Vísir - 16.02.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 16.02.1971, Blaðsíða 1
Hasspilturinn fundinn Efnafræbingar rannsaka, hvort um hass var að ræða Sl. árg. — Þriðjudagur 16. febrúar 1971. — 38. tbl. PILTURINN, sem lögreglan hef- ur leitað frá því í síðustu viku, er hann gaf stúlku á unglinga- dansleik hassmola — að því er talið er — fannst í gær. Viðurkenndi pilturinn að vera sá, Ótti ríð dlramhaldandi skriðuföll á SI6LUFIRÐI — óvenju miklum snjó hefur kyngt niður — hafisinn lónar inn fjörðinn — fj'ógur hús voru skilin eftir auð i nótt Mikill ótti hefur gripið um sig á Siglufirði eftir snjóflóðin, sem dundu þar yfir í fyrradag. Allt var með kyrrum kjörum í gær. Fjöldi manna vann að því að grafa kindur úr fjárhúsrúst- um. Munu milli 90 og 100 kindur hafa drepizt í snjóflóði, sem fór á fjárhúsin. Auk þess eyði lögðust hey og hús gjör- samlega og mun þarna vera um milljónatjón að ræða. Að minnsta kosti fjögur hús voru mannlaus á Siglufirði í nótt, þar sem talin var hætta á snjóskriðum ofan úr fjallinu Enn heldur áfram að kyngja niður snjó og úti á firðinum lónar hafísinn, sem hefur rekið óðfluga aö landi. Stakir jakar eru komnir inn á höfnina í Siglu- firði. Það er því heldur kulda- legt um að litast þar nyrðra. NV-áttin hefur haidizt en hún er versta áttin á Siglufirði, hvað fannkomu snertir. Fjallið fyrir ofan bæinn er einn svellgljái og þegar lausa- mjöllin hrannast ofan á harðfenn ið og svellin þarf lítið til að snjódyngjurnar steypist fram. Menn ern því við öllu búnir og bíða þess að sú næsta falli. — JH Aðeins fuglinn fljúgandi - og Faxar Flugfélagsins komast norður og austur • „Það verður ekki reynt að opna Holtavörðuheiði í dag, það snjóar þessi ósköp í Vestur- Húnavatnssýslu, þeir eiga í erf- íðleikum með að komast þar milli bæja,“ tjáðu þeir hjá vegaeftirliti Vegagerðarinnar Vísi í morgun, „og Brattabrekka er líka ófær. Erfitt er að halda opnum leiðum um Snæfellsnes, þar er skafrenningur og eigin- lega ekki nema fyrir stærstu bíla að komast þar um. Fyrir norðan er nú verið að moka, en lokað er til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Um Austurland er þungfært, þar er snjókoma mik- il og mokstur erfiður.“ Sögðu þeir vegaeftirlitsmenn, að það væri allt erfiðara um vik í dag, „fyrir norðan þetta veðurbeiti, það er gott færi um Suðurland og alit austur f Skaftafelissýsilu og upp í Borgarfjörð". Er sýnilegt aö ferðalangar verða fremur að halla sér að fluginu, en hætta á tvísýnu með bílum — og enda ekkj hægt að komast milli Norður- og Suðurlands sem stend ur ak'andi. Hjá Flugfélaginu var Vísi tjáð að í dag yrði flogið til Akureyrar, Vestmannaeyja, Norðfjarðar og Egilsstaða og athuga með að kom- ast til Húsavíkur og Sauðárkróks, en þar er allt á kafi í snjó núna. ,,Við höfum ekki komizt til ísa- fjarðar síðan á laugardag, sögðu þeir hjá F. í. og hjá Vegagerðinni segja þeir „allt kafófært á Vest- f jörðum“. — GG , Helga Hjörvar í revíunni „Þeg-J [ ar amma var ung“, sem sýnd var • »í Austurbæjarbíói I hittiðfyrra. • • g | íslenzk leikkona • : í danskri kvikmynd : • | Ung íslenzk leikkona, Helga |Xristín Hjörvar, er nú að leika ií stuttri danskri kvikmynd, sem , tekin er í Kaupmannahöfn und- |ir leikstjórn Hans-Henriks Jörg- »ensen, sem mun vera meðal | yngstu kvikmyndaleikstjóra J Dana. Myndin er kölluð „En ibömefilm“. Hún fjallar á súrreal Jistiskan Ijátt um einmana barn »í stórborg. — Eina leikna hlut- , verkið