Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						
A ijj
60. árg. — Fimmtudagur 1. október 1970. — 223. tbL
ALÞÝÐUBLAÐIÐ HÆTTIR EKKI
— en yfirmenn ritstjórnar hafa farið til annarra starfa
Ýmsar bollaleggingar hafa
verið á meðal blaðamanna og
fleiri um það, að Alþýðublaðið
myndi hætta að koma út í nú-
verandi mynd um þessi mánaða
mót .Öllu starfsliði blaðsins var
sagt upp miðað við mánaða-
mótin, en nú hefur það allt ver
ið endurráðið nema beir, sem
höfðu ráöstafað sér annað. Með
al þeirra, sem hætta eru Kristj
án Bersi Ólafsson, ritstjóri. Vil-
helm Kristinsson, fréttastjóri
og Sigurjón Jóhannsson, rit-
stjórnarfulltrúi.
Vísir hefur frétt, að Glsli Ást
þórsson fyrrum ritstjóri Alþýðu
blaðsins sé að hugleiða að taka
við ritstjórn blaðsins og sé nú
að kanna möguleika þess að
auka aftur áhrifamátt og út-
breiðslu blaðsins, en Alþýðu-
blaðið náði verulegri útbreiðslu
á ritstjórnartíð hans, fyrir 10—
12 árum. — Ef til þess kemur,
að Gísli ráðj sig aö blaðinu,
verður það þó ekki fyrr en eftir
nokfcra mánuði, en hann er í
föstu starfi sem kennari. —VJ
Grátur í
Egyptalandi
Milljónir manna eigra nú um
götur Kairó, grátandi og syrgj
andi fallinn leiðtoga sinn. — Á
bls. 3 í blaðinu. í dag segir frá
þessu og þar er mynd, sem sýn
ir mannfjöldann á einni af göt-
um Kairó.
Sundur, mold og grjót
dundi á löggæzlumönnum
— unglingar með
leik Everton og
„Við máttum ekki baki
snúa í krakkana, þá
rigndi yfir okkur sandi,
mold og jafnvel grjóti,
sem þau. höfðu tínt í
popkorns-plastpoka,"
sagði lögregluvarðstjóri,
sem var með 6 manna
lögregluflokk við lög-
gæzlu á Laugardalsvell-
inum í gær, þegar leikur
Evertons og Keflavíkur
fór fram.
„Ég minnist ekki öllu verri
skrffisláta við íþróttakappleik,
heldur en hjá þessum ungliing-
um í gær," sagðj Axel Kvaran,
aðailvarðstjóri, en hann og hans
menn urðu að f ara beint tá'l heiim
ila sinna að iöknum 'leiknum til
þess að skipta á hreinum föturn
og forugum einkennisbuningurn
sínum.
Meðan áhorfendur voru filest-
ir með hugamn bundinn Við
knattspyrnuil., reyndu nokkr-
ir tugir unglinga á aldrinum frá
8—12 ára að þrengja séc inn á
'leikvöllinn við norðurenda valll-
arins, þar sem girðingin nær
ekkj saman.
Lögregluþjónamir bægðu þeim
frá og vísuðu þeim góðlátlega
Rjómalíki að koma
á markað á íslandi
RJÓMALÍKI er ný framleiðslu-
vara, sem undanfarið hefur ver-
ið unnið að hér í tilraunaskyni.
Rjómalíkið er samsett úr jurta-
fitu, mólk og fleiri efnum. Verð-
ur það selt fryst í hálfslítra-
umbúðum. Lítrinn af þessu
jurtarjömalíki mun verða mun
ódýrari en lítrinn af venjuleg-
um rjóma.
Blaðið talaði í morgun við Elías
Einarsson framreiðslumann, sem
unnið hefur að reynsluframleiðslu
rjömalíkisins. Sagði hann að fram
leiösilan lægi niðr; eins og er, en
,'verið væri að'koma upp verksmiðju
fyrir framleiðsluna og verður stofn
•aö hlutaifélag um framleiðsluna,
Kremgerðin-hf.
Elías sagði, að rjómalíkið yrði
selt f plastpokum. Þegar á að nota
það sker neytandinn bita af rjóma
líkinu, þíðir hann og þeytir síðan,
eins og venjulegan rjóma. Yröi
hægt að nota rjómalíkið í tertur,
rjómakökur, ís og fromage.
