Vísir - 10.09.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 10.09.1969, Blaðsíða 1
59. árg. — Miðvikudagur 10. septémber 1969. — 197. tbL Esjunni breytt hér Islenzk áhöfn hugsanleg fyrsta árið Kartöfluuppskera góð á Norðurlandi en tvisýn á Suðurlandi — Næturfrost hafa ekki farið eins illa með kartöflu grösin eins og á horfðist, sagði Friðrik Magnússon í Þykkvabæ í viðtali við Vísi í morgun. Það hefur ekki verið mikil sól í morgun, en ef himinn er heiður og hún nær að skína falla grös in fljótt. Friðrik sagði einnig, að menn færu yfirleitt að taka upp, úr þessu. Sprettan sé undir meðallagi og garð arnir blautir af rigningu og erfitt að komast um þá til að taka upp, en ætti ekki að koma að sök, ef rigndi ekki meira. Blaðið hafði einnig tal af Jóhanni Jónassyni, forstjóra Grænmetis- verzlunar landbúnaðarins, sem sagði, að útlit væri á ágætri kar- töfluuppskeru í Eyjafirði, en þar • að veröa meðaluppskera úr sand- hefur veriö einmuna tíö í júlí og görðunum á Eyrarbakka, í Villinga ágúst. Hins vegar kvað hann upp holtshreppi og Þykkvabænum, en skeru hér sunnanlands vera tví- sýna. ■ — Það getur komizt upp í það um moldargarðana er Öðru máli að gegna. Vegna votviðranna eru mold argarðarnir svo blautir, þar sem þeir liggja á flatlendinu, að þar hef- ur sprettan oröið lítiL Á Húsavík er þegar byrjað að taka upp kartöflur og er uppsker- an góð. Flest kartöflugrös þar brotnuðu og eyðilögðust i illviðrinu sem geröi þar fyrir um það bil viku tíma. ' V jr Utvarp og sjónvarp munu skýra frá úrslitum Evrópumótsins í Grikklandi — kom aldrei til mála að senda fréttamenn vegna fjarlægðarinnar ■ íslenzka hljóðvarpið og sjón-1 varpið mun halda sínu striki í lýsingum frá Evrópumóti í- þróttamanna í Grikklandi án til- lits til áskorana Grikkiandshreyf ingarinnar svokölluðu og ákvarð ana útvarps og sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum, sem hafa á- kveðið að senda ekki frétta- menn til Grikklands til að mót- mæla herforingjastjórninni. Það vill svo vel til, að hvorki sjónvarp né útvarp hafði ætlað sér að senda fréttamenn til Grikklads vegna Evrópumótsins, að því er Haraldur Ólafsson, dagskrárstjóri útvarps og Pétur Guöfinnsson, fram kvæmdastjóri sjónvarps sögðu í viö tali við Vísi í morgun. — Báöir að- ilar munu aftur á móti skýra frá úrslitum mótsins og hugsanlegt er i að sjónvarpið fái myndir frá Euro- j vision til birtingar. Haraldur Ólafsson vildi, að það kæmi fram, að það voru hin póli- tísku útvarpsráö á hinum einstöku Norðurlöndum, sem tóku ákvörð- un um þaö, að senda ekki frétta- menn, þvert ofan í vilja starfs- manna útvarpsstöðvanna. Góða veðrið áfram — en næturfrost Nú er loksins komið SÓL- SKIN og hægviðri, og útlit fyrir að góða veðrið haldi á- fram, en um leið leika næt- urfrostin kartöflugrös og ber grátt. í nótt var frost víða um land- ið. Mesta frostið mældist 5 stig á Grímsstöðum á Fjöllum, 4 stiga frost mældist á Staðarhóli í Aðaldal, en annars staðar á Norðurlandi var 1—3 stiga frost. Sunnanlands var hitinn rétt undir frostmarki, í* nótt, á Tlellu, 1 stigs frost