Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Dauðsföllum vegna sjálfs-
morða Mkar hlutfallslega
Hlutfallslega hefur dauðsföllum, emberhefti Hagtiðinda eru töl-
vegna sjálfsmorðs eða sjálfsá- ur yfir dauðsföll af þessum völd
verka fækkað á síðustu árum um frá árinu 1951—1969. Töl-
hér á landi. 1 nýútkomnu sept-1 urnar eru miðaðar við 100 þús-
Þorskblokkin hækkar enn
— vandamálib er oð afla nægs hráefnis á
markaðinn — skrif Consumer Reports virðast
ekki hafa áhrif á söluna
0 Verðið á þorskblokk-
inni her'ur haldið á-
fram að stíga á Banda-
ríkjamarkaði og hefur
nú verið í 31 senti pund-
ið í 1—2 vikur. Allt bend
ir til þess, að verðið
muni halda áfram að
stíga næstu mánuði, en
óvarlegt er að spá um,
hvar það kann að stöðv-
ast.
Þorskblokkin hefur aðeins
einu sinni áöur komizt í þetta
verð eða 1966, þegar verðið rétt
snerti 31 sent, en hrapaði svo
skömimu seinna aliveg niður i
19 sent.
Ekkert bendir til þess, að
slíkt verðfall geti endurtekið
sig. MikiM skortur er á flestum
tegundum freðfisks á Banda-
nfkjamarkaði,. en talið er ólík-
legt, að framboðið aukist að
marki fyrr en eftir áramót.
Neikvæð umimæli bandaríska
neytendablaðsins Consumer Re-
port vir&ast ætla að hafa mjög
hverfandi á'hrif á sölu íslenzkra
aðila á Bandaríkjamarkaði. Tals
mönnutn sjávaraifurðadeildar
SÍS og Sölumiðstöðvar hrað-
fylstihúsanna ber saman um, að
áhrif greinarinnar hafi verið
hverfandi. Vandamáll þeirra eru
annars eðlis, þ.e. anna eftir-
spurninni, en skortur er hér á
noktorutti tegundum   freðfeks.
—VJ
und íbúa. Hæsta dánartalan er
árið 1966 en þá eru skráð 18.9
dauðsföll af þessum völdum á
hverja 100 þúsund íbúa. Arið
1967 er talan 15.1, árið 1968 7.5
og árið 1969 9.9.
Á árabilinu 1951—1955 er talan
11,8, 1956—'60 8,1 og 1961—'65
9,8.
Ef talan frá árinu 1966, er borin
saman við tölur frá öörutn þjóð-
löndum, sem Alþjóðleiga beilbrigð
ismáiastofnunin geifur upp, lendir
Island ofarlega í flokki landa með
hátt hlutfall sijálfsimo'rða — eða í
áttunda sæti, eða fast á eftir Dan
mörku og Finnlandi. Einhverju
kann þó að skeika um samanburð-
inn, þar sem tölurnar, sem miöað
er við eru frá árunum 1965—'66.
1 þessari töfhi er Vestur-Berlín nieð
hæsta töhi sjáilfsmoröa eða 41,3,
þá keimur Ungverjailand með töluna
29,6, Austurríiki 23,1, Tékkóslóvak
ía . 21,5, Vestur-Þýzkaland 20,0,
Finnland 19,8, Danmörk 19,3 og ef
Island er tekið inn með töiuna frá
1966, þar á eftir.           —SB
Heildarkröfur farmanna 70-80%
Ekkert pokast / samkomulagsátt / farmannadeilunni
9 Ekkert virðist ganga saman nteð
útgerðarfélögunum og yfirmönn
um á kaupskipaflotanum, sem hafa
allir sagt upp miðað við miðnætti
aðra nótt. Báðir deiluaðilar verjast
allra frétta um launakröfur yfir-
manna, en samkvæmt upplýsingum
sem Vísir hefur aflað sér munu
heildarkröfur yfirmannanna vera
nálægt 70—80%, ef allt er talið
með, aukin fríðindi, aukin fri
o. s. frv.
Núgildandi  kjarasamningar  við
yfirmenn eru mjög flóknir og erfitt.
að gera grein fyrir þeim í stuttu
má'li. Starfsmaður eins útgerðarfé-
lagsins sagði í viðtali við Vísi í
'morgun, að hann væri fyrst að kom
ast inn í samningana nú eftir 8 ára
starf hjá fyrirtækinu. Samkvæmt
upplýsingum hans mun láta nærri,
að yfirmennirnir, þ. e. stýrimenn,
vélstjórar, loftsikeytamenn og bryt-
ar, hafi um 40 þús. krónur á mán-
uði, auk ýmissa fríðinda, sv6 sem
frítt fæði, gja'ldeyrisfríðindi, skatta-
frádrátit, tryggingar, greiðslu sjúkra
samlagsiðgjalda o.íl. -'- Að vísu
munu launin nokkuð misjöfn og
eru yfirmenn á minni Waupskipun-
um að öllu jöfnu launahærri vegna
meiri vinnu. Vegna vinnu um helg-
ar og á öðrum almennum f rídögum
hafa yfirmennirnir 117 daga frí á
ári.
Næsti samningafundur yfirmanna
og ful'ltrúa útgerðarfélaganna verð-
ur i dag, en fyrstu skipin munu
stöðvast um helgina, ef ekki semst
í dág' eða á morgurt.        — VJ
Barnið enn á Seyðisfirði
— Barnaverndarráð athugar mál pess
• Eins og Vfsir hefur skýrt frá,
stendur nú deila um veru
barns frá Vopnafirði á Seyðisfirði.
