Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
61» árg,—Miðvikudagur 28. april 1971. — 94. tbl
Auðveidd, en varla  mikið magn
— segir Hjálmar Vilhjálmsson um síldina — fíeirí vifja fá veibileyfí
SÍLDIN, sem Örfirisey fékk í fyrra-
dag austur af Vestmannaeyjum,
reyndist vera sumargotssíld mest
megnis. Þriggja og fjögurra ára, 30
cm. að lengd og horuð, eins og
vænta mátti á þessum árstíma.
— Það er ekki líklegt að þarna
sé vertulegt magn á ferðinni, sagði
Hjáfenar Vii'hjálmsson fiskífræöing-
ur í viðtali við Vísi í gær, en hins
vegar er sildin venjutega nokkiuð
auðveidd, svona fyrst á vorin og
framan af sumri.
Hafrún fékk 13 lestir af sild úti
af Reykjanesi í fyrradag. Skipin
eru nú bæði austur af Eyjum og
HERFERÐ GEGNSÍÐHÆRÐ-
UM VÉLA VINNUMÖNNUM
Verður ab sjást / eyrun á b'itlunum, segir
Öryggiseftirlitio — „Loðnaklipping" lausnin,
segja hárskerar
¦ Nú mega síöhærðir
piltar, sem vinna við vél-
ar og því um líkt fara
að biðja fyrir sér — eða
öilu heldur lokkum sín-
um, því Öryggiseftirlit
ríkisins er nú á hælum
þeirra með skærin voða-
legu á krfti. Hefur Örygg
iseftirlitið nú skorið upp
herör gegn vinnuslysum
af völdum síða hársins
og hyggst fylgja því eft-
ir af vaxandi krafti, að
síðhærðir vélavinnu-
menn hverfi úr sögunni
og verður það í verka-
Óhugguleg
abkoma
— sagbi bæjarverk-
.ræbingur, sem fór um
borb / togarann á
strandstab viB Isafjörð
/ gær
Að sögn Þorbergs Þorbergssonar,
bæjarverkfræðings á ísafirði virö-
ist hafa tekizt að koma í veg fyrir
frekari oliuleka úr togaranum
Cæsari og er nú lítil olíubrak í
kringum skipið, en brákin hefur
færzt inn Djúp og valdið nokkrum
fugladauða, því fugl hefur fundizt
dauður og útataður í olíu á fjörum,
meðal annars æðarfugl. Fugladauð-
inn er þó ekki stórkostlegur.
Togarinn Cæsar hangir að því er
virðist á klettabrún og er nokkuð
aðdjúpt að honutn. Sjómenn frá
ísafirði fóru út í togarann í fyrrad.
og tóku úr honum fiskinn, um 15
tonn eða svo af þrifnaðarástæðum,
annars hefur lítið verið farið um
borð í skipið, enda er heldur ó-
kræsileg aðkoma þar aö sögn bæj-
arverkfræðingsins, en hann fór i
gær ásatnt bæjarstjóra út í skipið
til þess að kanna aðstæöur.
Umboðsmaður eigenda, sem
staddur er á ísafirði sagði að reynt
yrði að bjarga togaranum og gera
hann sjdfærann aftur til veiða ef
unnt væri. En norsku björgunar-
sérfræðingarnir eru væntanlegir til
Isafjarðar á inorgun.      — J!H
hring  skoðunarmanna
eftirlitsins.
Það á enginn karlmaður frek-
ar en kvenmaður, að komast
upp með það aö fá að vinna
með sítt hár eða hártopp við vél
ar þar sem hárið getur festst,
sagði Friðgeir Grímsson, örygg-
ismálastjóri í viðtali við Vísi í
morgun.
Of mörg dæmi þess, að
vinnuslys hafi hlotizt af of
síðu hári til þess að Öryggis-
eftirlitið geti lengur látið síða
hárið afskiptalaust, sagði Friö-
geir. „Þess eru dæmi, að sítt
hár eða laust hafi festst í vél-
tun eða öxlum og hofuðleðrið
fleitzt af við það," sagði Friðgeir.
Einnig eru viftuspaðar á vinnu-
vélum og reimar hættulegar síð
hærðum mönnum, og eins það,
að hárið flaksist fyrir augu
þeirra svo aö þeir sjái ekki til
hliðanna er þeir aka jarðvinnslu
vélum — og yfirleitt hvaða öku
tæki sem vera skal.
„Hvað er það sem þið kallið
sítt hár?"
„Það hár, sem hylur eyrun
eða getur huliö þau, sé það
laust, er það orðið varhugavert,"
svaraði Friðgeir.