mældist í Síðumúla og 2 stiga frost á Þingvöllum. í Reykjavík var lág markshitinn 1 stig, en efalaust frost við jörð, eftir því sem Veðurstofan skýrði frá. Hægviðri var víðast hvar í nótt og spáin hljóðar upp á litlar breytingar. LÉTTSTÍGIR EFTIR SVAÐIL- FARIR Á GÆSASLÓÐUM ■ Þeim hefur víst oft boðizt hann brattari í sumar, þess- um ungu stúdentum frá Oxford. Þeir hafa verið sex saman inni í Þjórsárveri við fuglarannsóknir og þá aðallega við athuganir á gæsinni. Farangur sinn hafa þeir orðið að bera langar leiðir dag- Þeir hafa hlaupið á eftir gæsinni inni á heiðum í sumar. Nú hlaupa lega vegna ófærðar. þeir eftir Lækjargötu með föggur sínar á leið til skips. Þeim veittist því létt að hlaupa með kerruna sína hjá Hljómskála- garöinum og eftir Lækjargötunni, þar sem Vísismenn mættu þeim í morgun á leiöinni niður að höfn, þaðan sem þeir halda utan meö Gullfossi. — Við fengum langt sumarfrí og langaði til þess að gera eitthvaö nytsamlegt, svo að við lögðum í þetta upp á okkar eindæmi, sagði einn hinna ungu leiðangursmanna Roy Putman. Við höfum athugað háttu gæsarinnar og tekið blóð- sýnishorn sagðl hann. Ætlunin er svo að fara til Svalbarða næsta ár og rannsaka fuglalíf þar. — Putman sagði að sumariö heföi verið ein svaðilför en leiöang- urinn hefur verið inni á hálendinu I tvo mánuöi. „Popmáiið11 sett til lögfræðings ■ Pophljómsveitirnar tíu, sem urðu af hljómleikalaunum sínum, þegar borgarfógeti Jagði hald á aðgangseyrinn af pophá- tíðinni í Laugardalshöllinni, hafa nú sett mál sitt í hendur stéttarfélagi sínu — Félagi ís- lenzkra hljóðfæraleikara. „Við setjum traust okkar á fé- lagið“, sagði umboðsmaður Pops, Ómar Valdimarsson. „Það hefur lögfræðing, sem kann betur á þessu tökin en við“. Hvað næst verður gert, hefur ekki enn verið ákveðið, en næsti leikur er líklega skiptaráðandans, sem einhvern tíma á næstunni mun halda skiptafund með aðilum, sem kröfur eiga í gjaldþrotabú þess, er stóð fyrir pophátíðinni. • „Formleg eigendaskipti á „Esjunni“ gætu orðið nú fyrir næstu helgi,“ sagði Guðjón Teitsson, forstjóri Skipaútgerð- ar ríkisins, er hann var inntur eftir því, hvenær skipið yrði af- hent Bahama-mönnum til eign- ar. „Skipið kom úr sinni síðustu hringferð þann 30. ágúst og hef- ur þegar verið í slipp,“ sagði Gúðjón ennfremur. „Væntanlegir eigendur hafa hugs að sér að nota skipið til þess að flytja farþega frá stórum skipum í land. Þessi skip eru um 20 þúsund tonn og komast ekki inn að bryggju. Til þessara flutninga er Esjan ekki nógu stór og ætla þeir þvf að breyta henni á þann veg, að fleiri farþegar geti verið ofan þilja undir beru lofti.“ Guðjón sagði aö íslenzk áhöfn sigfdi skipinu utan en skipstjórinn Næturfrostín hafa ekki komið illa við kartöflugrösin í þeirri ferð yrði sá er skipinu skyl distjórna framvegis. Sagði Guö jón að enn væri ekki ákveðið hvort íslenzk áhöfn yrði á skipinu til frambúðar, en þó kæmi til greina að eins árs samningur yrði gerður við skipverja. Esjurnar báðar baðaðar í morgunsólinni í morgun. VISIR )

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.