Vísir - 07.10.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 07.10.1969, Blaðsíða 1
VISIR 59. árg. — Þríðjudagur 7. október 1969. — 220. tbl. Fyrstu viðbrögð af jsessu tagi frá Bretum segir Emil Jónsson um mj'óg athyglisverðar 'V/ - ■úyij m <*/•' yfirlýsingar framámanns brezka fiskiðnabarins • Ég veit auðvitað ekki, að hve miklu leyti þarna voru per- sónuleg sjónarmið á ferðinni, sagði Emil Jónsson utanríkisráð- herra í viðtali við Vísi í morgun um ummæli James Johnsons, þingmanns frá Hull, formanns fiskimáianefndar Evrópuráðsins og formanns sömu nefndar neðri rhálstofunnar brezku, en hann lýsti miklum skilningi á af- stöðu íslands vegna útfærslu landhelginnar og friðun land- grunnsins. Ummæli hans hafa vakið mikla athygli hér á landi, en hann lét þau falla eftir ræðu Emils Jóns- sonar á ráðgjafarþingi Evrópuráðs- ins i Strasbourg fyrir helgi. Þetta eru fyrstu viðbrögð af þessu tagi, sem ég hef orðið var við frá Bretum, svo að maður tali nú ekki um Hull og Grimsby-menn, sagði Emil Jónsson í viðtalinu við Visi. — í ræðu hans kom raunar fram það sjónarmið, að það væru hagsmunir Breta að flytja fiskveiði flotann sinn um set, þar sem að veiði færi nú minnkandi á norður- slóðum. Okkur væri þá eftirlátið ,,að pilla upp þessar pöddur, sem eftir eru“ Að við sætum þá einir að fisk- veiðum á miðúnum hér umhverfis landið á sama hátt og við erum ein ir um hvalveiðina á norðurhveli iarðar? Þetta er aðeins titill — segir utanrikisráð- herra um tilnefningu em forseti N-Atlants- hafsráðsins Það felst ósköp lítið í því, að ég hef verið tilnefndur forseti N-Atlantshafáráðsins. Einhver verður að vera það og gengur því þessi titill á milli utanríkis- -áðherra aðildarlanda Atlants- hafsbandalagsins. Þetta er að- eins titiil, sagði Emil Jónsson, utanríkisráðherra í viðtali við Vísi í morgun. í gær var tii- kynnt um það í Brúxelles, að hann hefði tekið við forsæti í ráðinu af Willy Brant fyrrver- andi utanríkisráðherra V-Þýzká 'inds, nú kanslara; Það félst i raun og veru ekki innað f þessu en að setja og slíta fundinum og svo að sjáif- sögðu meiri kvöð að sitja fund- ina Ja, ég veit ekki. Hvalveiðin er dæmigert tilfelli um það, hvemig fer, þegar ofveiði er annars vegar. Það er ennþá sumar við Tjörnina þótt veturinn sé búinn að boða komu sína. Ungarnir, sem skriðu úr eggjunum í sumar eru orðnir fuiivaxnir og finn st sjáifsagt talsvert til um sig. Þeir hafa heldur ekki lifað langan vetur eins og þessi álftarsetkkur, sem hér ber sig eftir brauði, sem drengurinn réttir honum. — Sjáifsagt verður margur munnurinn feginn slikum bita, þegar veturínn sýnir sig í alvöru. Dauðaslys á Keflavíkurvegi ■ Dauðaslys varð í nótt, þegar fólksbifreið fór út af Reykjanes- brautinni, skammt aust- an við afleggjarann að Innri-Njarðvík, og valt margar veltur í grjót- ruðningnum utan vegar ins, unz hún hafnaði úti í hrauni, f jarri veginum. Stúlka sem var farþegi í bif reiðinni, beið bana og talið er, að hún hafi látizt samstundis af völdum áverka, sem hún hlaut f þessari heireið yfir hraun- grjótið. Alls var fernt í bifreiðinni, 2 karlmenn úr Hafnarfiröi og 2 stúlkur úr Reykjavík — þaðan sem bifreiðin var — ók önnur stúlkan, en hún skarst mjög á höfði og hálsi af glerbrotum og var flutt á sjúkrahúsið í Kefla- vík. Annar karlmannanna skarst einnig en þó minna, og hinn slapp án þess að fá minnstu skrámu. Slvsið varð um kl. 3.45 í nótt, en þá voru akstursskiiyrði hin verstu — úrhellisrigning, sem bæði hindraði