Vísir - 08.11.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 08.11.1969, Blaðsíða 1
Kviknaði í hjónarúmi - lá við stórslysi á barni Fimm ára barn var hætt kom ið, þegar það f óvitaskap kveikti f rúmi foreldra sinna, svo að sængurföt og rúmdýn- ur fuðruðu upp. Var orðið alelda í kringum drenginn, þegar 6 ára gömul systir hans kom að honum, en gerði síðan móður hans viðvart. Sviðnaði hár hennar Byggja Loftleiðir hótel / SKJÖL UPPÁ270MILU. SKIPTU UM CKCNDUR og fékk hún brunablöðrur á hendur, en hún bjargaði syni sínum úr eldinum með naum- indum. Atvik þetta átti sér stað í í- búðarhúsi að bænum Hækings- dal í Kjós á miðvikudag, og magnaðist eldurinn svo fljótt i hjónarúminu, að bóndinn fékk ekki við hann ráðið, en greip til þess ráðs að loka herberginu meðan beðið var eftir aðstoð slökkviliðsins í í Reykjavik, sem átti 70 km leið fyrir höndum, áður en það komst á eldstað. Þetta ráð dugöi þó, því að með aðstoð nágrannanna, sem drifu að frá næstu bæjum, tókst að halda eldinum í herberginu í skefjum. Var ausið á hann vatni, sem sótt var í öllum til- tækum lausum ilátum í á, er rennur I bæjarlandinu — mjólk urbrúsum og öðru. Tókst fólkinu jafnvel að ráða niðurlögum eldsins á eigin spýt ur, áður en slökkviliðið bar að. Drengurinn, sem hafði kveikt í sængurfötunum, þegar hann' var að fikta meö eldspýtur, slapp með furðulegum hættivið það aö fá svo mikið sem bruna blööru. Vita- og hafnamálastjóri, hafnarnefnd, bæjarstjóm Hafnarfjarðar og ráðherrar skoða höfnina áður en afhending fór fram. — Straumsvikurhöfn afhent — Þar hefur ekki verið h'ófn frá 1473 jbar til nú ■ Straumsvíkurhöfn, sú höfn landsins, sem get- ur tekið stærstu hafskip in, var afhent eigendum, Hafnarf jarðarhöfn, í gær við viðhöfn þar suður frá. Skjöl upp á 270 millj ónir króna eða það sem farið hefur í gerð hafn- arinnar, gengu yfir borð ið frá einum aðilanum til annars, þar til þau komust í hendur f ulltrúa eigenda. Fulltrúi danska verkfræðifyr- irtækisins, Christian Nielsen, er hannaði höfnina fyrir Hafna- málaskrifstofuna og sá um allt eftirlit, afhenti hafnamálastjóra með að höfnin fái fleiri verkefni, t.d. ef sjóefnaverksmiöja verð- ur reist á Reykjanesi, en einnig hafa þeir fullan hug á að olíu- hreinsunarstöð verði reist í ná- grenni hafnarinnar. Höfn hefur ekki verið í Straumsvík- síðan 1473, þegar þýzkum Hansakaupmönnum tókst að hrekja brezka kaup- menn úr Hafnarfirði, en þá fluttu þeir sig um set. Viðstaddir afhendinguna í gær voru meðal annarra, Eggert G. Þorsteinsson, hafnamálaráö- lierra, fulltrúar verktakanna Hochtief og Véltækni h.f., full- trúar bæjarstjórnar Hafnarfjarð ar og fulltrúar Fjarhitunar, sem annaöist eftirlit fyrir Christian Nieísen. Þessum aðilum vár boð ið í siglingu á nýjum lóösbát, sem Hafnarfjarðarhöfn hefur keypt frá Stykkishólmi vegna þessarar stækkunar. Luxembourg? ■ Loftleiðir munu nú vera Aðalsteini Júlíussyni öll skjöl, en hann afhenti síðan Gunnari Ágústssyni, hafnarstjóra í Hafn- arfirði, skjölin, en hann tók við höfninni fyrir hönd eigenda, sem er Hafnarfjörður. Upphaflega var áætlað, aö gerð hafnarinnar kostaði 155 milljónir íslenzkra króna, en um 270 milljónir munu nú vera komnar í hana, en mismunurinn stafar af gengisbreytingunum og kostnaði viö kaup á landinu. Höfnin er dýpsta höfn landsins í eigu Islendinga, 12 metra djúp á stórstraumsfjöru og geta því 50.000 tonna skip lagzt við bryggju, sem er 225 metra löng. Þó að höfnin sé ekki alveg til- búin enn hafa 5 álskip þegar los að í höfninni, en reiknað er með að um 1000 tonn muni fara um höfnina á dag vegna álversins. Það kom fram í gær, að eigendur hafnarinnar hafa góðar vonir að kanna grundvöll að þátt- töku í byggingu hótels í Lux- emburg ásamt öðrum aðilum. Þessir aðilar munu aðallega vera flugfélagið í Luxem- burg, Luxair, auk hóteleig- enda þar f landi. Forráðaroenn Loftleiða vörð- ust allra frétta um þetta mál, þegar Vísir hafði tal af þeim í gær, en einn þeirra sagði það vera nær að ræða um stækkun hótelsins við Reykjavíkurflug- völl, sem lengi hefur verið í bí gerð. Það mái er nú komið tölu vert áleiðis, þó að endanleg á- kvörðun hafi ekki verið tekin um það, hvenær byrjað verður á stækkuninni. Rúmlega 100 herbergi munu þá bætast við Loftleiðahótelið, en heilli álmu verður bætt við núverandi húsa kost Loftleiða á Reykjavíkur- flugvelli, þannig að húsasam- stæðan myndar U. Óvíst er, hvað úr þessu verð ur, en hugsun Loftleiða með þetta fyrirtæki er sennilega að geta boðið farþegum sínum sér stáka áningu 1 Luxemburg, áð- ur en lengra er haldið f Evrópu. Áningarfarþegum Loftleiða hef- ur sífellt farið fjölgandi hér á landi og hefur reynzt góður grundvöllur fyrir hótelrekstur- inn með aukinni nýtingu þess. „Nýju f'ótin hjófanna" komu upp um þá: Stálu þrein smóking- um, frökkum og föt- um fyrir 90 þús. kr. □ Sagt er, að fötin skapi mann- inn, og að betra brautargengi í lífinu öðlist sá, sem að jafnaði er fínn í tauinu... en, EN eng- in regla er án undantekninga. Það fengu þeir að reyná, 4 inn- brotsþjófar, sem brutust inn í fata- verzlun Andersens & Lauth við Vesturgötu fyrir viku og klæddu sig þar upp. Sjálfsagt höfðu þeir of- anritað í huga. En nýju fötin þeirra komu upp þegar þeir fóru að ganga um „upp- skveraðir“ í dýrum klæðum — menn, sem enginn ætlaði að hefðu efni á slíku. Fyrir þetta bárust að þeim bönd- in og við yfirheyrslur hafa þeir við- urkennt þjófnaðinn, en alls stálu þeir fötum og frökkum (og þrem smókingum) fyrir um 90.000 kr. verðmæti. Fóru þeir tvær ferðir sömu nóttina í verzlunina til þess að birgja sig upp, en mestallt þýfið er nú komiö til skila til réttra eig- enda I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.