Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						6*. m.— IHiSmiida^ir 19. aprfl 1971. — 87. tbl.
Héraðslœknar verða aðeins sjö
— stjórnarnefnd leggur fram tillögur
um nýskipan heilbrigbismóla
Utan Reykjavíkur og Akureyr [ stækkuð verulega og verða þau afi
ar eiga í framtíöinni afi vera 25  eins 7 á öllu- landinu. Mefi þvi
heilsugæzlustöðvar, miðstöðvar fyr  munu störf héraðslækna breytast
ir almennar lækningar og heilsu-
vemdarstarf. Læknishéruð  verða
verulega, þannig afi þeir veröi ein-
göngu  embættislæknar, sem  arai
Fleytti sér á spýtnabraki
— margir sjónarvottar ab s'jóslysinu i innsiglingunni
9 Slysið gerðist á auga-
bragði, báturinn fékk
brot á sig og lagðist á hlið-
ina, síðan riðu tvö brot yf-
ir skipið. Það reisti sig
aidrei við aftur og hvarf í
djúpið, sagði Eymundur
Sigurðsson hafnsögumað-
ur á Höfn í Hornaf irði, þeg-
ar Vísir hringdi til hans í
morgun. Hann var einn
þeirra mörgu, sem svo að
segja urðu sjónarvottar að
hinu hörmulega slysi, er
Sigurfari fórst í innsigling-
unni inn Hornafjarðarós
um hádegi á laugardag og
átta ungir menn fórust.
Stálu ávísanahefti og
byrjuðu að falsa —
aðeins 11 ára gamlir
Ellefu ára gamall drengur var
staðinn að því að reyna að selja
falsaöa ávísun í verzlún við Lang-
holtsveg á iaugardag.
Afgreiðslufólkið varð tortryggiö
og gerði lögreglunni viðvart, og
var drengurinn tekinn í verzluninni.
Við yfirfaeyrslur skýrði drengur
inn svo frá að jafnaldri hans hefði
brotizt inn í hús við Langholtsveg
og sfcolið þaðan ávísanahefti, Úr
þessu hefti ætluðu þeir sér að gera
sér fé með þvl' að gefa út ávísanir
og selja í verzlunum.        —GP
Bátarnir voru að tfnast inn í
faöfnina, þegar þetta var. Voru
nokkrir úti fyrir. Vindur stóð af
SA, sem er hættulegasta vindátt-
in til siglingar inn Ósinn, auk þess
var útfallið á móti vindáttinni.
Margir íbúar á Hornafirði höfðu
auga með siglingu bátanna inn á
höfnina og uröu þvi vitni að þess-
um hörmulega atburöi.
Hafnsögubátur var þegar sendur
út að slysstaönum og eins kom
Gissur hvíti fljótlega á staðinn.
Björguðu skipverjar á Gissuri
tveimur mönnum af Sigurfara, Guð
mundi Sigurðssyni 1. vélstjóra frá
Hornafirði, en hann hafði náð i
bjarghring og Guðmundi Eirikssyni
Fossvogsbletti 3, Reykjavík. Hann
hafði síðastur yfirgefið bátinn,
þegar hann sökk. Hafði hann stokk
ið niður í lúkar og kallað einn
skipsfélaga sinn upp á dekk. Talið
er að mennirnir af bátnum hafi
allir farið í sjóinn. Enginn tími
vannst til að blása út björgunar-
bátana. Þeir blésu út sjálfkrafa
þegar báturinn var sokkinn. Þá
voru allir mennirnir týndir nema
þessir tveir. Guðmundur Eiríksson
hafðj haldiö sér á floti á spýtum
og ýmsu lauslegu, sem hann náði
til. BjÖrgunardeild Slysavarnafé-
lagsins & Höfn hefur leitað fjörur
um helgina og veröur því haldið
áfram. Eitt likanna fannst í morgun
rekið á fjörur. Var það lík Óttars
Hlöðverssonar.         i
Þessir  menn  fórust  með
Sigurfara:
Halldór KáraSon, skipstjóri,
52 ára, ógiftur, Heimir Ólafsson
stýrimaður, 25 ára, ógiftur,
Hréiðar Hannesson, Hólabrekku
Mýrum, 21 árs og ógiftur, Ævar
ívarsson, matsveinn, Höfn, 30
ára, sikiíur eftir sig konu og
þrjú börn. Víðir Sigurðsson, 2.
vélstjóri, Djúpavogi, sikilur eftir
sig konu og 1 barn, Guðjón Ó.
