Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
61, árg. — Miðvikudagur 21. april 1971. — 89. tbl.
Orí^A/Wvvv

T*.
VvA-«vc»J   v.    l\JU,-vyvA..vvvv/wv j    /IwHM.    tWUUl kftA*wC\ {  tfwj   CKiawJcv  /vvo4 -
OxJivíAv^aívvv f
jg/ltliuv. ð^«i>wA>L /vW^c^kj*^/V/gvyvvvv. | ./^cyvrvva-3 ta"vv «»-vV
/wv-Á.^*^j e*XLr"»v ;K*wiViivWví^Lcv ó- rJw'wAj'-c.~.c'*-v/vw. . faí
VTZO'V.ev   /VvJSvlIvAA-Í    /vwaw5vvJ    X    Lra/wveVwetv.    LowtLvwv.    E&AAjL<ft.  hftfctf
.ft-Síl.    tta^cl (    ^^    IvéieJ^Aj    Í6Wv^>vevV*    VnU"   VA/Vw.  ,    JvTív<vwí«J   -t/v~
»-a/wv   ej3u>rív   vA-lXv.^yócT   jtScv,   Jj^íC/vw^áv^k '
vVW   ^.íívTBV   (ýtí>. í?


Fortíðin er komin heim
-^sland tó'k í sólskini og
I vorveðri í  morgun  á
J-móti tveimur af mestu
gersemum fortíðarinnar,
Konungsbók og Flateyjar-
bók. Kortér yf ir kl. 11 voru
handritin tvö borin í land,
þegar forsætisráðherra. Is-
lands og utanríkisráðherra
Danmerkur höfðu flutt á-
vörp og þjóðsöngvar þjóð-
anna verið leiknir.
Fagnaoarkliour barst út meðal
niannfjöldans, þegar forsætisráö-
aerra Dana Poul Hartling lauk
ræðu sinni og þrír danskir sjóliðar
báru Flateyjarbók og Konungsbók
í land.  .
Athöfnin.á hafnarbakkanum tók
nær klúkkufcíma Mörg þúsund
manns komu til að vera við atihöfnr
ina. Mannfjökfirm fyHti nærhggj-
Tugþúsundir manna söfnuðust saman í miðbænum tll þess aö fagna handritunum. Niðri við hafnar?-rðinn, þar sem Væddcren
lagðist að bryggju kom fóHc sér fyrir hvar sem stætt var, lðgreglumenn og skátar stóðu heiðursvörð á bryggjunm.
Þrfr danskir sjóliðar báru hínn
dýra farm í land. Flateyjarbók
er í stærri kössunum tvehnur,
en Konungsbök Eddukvæða í
í þeim litla.
andi götttr og ennffiremur hafði fóik
komið sér, fyrir á husaþökwm og
hvarvetna sem stasfct var. Eftir-
veantingm leyndi sér akki og þegar
dönsku gesLirnir stigu á kuid kvað
við tófatak. SJöliðamir, gengu með
handritin að ístenzfami lögreglubíl,
sem beið á hafraarbakfemum og áð-
ar er haldiö var atf stað með þau
baö forsætisráöherna mannfjöldann
aö hrópa ferfalt húrra fyrir Dönum.
Handritin vora að sjáMsögðu i
tryggum umbúðum. Flateyjarbók
er í tveimur stórum kössum og
Konungsbók í einum, miklu minni.
Kassarnir voru búnir dökkum um-
búðapappír bið yzta. Sjóliðarnir
héidu á bökunum allan tfmano
•meðan athöfnin fór fram, en éð»r
en fotsætisráoherra íslands og
Dánmerkur tóku t*l máls yoru
þjóðsðng«ar landanna leiknir.
Meðan sfcipið var að leggjast að
bryggju wni leikin dönsk og ís-
tenzk ættjaröarlög. Tugþúsundir
manna höfðu safnazt saman í mið-
bænum og fylgdust með er hand-
rit unum yar ekið frá borði.
Fólk tök að streymatil miðbæj-
arins og í áttina að höfninnl strax
upp úr kl. tíu í morgun. Skúlagatan
tök á sig þann svip, sem Austur-
stræti hefur á hátíðisdögum —
stöðug umferð gangandi fólks
uppáibúins og í hátíðarskapi, sem
veðurblíðan dró ekki úr.
Þúsundir manna söfnuðust sam-
an á hafnarbakkanum sem næst
miðbakkanum, til þess að tryggja
sér gott útsyni þar yfir, sem
„Vædderen" mundi leggjast upp
að. En á gangstéttunimi mynduð-
wst raöir í Tryggvagötunni og
'Lækjargötunni, þar sem bóizt var
við að bilalestin ætti leið um með
handritin og gestina frá skipshiið.
Með blaktandi fána á stöngum
og krökkt af börnum með veifur í
höndum tók miðbprgin á sig þann
brag, sem væri 17. júní runninn
upp.
