Vísir - 28.04.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 28.04.1969, Blaðsíða 8
8 VISIR . Mánudagur 28. apríl 1969. VÍSIR Otgefandi ReyKjaprent h.t. Framkvæmdastjðri Sveinn R. Eyjðlfsson Ritstjöri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjfiri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórngirfulltrúi: Valdimar H. Jóhannt^son Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðaístræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) A.skriftargjald kr. 145.00 1 mánuði innanlands I iausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Sumariö og sinniÖ j Vetur og sumar frusu saman að þessu sinni. Sam- \ kvæmt þjóðtrúnni boðar það gott sumar. Ekki taka \ allir slíka trú alvarlega, en allir vona samt, að hún í rætist, þótt þeir efist um gildi forspárinnar sem slíkr- / ar. / Raunar er engin furða, þótt veðurfarið skipi vegleg- ) an sess í íslenzkri þjóðtrú. Menn hafa hér á landi ) löngum átt allt sitt undir veðri og vindum. Enn í dag \ er afkoma þjóðarinnar að nokkru leyti háð þessum j óútreiknanlegu öflum. Eitt næturfrost á óheppilegasta ) tíma getur gerbreytt afkomu bóndans það árið. Og \ hvassviðri á miðum getur eyðilagt afla og veiðar- ( færi, mörg hundruð þúsund króna verðmæti, hjá ein- ( um báti. Sumar greinar iðnaðarins eru jafnvel háðar / veðrinu, til dæmis byggingaiðnaðurinn. / Nú liggur óvenjulegur vetur að baki. Hann hefur ) verið kaldur eins og undanfarnir vetur. En hann hefur \ að öðru leyti verið ólíkur þeim. Lfklega hafa verið ( óvenjumiklar stillur í vetpr suðvestanlands, líkast því ( sem venja er fyrir norðan. Og svo hefur hann verið / sérstaklega snjóléttur suðvestanlands. En mestu máli ) skiptir þó, að hann hefur verið óvenjukaldur, enn ) kaldari en undanfarnir vetur, ef frá er talinn veturinn \ á undan. Meðalhitinn í Reykjavík var næstum hálfu ( öðru stigi undir meðallagshita og á Akureyri var hann ( meira að segja nærri þremur stigum undir meðallagi. / Sumrin hafa verið köld að undanförnu eins og vet- ) urnir. Allur þessi mikli kuldi hefur komið af stað hug- ) leiðingum og umræðum um, hvort ný ísöld væri í að- \ sigi. Um það geta veðurfræðingarnir lítið sagt. Það ( getur alveg eins verið, að í sumar snúist þróunin til ( betri vegar, — í samræmi við þjóðtrúna. / Undanfarna daga hafa menn enn einu sinni fengið ( tækifæri til að sjá, hvílík áhrif sumarkoman hefur á ( skapferli og almenna líðan manna. Veðrið hefur ekki / aðeins áhrif á afkomu manna, heldur á allt líf þeirra, / þar á meðal sálarlífið. Undir vorið eru menn orðnir ) langþreyttir eftir veturinn. Þeir eru niðurdregnir, \ svartsýnir, næmir fyrir veikindum og lífsleiða og \ haldnir magnleysi. Svo þegar sumarið heilsar, fer ( straumur um landsfólkið. Menn hressast á sál og lík- / ama, öðlast nýjar vonir og bjartsýni. Þetta var ein- / mitt að gerast fyrri hluta undanfarinnar viku. ) Ef til vill sést þessi breyting bezt á börnunum, sem \ nú leggja undir sig gangstéttir og lóðir til sumarleikja \ og fylla hverfin af hlátri og fjöri. En hún sést einnig á ( stóru börnunum. Um leið og