Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						'•¦•¦Wí::.y^y:-'>v-;:;s-:.^-;               _,
VISIR
60. árg. — Laugardagur 29. ágúst 1970 — 195. tbl.
I „Góð veðurspá
í nýja húsinu"
Fyrsta skóflustungan tekin að nýju veburstofuhúsi
„Það þarf að halda við
rigninguna svo að hún helli
sér ekki yfir", sagði áhyggju-
fullur „veðurspámaður" um
Ieið og hann leit til lofts, en
hann hékk þurr méðan fyrsta
skóflustungan var tekin að
nýja veðurstofuhúsinu á
Golfskálahæð í gærmorgun.~
Jarðýta var tilbúin á staðn-
um og eftir fyrstu skóflu-
stunguna dreif ýtustjórinn
hana af stað og fletti upp
jarðveginum á því svæði,
sem búið var að mæla út
fyrir nýja húsinu.
Það á að drífa í fram'fcvæmd-
um og ef verkið stenzt áætíun
verður fyrsta hæðin tilbúin fyr-
ir árannót, en 1. september
næsta ár á Msið, sem er jarð-
hæð og 3 hæðir, aö vera tilbúið '¦
undir tréverk.
Tæplega 300
hvalir veiddir
Hvalveiðibátarnir láau flestír við
land í gærkvöldi vegna brælu.
Hvalverííöin hefur þó gengið vel
fyrir sig í sumar, en nú fer senn
að líða að lokum hennar að þessu
sinni og gert ráð fyrir að hún
verði með öllu um garð gengin um
miðjan næsta mánuð. HJvaífengur
hefur verið með betra móti I sum-
ar, en nú hafa veiðzt 294 hvalir.
Ingólfur Jónsson ráöherra tök
fyrstu skóflustunguna og að því
verki loknu beindi hann því að
veðurstofustjóra og öðrum, sem
þama voru samanikotnnir, að
landsmenn reiknuöu með að flá
góöa veðurspá eftir að húsið
væri komið upp.       —  SB
Hann hékk þurr meðan Ingólfur Jónsson, ráð herra, tók fyrstu skóflustunguna.
Opinherír starfsmenn fara
fram á allt að 95 % hækkun
Vibtæbut milli kjatatábs BSRB og samninga-
nefndar fjármálaráðherra hafnar um nýja kjara-
samninga — Farið fram á, að kennsluskylda kenn-
ara verð/ allt nibut i IOV2 „vinnustund" i viku
Bandalag starfsmanna rikis
og bæja, BSRB, hefur nú sent
frá sér tillögur um nýjan samn-
ing um kjör ríkisstarfsmanna.
Verður ekki annað séð en þar
sé farið fram á ærið hressileg-
ar breytingar frá núverandi
samningum. Lagt er til að grunn
laun hækki um allt að 95%, svo
sem í 20. launaflokki, þar sem
lagt er til að grunnlaun hækki
úr 21.080 kr. í 40.000 kr. en
verðlagsuppbót á laun verði með
sama sniði og í almennu samn-
ingunum, sem gerðir voru í
sumar.
Fleiri tilfelli af músa-
taugaveiki á Suðureyri
öll i sömu fj'ólskyldunni — heimilib einangtab
Annað tilfelli músataugaveiki
hefur fundizt á Suðureyri. Auk
þess Ieikur grunur á, að tvær
persónur áðrar hafi tekið veik-
ina. ÖII tilfellin eru innan sömu
fjölskyldu og er nú reynt að
einangra heimilið, sem veikin
kom upp á.
Héraöslæknirinn á ísafiröi, Atili
Dagbjartsson, skýrði blaðinu frá
þessu I gær. Af þessum fjórum,
sem hafa tekið veikina hefur fund-
izt jákvæð ræktun frá tveim, kon-
unni frá Reykjavík, sem legið hef-
ur á sjúkrahúsinu á ísafiröj og
systur hennar á Suðureyri, en
ræktun frá hinum tveim, m. a.
broður systranna sem fyrstur
veiktist, var neikvæð. Hins vegar
er talið trúlegt, að um músatauga-
veiki  hafi  einnig  verið að ræða
í þeim tilfellum. Þaö, sem hefur
verið fengið af svörum frá öðru
fólki hefur hingað til reynzt nei-
kvætt.
Rannsókn heldur enn áfram á
upptökum veikinnar, en smitberi
hefur ekki  enn fundizt og óljóst
hvernig hún hefur komið upp. Er
beðið eftir fleiri svörum við rækt-
un á sýnum. Einnig hafa verið
send sýnishorn af mjólk frá ísa-
firði og vatni á Suðureyri til rann-
sóknar. Sýni hafa verið tekin frá
fjölda manns. Einnig hefur verið
athugaö hvaða matvæli fóik hefur
borðað og hvaðan þau komu. - SB
Bandalagiö leggur til, að fyrstu
6 launaflokkarnir verði felldir nið
ur. Neðsti flokkur verði því 7.
launaflokkur, þar sem byrjenda-
laun verði 14.000 kr. — I elzta
aldurshópi (12 ára starfsaldur) í 28.
launaflokki er lagt til, aö grunn-
launin verði 65.513 kr. Miðað við
9 ára starfsaldur er gert ráð fyr-
ir, að opinber starfsmaöur fari yfir
30 þús. kr. í grunnlaun í 14. flokki
yfir 40 þús kr. í 18 fl., yfir 50 þús.
kr. í 23. flokki og yfir 60 þús.
kr. í 27. fl.
