Vísir - 04.05.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 04.05.1970, Blaðsíða 1
Gerðu tvisvar aðsúg að baadaríska Spj’óll unnin á trjágróðri vib sendirábshúsib • Tugir ungmenna og unglinga gerðu aðsúg að bandaríska sendi- I ráðinu við Laufásveg á laugardag að loknum útifundi. sem Æskulýðs ísland hlýtur að verða mikilvægt álframleiðsluland — sagbi Emanuel Meyer stjórnarformabur Alusuisse vib vigslu álversins i Straumsvik Það er lítill vafi í huga mér á, að reynist ISAL traustur framleiðandi fyrir heimsmarkað og ef íslenzka ríkisstjórnin er fús til að útvega meira rafmagn á grundvelli heildarsamnings, verði starfsemi ISALS aukin fram yfir það, sem nú er ráðgert og í tímans fyll- ingu hlýtur fsland að verða mikilvægt álfram- leiðsluland á hvaða mæli kvarða sem er. Þannig komst Emanuel Mey- er, stjómarformaður Alusuisse og varaformaður stjornar ís- lenzka Álfélagsins hf. að orði við vígslu álversins í Straums- vík í gær að viðstöddum 600 innlendum og erlendum gestum. Hann bætti því hinsvegar við, að það væri leitt, ef hinn nýi íslenzki málmur ál, yrði ekki nýttur til fulls og lýsti yfir þeirri skoðun Aiusuisse að hluti fram- leiðslunnar a. m. k. aétti áð vera unninn i verömætari framleiöslu innanlands. Þetta ættu íslenzkir athafnamenn að athuga, en Alusuisse mun með fúsu geði aðstoða i því efni á allan hátt, sagði Emanuel.Meyer. Hann lýsti því í ræðu sinni, að álsamningarnir hefðu verið langir og strangir alveg frá þvi að þeir hófust fyrir rúmum 10 árum eða 11. október 1960, þeg- ar hann kom við annan mann á fund þáverandj iðnaðarráðherra, Bjarna Benediktssonar. — I upp hafi var andrúmsloftið kalt og íslendingar voru erfiðir viösemj endur og tortryggnir, sagði Meyer, enda hefði seinna komið í ljós, að islenzku viðsemjend- urnir hefðu ekki trúað einu orði af því, sem þeir sögðu fulltrú- arnir frá Alusuisse á fyrsta fundinum. EriTsinn'var bræddur og við lok samninganna voru Islendingarnir ekki lengur tor- tryggnir og erfiðir, þeir voru að- eins hreinlega erfiðir, sagði Mey er. — í ræðu sinni minntist Meyer tveggja manna, sem fór- ust viö byggingaframkvæmdirn- ar. í ræðu stjórnarformanns ÍSAL, Halldórs H. Jónssonar, arkitekts, kom fram, aö fram- kvæmdakostnaður að loknum þriðja áfanga er áætlaður 4800 milljónir króna. Þriðja áfanga verður lokið 1972, en þá veröur ársframleiösla álversins 77.000 lestir, en í fyrsta áfanga eru af- köstin 33 þús, lestir. Forsætisráðherra, dr. Bjarni Benlediktsson lagði hornstéininn aö álverinu, en í þann var lagt skjal með.byggingarsögu álvers- ins inni í álhólki. Auk ofangreindra tóku til máls Jóhann Hafstein, iðnaðar- ráðherra, dr. Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Landsvirkjun- ar og Stefán Jónsson, forseti bæjarstjórnar Háfnarfjarðar.’ Karlakór Fóstbræðra söng við athöfnina undir stjórn Ragnars Björnssonar og Lúðrasveit Hafn arfjarðar lék undir stjórn HanS' Ploder. Að lokinni vígslúathöfn- inni skoðuðu gestirnir álverið, sem var í fuHum gangi meðaft' á athöfninni stóð, en það hefur starfað sarnfeltt frá „straum- deginum“, 1. október 1969. I fylkingin efndi til við Lækjargötu. • Braut lýðurinn nokkrar rúður í sendiráðinu og varpaði litlurn súr I mjólkurhyrnum, fullum af málningu að húsinu en lögreglan náði að dreifa hópnum fljótlega. áður en fleiri spjöll voru unnin. • Fjögur eða fimm