Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR . Þriðiudagur 19. maí 1970.

Umsjón Hallur Símonarson.
MikiB sparkaB en iítii spiiaB
— pegar Keflv'ikingar unnu meistarakeppni KSI
•  Sænska landsliðið í knatt-
spyrnu vann mjög athyglisverð-
an sigur á laugardaginn, þegar
það lék gegn Ungverjum i Buda
þest os vann með 2—1. Fáir
hafa talið Svía líklega til árang
urs í Mexíkó — en eftir þennan
sigur verður meira reiknað með
þeim. Svíþióð er í riðli með Ital
£u, Urugay og ísrael. en leikið
verður í Toluca og Puebla. —
Átta atvinnumenn leika f
sænska liðinu.
•  Mikið taugastrið er nú hai'ió
milli leikmanna Englands og
Brasilíu — tveggia þeirra landa
sem taiin eru líklegust til sig-
urs í HM — en bau leika í sama
riðli ásamt Tékkóslóvakíu og
Rúmeníu í Guadalajara, og tvö
efstu löndin i hverjum riðli kom
ast áfram i keppninni. Leik-
menn landanna eru fyrir nokkru
komnir til borgarinnar og kepp
ast nú mjög um að vinna sér
hyllj borgarbúa. Brasilíumenn
unnu í fyrstu lotu, þegar þeir
léku við aðallið borgarinnar og
mættu allir með fána Mexfkó
og hlupu 'heiðurshring fyrir leik
inn. „Brassar" unnu 3—0, en
ensku leikmönnunum sem sáu
leikinn í sjónvarpi fannst Htið
til hans koma. Bobby Charlton
lét þá hafa eftir sér, að Tékkar
væru hættuleguistu mótherjar
þeirra í riðlinum. Og nokkrir
leikmenn Brasiliu voru þá fljótir
að gefa yfirlýsingu: Við óttumst
ekki ensku heimsmeistarana
— Tékkar verða miklu hættu-
legri.
•  italir, sem gera sér miklar
vonir um góðan árangur í Mexi
kð, hafa orðið fyrir áfalli. Dýr-
astj leikniaður heims, Anastasia,
sem Juventus keypti fyrir tæpar
100 milljónir íslenzkra króna,
meiddist í sl. viku og er öruggt
að hann getur ekki tekið þátt í
heimsmeistarakeppninni. Annar
leikmaður. Prati hjá AC Milan,
hefur verið valinn í hans stað
og er nú á leið til Mexíkó. En
Anastasia var þó ekki einn af
stóru „stjörnunum" í ítalska lið
inu, það eru Lugi Riva og Gi-
anni Rivera.
•  Á fyrstu æfingu heims-
meistaranna frá Englandi í Gu-
adalajara skoruðu Bobbv Charlt
on og Martin Peters fyir aðal-
liðið, en Jeff Astle fyrir hina.
Allir leikmennirnir 28 léku —
og átti Nobby Stiles í lang-
mestu erfiðleikunum vegna lofts
lagsbreytingarinnar. Þunna loft
ið yirtist hafa 'slæm áhrif á
hann. Eftir landsleikinn við
Skota á dógunum, sagði bjálfari
enska liðsins, Sir Alf Ramsey,
að Stiles hefðí verið bezti mað-
ur enska liðsins. Enska liðið hélt
frá Mexíkó í gær og leikur
landsleik í Colombíu á miðviku
dag — í 7000 feta hæð. ítölsku
leikmennimir komu til Mexfkó
'i gær og fluttu Inn í það hótel
sem ensku leikmennirnir höfðu
haft. Aðspurðir hvaða land þeir
teldi líklegást til sigurs var svar
ið: Engiand.
Englendingar á æfingu
í Guadalajara ^-
íslandsmeistarar Keflavíkur urðu
Jsigurvegarar í meistaraliðakeppni
JKSÍ, þegar þeir sigruðu bikarmeist
»ara Akureyrar í fjðrða og síðasta
Jleik liðanna, sem háður var á fag-
• urgrænum grasvellinum í Keflavík
Jí gærdag með 2—0. Veður var hið
Jfegursta og áhorfendur hátt í tvö
• þúsund. Keflvikingar sigruðu því
Jl tveimur   síðustu   leikjunum  í
• keppninni og hlutu fimm stig —
Jen Akureyringar þrjú.
•   Þrátt tfyrir að allar ytri aðstæöur
• voru hinar beztu var ekki hið
Jsama hægt að segja um þá knatt-
• spymu, sem liðin sýndu — það var
Jmikið sparkaö en lítið spilað — og
• af mikið um hörkulegan leik.  —
• Fyrsta markið kom eftir innkast
JMagnúsar Torfasonar - langt inn
• í vítateig og tókst Grétari Magnús
J syni að „pota" knettinum í mark
• eftir talsvert þjark í vítateignum.