Fjöldi skólabama varðaði veg
dönsku gestanna, sem hingað komu
með tvær bækur í morgun. Er bila-
lest með íslenzkum framámönnum
og hinum dönsku gestum ók frá
höfninni og suður Lækjargötu, Frí-
kirkjuveg og Sóleyjargötu, veifuðu
börnin dönskum og íslenzkum fán-
um til hinna virðuitegu gesta, sem
ekki létu standa á sér að svara
kveðjum.
Skólabörnin vora praðbóin sem
á þjóöhátíðardegi og kennarar séu
um að þau væru í skiputegum röð-
um meðíram götunum, þótt enda
þyxtfti lítið fyrir því aö hafa. Börn-
in voru sjálfum sér og Reykjavfk
til sóma á þessum hátíðisdegi og
naumast geta dönsku gestirnir ann
að en hrifizt af móttökutn yngri
kynslóöarmnar og áhuga hennar á
fornum  mennmgararfi.
,Landvœttir munu fagna yður'
— sagði forsætisráðheira* Jóhann Hafstein við Dáni
„Hciðruðu vinir og frændur!
Sttgið heilir á storð. Yður
fagna í dag landið og þjóftin,
eða ef tfl viH væri réttara að
orða það svo: Þjððin og landið.
I huga mér voru fornar sagnir
um landvættí Islands, sem
vörSu það úr öllum áttum, ef
að var sótt. en hcilsuðu með
sóma, þegar virðingarmenn og
vini bar að garðL Þessa land-
vætti sjáið þið nú tákngerða í
skjaldarmerki íslenzka lýðveld-
isins.
Þér komið færandi hendi. Vér
höfum af því sagnir að fólkið
hafi þyrpzt niður að ströndinni
til þess að taka á móti höfðingj
um, sem komu færandi hendi
með gul'l og gersemar. En hvaö
er það, sem þér wu komið til
þess að færa oss?.
Það eru tvær bækwr!"
Þessi voru upphafsorð stuttr-
ar ræðu, er Jóhann Hafstein
áivarpaði með dönsku sendi-
nefndina, er kom með herskip-
inu „Vædderen" inn á Reykja-
víkurhöfn klukkan 11 í morgun.
Lauk fbrsætisráðherra ávarpi
sínu með því að færa Dönum
,,þakkir af alhug og bjóðum yö-
ur til endurgjalds einlægan vin-
arhug. Hvort það er einhvers
virði að eiga einlæga vináttu og
þakklæti minnstu þjóðar, sem
I
byggir eyíand viö norðurheim-
skautsbaug, læt ég aðra urn að
svara. En ég lýk máli mínu
meö því að segja við yður, Dani,
fulltrúa þjóðþings og ríkisstjórn
ar og þar með danskrar þjóðar,
það sem skráð stendur í Sæm-
undar-Eddu í Hávamálum:
„—  — veizt ef vin átt,
þanns vel trúir,
far þú at finna opt.
Þvíat hrísi vex
ok háu grasi
vegr, es vætki tröðr".
Verið ætíð velkomnir til islands!
Landvættir munu fagna yður!"
— GG
• • •• • •-• • • » • • •-• •• • • • • • •••••• ••••••••••••••••••o»
•  •
LAAerki samkenndlar ls-
jiands og Danmerkur'
— sagbi Poul Hartling uianrikisrábherra
,j dag eru Flateyjarbók og
Codex Regius komnar heim.
Seinna mun hluti af hinum
fornu handritum Arna Magnús-
sonar koma aftur til íslands",
sagði Poul Hartling, utanríkis-
ráðherra Dana £ ræðu þeirri, er
hann flutti við Reykjavíkur-
Höfn eftir að Jóhann Hafstein
hafði boðið dönsku sendinefnd-
ina, sem kom með „Vædderen",
velkomna.
„Saga þessara handrita hófst
á 12. öld", sagöi Hartling, „og
þau voru að skapast allt fram
til loka 16. aldar. Norrænar bók
menntir voru þá skapaðar á
íslandi, stórfenglegar bókmennt
ir. Þær hafa að geyma íslenfck-
an skáldskap.
Friðrik þriðji lét safna fyrir
si.o b(')kum, og Árni Magnússon,
en nafn hans skulu menn nefna
með virðingu í dag, skapaði hið
einstæða safn handrrta og
skýrslna.
Nú lýkur hinni stormasömu
og oft hættuþrungnu sögu hand
ritanna, þar sem hún hófst.
Hluti handritanna snýr heim til
þeirrar þjóðar og þess lands,
þar sem þau voru sköpuð.  \
Við færum ykkur þau nú áft-
ur til íslands ekki vegna réttar-
legra úrskurða, heldur sem gjöf.
Við áttum saman þau verðmæti,
sem sköpuð voru hér á Islandi
og sem hafa verið varðveitt í
Danmörku I 300 ár. Þegar nú
handritin eru flutt til Islands,
látum við þau vera merki þeirr-
ar samkenndar sem er með Is-
landi og Danmörku ..."
—GG
t••¦••••
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16