargjald kr. 145.00 1 tnánuöl innanlands

f lausasölu kr. 10.00 eintakið

Prentsmiðia Vísis — Edda h.f.

Sumarið og sinniÖ

Vetur og sumar frusu saman að þessu sinni. Sam-

kvæmt þjóðtrúnni boðar það gott sumar. Ekki taka

allir slíka trú alvarlega, en allir vona samt, að hún

rætist, þótt þeir efist um gildi forspárinnar sem slíkr-

ar.

Raunar er engin furða, þótt veðurfarið skipi vegleg-

an sess í íslenzkri þjóðtrú. Menn hafa hér á landi

löngum átt allt sitt undir veðri og vindum. Enn í dag

er afkoma þjóðarinnar að nokkru leyti háð þessum

óútreiknanlegu öflum. Eitt næturfrost á óheppilegasta

tíma getur gerbreytt afkomu bóndans það árið. Og

hvassviðri á miðum getur eyðilagt afla og veiðar-

færi, mörg hundruð þúsund króna verðmæti, hjá ein-

um báti. Sumar greinar iðnaðarins eru jafnvel háðar

veðrinu, til dæmis byggingaiðnaðurinn.

Nú liggur óvenjulegur vetur að baki. Hann hefur

verið kaldur eins og undanfarnir vetur. En hann hefur

að öðru leyti verið ólíkur þeim. Lfklega hafa verið

óvenjumiklar stillur í vetur suðvestanlands, líkast því

sem venja er fyrir norðan. Og svo hefur hann verið

sérstaklega snjóléttur suðvestanlands. En mestu máli

skiptir þó, að hann hefur verið óvenjukaldur, enn

kaldari en undanfarnir vetur, ef frá er talinn veturinn

á undan. Meðalhitinn í Reykjavík var næstum hálfu

öðru stigi undir meðallagshita og á Akureyri var hann

meira að segja nærri þremur stigum undir meðallagi.

Sumrin hafa verið köld að undanförnu eins og vet-

urnir. Allur þessi mikli kuldi hefur komið af stað hug-

leiðingum og umræðum um, hvort ný ísöld væri í að-

sigi. Um það geta veðurfræðingarnir lítið sagt. Það

getur alveg eins verið, að í sumar snúist þróunin til

betri vegar, — í samræmi við þjóðtrúna.

Undanfarna daga hafa menn enn einu sinni fengið

tækifæri til að sjá, hvílík áhrif sumarkoman hefur á

skapferli og almenna líðan manna. Veðrið hefur ekki

aðeins áhrif á nfkomu manna, heldur á allt líf þeirra,

þar á meðal sálarlífið. Undir vorið eru menn orðnir

langþreyttir eftir, veturinn. Þeir eru niðurdregnir,

svartsýnir, næmir fyrir veikindum og lífsleiða og

haldnir magnleysi. Svo þegar sumarið heilsar, fer

straumur um landsfólkið. Menn hressast á sál og lík-

ama, öðlast nýjar vonir og bjartsýni. Þetta var ein-

mitt að gerast fyrri hluta undanfarinnar viku.

Ef til vill sést þessi breyting bezt á börnunum, sem

nú leggja undir sig gangstéttir og lóðir til sumarleikja

og fylla hverfin af hlátri og fjöri. En hún sést einnig á

stóru börnunum. Um leið og sumarið heilsaði, tóku

kjaraöamningarnir að ganga aðeins betur. Menn eru

farnir að hlusta hver á annan, að minnsta kosti með

öðru eyranu. Vonandi kemst hitt eyrað einnig í lag,

svo að vinnufriður geti fylgt í kjölfar sumarkomunnar.

Það fer ekki fram hjá neinum, að sumarið er að

koma og sinnið að lyftast. Við vonum, að spáin um

gott sumar rætist og þjóðin.höndli um leið það, sem

henni er nauðsynlegast, — bjartsýni.

