Vísir - 28.01.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 28.01.1970, Blaðsíða 3
VÍSIR . Miðvikudagur 28. janúar 1970. 3 Kvennaskólamálið: Undirsfcriftasöfnun meðmæíenda hafin Um 30 áhugasamar stuðnings- konur Kvennaskólans, m. a. úr nemendasambandi skólans hitt- ust s.I. laugardag í Kvennaskól- anum ti! að ræða aðkast það er skólinn hefur orðið fyrir. Markmið fundarins var' að ræða aökast það er skólinn hefur orðiö fyrir undanfarna daga og þann ■ andbyr sem frumvarp það er nú er til umræðu á Alþingi um heimild 'til handa skólanum að útskrifa stúdenta hefur mætt. Sú ákvörðun var tekin að gefa þeim er væru frumvarpinu fylgjandi tækifæri til þess að koma fylgi sínu á framfæri. I Undirbúningsnefnd var kosin og undirskriftasöfnun fór af stað. Markmiðið var að þær sem lýstu fylgi sínu við frumvarpiö væru ábyrgar konur með kosningarétt þannig að þingmennirnir, sem flytja frumvarpið á Alþingi viti að það er vilji kjósenda á bak við und- irskriftirnar, en ekki óábyrgra ungl inga. Undirskriftirnar hafa gengið framúrskarandi vel. Ýmsar framá konur úr samtökum kvenna í land- inu hafa orðiö fyrstar til þess að j rita nöfn sín. I hópi fyrrverandi nemenda skólans hafa ótalmargar lýst sig fýsandi málsins. Undir- skrifasöfnuninni lýkur fyrir um- ræðufund háskólastúdenta á miö- vikudagskvöld. Listar hafa veriö í gangi um bæinn og streyma nú óðum inn til undirbúningsnefndar- innar. Niðurstöður undirskrifta- söfnunarinnar verða sendar til efri deildar Alþingis. 2-3 þásund ntanns sbðuðu HekBu ® 2—3 þúsund manns notuðu sér tækifærið og skoðuðu nýju Heklu á sunnudag á þremur klukkutímum, nánar tiltekið á tímabilinu á milli kl. 2 og 5 Má heita aö stanzlaus straumur fólks hafi verið frá og aö borði skipsins. Almenningur hreifst af sýnilegum fyrimyndar vinnubrögð um handverksmanna, sem einkum komu vel í Ijós í harðviðarinnrétt- ingum og húsgögnum í hýbýlum áhafnar og farþega. En margt fleira þarf til að skip teljist gott og vand- að og sker revnslan vonandi úr, um að Hekla hin nýja teljist gott og vandað sjóskip, sem hún er glæsi- leg á að líta fyrir auga almennings. Hekla fer í sína fyrstu áætlunar- ferð í dag og þá austur um land. íslendingar fá greiðari aðgang að Swazilandi Þar situr konungur með 90 eiginkonur Það er auöveldara nú en áður var fyrir islendinga að heimsækja Sobhuza konung og þegna hans í Swazilandi og öfugt, en um áramót in gekk í gildi samkomulag milli ísiands og Swazilands um gagn- 'kvæmt afnám vegabréfsáritana fyrir ferðamenn miðaö við allt að þriggja mánaða dvöl. Nú nægir að hafa venjulegt vega- ‘bréf í pússi sínu áður en lagt er af stað til Swazilands, sem er í Suð- austur-Afríku nær algjörlega um- kringt hinu miklu stærra Suður- afríska Iýðveldi. Swaziland var áður undir brezkri stjórn, en öðlaöist sjáifstæði sitt árið 1968. Var þá kosið til alþingis samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá og konungur valinn. Konungsættin í Swazilandi rekur upphaf sitt fjór- ar aidir aftur í tímann, og er ein síðasta, ríkjandi konungsætt í Afríku. Sagt var að konungur hefði 90 konur, en til að komast hjá öllu ósamlyndi var engin þeirra drottn- ing. í stað þess var gömul frænka útnefnd sem hin opinbera drottn- ing. L Aáunrli UAHr. oVhi iviuíiai „nesn SIOIÍI eKKI vekja heimsathygli svona? HELREIÐIN heitir eitt af verkum Ásmundar Sveinssonar. Listaverk- ið er heima í garði Ás- mundar við Sigtún. Það er þjóðsagan, sem hefur blásið Ásmundi Sveins- syni þetta magnaða verk í brjóst, draugurinn ríður hesti og snýr aftur, ásjónan er ógnvænleg og hesturinn virðist trylltur af ótta. Ásmundur kom nýlega fram í sjónvarpsþætti þar sem hann var látinn tala um verk sín og viðhorf. Þar kom að vonum margt skemmtilegt fram, m. a. það aö hann hefði áhuga á að stækka þessa mynd sína þannig, að hún væri yfir götu og nefndi hann þar Reykjaveginn, sem liggur niður meö garöi hans i átt að Laugardalsvelli. Okkur datt í hug aö gera til- raun með hvernig listaverk eins og þetta er, þegar það hefur verið stækkað margfalt upp, — og á myndinni sjá lesendur út- komuna, sem sannast sagna er mun hrikalegri og stærri en hugmynd Ásmundar, enda völd um við Ártúnsbrekkuna, þar sem götur eru mun breiöari og stækkun verksins þarf aö verða mun meiri en á mjórri götum. Hér er aöeins um hugmyndir að ræða en ekki neinar ákvarö- anir neinna framkvæmdaaðila, en hins vegar munu menn velta því fvr:r sér hvort ísland yrði ekki frægt fyrir slíkt verk. Mundu t. d. erlendir fjölmiðlar ekki verða fullir af myndum af slíku verki, ef það væri sett upp. Áreiðanlega yrði það alveg einstakt i sinni röð. Kostnað- inn getum við því miður ekki reiknað út en gætum imyndað okkur að miðað við þá stækkun, sem á myndinni er, — þá yröu tölurnar heldur glannafengnar. Vandamál hjónalífs í opinskárri kvikmynd ® Klám eða ekki klám? Oft reyn- ist erfitt að skilja þar á milli, en allir viðurkenna riauðsynina á fræðslu um kynlífið og önnur vandamál í sambandi við hjúskap. Kvikmyndin „Undur ástarinnar", sem sýnd er í Kópavogsbíói um þessar mundir er t. d. gerð undir leiðsögn dr. Hans Giese, prófessors í kynlífsvísindum við háskólann 1 Hamborg og dr. Wolfgang Hoch- heimer, prófessors f sálarfræði og uppeldisfræðum við háskólann í Berlín að frumkvæöi Oswais Kolle. 1 myndinni er fjallað um sam- skipti karls og konu og myndin hefði vakið mikla hneykslun fyrir nokkrum árum. Eru tekin fyrir ýmis vandamál, sem skjóta upp kollinum í flestum hjónaböndum á einhverju tímabili og eru þau tekin og skýrð á fræðilegan og þó jafnframt almennan hátt, upp- tök vandamálanna rakin og sýnt fram á leiðir til að ráða fram úr þeim. Þar er meðal annars tekið fram mikilvægi þess fýrir gagnkvæma' hamingju í hjónabandi, að makarn- ir ræði vandamál sín af einlægni og leitist viö að finna lausn á. þeim. Vandamálin geta orðið jafn margvísleg og m.'vnneskjurnar eru ólíkar, og sama er að segja um leið irnar úr .ógöngunum. — Þær eru eins ólíkar og manneskjumar, en byggjast þó allar á því sama, að aöilarnir vilji ráða bót á þeim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.