Lagt er til, að vinnuvika þeirra,
sem nú vinna 44 stundir styttist
i 40 og 38 stundir, en almennt er
lagt til aö vinnuvikan styttist veru
lega. Þannig er t. d. lagt til, að
kennarar menntaskóla, framhalds-
deilda gagnfræðaskóla, kennara
skóla, sérskóla fyrir kennara og
stýrimanna- og vélsköla verði 21—
24 kennslustundir, sem fækki í 19
stundir, þegar kennarinn verður 55
ára og styttist aftur í 14 stundir
þegar kennarinn verður 60 ára.
Lengd hverrar kennslustundar skal
vera 45 mínútur, en samkvæmt því
ætti sextugur kennari að skila I0y2
„vinnustund" á viku þá ca. 7 mán-
uði, sem kennt er á árinu. Lagt er
til, að söngkennarar og kennarar
vangefinna og afbrigðilegra hafi
4/5 af kennsluskyldu almennra
kennara.
Þeir síöasttöldu ættu samkvæmt
ofangreindu aö skila rúmum 8
„vinnustundum" á viku eða nálægt
250 vinnustundum á ári, ef miðað
er við, að kennt sé í um 7 mánuði
á árinu (frátailin sumarfin', jólafrí,,
páskafrí og ýmis önnur skölafrí).
Bandalagiö gerir enga tMögu um
kjör starfsmanna HáskóHa Islands,
sem eru á annað hundrað. Hins veg-
ar er lagt tU að gerður verði sér-
statelega samningur við bílsitjóra
Sjúkrasaimlags Reykjavfkur (þeix
eru tiveir) um vinnutiíma.
Af ýmsu öðru nýmæli í tiliögiun
BSRB má nefna, að lagt er til, ailr
dagvinnu kennara U'úki á hádegi, ef
skóli hefur starf fyrir kl. 9 aö.'
morgni, aö dagvinnutímakaup kenn,'
ara skal fundið með því aö deík;
árlegum kennslustundafjölda í árs.
launin, en á það að á að greiöa]
100% álag, að greiöa skal a. m. k.'
fjórar klukkustundir sé starfsmað-
ur kallaöur til vinnu, sem ekki er1
í beinu framhaldi af venjulegri
vinnu hans, að vaiktaálag og föst ¦
yfirvinna greiðist í veikúidaforföll ¦
um.
Viðræður milli kjararáðs BSRB-
og samninganefndar ríkisins   af'
hálfu fjármálaráöherra eru þegar
hafnar,  en  náist ekki samkomu-.
lag milli þessara aöila, veröur þvr"
vísað  til  sáttasemjara,  sem mun.
hafa það tii. meðferðar í október og
náist ekki samningar við það, verö
ur því endanlega vísað til kjara-
dóms, sem á að skila úrskurði fyrir
lok nóvember og munu ný kjör,
hver sem þau verða, verða greidd
frá 1. júlí sl.             — VJ
Sjávarútvegsráðherra b'jargar tveimur mannslífum
¦ Eggert G. Þorsteinsson,
sjávarútvegsráðherra, bjarg-
aði f fyrradag öldnum manni
og ungum dreng frá drukkn-
un í höfninni í Visby á Got-
landi. Sjávarútvegsráðherra
hefur  að  undanförnu  setið
norræna    sjávarútvegsráð-
stefnu í Visby.
Ráðherra var á gangi niðri
við höfn, þegar hann sá fullorð-
inn mann stinga sér í höfnina.
Síðan heyrði hann að kallað
var á hjálp. Sá hann hvar lítill
drengur og gamall maður mör-
úðu í kafi og bar þá frá bryggj-
unni en drengurinn hafðj faillið
í höfnina og maðurinn ætlað að
bjarga honum. Báðir voru ósynd
ir. Sjávarútvegsráðherra stakk
sér óöara í sjóinn og lenti á
miíli þeirra tveggja. Náði hann
taki á þeim báðum og synti
með þá að bryggju en þar voru
komnir fleiri til aðstoðar. Voru
þeir þrekaöir nokkuö, en náðu
sér fljótlega. Eggert hefur sjálf-
sagt notið þess, aö hann iðkar
mikið sund í Sundlaugunum í
Reykjavík. Þar að auki viður-
kennt hraustmenni, eins og
frændur hans fleiri.     — JH

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16