sumarið heilsaði, tóku / kjarasamningarnir að ganga aðeins betur. Menn eru ) farnir að hlusta hver á annan, að minnsta kosti með ) öðru eyranu. Vonandi kemst hitt eyrað einnig í lag, \ svo að vinnufriður geti fylgt í kjölfar sumarkomunnar. \ Það fer ekki fram hjá neinum, að sumarið er að ( koma og sinnið að lyftast. Við vonum, að spáin um gott sumar rætist og þjóðin.höndli um leið það, sem / henni er nauðsynlegast, — bjartsýni. ) 30. skoðanakönnun VISIS: „Teljið þér rétt, að næturklúbbar verði < leyfðir á Islandi?" SKEMMTANAL0GGJ0FIN ÞARF AÐ BREYTAST Forboönir ávextir bragðast bezt, segir máltækið. Hið fjöruga næturklúbbalíf í Reykjavik, undanfarna mánuði er t. d. til sannindamerkis um þetta, en eins og allir vita hafa næturklúbb- ar ekki verið leyfðir á íslandi til þessa, þð að fimm næturklúbbar hafi verið reknir af mikl- um krafti fyrir opnum tjöldum. Sælulff næturhrafnanna er nú fyrir bí a. m. k. í bili. Næturklúbbunum hefur nú öllum verið ' lokað með sögulegum hætti. Övíst er um framtíðina, en það má ímynda sér, að þessi átök i i næturlífi Reykjavikur að undanfömu verði tii þess að löggjafarvaldið endurskoði alla afstöðu ; sírta til veitingareksturs. Þörfin fyrir endurbætur virðist a. m. k. augljós. Tjað hefur að vísu ekki veriö vani löggjafarvaldsins að spyrja fólkið sjálft, hvaða af- stöðu það hafi til hinna einstöku mála, en Vísi fannst forvitnilegt að kanna hug þjóðarinnar til spurningarinnar: „Teljið þér rétt, að næturklúbbar verði leyfðir á íslandi?“ Niðurstaða könnunarinnar varð sú, að tæpur helmingur svaraði spurningunni játandi eða 47%. — Eins og vænta mátti voru karlmenn þessu hlynntari en konur Konurnar vita sem er, að næturklúbbar myndu i mörgum tilvikum valda seinkun á heimkomu eig'nmannanna úr vinnunni. En það, sem kom á ó- vart var, að fólk í dreifbýlinu, var þessu hlynntara. Það kann að vera, að fólk leggi misjafnan skilning i orðiö næturklúbbur eftir því hvar á tandinu það býr. Þaö er ekki langt siöan, að samkomur upp til: ^veita voru eins konar næt- urkíúbbar Samkomumar stóöu fAm eftir nóttu og lauk oft ekki fyrr en við dagmál. Þetta stafaði oft af því, að samkom- unum var haldið áfram, þar til birti til að auðvelda samkomu- gestum heimferðina. Þó aö fleiri karlar en konur hafi svarað spurn;ngunni ját- andi, er ekki þar með sagt að fleiri konur hafi verið á móti næturklúbbunum, en aftur á móti voru konur í miklum meirihluta þeirra, sem ekki höfðu myndað sér skoöun í mál- inu eða stóð á sama. 39% svöruðu spumingunni neitandi, en þar voru konur og karlar álíka mörg, en 14% höfðu ekki myndað sér skoðun í málinu, en þar af voru konur tæp 80%. Ef aðeins eru taldir þeir, sem afstöðu tóku vom 55% því fylgjandi, að næturklúbbar væru leyfðir á ístandi, en 45% vom á móti því. í dreifbýlinu voru yfir 60% fylgjandi nætur- klúbbunum, en hér á Stór- Reykjavíkursvæðinu vom tæp 50% því fylgjandi. Það kann að vera, aö nei- kvæðári afstaða Reykvíkinga stafi af því, að næturklúbbamir yrðu að sjálfságðu fyrst og fremst í Reykjavík. Menn kunna að vera því fylgjandi, að hafa hina svokölluðu