SKEMMTANALOGGJOFIN

ÞARF AÐ BREYTAST

Forboðnir ávextir bragðast bezt, segir máltækið. Hið fjöruga næturklúbbalíf í Reykjavfk,

undanfarna mánuði er t. d. til sannindamerkis um þetta, en eins og allir vita hafa næturklúbb- -

ar ekki verið leyfðir á íslandi til þessa, þð að fimm næturklúbbar hafi verið reknir af mikl-

um krafti fyrir opnum tjöldum.

Sælulff næturhrafnanna er nú fyrir bí a. m. k. f bili. Næturklúbbunum hefur nú öllum verið'

lokað með sögulegum hætti. Óvíst er um framtíðina, en það má ímynda sér, að þessi átök i i

næturlífi Reykjavíkur að undanförnu verði 111 þess að löggjafarvaldið endurskoði alla afstöðu i

sína til veitingareksturs. Þörfin fyrir endurbætur virðist a. m. k. augljðs.

T>að hefur að vísu ekki veriö

vani löggjafarvaldsins að

spyrja fólkið sjálft, hvaða af-

stöðu það hafi til hinna einstöku

mála, en Vísi fannst forvitnilegt

að kanna hug þjóðarinnar til

spurningarinnar: „Teljið þér rétt,

að næturklúbbar verði leyfðir á

íslandi?"

Niðurstaða könnunarinnar

varð sú, að ..tæpur helmingur

svaraði spurningunni játandi eða

47%. — Eins og vænta mátti

voru karlmenn þessu hlynntari

en konur Konurnar vita sem

er, að næturklúbbar myndu í

mörgum tilvikum valda seinkun

á heimkomu eig'nmannanna úr

vinnunni. En það, sem kom á 6-

vart var, að fólk í dreifbýlinu,

var þessu hlynntara.

Það kann að vera, að fólk

leggi misjafnan skilning í orðið

næturklúbbur eftir því hvar á

landinu það býr. Það er ekki

lángt síðan, að samkomur upp

til'sveita voru eins konar næt-

urkíúbbar Samkomurnar stóöu

fifem eftir nóttu og lauk öft

ekki fyrr en við dagmál. Þetta

stafaöi oft af því, að samkom-

unum var haldið áfram, þar til

birti til að auðvelda samkomu-

gestum heimferðina.

Þó að fleiri karlar en konur

hafi svarað spurn'ngunni ját-

andi, er ekki þar með sagt að

fleiri konur hafi verið á móti

næturklúbbunum, en aftur á

móti voru konur í miklum

meirihluta þeirra, sem ekki

höfðu myndað sér skoðun í mál-

inu eða stóð á sama.

39% svöruðu spurningunni.

neitandi, en þar voru konur og

karlar álíka mörg, en 14%

hðfðu ekki myndað sér skoðun

í málinu, en þar af voru konur

tæp 80%.

Ef aðeins eru taldir þeir, sem

afstöðu tóku voru 55% því

fylgjandi, að næturklúbbar

væru leyfðir á íslandi, en 45%

voru á móti því. 1 dreifbýlinu

voru yfir 60% fylgjandj nætur-

klúbbunum, en hér á Stór-

Reykjavíkursvæðinu voru tæp

50% þvf fylgjandi.

Það kann að vera, að nei-

kvæðári afstaða Reykvíkinga

stafi af því, að naeturklúbbarnir

yrðu að sjálfsðgðu fyrst og

fremst f Reykjavík. Menn kunna

að vera því fylgjandi, að hafa

hina svokölluðu spillingu í hæfi-

legri fjarlægð frá heimkynnum

sínum. T. d er ekkj að efa, að

hefði spurningin verið, hvort

banna ætti næturklúbba í Kaup-

mannahöfn, hefðu fleiri verið

því andvigir.

