Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
59. árg. - Föstudagur 9. maí 1969. - 102. tbl.
Það er hægt að efnagreina kjötið
— segir lögfræðingur veitingahússins
• Það er skýlaus krafa veit-
ingahússins, að kjötið verði sent
til Englands, ef opinberir aðil-
ar hér treysta sér ekki til að fá
skorið úr uppruna þess, sagði
lögfræðingur veitingahússins,
þar sem „næturklúbbaforstfór-
ar" snæddu á dögunum og töldu
sig hafa fengið hrossakjöt í stað
nautakjöts.
Ef Neytendasamtökin og opin-
berir aðilar, sem afskipti hafa haft
af þessu máli treysta sér ekki til að
fá botn í máliö og lýsa sfðan niður-
stöðum á opinberum vettvangi,
verða þessir aðilar að senda það til
Englands, þar sem hægt er að kom-
ast að uppruna kjöts meö efnagrein
ingu, sagði hann. Þegar þessir aðil-
ar eru á annað borð búnir að
hreyfa við málinu, þýðir ekki að
hætta, þó aö einhverjir erfiðleikar i
framkvæmdinni komi á daginn.
Og það er Neytendasamtakanna
að greiða kostnaðinn af þessu,
sagði lögfræðingurinn og gaf í skyn
að veitingahusið neyddist ellegar
£ skaöabótamál við Neytendasam-
tökin.
BIÐUSTINN TÆMDW
Á NOKKRUM VIKUM
— sagði heilbrigðismálaráðaherra. — Ljós-
mæður paulsætnar á þingpöllum
D Nærvera 60 til 70
Ijósmæðra og hjúkrun-
arkvenna hafði viss á-
hrif á umræður alþingis-
manna á fundi samein-
aðs þings í gærkvöldi.
Stóðu umræður um fæðinga-
deild Landspítalans langt fram
á kvöld og lauk fundi ekki fyrr
en um miðnætti.
Umræður þingmanna báru
þess greinilegan vott, að þeir
gerðu sér grein fyrir því, að á
mannslifum gæti oltið, að hrað-
að yrði framkvæmdum við
stækkun fæðingadeildarinnar og
aðstöðu til geislalækninga
krabbameinssiúklinga.
Jóhann Hafstein, heilbrigðis-
málaráðherra, lagði á það á-
herzlu í ræðu sinni, að það væri
staðfastur vilji heilbrigðisstjórn
arinnar, að byggt yrði húsnæði
fyrir kvensjúkdómadeild með
stækkun fæðingadeildarinnar.
Mundi stækkun fæðingadeildar-
innar og geðsjúkdómadeildar
njóta forgangs, þegar hafizt yrði
handa um nýbyggingar á lóð
Landspítalans.
Skýrði hann frá því, að sér-
fræðingar álitu, að teikningum
og undirbúningi að stækkun
fæðingadeildarinnar yrði ekki
lokið fyrr en voriö 1970 —
nema kastað væri höndum til
verksins.
En tíl þess að tæma biðlista
sjúklinga með kvensjúkdóma
hefði tekizt samvinna milli hand
Atti að
springa
samdægurs
— og kveikja / bragganum
9 Enn hefur ekki upplýstst,
hver komið hafi tímasprengjunni
fyrir í bragga varnarliðsins í
Hválfirði. Greinilegt þykir þó af
umbúnaði sprengjunnar, að
henni hafi verið ætlað að
kveikja í byggingunni.
0 Sérfræðingar hersins hafa
rannsakað sprengjuna, sem sett
var saman úr tveim gosdrykkj-
arflöskum, fullum af bensíni, 6
plastpokum, fullum af steinolíu
og var þetta tengt rafhlöðu og
tveim klukkum. sem áttu að
hleypa rafstraumnum á.
Klukkurnar voru stilltar á kl.
4 og gekk úrverkið í þeim þeg-
ar starfsmenn varnarliðsins
fundu þær. En verkið i þeim end
ist 'ekki nema 24 stundir í senn
svo einhvern tíma á sólarhringn
um — áður en þær fundust —
hafa þær verið stilltar.
Er enn haldið  áfram  rann-
sókn málsins.
