Vísir - 22.09.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 22.09.1970, Blaðsíða 1
 VISIR Keðjuhringur kominn gang á Akureyri • Keðjubréfafaraldur breiddist út eins og eldur í sinu um helgina á Akureyri. Markaður- inn mettaðist þó fljótt, og strax I á sunnudag Voru menn í erfið- | leikum aö losna við bréfin. Tók faraldurinn þá að breiðast út I fyrir bæinn og gengur nú eins og farsótt manna á meðal í norð lenzkum bæjum og sveitum. Á Akureyri mun vera um ein- hvem annan keðjubréfahring en þá sem þekktir eru hér fyrir sunn- an að ræða og álitið að einhverjir menn hefðu flutt þessa „nýjung" með sér frá Reykjavík. Settar voru upp tvær skrifstofur til að afgreiða menn með bréf sín og var 1 fyrst- unni mikil ös, en nú hefur aftur hægzt um. Póstinn þurfa keðju- bréfaspilarar ekiki að noita á A'kur eyri og gengur þetta því svo hratt fymir sig þar. Markaðurinn á Akureyri og nær sveitis virðist hins vegar vera orð- inn mettaður og farið mjöð að draga úr gróöa einstakra manna. Heyrzt hafa miklar sögur af fjár inntektum einstakra manna, en hversu áreiðanlegar þær eru er óvíst. Hér í Reykjavík er keðjubréfa- faraldurinn ósköp fyrirferðarlítill núorðið. f Hafnarfirði vélrita þeir eitt og eitt bréf og frímerkja og allt bendir til þess að „gullæðið“ sem hér var fyrir helgi sé farið veg allrar veraldar. Vonandi verð- ur þeim sem græddu eitthvað úr aurunum sínum, en við viljum taka fram að saga sem Vísir sagðj frá í laugardagsblaðinu um einhvem mann í Iðnaðarbankaum sem skófl- aði peningum í skrifborð sitt mun ekki eiga við þann banka, heldur aðra stofnun. — GG Lesendur hofa orðið Lesendur Vísis nota sér vel þá þjónustu að hringja eða skrifa í þáttinn Lesendur hafa orðið. Þátturinn hefur raunar orðið að stækka við sig, í dag er hann 3 dálkar í stað tveggja áður. — Varð þó að geyma sitt af hverju til morguns. — Sjá bls. 6. „Við erum bara platbændur,“ sögðu þeir félagarnir á myndinni, „og erum bara að draga í diíka fyrir mann, sem við þekkjum og lofaði okkur að koma með hingað upp eftir“. „Reynumað treina okkur réttastörfín Búizt við að gosið standi í marga mánuði — segir Sveinn Gubmundsson réttarstjóri i Hafravatnsrétt, jbar sem réttab er i dag □ „Það er mikill fjöldi manna, sem á fé hér í Hafravatnsréttinni, en það eru þó ekki nema rétt rúmlega þrjú þús- und fjár, sem er smal- að hingað í réttina,“ fræddi réttarstjórinn, Sveinn Guðmundsson frá Reykjum, okkur Vís- Höfnuðu fljót- teknum uurum Á íþróttasíðunum á bls. 4 og 5 er sagt frá komu eins þekktasta félagsliðs heims í knattspymu, Everton, sem kemur hingað til lands eftir rétta viku. Keflvík- ingar tóku þá áhættu að leika hér heima, enda þótt þeir hefðu edns getað náð í fljóttekna aura með því að leika báða leikina ytra. ismenn um, er við kom- um þar í morgun um tíu- leytið, en þá var „hasar- inn“ rétt að byrja, en Sveinn reiknaði með, að allt yrði um garð gengið um klukkan tvö eftir hádegi. „Þetta er svo fátt fé, núna, en því hefur aílltaf verið að fækka ár frá ári“, sagði Sveinn „Fénu er beitt á Mosfellsheiðina norð an frá SauðafeMi og suður að Litlafell.; og það er ekki nema um dagsverk að safna þvi sam an og þyrfti ekki að vera nema tveggja til þriggja tima verk að draga það í dilka — við tök um þetta rólega vegna þess hve lítdð liggur á og reynum að tredna okkur verkið. Þetta er jú alltaf töluvert gaman. Annars er maður að vona að eitthvað fleira verði hér f réttinni næst, þar sem Reykvíkingum hefur nú verið veitt aðstaða á ný til að eiga kindur. Ef þeir notifæra sér þá aöstöðu má kannski búast við, að það verði aftur gamla góða stemningin hér í Hatfra- vatnsrétt sú sem ríkti þegar unnið var sleitulaust ftiam und ir miðnætti að draga í diika.“ „Það hefur verið góð tfð í sum ar og þvd spretta þannig að það er ekkd viö nema góðu að búast af fénu,“ sagðf hann okkur að- spurður hann Þorgeir Jónsson bóndi í Gufunesi fyrrum vel- þekktur gliimu'kappi. —ÞJM GOSIÐ á Jan Mayen heldur á- fram, en úr því hefur dregið. 5000 metra mökkur var sem fyrr yfir eldfjallinu Beerenberg, þegar norsk flugvél fiaug yfir eldstöðvamar í nótt. Langt á hafi úti sáu flugmenn stórar breiður ösku fljóta á yfir- borði sjávar. Á norðurströnd Jan Mayen rann hraun tid sjávar eins og stórfljót. Norski jarðfræðingur- i-nn Thor Siggerud, sem var í flug- I vélinni, sagði, að storknað hraunið hefði stækkaö eyjuna og væri Nor- egur nú talsvert stærri en fyrr. „Eftir upphafstíma gossins í nok'kra daga með sprengingum, þá er það nú í hægara stigi söm“, segir Christoffer OftedaM prófess- or. Sprengingarnar fyrstu dagana væru táknrænar fyrir eldfjali, sem iengi hefði „sofið“. Væntanlega mundi gosið í minni gígunum standa í marga mánuði. Menn telja ekki, að athugunar- stöðin norska á Jan Mayen sé í neinni hættu — HH Hætt við endurtaln- ingu á hreindýrum Bændur á Austurlandi óskuðu í sumar eftir því að hreindýrataln ing sú sem þeir Ágúst Böðvarsson forstöðumaður Landmælinga ís- lands og Bjöm Pálsson flugmaður framkvæmdu í sumar yrð; endur tekin. Voru bændur óánægðir meö að hærri tála skyldi ekki nást út úr talningunni, en talið er eftir ijós- myndum, sem teknar eru úr loftá. Vísir ræddi við Ágúst í morgun og spurð; hvort þeir Björn he-fðu ekki farið aftur af stað samkvæmt ósk um bænda, en Ágúst kvað það ekki vera, því um það er ósk bændanna kom fram gerði mikla snjóa í ó- byggðum fyrir austan og í sfíku færi er ómögulegt að telja hreindýr. Þá hefur það og heyrzt að það hafd helzt verið hóteleigendur fy-rir austan sem vildu endurtalningu, því hreindýrakjöt vildu þeir ekbi missa af matseölinum. Þeir hins veg ar misstu áhugann á kjötinu er upp götvaðist að kjötið er óætt á þess um tíma árs, á fengitíma dýranna. — GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.