• Þetta skeðj um miðjan hálfleikinn.
JOg síðast í fyrri hálfleiknum tókst
• Birgj Einarssyni að hlaupa af sér
Jvörn Akureyringa, sem hafðj hætt
• sér of framarlega og skora annað
• mark Keflvíkinga.
•   í síðari hálfieiknum munaði litiu
• aö Hörður Ragnarsson skoraðj .3ja
Jmarkið  þegar  hann  komst  frír
• inn á marklínu. en Samúel mark-
Jvörður varðj á ótrúlegan hátt. —
•Beztu tækifærj Akureyringa voni
•þegar Hermann Gunnarsson einlék
Jupp kantinn og gaif vel fyrir til
• Skúla Ágústssonar sem   skailaði
rétt yfir — og þegar Magniis Jóna-
tansson átti hörkuskot á mark, sem
Þorsteinn Ólaifsson varði snil'ldar-
lega. Annars voru heldur fá tæki-
færi, sem komu í leiknum enda
varnarleikur sterkur.
Beztu menn Keílvíkinga   voru
Þorsteinn markvörður, miðveröirn
ir Einar Gunnarsson og Guðni
Kjartansson, sem voru máttarstólp
ar varharinnar. Þá var Birgir Ein-
arsson fljótur og hættulegur, og
Grétar Magnússon sívinnandi. Hjá
Akureyringum. var Skulj beztur —
Magnús áttj einnig ágætan leik, en
var nokkuð seinn og Kári Árnason
var fljótur og ógnandi. Hermann
var særnilegur  —  en ekki  nógu
virkur. Dómari var Einar Hjartar-
son og lék oft og tíðum einleik á
flautu.
Eftir leikinn aflhentj Ingvar Páls
son, varaformaður KSÍ sigurveg-
urunum farandbikar KSÍ — og lit-
inn bikar til eignar — en þetta er
í annað skipti sem þessi keppni er
háð. í fyrra sigraði KR eftir fjóra
leiki við Vestmannaeyinga. —ómar
Breiðabliksmenn erf-
iðir heim að sækja
— Sigruðu Skagamenn í,
Eftir óslitna sigurgöngu i allt
vor mættu Akurnesingar loks of-
jörlum sinum, þegar þeir léku gegn
Breiðabliki í „Litlu bikarkeppn-
inni" á laugardag. Hinir ungu knatt
spyrnumenn úr Kópavogi sigruðu
verðskuldað í Ieiknum með 2—1
við mikinn fögnuð rúmlega eitt þús
und áhorfenda, sem mættu á vell
inum í Kópavogi.
Það. var erfitt að leika knatt-
spyrnu þvi 5—6 vindstig voru
þegar leikurinn fór fram en hann
var samt fjörmikill og spennandi.
Breiöablik sóttj undan vindinum ;
fyrri hálfleik og tókst þá að skora
tvö 'mörk, án þess Akurnesingar
svöruðu fyrir sig. Fyrra   markið
,Litlu bikarkeppninni" 2:1
skoraði landsliðsmaðurinn Guð-
mundur Þóröarson snemma í leikn-
um með óvenju glæsilegu skoti af
löngu færi — algerlega óverjandi
— en hið síðara Ríkharð Jónsson
(ekki þó hinn frægi kappi Skaga-
manna) um miðjan hálifleikinn.
Áhorfendur bjuggust þó við að
betta forskot mundi duga skammt
í síðarj háifleik gegn skotglöðum
Skagamönnum, én það varð samt
reyndin. Reyndar skoraði annar
bakvörður Breiðabliks sjáifsmark
snemma í síðari hálfleiknum — en
það varð eina mark Akraness i
leiknum og leikmenn Breiðabliks
sýndu mikinn baráttuvilja — og
fengu meira að ségja ágæt tæki-
færj til að skora. Tvívegis komust
leikmenn liðsins frlir að markinu
og áttu aðeins markvörð Aíkraness
eftir, en tókst ekki að skora.
Sigur Breiðaibliks var í fyllsta
máta verðskuldaður og petta er
ekkj fyrsti „stórsigur" liðsins I
vor. Fyrir nokkru sigraði það ls-.
landsmeistara Keflavikur í afmælis
leik, og gerðu jafntefli við sama
'lið í þessari keppni. Þeir eru þ-ví
erfiðir heim að saskja, leikmenn
Breiðabliks. Þrátt fyrir þetta tap
standa Akurnesingar enn bezt að
vígi keppninni. Þeir hafa átta stig
— en eiga einn erfiðan leik eftir í
Keflaviík. IBK hefur Motið 7 stig,
Breiðablik 5 stig, en IBH .efckert.