Inni f þessum bragga fannst
sprengjan, þegar starfsmenn
varnarliðsins komu þangað
vegna viðgerðar á niðurníddum
herskálunum, sem ætlunin er að
nota fyrir sæluhús handa lier-
mönnum í leyfum.
lækningadeilda og kvensjúk-
dómadeilda og sköpuð væri aö-
staða á handlækningadeildum
fyrir þessa sjúklinga. Ætti það
að takast á nokkrum vikum.
Til þess að auðvelda þetta,
meðan beðið væri eftir stækkun
fæöingadeildarinnar, væri hrað-
að byggingarframkvæmdum við
austurálmu Landspítalans og í
því skyni hefði verið aflað 10
milljón króna viðbótarlánsfjár
— umfram þær 40 milljónir,
sem veittar eru á fjárlögum
þessa árs til þeirra bygginga.
Þá skýrði ráðherrann frá því,
að ráðizt hefði verið í byggingu
hvisnæðis fyrir geislalækninga-
deild, sem hýst gæti nýtt kób-
alt-tæki (geislalækningatæki),
og yrði það væntanlega tilbúið
til notkunar i haust.
Ljósmæður og hjúkrunarkonur
fylltu áheyrendapallana á fundi
sameinaðs þi'ngs í gærkvöldi,
þegar fram fóru umræður um
fæðinga- og kvensjúkdómadeild
Landspítalans.
FÉKK VÆNG SPITFIRE-
VÉLAR í TROLLIÐ
Hafið skilar minjum aldarfjórðungs gamals
harmleiks
A SJÁVARBOTNI leynast minj-
ar um margan mannlegan harm-
Ieik og skilar hafið stundum
þessum minjum. Vélbáturinn
Stígandi frá Ólafsfirði fékk
væng af Spitfire-flugvél í trollið
14—15 mílur út af Sauðanesi eða
í miðju Skagafjarðardýpi í fyrra-
kvöld eða a. m. k. telur Karl
Sigurbergsson skipstjóri að
vængurinn hafi verið af þeirri
flugvélategund.
Þessi vængur segir ef til vill ald-
arfjóröungs gamla sögu um ungan
mann, villtan út af strönd fjarlægs
lands á viðsjárverðum tímum.
Það er þó ekki víst að skipverj-
arnir á Stíganda hafi setzt niður og
hugsað mikið um þá sögu, sem
vængurinn hafði að segja. — Hann
flengreif trollið hjá okkur; sagði
Karl, og viö vorum hálffegnir að
landi, þar sem hann veröur ekki
til trafala.              -
Strákarnir hirtu tvær vélbyssur
með fullum skothylkjabeltum, sem
losna við hann aftur í sjóinn nær
voru á vængnum, sem kom upp al-
veg heill, en í gær, þegar viö lönd-
uðum á Ólafsfirði, tók bæjarfóget-
inn vélbyssurnar í sína vörzlu,
sagði Karl.
Þó aö þeir séu ekki vissir um
flugvélategundina, er enginn vafi á
þjóðerni flugvélarinnar. Hún var
með bláum hring með rauðum
depli, en þannig eru brezku flug-
vélarnar merktar.
Nætursala við Um-
ferðarmiðstöðina
— Næturbenslnsala í sumar
• Nætursala verður væntan-
Iega hafin við Umferðarmiðstöð-
ina í næstu viku, en borgarráð
Reykjavíkur hefur fyrir sitt leyti
samþykkt hana. — Heilbrigðis-
nefnd og lögreglustjóri eiga eft-
ir að samþykkja söluopið, en
ekki er búizt við að neitt verði
því til fyrirstöðu.
Við ætluðum í fyrstu að hafa
söluopið inni í húsinu,' en eftir
reynsluna í Kópavogi og víðar var
það ekki talið ráðlegt, sagði Kristj-
án Kristjánsson, framkvstj. stöðv-
arinnar. — Islendingar hafa víst
ekki enn náð þeim þroska að hægt
sé að hleypa þeim inn í hús að næt-
urlagi.
Litiö verður á þetta söluop sem
þjónustu við þá, sem þurfa af ein-
hverjum ástæðum aö vera á ferð-
inni um nætur og verða m.a. ein
hverjir matarréttir seldir úr op-
inu.
Seinna í sumar er svo gert ráð
fy-rir, að bensín og olíur verði selt
þarna á nóttunni, en mjög hefur
veriö kvartað um skort á slíkri
þjónustu. Hafa olíufélögin lengi
haft áhuga á því, að koma þeirri
þjónustu af stað.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16