útsýni og gerði brautina hála, og rok, sem rykkti svo í ökutæki, að öku- menn þurftu að halda fast um stýri til þess að verstu byljimir sviptu ekki bílum af réttri stefnu. Flest bendir til þess að slysa- bifreiöinni hafi verið óvarlega ekið, en vegna þess hve margar veltur hún fór og hve langt hún fór út af veginum, þykir lík- legt að henni hafi verið ekið á miklum hraða — of miklum mið að við akstursskilyrðin. Fólkið, sem komst af úr slys- inu, var ekki yfirheyrt ýtarlega í nótt, þar sem það hafði ekki náö sér að fullu eftir atburði næturinnar, þegar lögreglan hafði tal af því, en það mun hafa verið að skemmta sér i gær- kvöJdi eöa £ nótt og hafði neytt einhvers áfengis. Aðstandendum hinnar látnu hafði ekki veriö gert viðvart í morgun, þegar Vísir fór í prent- un, og verður nafn hennar því ekki birt að sinni. Bílar fastir í nótt í ó- færð á Þingmannaheiði Versta veður var á Vestfjörð um, seinni hluta nætur og í morg un. Norðaustanrok við norðvest urströndina náði hámarki sínu á Vestfjörðum. Hvassast varð ll Æðey og á Hornbjargsvita 10 vindstig. Allir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir, en þar er snarvitlaust veð- ur. skafbylur svo ekki sér út úr aug unum, eftir því sem Karl Þorvalds- son hjá Vegagerð ríkisins tjáði blaðinu f morgun. Hafa bílar verið fastir á Þingmannaheiði, í alla nótt, og tveir bílar frá Vegagerðinni bíða í Króksfjarðarnesi, þar sem ekki er hægt að hreyfa þá vegna ó- Friðrik gerði jafn- tefli við Jonsa í 5. umferð — Er i 2.-3. sæti Friðrik Ólafsson geröi jafntefli við Tékkann Jansa í 5. umferð svæðamótsins i Aþenu. Hort tapaði sinni skák gegn Stoppel, en jafn- tefli varð í skák Rúmenans Ge- orghiu. Hefur Georghiu þá forystu i mótinu með B vinninga og brð- skák, en Friðrik og Petersen eru í 2.—3. sæti með 3 vinninga. Þá koma Húbner og Forintos með 2l/2 vinning og biðskák. Friðrik vann skák sína við Wright, Engíandi í 4. umferð. færöar. Sagði Karl vera mögu-1 leika á því að fjárflutningabílar séu meðal þeirra bifreiða, sem sitja fastar á Þingmannaheiðinni, svo og vörubílar, sem lögðu af stað til r Islenzkur fiskur og amerískar uppskriftir — sjá bls. 5 Alþjóðabankinn segir — sjá bls. 9 u tr Eg hef ekki selt lífshamingju mína ffyrir /# penmga — sjá bls. 4 Vestfjarða frá Reykjavík í gær- morgun. Veghefill frá Vegagerðinni komst að bifreiöunum á Þingmanna heiði í morgun. í morgun var einnig slæmt veður í Keflavík, eftir því sem Jónas Jak- obsson, veðurfræðingur, tjáöi blað- inu, í morgun. Á Fagurhólsmýri mældist næturúrkoman 60 mm, sem er með því mesta, sem verður, að sögn veðurfræðingsins. í Reykjavík gætti þessa veður- hamfara lítið í nótt. „Við höfum ver ið í skjóli af blessaðri Esjunni“, sagði veðurfræðingurinn. Búast má við áframhaldandi norö austanátt á landinu, en djúp lægð var um 200 km suður af Vestmanna eyjum klukkan sex f morgun. • 1 kvöld munu bandarískir lögfræðinemar taka mál Ric- hards Kimble til meðferðar fyrir rétti. Verður fróðlegt að sjá hvernig nemum tekst upp þar eð menn hafa það á tilfinning- unni að Kimbillinn hafi verið dæmdur saklaus til lífláts af full numa mönnum í lögfræöinni. Kimbill hættir fyrir áramótin • Jón Þórarinsson, dagskrár- stjóri sjónvarpsins, sagði í morg un að flótta Kimbles muni ljúka hérna megin við áramótin. Þá veröur lokabátturinn sýndur, en marglr hafa sýnt óþolinmæði, vilja gjarnan byrja á að lesa söguiok reyfarans, eins og oft vill verða. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.