Barn þetta var í fóstri hjá ömmu
sinni á Vopnafirði, Iöglegum um-
ráðanda sínum, en fékk síðan að
fara i heimsókn til Seyðisfjarðar
að hitta föður sinn og hans fólk.
Siðan þetta gerðist eru rúmlega
2 mánuðir liðnir og er barnið enn
á Seyðisfirði, þótt upph&flega hafi
stutt heimsókn  verið fyrirhuguð.
Amma barnsins á Vopnafirði
sneri sér til yfirvalda til að fá
aðstoð tii að ná btarninu aftur.
Hafði barnaverndarnefndin í Kópa-
vogi málið fyrst á sinni könnu, þar
eð hún ráðstafaði barninu upphaf-
legla til Vopnafjarðar. Nefndin í
Kópavogi hafði um hrið í athugun
að senda sálfræðing til Seyðis-
fjarðar til að hafa tal af barninu
og ættingjum þess þbr. Síðar "var
hætt við þá ráðstöfun og ákveðið
að fá Barnaverndarráði íslands
málið til athugunar. Átti ráðið að
skera úr um hvort nefndin í Kópa-
vogi ætti að hafa málið áfram á.
sinni könnu, eða hvort Barnavernd
arráð sjálft ætti að taka málið að
sér að öllu leyti.
Ólafur Guðmundsson, fulltrúi
barnaverndarnefndar Kópavogs
tjáði blaðinu í morgun, að vænta
mætti einhverrar niðurstöðu af
athugunum Barnaverndarráðs á
næstunni.                — GG
Andóf v/ð
tregðuna
Gail'lerí SÚM á busvegg, sem
snýr að porti við Vatnsstíginn.
Næsta dag bvít skella. GaMerí
SÚM, meö svörtum stöfum. —
Næsta diag bvit skella. Húsvegg
urinn á að mó'last hviftur. And
stöðu Súmmara við eigendur
veggjarins er lokið. Hins veg-
ar munu Súmmarar halda áfram
andóPi sfnu við tregðuna. Þeirri,
sem snýr að vi51eitni þeirra til
að baida Mlfi og hreyfingu í
kringum  listina.
Á bls. 9 f blaðinu í dag er
rætt við nýkjörna stjórn félags
ins og forvitnazt um starfsemi
—ÞJM
"1
Guðmunda tilkynnt í þriðja sætij
— en pulurinn hafbi pá gert mistök
# Það urðu mikil fagnaðarlæti
meðal áhorfenda að keppn-
inni um titilinn Ungfrú Skand-
inavía 1970, þegar nafn annarr-
ar fslenzku stúlkunnar var lesið
upp í þriðja sæti, þegar úrslit-
in voru tilkynnt. Var greínilegt,
að áhorfendur kunnu vel að una
þeim úrslitum.
Öánægjuraddirnar urðu lika
ákaflega háværar, þegar kynn-
irinn dró þau úrslit tii baka og
ti'lkyrmti, að sér hefðu orðið á
mistdk við talningu atkvæða.
Það ætti að vera ungfrú Noreg-
Ur, sem skipa skyldi þriðjía sæt-
iB.
Blaðið sneri sér til Jónasar
Jónssonar í morgun, en hann er
nýkominn heim frá Helsingfors
í Finnlandi, þar sem keppnin fór
fram s.l. laugardag. Kom J6as
þar fram í sjónvarpsþættinum,
sem sendur var út til aMra Norð
urlandanna beint frá úrslita-
keppninni. Söng Jónas þar vin-
sælt dægurlag með íslenzkum
texta, sem bar nafnið „Sólskin".
„Það er eiginlega ekki hægt
að lýsa því, hve víðáttumikiM
sjónvarpssalurinn var, sem
keppnin fór fram í. Þegar ég
kom t. d. fram á senuna til að
syngja, veit  ég  að þeir,  sem
sátu á öftustu bekkjunum hafa
varia greint mig. Sviöið var lfka
risastórt, svo að maður var bara
eins og smá peð á því. Mér
gekk samt alveg skínandi vel,
vil ég segja. Og það sama er að
segja um íslenzku stelpurnar,
þær Guðmundu og Kristfnu.
Þær komu ákaflega vel fyrir og
maður heyrði talað um það,
bæði fyrir og eftir keppni, að
þær hefðu svo sannarlega átt
skilið að komast ofarlega í úr-
slitin. Það varð líka ógurlegur
„skandall" þegar Guðmunda var
tilkynnt f þriðja sæti, en þeirri
tilfcynningu síðan fljótlega kippt
til baka — áður en nokkur verð-
laun höfðu verið afhent." —ÞJM
SEX ÁRA I SKÓLANN
I •••«•¦•••c¦
• Liðlega 1250 6 ára börn eru að
hefja skólagöngu þessa dagana.
Eins og kunnugt er, þá er
kennsla 6 ára barna í barna-
skólimi nýlunda hér á landi og
þyí þurfti að senda nokkra
barnakennara á námskeið f
kennslu svo ungra barna. Nám-
skeiði þessu lauk ekki fyrr en í
september og því hefja börnin
namið nú eftir, manaðamót.
@ Sennilegt veröur að telja aö
skólagangan verði börnunum
mest megnis leikur. Þau verða
. ekki nema 13—15 stundir í skól
amim i hverri viku.
• Myndin hér að ofan var tekin í
Áusturbæjarskólanum í morgOn
og sýnir nokkur 6 ára börn kom
in á skólabekk. Ahuginn á skóla
starfinu leynir sér ekki í svip
barnanna.             — GG
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16