Vísir - 10.05.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 10.05.1971, Blaðsíða 1
63» árg. — Mánudagur 10. maí 1971. — 103. tDi. — bandariska l'ógreglan á Keflav'ikurflugvelli stóBvar Fylkingarmenn með mótmælaplögg Ekki nógu mikil rauðsokka tíl þess að hafna keppninni — segir fegurðardrottningin 7977 Auðvitað fór ég í keppn- ina í von um að hreppa eitthvert hinna fimm efstu sæta, þannig að ég fengi einhverja utan- landsferð út úr þessu, sagði nýkjörin fegurðar drottning íslands, Guð- rún Valgarðsdóttir, 18 ára menntaskólastúlka frá Seyðisfirði. Hins veg ar gerði ég mér naumast von um að verða númer eitt, sagði hún, þegar Vís ir ræddi við hana í morg un. Keppnin fór fram f Háskóla- bíói. Auk stúliknanna sem voru níu talsins, kom fram fjöldi skemmtikrafta, en salurinn í bíó inu var þó varia meira en hálf skipaður, hvort sem það bend- ir til minnkandi áhuga á feg- urðarkeppni eða ekki. Má vera að áróður * rauðsokka segi til sín. Ég er sammála rauðsokkum f mörgu, sagöi Guðrún, en ég er samt ekki nógu mikil rauð- sokka til þess að mér finnist ekki allt lagi að taka þátt i svona keppni. Guðrún kvaðst þó ekki vita hvert hún yrði send til keppni ytra, en reiknaði þó með aö fara til Miami á Florida. Guð- rún er dökkskolhærö, bláeyg og málbandið segir þetta um vöxt hennar: 92 — 57—92. Um áhugamál sín sagði hún: — Ég hugsa mikið um ein- hverja frekari menntun, að sjálfsögðu. — Auk þess hef ég ákaflega gaman af fimleikum og hefði ekkert á móti því að laera eitthvað í þeirri list. Auk þess hef ég gaman af sundi. — Kannski keppt í sundi? — Já, reyndar, en bara í svona platkeppni, skólakeppni og því um líku. — Hvað sögðu skólasystum ar, þegar þú lagðir land undir fót suður á land í keppnina. — Ég sagði þeim ekkert frá því, ég fékk bara frí og fór án þess að kveðja kóng eða prest. , —JH — sjá myndasiðu frá keppninni á bls. 2 RÓMEÓ HRAPAÐI NIÐUR Á STÉTT Mikið skal til mikils vinna, og þótt ekki séu vafningsjurtir und ir gluggum hjá Júlíum í dag, þá víla Rómeóar ekki fyrir sér aö klifra upp bera steinveggi til að ná fundum vinstúlkna sinna — en slíku fylgir auðvitað áhætta. Maður nokkur féþ af svölum 2. hæðar á húsi vestur í Högum um kl. 4 aðfaranótt sunnudags, og hrapaði hann niður á steinsteypta gangstéttina fyrir neðan svalirnar. Félagar hans voru nærstaddir og komu honum til aðstoðar, en hann hafði hlotið högg á höfuðiö og misst meðvitund. Fluttu þeir hann til slysadeildar Borgarspítalans, þar sem manninum var veitt lækn- ishjálp. — Reyndist hann ekki hættulega slasaður. Maðurinn hafði ætlað að heim- sækja vinstúlku sína, sem bjó f íbúö á annarri hæð hússins, og hafði hann klifrað upp á svalir á neðstu hæð, og ætlaði að klifra þaðan upp á svalir annarrar hæð- ar. Missti hann þá tökin og hrap- aði niður. — GP Þeir tóku mig haustaki, svo- kölluðu Nelson-taki, svo að ég missti andann, síðan snéru þeir upp á handlegginn á mér, og brutu hann, sagði Tryggvi Þór Aðalsteinsson, sem ásamt fé- laga sínum Emil Karlssvni, var tekinn fastur af amerísku her- Iögreglunni á Keflavikurflug- velli á laugardaginn. Þar voru þeir að dreifa mótmælaplaggi frá Fylkingunni, sem stflað var til amerískra hermanna í tilefni 20 ára afmælis