Daníelsson, Fáskruðsfirði, 26
ára, ögiftur, Jón JðnaSson,
Krossavík Melrakkasléttu, 22
ára, ógiftur og Óttar Hlöðvers-
son, 21 árs, einnig ógiftur.
¦  Hann var frá Höfn.
Sigurfari var 78 lesta eikarbátur,
smíðaður í Noregi 1957. Eigandi
var Sigurður Lárusson, Höfn. Bát-
urinn hafði verið langaflahæstur
Hornafjarðarbáta.         — J.H.
'ast skipulagningu og f ramkvæmd
heilbrigðisþjðnustunnar, hver f
sínu hérafii.
Bál Sigurðssoo, ráðuneytisstj.
er fbwnaðor nefndar sem Eggert G.
Þorsteinsson, heilbrigðismálaráð-
herra skipaði fyrir um ári siðan,
og faefur nefnd þessi nu lagt fram
greinargerð og tillögur um nýskip
an heiíllbrigðisþjónu'stunnar á ís-
landi.
Veigamestu nýmælin sem fram
koma í greinargerðinni eru þau a8
ákvarðað er um yfirstjórn heilbrigð
ismálanna og deildaskiptingu inn-
an heilbrigðisráðuneytisins. Gert
er ráð fyrr að sameinuð verði em-
oætti ráðuneytisstjóra og landlækn
is. Jafnframt verði tekin upp ný
verkaskipting deilda ráðuneytisins
á verkum sem landlæknisskrifstof
an annaðist áður, svo sem skyrslu,
gerð og þess háttar.      — GG
Sjúkraráðsmaðiir
tók sæti Helga
Bergs
Ákveöiö mun Jiafa verift að
Haifsteinn Þorvaldsson, sjúkra-
ráðsniafiur á Selfossi taki 3. sæt
ifi á framboðslista Framsðknar-
flokksins í Suðuriandskjördœmi
en Helci Bergs, verkfrasðingur
afþakkaði sætið nýlega, þegat
hann var skipaður bankastjðri
Landsbankans, sigraSi Ólaf
Ragnar Grímsson ,hagfræðing i
kapphlaupinu um sætið.
ÓlafUr Ragnar mun hins vegar
ekki af baki dottinn, þvf hann
hefur nú tekið unp samkeppnl
um ritaraembætti Helga við
Steingrím  Hermannsson.  —VJ
Isl. orbur sefja danska jafnað armenn í vanda
9  Ýmsir menn, íslenzkir og er-
lendir,  munu  fá  orður  að
skreyta  sig  með  í tilefni  komu
handritanna.
0 Ekki liggja enn fyrir endan-
legar töhir um fjölda þeirra,
sem verða slíks heiðurs aðnjótandi,
meðal annans vegna þess að enn
eru ókomnar upplýsingar frá Dan-
mörku um hvaða stig hinnar ís-
lenzku fálkaorðu sé viðeigandi að
veita hinum ýmsu dönsku framá-
mönnum, sem hingað koma.
Að sögn forsetaritara tíðkast ekki
að tilkynna opinberiega, þegar út-
lendingar eru saemdir íslenzku heið-
ursrnerki. Ennfremur er það látið
liggja i þagnargildi, þegar einhver
maður, íslenzkur eða eriendur, fær-
ist undan að taka við heiðursmerki,
en forsetaritari sagði, aö nokkur
brögð væru að því, að orður væru
afþakkaðar.