„Þaö er síður en svo fokið
£ öll skjól fyrir piltunum fyrir
því", sagi okkur hárskeri, sem
við höfðum tal af í morgun. —
Patentlausnin hans er hin svo
kallaða  „loðna"-klipping,  sem
hann segir vera að ryðja sér til
rúms víðast hvar erlendis.
„Það er ástæðulaust fyrir
strákana að krúnuraka sig til
að komast úr lífshættu", segir
þessi sami hárskeri. Kvaðst
hann hafa klippt vélavinnu-pilt
samkvæmt forskrift „loðnu"-lín
unnar og sú klipping hlotið við-
urkenningu Öryggiseftirlitsins.
Annar hárskeri sagði okkur
þá sögu, að hann hefði fengið
til sín 1 klippingu sl. laugar-
dagsmorgun síðhærðan pilt, sem
átti það yfir höfði sér að missa
vinnuna ef hann léti ekki skera
af hári sfnu innan hálfs mánað-
ar. Hann kaus heldur að fórna
lokkaflóði sínu en vinnunni. —
„En á meðan harm var í stóln-
hjá mér var hann lika á fullu
næturvinnukaupi hjá verktakan-
um, sem hann vann hjá" lauk
hárskerinn máli sínu.   —ÞJM
hefnr eMci ftétzt af tcJSí b§S þefen
íitótt.
Þrjú sikip hafa nú sótt ttm veiði
til viðbótat, ein leyfi em ekki gefin
til sfldveiði á tfmabilinti frá 1. febr-
úar til 1. september, nema síldin
fari í vinnslu eða til beitu. Örfiris-
ey landaði 80 tonnum af afla sín-
um í Vestmannaeyjum, þar sem
sildin fer í beitu, en rum 20 tonn
fóru til NorðurstjörnumnaT í Hafn-
arfirði tiil niðurlagningar.    —JH
Hvað er
terðamönn-
um sagt?
Sagt frá námskeiði
leiðsögumanna
- Sjá bls. 9
Þjóðverjum
gremst
óstundvísi
Kennedys
— Sjá bls 3
Þessi síohærði piltur varð í morgun á vegi ljósmyndara Vísis niðri við höfn. Pilturinn heitir Jón Ómar Sigfússon og vinnur í fiski.
Hann sagðist vera á leiðinni til hárskera hvað úr hverju, fyrst yrði hann bara að taka þátt í þrem sýningum á söngleiknum
Kárinu, sem eflir eru á þessu leikári.
Fyrir þeim er ísland hvítur þokublettur
— segir Halldór Laxness um pýzka kvikmynda-
gerðarmenn. Undirbúningsvinna orð kvikmyndun
Brekkukotsannáls hefst hér / sumar
0 „Jú, það koma víst þrír menn
frá norður-þýzka útvarpinu til
íslands í sumar til að undirbúa sig
undir að filma Brekkukotsannál,"
sagði Halldór Laxness í simtali við
Vísi í morgun, eh hann er nú stadd-
ur í Kaupmannahöfn.
(rAnnars  er  ég svo ókunnugur
þessu máli, sem frekast má vera.
Samningastappinu við þessa aðila
er lokið og málið er í þeirra hönd
um. Það verður sennilega lítið um
að þeir lilnii í sumar, þvf þótt það
taki sex vikur að filma, er undir-
búningsvinnan geysimikil. Og þess-
ir karlar vita lítið um staðhætti á
íslandi. Fyrir þeim er ísland eins
og hvítur þokublettur."
Halldór  Laxness  sagðist  hafa
verið á sprettinum um Evrópu und-
anfarið.
„Það er eins og allur heimurinn
stand sameinaður um að forða því,
að ég fái tækifæri til að stinga niö-
ur penna. Ég hef veriö á þönum
um allar trissur aö skipta um for-
leggjara. Ef mér líkar ekki við þá,
læt ég þá fara. Annars er þetta
bara eins og þegar maður vill held-
ur verzla við einn kaupmann en
annan, af þVi hann selur sykur-
pundið fimm aurum ódýrara.
Mín mál eru reyndar svo ómerki
leg miðað við það, sem til steadur
uppi á Islandi, þar sem talað er
um að virkja Gullfoss og Mývatn |
og guð má vita hvað, að ég skamm j
ast mín eiginlega fyrir að opna I
kjafinn".
Hvort ekki hefðu fleiri filmarar i
sýnt ahuga á því að mynda verk I
hans?
„Jú, það eru ailltaf að koma ein j
hver tilboð um að búa til kvik- j
myndir, en þau eru yfirleitt svo 6- i
merkileg, að maður sinnir þeim i
ekki. Ég sem litterer stíhsti kanng
ekki að skrifa leiðbeiningac
kvikmyndamönnum um, hvar þeii^|
eigi að setja niður þessa eða hina^
kameruna."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16