varnarliðssamn- ingsins. Segja þeir félagar, að herlög- reglubílar hafi elt þá uppi, eftir að þeir höfðu verið um það bil kortér inni á svæðinu. Voru þeir síðan teknir fastir sinn í hvoru lagi. Annar jámaður, en hinn, Tryggvi Þór Aðalsteinsson, kvaðst hafa hlýtt, er lögreglan skipaði honum inn f bílinn og farið með þeim án mótþróa niður á stöð. Þar sagði hann hins vegar að einn lög- reglumannanna hefði tryllgt, er hann rétti fram bréfabunka, sem hann var með í hendinni. Sagði Tryggvi að þrír lögreglumannanna hefðu misþyrmt sér, en aðrir lög reglumenn á stöðinnj hefðu látið sér það vel lfka. íslenzka lögreglan kom á vett- vang þegar piitarnir höfðu verið 10—15 mín. á amerísku stöðinni. Var Tryggvi þá sendur niður f Keflavík á sjúkrahús, en hinn var yfirheyrður og raunar þeir báðir. Piltamir sögðust hafa farið lög- lega inn á svæðið. Með þeim var ung stúlka, sem ók bíl þeirra f gegnum hliðíö. Að sögn Björns Ingvarssonar, lögreglustjóra á Keflavikurflug- velli, hefur ameríska herlögreglan heimild ti! þess að handtaka ís- lendinga innan herstöðvarsvæðis- ins, er hafa í frammi ólöglegt at- hæfi á einhvem hátt og geyma þá þar til íslenzka lögreglan kemur á vettvang. — Þama hefur tekizt eitthvað slysalesa til, sagði Björn. En sam kvæmt upplýsingum hans og amer- ísku herlögreglunnar eiga þeir fé- lagar að hafa veriö með mótþróa, sem leiddj til stimpinga. Málið verður sent saksóknara, en þeir félagar sögðust myndu kæra með- ferðina. íslenzka lögreglan handtók enn fremur í gær tvo pilta, sem höfðu haldið áfram dreifingu mótmæla- bréfanna og voru þeir í haldi hjá íslenzku lögreglunni fram eftir degi ' gær. Fylkingin hefur áður dreift. nlö"'’ um sínum á Keflavíkurflugvelli o<? ameríska herlösreglan haft af skipti af því, þótt afleiðingarnar yrðu ekki eins alvarlegar og nú — JH. FORSETAHJÓNIN KOMIN ÚR VELHEPPNAÐRI FERÐ Lét hvorki kóng né prest vita — fór bara til Reykjavíkur og varð fegurðardrottning íslands, — Guðrún Valgarðsdóttir eftir sigurinn. „Eftir þessa heimsókn til Noregs og Svíþjóðar held ég, að mér og konu minni sé minnistæðust sú velvild, og sá góði andi í íslands garð, sem hvarvetna kom fram“, sagði dr. Kristián Eldjárn, for seti íslands í viðtali við Vísi í morgun, en forsetahjónin komu á laugardagskvöldið heim úr opinberri heimsókn til Noregs og Svíþjóðar. „Af því sem við sáum og og skoðuðum hafði ég persónu- lega einna mesta ánægju af að koma til B'arkeyjar í Sv'iþjóð og skoða Hiemmefrontsmuseet í Noregi. Sömuleiðis voru allar móttökur frábærar og mér mun seint gieymast sú vinsemd tíg velvilji ti! Islendinga. sem við áttum að mæta hjá konungun- um tveimur op forsætisráðherr- um landanna.“ Forseti lcvaðst hafa hitt fjöl- marga menn að máli i ferðínni bæði stjórnmálamenn og lær- dómsmenn, suma hefði hann bekkt áður oe aðra ekki en.alk staðar hefði -qóðvild os áhug; ísiandi verið samur og jafn. „Er bráðlega vo- á einhveri um er’endum bióðhöfðingjum opinbera heimsókn til íslands?1 Dr Kristján F.ldiárn sagðist ekki aeta svarað því að svo stöddu. en ekki væri ólíklegt að af slíkum heimsóknum yrði ,,í fvllingu t.ímans“ — ÞB HANDLEGGSBROTNAÐI I ÁTÖKUM VIÐ LÖGREGLU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.