í myndinni er hlutverk J Hélgu Kristínar. — Helga er út- • skrifuð úr leiklistarskóla Leik- félags Reykjavíkur og hefur leikið með Leikfélagi Reykjavík- ur, Leikfélaginu Grímu og Litla leikfélaginu. Ennfremur hefur hún stjórnað leikritj úti á landi. í vetur hefur hún dvalizt í Kaupmannahöfn, en þangað fór hún til að kynna sér leikhús. — JH 17 kiukkustunda súttufundur án nrungurs Nýr sáttafundur ekki boðaður i iogaradeilunni Sáttafundj i togaradeiiunni lauk kl. 7 í morgun eftir 17 klukku- stunda rpóf án þess að umtalsyerð- ur árangur næðist_ en lítið mun hafa þokað f samkomulagsétt. Fyr- ir fundinn, sem hófst kl. 16 í gær var ástæða til að ætla, að einhver smáglæta væri og deiluaöilar færu nú að hreyfa sig eitthvaö, enda tím; kominn til eftir 7 vikna verkfall. Þessar vonir virðast nú að^engu gerðar Þannig hefur nýr sáttafundur ekki verið boðaður og útlit fyrir, að togaraflotinn fái enn um sinn að dúsa inni f höfnum. VJ Falsaði ávísun úr tékkhefti — sendi svo vinkonu i bankann Afgreiðslufóik f Verzlunar- bankanum uppgötvaði í gær, þegar það ætiaði að afgreiða tíu ára gamla stúlku, að hún var að selja bankanum falsaða ávís- un. Lögreglunnj var gert. viðvart, og kom í ljós, að litla stúlkan var sér ómeðvitandi um, að á- vfsunin var fölsk, heldur gegndi hún erindi annarra. Á leið heim úr skóla hafði hún mætt vinkonu sinni, sem bað hana að fara með ávísun fyrir sig í bankann og fá henni skipt í reiðufé. Litla stúikar, varð að gera grein fyrir því, hver hafði sent nana, og þegar lögregian gekk á þann hinn sama. kom hið sanna í ljós. Vinkonan viðurkenndi að hafa falsað ávísunina á eyðublað, sem hún hafði hnuplað úr ávfs- anahefti manns, sem var gest- komandi á heimilj hennar. - GP sem gefið hafði stúlkunni molann og sagði henni, að það væri hass. ' Rannsókn er ekki lokið, og eftir er að yfirheyra piltinn frekar. Það reyndist á misskilningi byggt, að búið væri að efnagreina molann, sem stúlkunni hafði verið gefinn. Hann er þó úr efni, sem í öllu virð- ist eins og hreint hass. en verður sendur á rannsóknarstofu í dag til efnagreiningar, þar sem gengiö verður endanlega úr skugga um, hvort þama hefur verið um hass að ræða eða ekki. Það hefur komið fyrir, að menn hafi gefið eða selt efni á þeim for- sendum, að þar væri um að ræða hass. Er s-kemmst að minnast þess, þegar piltur einn seldi á dansstað lárviðarlauf, sem hann hafði mal- að í hakkavél, og fuMyrti að væri hass. Mál hans hefur verið sent sakadómi, en ekki hefur verið á- kveðið hvort mál verður höfðaö á hendur honum fyrir svik. — GP Þannig líta út þrjár ólíkar gerðír af hassi, en það getur litið út á ýmsa vegu. | Verðlækkunin | kostaði blóðbuð ^Pólska þjóðin mótmælti álögum,' ^sem á hana voru lagöar í veturZ íá eftirminnilegan hátt. Til mik-^ Mlla blóðsúthellinga kom í mörg lum helztu borgum Póllands. — {L . Það var verið að mótmæla hækk iun á landbúnaðarafurðum var Nú hefur pólska stjórnin^ allar hækkanimar. Verðlækkunin kostaði samt geysilegt blóðbað. Sjá bls. 3. ýsagt. ‘(afturkaliað r I « Hann Helgi er beztur \ Helgi Tómasson Carroll hafa nú fimm sinnum , komið fram á sviði Þjóðleik-1'' a hússins við mikla hrifningu. — öí dag skrifar Fanný Jónmunds- ðdóttir um frumsýninguna á (j föstudagskvöldið. Jerome Robb- §ins hefur sagt að Helgi sé „bezt fjlur þeirra allra“. Það undrar vlst, fáa, sem vit hafa á og sáu Helga (n nú um helgina. Sjá bls. 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.