Vísir - 23.05.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 23.05.1970, Blaðsíða 1
VISIR Mun færri kindur tvílembdar vegna ótíðarinnar í fyrra Ótíðin í fyrrasumar og haust hefur haft mikil áhrif á frjósemi sauðfjárins. Mun færri kindur verða tvílembdar í ár heldur en áður að sögn Árna G. Pétursson- ar, sauðfjárráðunauts Búnaðarfé lagsins, en hann sagði að þar sem hann hefði frétt til væri frjó semi hjá fénu minni en í venju- legu ári og fé rýrara en venja er til. Ástæðuna fyrir þessu taldi Árni fyrst og fremst þá, að féð kom rýrt af fjalli í haust og því var Eimskip skilar 110 milljón króna hagnaði — Greiðir 15% arð Rekstur Eimskipafé- lagsins síðasta ár skilar 109,5 millj. krónum í rekstrarhagnað. Er þá búið að afskrifa af eign- um rúmar 40 milljónir króna. Kom þetta fram á aðalfundi félagsins í gær. í ársskýrslu félagsins kom fram ,að alls höfðu 32 skip ver ið i förum á vegum félagsins ár- ið 1969, og fóru þau samtals 194 ferðir á milli íslands og íit- landa. Eigin skip félagsins voru 13 að tölu og nam hagnaður af rekstri þeirra kr. 209 milljón- um. Vöruflutningar með skipum félagsins höfðu verið 329 þús. smálestir 1968, en voru að þessu sinni 383 smálestir. Far- þegum,- sem tóku sér far með skipum félagsins, fiölgaði um 566 frá því 1968, og voru þeir samtals 8557. Með Gullfossi ferðuðust 8107 farþegar. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir félagsins í árslok 1969 kr. 672.434.879.70, en skuldir að meðtöldu hlutafé kr. 526.626.207.64. Heildarvelta árs ips 1969 nam kr. 1012 milljón- um, en á árinu 1968 nam hún 728 milljónum kr. 26. febrúar sl. var fyrsta skip inu af þrem, m.s. Goðafossi, sem félagiar“flílur samið við Aalborg Værft a/s um smíði á. hleypt af stokkunum. Það er frystiskip, 3900 DW-tonn að stærð, og er gert ráð fyrir að smíði þess ljúki í júní n.k. Af- hendingartími hinna skipanna, sem verða venjuleg vöruflutn- ingaskip 4100 DW-tonn að stærð, verður um mánaðamótin sept.-okt. 1970 og vorið 1971. Kostnaðarverð nýja Goðafoss verður 17,1 milljónir danskra króna, eða um 188 millj. ísl. kr. Stjórn félagsins var endur- kjörin. GP Tveim bílum stolið frú íslend- ingi í N.Y. — og hvorugur hefur fundizt þrátt fyrir leit Pað er eins og ólánið elti Is lendinga, sem hafa brugðið sér út fyrir landsteinana. — Vmist eru þeir sviknir í úra- kaupum á ferðalögum, eða þá að þeir eru hreinlega rændir. íslendingur einn, sem vinn- ur við alþjóðastofnun í New York, hefur tvívegis orðið fyrir barðinu á bíræfnum þjófum á stuttum tíma. Nótt eina í miðjum apríl var bifreið hans stoliö, þar sem hún hafði staðið fyrir utan heimili hans í New York. Hefur hún ekki fundizt síöan, né hann feng ið skaðann bættan. 1 þessari stórborg er ekki gott að vera án farartækis, og þegar maðurinn var orðinn úrkula von ar um, að bifreið hans kæmi til skila keypti hann sér aðra bif- reið 12. maí og lagði henni að kvöldi þess dags fyrir utan heim ili sitt, eins og milljónir annarra heimilisfeðra, sem komu heim úr vinnu sinni þetta kvöld. En á hádegi daginn eftir kom lítil kranabifreið og lagði fyrir framan bifreið íslendingsins. — Ökumaður kranabilsins steig út og festi krók í fólksbílinn, setti vinduna í gang og lyfti bílnum upp að framan, og ók síðan á brott — eins og væri hann að sækja þarna vélarvana bifreið til þess að fara með á verk- stæði. Ekkert hefur síðan spurzt til bifreiðar íslendingsins, né held- ur kranabifreiðarinnar, þótt næg ir sjónarvottar hefðu veriö til staðar, sem gátu gefið glögga lýs ingu á henni. Enn hefur Islendingurinn í New York keypt sér þriðju bif- reiðina, en þorir nú fyrir enffan mun að sleppa af henni augun- um, nema þá á