ungmenni voru handtekin og færð á brott — þar á meðal einn rúðubrjóturinn. Á úti'fundinum hafðj verið á dag skrá eitt mál.aðeins, „innrás Banda ríkjanna í Kambódíu", og var aðal ræðumaður á fundinum Jónas Árna son alþingismaður. En að fundinum loknum gengu fundarmenn að sendiráðinu ti'l þess að leggja aukna áherzlu á andúð “sína á þess ari s'íðustu þróun máila í Indó-Kína. 1. maí hafði lögreglan oröið að loka Lauf'ásveginum beggja vegna við sendiráðið til þess að firra sendiráðsmenn ónæði af völdum skrilsláta en hópur unglinga. sem viðstaddur var útifund Hagsmuna samtaka skólafólks við Menntaskól ann hjá Tjörninni, gerðu tilraun til þess að ryðjast fram hjá hindr- unum lögreglunnar og komast að sendiráðinu. Lögreglan féjck þó af stýrt því og voru fjórir unglingar færðir á brott með lögregluvaldi. Um hádegisbilið i gær uppgötv- uðu starfsmenn sendiráðsins,, að mikil spjöll höfðu verið unnin á trjágróðri við sendiráðshúsið, og voru skemmdarverkin kærð ,til lög reglunnar. Grunur leikur á..að spjöllin haf; verið framin í fyf.fi- nótt,. meðan ,f.ólk var í.’f’astásvéfni en- málið var óupplyst í ‘mbrgun, þégár' blaðið fóf’-í þr.entun. — GP Forsætisráðherra, Bjarni Bene- diktsson, leggur hornsteininn að áiverinu. Horfir vel með Loftleiðamálið — segir samg'óngumálarábherra Á þessu stigi máisins er ekki hægt aö skýra frá gang; viðræðna íslenzkra og bandarískra stjórn- valda varðandi flugréttindi Loft- leiða, nema því að bað horfir vel i þessu máli sagði Ingólfur Jóns- son, samgöngumálaráðherra f við- tal; við Vísi í morgun. íslenzka samninganefndin kom heim frá Washington fyrir helgi og hafði meðiferðis nýtt tilboð frá bandarískúm stjórnvöldum, sem er betra en fyrra tilboð, sagðj sam- göngumálaráðherra. Þetta tilboð verður nú lagt fyrir rfkisstjórnina og Loftleiðir en Bandaríkjamenn óska eftir svarj fyrir 1. júní. Þó að ekk; verði endanlega geng ið frá þessu máli fyrr en í lok þessa mánaðar hafa Loftléiðir heim ild til þess að hefja þotuflug 15. maí. — SamgöngumálaráðheiTa sagðist ekki geta sagt um það að svo stöddu, hvort reynt yrði að Ifá meira fram en f tilboði Banda- rfkjamanfta felst. Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, skoðar álverið í fylgd með forstjóra ISALs, Ragnari Halldórs- syni (t. v.) og Emanuel Meyer, stjórnarformanni Alusuisse. Síðustu fundir Alþingis í dug Síðustu fundir í deildum Alþing is verða í dag. Með mik'lum fundasetum á þingi síðustu daga hefur verið unnt að afgreiða þau mál, sem brýn ástæða er talin til að verði af- greidd á þessu þingi. Þingmenn hafa setið ifundi lon og don og jafn vel margir fundir verið í sömu deild dag hvern, Ógrynni frumvarpa hefur verið samþykkt síðustu daga og gár- ungar tala um „frumvarpaballett.“ —HH- Saknað í tvær vikur íslendingar gjörsigruðu Skota Skotar tóku áhættu, sem brást. — Sjá bls. 75 og 16 • Lögregian leitar nú manns á sextugsaldri, sem saknað hefur ver ið að heiman síöan 16. apríl, þegar hann fór af heimili sínu að Kapla skjólsvegi 11 og ætlaði til Njarð- víkur. Maður þessi heitir Kristinn Stef- án Helgason og er meðalmaður á hæð, ljósskolhærður og var klædd ur dökkköflóttum fötum meö svart an hatt á höfði, þegar hann sást siðast. Þeir, sem kynnu að hafa orðið ferða Kristins varir, eru beðnir að veita lögreglunni upplýsingar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.