Þessa kenningu styður t.d.

svar eins Vestmannaeyings:

„Auðvitaö á að leyfa alla slíka

„menningarklúbba" Ég vil hafa

þá í lagi, þegar ég skrepp suður

næst" - Sömuleiðis svar konu

úr náerenni Reykjavikur: „Al-

máttugur, nei. Ég held cð spill-

ingin sé alveg að drepa okkur.

Hvernig verða börnin okkar

eiginlega"

„Er ekki eins gott aö leyfa

þetta, eins og að Iáta það við-

gangast leyfislaust?" „Er þetta

ekki ágætt fyrir túrismann?"

„Klúbbarnir gætu létt verulega

á heimilunum". „Eins og fyrir-

komulagið er núna á skemmti-

stöðunum er það sjálfsagt. Fólki

er kastað út af þeim, þegar Is-

lendingar eru almennt aö kom-

ast í skemmtilegt skap". —

Þannig hljóðuöu svör þeirra,

sem voru hlynntir næturklúbb-

unum.

voru fylgjandi næturklúbbum

á þeim grundvelli, að veitinga-

húsunum væri lokað pf snemma.

Aðrir voru á móti þeim, vegna

þess, að þeir vildu frekar, að

veitingahúsin yrðu opin lengur

frameftir, þegar þörf væri fyrir

slíkt, t.d. um helgar. Enn aðrir

vilja hafa ástandið eins og nú

er, þ.e. fólk rekið heim í bólið

kl. 1 eftir miðnætti.

Þó aö ekki sé hægt að benda

nákvæmlega á þá lausn, sem

mestur meirihlutinn væri fylgj-

andi, er þó engu að siður ein-

sýnt af þessari skoðanakönnun,

að mjög tímabært er orðiö, að

Niðurstöbur úr skoBanakönnun VISIS urdu,

sem hér segir:

Já ........113 eðn 47%

Nei......,93 600 39%

Óákveðnir.. 34 eða 14%

El aðeins eru taldir jbe/r, sem afstöðu tóku,

l'itur taflan jbann/g út:

Já •

Nei

55%

45%

„Við íslendingar höfum því

miður ekki náð þeim þroska, að

næturklúbbar séu tímabærir

hér". „Allt annað er æskilegt

hér". „Spilljngin er víst nóg

fyrir". - „Það ætti að láta

veitingastaðina annast * þessa

skemmtanaþörf fólksins. Til

þess voru þeir reistir". —

Þannig hljóðuðu svör þeirra,

sem voru andvfgir þvi að leyfa

næturklúbbana.

Margir voru þeirrar skoðunar,

að gera ætti veitingahúsunum

kleift, að hafa opið lengur, en

voru á móti því, að fólk færi á

aðra staði eftir aö veitinga-

húsunum væri lokað.

Það er nokkuð erfitt, að sjá

það á niöurstöðum þessarar

skoðanakönnunar, hvaða leið al-

menningur vill fara í veitinga-

og    skemmtimálunum.    Margir

endurskoða alla löggjöfina um

veitingamál. Hin gífurlega að- ¦¦

sókn að næturklúbbunum fimm, l

sem starfræktir hafa verið hér !

í Reykjavík sannar þetta sömu--;

leiðis. Það kann t.d vel að vera,

að nauðsynlegt sé, að hafa fIeiri,

en einn „klassa" af skemmtistöð i

um því að kröfurnar eru mis-'

jafnar.

Það eru t.d ekki allir, sem

kæra sig um, að borga fyrir'

þjónustu hinna dýru og glæsi-

legu skemmtanamustera. Ungu

fólki virðist nægja staður, þar

sem hægt er að dansa við und-

irleik góðrar tónlistar af hliönv

plötum, þar sem veitingarnar

eru afgreiddar á frumstæðasta

hátt, en eldra og virðulegra

fólk vill helílur fara þangað,

sem maturinn og þjónustan er

aðalatriðið.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16