ÖIJ liðinhafa leikið fimm leifei.
j Ekkert heppnaðist hjá Akur-
leyringum þegar að marki kom
— í fyrri leiknum á Akureyri á laugardaginn
„Ég man ekki eftir því að hafa
séð Akureyrar-liðið leika betur —
einkum sóknarmennirnir", sagði
Árni Ingimundarson, þegar íþrótta-
síðan ræddi við hann um leik Ak-
ureyrar og Keflavíkur í keppni
meistaraliða, sem háður var á mal-
arvellinum á Akureyri á laugar-
daglnn, Akureyringar voru í nær
stanzlausri sókn allan leikinn —
sn eins og svo oft í knattspyrn-
unni voru úrslitin óraunhæf —
Keflvíkingar sigruðu með 2—1.
Þrjú mörk voru dæmd af Akureyr-
'ngum og elnnig misnotuðu þeir
'itaspyrnu.
Þetta var þriðji leikur liðanna :'
meistaraképpnj KSÍ. Hinum fyrri
á Akureyri lauk með jafntefii 1 —i,
er Akureyringar sigruðu í fyrri
leiknum í Keflavík með 2—0 þanh-
ig, að leikurinn í gær í Keflavík,
sem sagt er frá á öðrum stað á
síðunni, réö úrslitum í keppninni.
Islandsmeistararnir frá Kefla-
vík léku undan 'smágolu i fyrri
hálfleik og á fyrstu 20 mínútum
leiksins áttu þeir tvö upphlaup
— og ekki var hægt að nýta þau
betur, því bæði gáfu mörk. Fyrra
markið skoraði Magnús Torfason,
en hiö síðara Steinar Jóhannsson,
en það verður þó að skrifast nær
eingöngu á Samúel, markvörð
heimamanna.
Knötturinn var hins vegar nær
alltaf á vallarhelmingi Keflvík-
inga og ýmislegt skeði við markið.
Mjög erfitt var að fylgjast. með
leiknum, þar sem áhorfendasvæöi
viö malarvöllinn er ékki upphækk-
að, og voru því áhorfendur fast
við hliðarlínur. En þaö sást þó
að þrívegis hafnaði knötturinn í
marki Keflvíkinga — en ekkert
var dæmt mark af dómara leiks-
ins, Rafni Hjaltalín. Tvö muntí
hafa verið dæmd af vegna rang-
stöðu — en hvers vegna hið þriðja
fékk ekki staðizt — vissi enginn
vallargestur.   Og í þessum fyrri
hálfleik fengu Akureyringar einnig
vítaspyrnu, sem Magnús Jónatans-
son tók, en honum tókst ekki að
skora.
I síðari hálfleik endurtók sama
sagan sig. Akureyringar sóttu
miklu meir, en Keflvikingar vörð-
ust af hörku og lögðu mesta á-
herzlu á varnarleikinn — enda
tveimum mörkum yfir — en sum
skyndiupphlaup liðsins eins og oft
í slíkri stöðu voru hættuleg — og
þá bjargaði Samúel í eitt skipti
mjög ve!.
I leiknum virtist sem það ætti
ekki fyrir Akureyringum að liggja
að skoramark — knötturinn fór
allt í kringum markið, eða þá í
varnarleikmenn Keflvíkinga — þar
til tveimur mínútum fyrir leikslok,
að Kári Árnason skoraði loks bráö-
fallegt mark. Hann fékk stungu-
bolta milli varnarmanna og hljóp
eldsnöggt f gegn og skoraði.
Hjá Keflvíkingum báru þrír
menn af í þéssum leik. Einar
Gunnarsson var mjög sterkur í
vörninni, svo og Magnús Torfason
og Friðrik er bráðefnilegur leik-
maöur. Hjá Akureyringum var
Skúli Ágústsson áberandi beztur
— og er það mál manna fyrir
norðan, að hann hafi aldrei verið
betri en einmitt nú. Þá var Eyjólf-
ur bróðir hans einnig ágætur —
og Kári að vanda duglegur og
fljótur. Þjálfari liðsins, Hermann
Gunnarsson, er alls ekki nógu
virkur í liðinu, en knattmeðferð
hans er alltaf skemmtileg. Dóm-
arinn, Rafn Hjaltalin, lék stór hlut
verk í leiknum oa notaði flautuns
óspart — auk þess, sem hann
.^bókaði" eina brjá leikmenn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16