Heyrzt hefur, aö einhverjir hinna
dönsku gesta séu ekki allt of upp-
næmir fyrir orðuveitingum, en það
mun vera yfirlýst stefna dainskra
vinstri manna að afþakka orður og
heiðursmerki.
Forsetaritari sagöi þó, að þeirri
stefnu væri ekki stranglega fram-
fylgt, heldur sé hverjum og einum
í sjáifsvald sett, hvort hann tekur
þaikksamlega á móti þeim heiðurs-
táknum, sem rekur á fjörur hans.
Þess munu vera dæmi, aö menn
hafi afþakkaö orður, en síöar séð
sig um hönd, og sagði fbrsetarit-
ari, að málið væri þá tekið upp
að nýju i orðunefnd.
Sá varnagli er sleginn f sam-
bandi við oröuveitingar að orðu-
þega er tilkynnt um veitinguna,
svo að hann geti færzt undan
heiörinum í tæka tíð, sé hann þess
sinnis. Þessi varkárni getur þvi
komið í veg fyrir uppátæki á borð
við það, þegar bítillinn Jofan Lenn-
on endursendi Bretadrottningu
heiðursmerkið, sem honum var
veitt fyrir störf í þágu brezkrar
menningar og innflutnings. — ÞB
Kjólfataeftirspurn í hámarki
— handritunum fagnað i kjól og hvitu
Hver verður í þessum kjólfötum á miðvikudagskvöld? Þorgils
Þorgilsson klæðskeri býr sig undir aS leggja lokahönd á 15 þús-
und króna veizluskrúða.
„Ekki hægt fyrr en um miðj-
an maí!" — „í fyrsta lagi eft-
ir þrjár til fjðrar vikur!" —-
Þessi voru viðbrögð klæS-
skerameistara í Reykjavík,
þegar blaðamaður Vísis
spurði, hvort þeir gætu ekki
saumað kjölföt handa honum,
ef hann fengi á síðustu stund
boSsmiða á handritaveizluna
að Hótel Borg á miðviku-
dagskvöld.
Káliö er sem sagt ekki sopið
þott það sé komið í ausuna, a.
m. k. ekki ef einhver kjólfata-
laus maður hefur verið svo
(ójheppinn að vera boðinn til
þessa gildis.
Kjólfðt er ekkj hægt að fá
með stuttum fyrirvara, jafnvel
þðtt gull sé í boöi.
„Við höfum aldrei fyrr haft
svona mikið að gera við kjðl-
fatasaum," voru upplýsingarnar
sem tolaðið fékk hjá Vigfúsi Guð
brandssyni. ,,í vetur hefur ein
kona hjá okkur ekki fengizt
við annað en kjólfatasaum."
„Kjólföf eru ekki dýr miðað
við annan fatnað", sagði Þor-
gils Þorgilsson klæðskerameist
ari. „Verð á kjólfötum er milli
15 og 16 þúsund krónur. Það er
ekki ýkjahátt verð, sem stafar
af því að kjólfataefni tekur litl
um breytingum frá ári til árs."
Þurfi eiríhver að verða sér úti
um allan skrúðann til að kom-
ast f fyrrnefnda veizlu kostar
það hann varia minna en 15 til
16 þúsund fyrir kjólfötin sjálf,
og svo á eftir að kaupa skyrtu,
vesti, slifsi og skó. svo að það
getur verið alldýrt að komast
í gleðskapinn. Þess má geta, að
kjólföt eru ekki fáanleg í svip
inn hjá fornsölum í Reykjavík,
hvað sem verður eftir veizlu-
höldin. Ennfremur er ekki hægð
arleikur að fá þau leigð, t.d. hjá
gri'mubúningaleigum, þvi að
framboð á slíkum gervum er
lítið, og þar að aukj er helzta
búningaleigan í Reykjavfk lok
uð um þéssar mundir.
Og þótt skraddararnir 1
Reykjavík leggi nótt við dag
tekst þeim ekkj að fullnægja
eftirspurninni. Svo miklu lffi
hafa hin langþráðu handrit veáÉt;
í þeirra fornu iön.      —!ÞB
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16