spillingu í hæfi- legri fjarlægð frá heimkynnum sínum. T. d er ekkj að efa, að hefði spumingin verið, hvort banna ætti næturklúbba í Kaup- mannahöfn, hefðu fleiri verið þvi andvigir. Þessa kenningu styður t.d. svar eins Vestmannaeyings: „Auðvitað á að leyfa alla slíka „menningarklúbba" Ég vil hafa þá í lagi, þegar ég skrepþ suður næst“ — Sömuleiðis svar konu úr násrenni Reykjavikur: „Al- máttugur, nei. Ég held »ð spill- ingin sé alveg að drepa okkur. Hvemig verða börnin okkar eiginlega" „Er ekki eins gott aö leyfa þetta, eins og að láta það við- gangast leyfislaust?" „Er þetta ekki ágætt fyrir túrismann?" „Klúbbarnir gætu létt verulega á heimilunum". „Eins og fyrir- komulagið er núna á skemmti- stöðunum er það sjálfsagt. Fólki er kastað út af þeim, þegar Is- lendingar eru almennt að kom- ast I skemmtilegt skap“. — Þannig hljóðuðu svör þeirra, sem voru hlynntir næturklúbb- unum. „Við íslendingar höfum því miður ekki náð þeim þroska, að næturklúbbar séu tímabærir hér“. „Allt annað er æskilegt hér“. „Spillingin er víst nóg fyrir“. — „Það ætti að láta veitingastaðina annast þessa skemmtanaþörf fólksins. Til þess voru þeir reistir", — Þannig hljöðuðu svör þeirra, sem voru andvígir því að leyfa næturklúbbana. Margir voru þeirrar skoðunar, að gera ætti veitingahúsunum kleift, að hafa opið lengur, en voru á móti því, að fólk færi á aðra staði eftir aö veitinga- húsunum væri lokað. Það er nokkuð erfitt, að sjá það á niöurstöðum þessarar skoðanakönnunar, hvaða leið al- menningur vill fara í veitinga- og skemmtimálunum. Margir voru fylgjandi næturklúbbum ; á þeim grundvelli, að veitinga- [ húsunum væri lokað of snemma. j Aðrir voru á móti þeim, vegna * þess, að þeir vildu frekar, að ) veitingahúsin yrðu opin lengur * frameftir, þegar þörf væri fyrir * slíkt, t.d, um helgar. Enn aðrir f vilja hafa ástandið eins og nú • er, þ.e. fólk rekið heim í bólið * kl. 1 eftir miðnætti. Þó að ekki sé hægt að benda nákvæmlega á þá lausn, sem : mestur meirihlutinn væri fylgj- ' andi, er þó engu að síður ein- ■ sýnt af þessari skoðanakönnun, að mjög tímabært er oröiö, að > í endurskoða alla löggjöfina um veitingamál. Hin gífurlega að- ■ sókn að næturklúbbunum fimm, " sem starfræktir hafa verið hér 1 í Reykjavík sannar þetta sömu-- leiöis. Það kann t.d vel að vera, að nauðsynlegt sé, að hafa fleiri, en einn „klassa“ af skemmtistöð ' um þvi að kröfumar eru mis-' jafnar. Það eru t.d ekki allir, sem kæra sig um, að borga fyrir' þjónustu hinna dýru og glæsi- Iegu skemmtanamustera. Ungu fólki virðist nægja staður, þar sem hægt er að dansa við und- irleik góðrar tónlistar af hljóm- plötum, þar sem veitingamar eru afgreiddar á frumstæðasta hátt, en eldra og virðulegra fólk vill heldur fara þangað, sem maturinn og þjónustan er aðalatriðið. Niðurst'óður úr skoðanak'ónnun VISIS urðu, sem hér segir: Já.......... 113 eda 47% Nei......... 93 eða 39% Óákveðnir.. 34 eða 14% Ef aðeins eru taldir þeir, sem afst'óðu fóku, litur taflan þannig út: Já.......55% Nei......45% >

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.