bifreiðastæðum, sem hafa vaktmenn, er gaéta stæðanna vegna þjófa. —GP— Frá fundi hreppsnefndarinnar í gær. Bak við nefndinasjást nokkrir hreppsbúa, sem hlýddu á umræöumar. Óska eftir að ráðherra endurskoði afstöða sína Hiti i Seltirningum vegna skólanefndarmálsins „Á fundinum var samþykkt með þremur atkvæöum af fimm — en tveir sátu hjá — í hreppsnefndinni aö óska eftir þvf við ráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslason, að hann endur- skoðaði afstöðu sina í máli þessu“, sagði Sigurgeir Sigurösson, sveitar stjóri Seitjarnarneshrepps í viðtaii við blaöið i gærkvöidi aö afloknum hreppsnefndarfundi um þá ráðstöf un Gylfa að skipa reykvíska hús- móður í formannssæti skólanefnd ar á Nesinu. Kunna Nesbúar því illa, að ráð- herra skuli á þennan hátt svo aug- ljóslega vanmeta getu þeirra til að fara með stjórnun skóla síns. Er mikill hiti í Nesbúum almennt vegna máls þessa og var margt á- heyrenda á hreppsnefndarfundinum i gær til að fylgjast með framvindu mála. Sigurgeir sagði ennfremur í við- tali við Vísi: „Auk þessa teljum við, að ráðstöfun ráðherrans brjóti bókstaflega í bága við fræðslulögin frá því árið 1946, þar sem segir, að sá sé einungis kjörgengur til skóla nefndar, sem einnig sé lcjörgengur til sveitarstjórnar." —MV Sjónvarpsumræðurnar á morgun Stjórnmáiaumræður um borgar- málefni verða í sjónvarpi á morg- un kl. 17.00. Verður bein útsend- ing úr sjónvarpssal. Fjórar umferð- ir verða og ræðutimi sjö mínútur og þrisvar sinnum fimm mínútur. Eftirtaldir taka þátt í umræð- unum: Framsóknarflokkur: Guðmundur Q. Þórarinsson, Gerður Steinþórs- dóttir Alfreð Þorsteinsson og Krist ján Benediktsson. Sjálfstæðisflokkur: Ólafur B. Thors Sigurlaug Bjarnadóttir. Kristján Gunnarsson og Birgir ís- Ieifur Gunnarsson. Alþýðuflokkur: Björgvin Guð- mundsson, Elín Guðjónsdóttir, Ingvar Ásmundsson og Árnj Gunn- Sósíalistafélag Reykjavíkun Steingrímur Aðalsteinsson, Drífa Viðar, Örn Friðriksson og Hafsteinn Einarsson. Alþýöubandalag: Sigurjón Péturs son, Margrét Guðnadóttir, Adda Bára Sigfúsdóttir og Guðmundur J. Guðmundsson. Samtök frjálslyndra og vinstri manna: Listj þátttakenda var ekki ákveðinn í gærkvöldi. — MV. haldið svo lengi sem unnt var á beit vegna heyleysisins. Sauðburður er byrjaður víðast hvar á landinu en hann er að sögn Árna þó í seinna lagi vegna þess að bændur eru orðnir hvekktir á vorhretunum, er ævin lega hafa komið um sauðburðinn undangengin ár. Víða sunnanlands og vestan er sauðburður langt kominn, en hann er rétt nýlega hafinn á Norður og Austurlandi, nema þá á einstaka svæði, svo sem í Eyja firði þar hófst hann tiltölulega snemma. —JH— Sjá bls. 9. Leggja síðusfu hönd á skuttskrúna Senn líður að því, að skattskráin komi út, enda reynt aö hraða út- komu hennar eftir mætti, og hver sem vettlingj getur valdið hjá ekattstofunni hefur setið frá því í febrúar með sveittan skallann yfir álagningarútreikningum. Lokið mun undirbúningsvinnu við einstaklingsframtölin, áður en þau verða send Skýrsluvélum til ratfreikningsúrvinnslu, og um þess- ar mundir er. unnið við að Ijúka frágangi framtalsskýrslnanna frá félögum. Lögum samkvæmt á skattskráin aö koma út 1. júní, og hefur hún venjulega komið út í fyrstu vik- unni í júní. Með fullum vinnukrafti ef al'lt gengur að óskum, standa vonir til þess að hægt verði að koma henni út einhvern daginn milli 5. og 10. júní t ár. -—GP. Þrjár starfsstúlkur skattstof- unnar vinna við götunarvélar að undirbúa framtölin fyrir úr- vinnsiu rafreikna Skýrsluvéla. Þær. byrjuðu 8. apríl að gata fyrstu spjöldin af milli 60 og 70 þúsund spjöldum — allt framtöl Reykvíkinga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.