Bjóst Elías við, að verð á rjóma-
ifkinu yrði um 40—50 krónum
lægra á lítrann en af venjuleg-
um rjóma, en það er þó ekki enn
fastákveðið.
Sagði hann ennfremur, að stefnt
yrði að þvf að framieiðsla gæti
hafizt eftir hálfan mánuð. Jurta-
rjómalfkið geymdist mjög vel og
þyldi það vel þriggja mánaða
geymslu í venjulegum ísskáps-
frysti og væri þá eins og nýtt.
— 9B
skrilslæfi meðan á
Keflavikur stó&
á  ágætis j útsýnisstæðj  nærri
vaillarmiðju:
„En þau létu ailar ábendingar
sem vind um eyrun þjóta, og
hrópuðu ókvæðisorð og fúkyrði
á móti, en létu síðan rigna yfir
okkur litlum plastpokum fylltum
af sandj og mold."
Þetta gerðist meðan leikurinn
stóð yfir og virtust krakkarnir
engan áhuga hafa á knattspyrn-
unni, sem fram fór á vellinum.
Að leiknum lo'knum þustu
svo að venju hundruð ungl-
inga inn á leikvanginn til þess
að afla sér rithandarsýnishorna
og fagna sigurvegurunum en
það fór fram með öðrum hætti,
heldur en skn'lslætin, meðan
leikurinn stóð.
„Auk sjáifsagt margra ungl-
inga héðan úr bænum, sem
þarna áttu hlut að málj, þá sá-
um við allmörg þessara ung-
menna, sem mikið höfðu haft
sig í frammi, fara í rútuna til
Keflavíkur, og sannast að segja
þótti okkur þetta vera slæm
sending, sem Keflvíkingar
sendu okkur," sagðj lögreglu-
varðstjórinn.           — GP
Skotar skáluÖu á sviði Þjóbleikhússins i morgun — næstu daga
sýna þeir óperur á þessu sviði — Sjá bls. 16
Áherandi ölvun
á pop'hátíðinni
• Húsfyllir var á Pop-hátíðinni
1 í Háskólabíói og komust
færri að en vildu. Ekkert sér-
stakt aldurstakmark gilti og
hljómleikagestir því á öllum
aldri. Mest þó á aldrinum 12
til 14 ára. Talsverðrar ölvunar
gætti þó meðal margra gest-
anna.
Nokkur töf varð á því, að hljóm-
leikarnir hæfust af tæknilegum á-
stæðum. H'ljómleikagestir, sem flest
ir höfðu verið mættir mjög tíman-
lega til sæta sinna létu sér þó
ekki leiðast á meðan, heldur
skf-mmtu sér við spangól og læti
— og drykkjuvísnasöng margir
hverjir. Hljómleikarnir hófust svo
loksins, um hálftíma á eftir áætlun
og stóðu þeir til klukkan að verða
hálf eitt.
Komu sjö hljómsveitir fram á
hljómleikunum, en auk þeirra
sketnmtu ýmsir söngvarar og þjóð-
lagaflytjendur. Var gerður góður
rómur að flutningi þeirra allra. í
sumum tMfellunum voru fagnaðar-
lætin svo gífurleg, að sumum hinna
eldri þótti nóg um. Einna beztar
viðtökur fengu hljómsveitirnar
Trúbrot og Náttúra, sem voru s''Ö-
ast á dagskránni.
í fyrrakvöld voru haldnir aðrir
hljórnleikar  í  Háskólabíói  fyrir
j fuíilu húsi. Mega þeir hljómleikar
' teljast allsérstæöir fyrir þá sök, að
beir voru hljóðritaðir með það fyr-
ir augum, að fara á stóra hljóm-
plötu. Var það Ríó Tríóið, sem
stóð að þessum hljómieikum ásamt
hljómplötudeiid Fálkans. Stóðu
hljómleikarnir á annari klukku-
tíma og fóru mjög vel fram —
enda hljómleikagestir þaC kvöld á
a'Idrinum miili tvítugs og þrítugs.
Hijómplatan frá hljómleikunum
mun að öilum líkindum komast á
iólamarkaðinn.
Að lokum má geta þess, að ekki
er allur hljóðfæraleikur í Háskóia-
bíói búinn enn. Sinfóníuhljómsveit
I'slands mun nefnilega halda þar
fyrstu sinfóriíutónleika vetrarins í
kvöld.                  — ÞJM
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16