Vísir - 11.05.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 11.05.1971, Blaðsíða 1
Æm f?r 1 lm A m Bk m m m ns!!l Wflmiffi v ',f*, pi : 61. árg. — Þriðjudagur 11. maí 1971. — 104. tbl. Kosningarnar eru bílaleikur' - segja forvlgismenn Framboðsflokksins, sem ætla að bjóða fram — Þjóðlagasöngvari i fyrsta sæti, — plötusnúður i briðja „Viö gerum okkur ekki vonir um að fá mann kjörinn, en tilgangur okkar er að koma á framfæri í kosn ingabaráttunni gagnrýni á flokka- kerfið. Við höfum ekki stóra hug- Landeigendur gefa ríkinu Mývatnslóðir Vilja að þar verði reistur verzlunarskóli, hótel og heilsu- og hressingarhæli Um tuttugu landeig- Mývatn hafa ákveðið að endur Reykjahlíðar við gefa íslenzka ríkinu lóð fyrir verzlunarskóla, er yrði rekinn, sem hótel á sumrin. Stærð lóðar og staðsetning skuli fara eftir nánara samkomu- lagi. Jafnframt lýsa sömu landeigendur yfir, að þeir séu reiðubúnir til að gefa lóð fyrir heilsu- og hressingarfiæli og heita stuðningi sínum við tillögur sem fram hafa komið um slíka stofnun að Reykjahlíð. Þetta tilboð landeigenda var lagt fram á ferða- málaráðstefnu, er haldin var í Hótel Reynihlíð um helgina. Snæbjörn Pétursson í Reykja hlíö skýrði Vísi frá þessu og sagöi ennfremur: „Að undan- fönnu hefur nokuö veriö rætt um nauðsyn þess að rikiö stofnsetti og ræki verzlunarskóla í land- inu. Margir telja aö rétt væri að stofnsetja sífkan skóla utan Reykjavíkur og m.a. hafa Akur eyringar skorað á ríkisvaldið að stofnsetja verzlunarskóia á Ak- ureyri. Þær skoöanir hafa veriö settar fram, að rétt væri að stofnsetja verzlunarskóla við Mývatn með það fyrir augum að nýta hann sem hótel að sumr inu og bæta þannig úr mjö,g brýnni þörf fvrir aukið gistirými í Mývatnssveit á svipaðan hátt og gert hefur verið að Bifröst í Borgarfirði. I Reykjahlíð eru starfandi tvö sumarhótei, sem hvergi .nærri anna eftirspurn. Akureyringar hafa sýnt lofsverðan dugnað við að koma á fót margs konar þjón ustu við ferðamenn og einnig hefur ríkisva'ldið lagt þar hönd á plóginn. Vert er að vekja at- hygli á því, að ferðamanna- straumurinn ti'l Akureyrar að sumrinu byggist að alimiklu leyti á tilvist Mývatnssveitar. í Mývatnssveit, sem kölluð hefur verið paradís ferðamanna hefur hins vegar uppbygging ferða- mannaþjónustu hvergi nærri ver ið í samræmi við þörfina. Er það vafasamur grundvöllur fyrir mikilli fjáfestingu í fyrirtækj- um, sem tæpast er hægt að reka nema 4 mánuði á ári. í Reykja- hlíð er vaxandi þéttbýli og þang að verður m.a. lögð hitaveita á þessu ári. Rætt hefur verið um stofnun heilsuhælis á staðnum enda flestra álit, að þar sé kjör inn staöur fvrir sííka stofnun. Plest bendir til þess, að Reykja hlíð verði öfilugur þéttbýliskjarni í framtíðinni og verzlunarskóli yrði þessu þéttbýli og sveitinni al'lri ákafiega mikil lyftistöng, auk hins mikilvæga hlutverks varðandi móttoku ferðamanna." —SB EFTA STANDI ÁFRAM — b°tt einhver aðildar rikjanna gangi i EBE Margir spyrja: Hvaö verður um EFTA, ef til dæmis Bretland, Dan mörk og Noregur ganga í EBE, eins og þessi ríki hafa sótt um? Þýddi nokkuð fyrir Island að ganga í EFTA, ef það samstarf er dautt innan skamms? Á fundi ráðgjafanefndar EFTA á Hótel Loftleiðum í gær var ein- ir.g um, að frjáisum viðskiptum miili ríkjanna yrði haldið áfram, þótt Bretland og einhver önnur þeirra gengju í Efnahagsbandalag Evrópu. Fulltrúarnir iögðu áherzlu á, að sá árangilr, sem náðst hefur í við- skiptum milli EFTA-ríkjanna, eyði legðist ekki. EFTA-þing mun haldið á Hótel Loftleiðum á fimmtudag og föstu- dag. — HH myndafræði, en við sættum okkur ekki við flokkakerfið." Þetta segir Gísli Pélsson kenn- ari, sem skipar eitt af efstu sætun um á lista Framboðsfiokksins, svo nefnda, sem nokkrir ungir menn hafa stofnað fyrir þessar kosning- ar. Gísl; sagði, að vei gengi að safna meðmæ'lendum fyrir framboð og hann býggist fastlega við því, að listinn kæmi fram, áður en fram boðsfresti lýkur. Hann sagði, að kosningarnar væru „bflaleikur flokkanna“ að þeirra dómi. Allir þræðir í þjóð- félaginu lægju um stjómmála- flokkanna og lýðræðið væri „pen- inga'lýðræði". „Kjörorð okkar em: Skinhelgi, mannhelgi, landhelgi,“ sagði hann, en vjidi ekki skýra þaö frekar. Gísli var spurður hvort þeir vildu kalla sig „sósíalita" og sagði hann, að þeir mældu sig ekki á neina slíka mælistiku. 1 efsta sæti Framboðsflokksins segja þeir að verði Sigurður Jó- hannsson þjóðlagasöngvari, í öðm sæti Eiríkur Brynjölfsson kennari og í þriðja Ásta Jöhannesdóttir plötusnúður. —HH Endurspeglost veðrið á Svolburðu á íslandi? Loftslagsbreytingar og sam- band milli loftslags og hafíss er til umræöu á hafísráðstefnunni í dag, þar sem margir sérfræðing ar bæði innlendir og erlendir munu fjalia um ýmsar hliðar þessa máls. Þorbjöm Karlsson framkvæmdastjóri hafísráðstefn unnar sagði í viðtali við Vísi í morgun að meðal þess, sem væri rætt væri að þrátt fyrir visst hlýindaskeið geti ís haldið áfram að aukast og að hlýtt veður komi ekki strax fram í minnk- andi ís, mörg ár geti liðið á milli. 1 erindi Páls Bergþórssonar veð- urfræðings komi það fram, að veö- unfar á Svalbarða endurspeglist í veðurfari á íslandi þrem árum seinna og eins, að aðalloftslags- breytingar á norðvestur Græn- landi endurspeglist í loftslagi á Is- landi um það bil tíu árum seinna. í erindi Englendingsins Smithers komi það fram að á næsta ári sé ráðgerð ferð í loftpúðaskipi frá norðurströnd Kanada yfir Norður- pólinn miili Svalbarða og Græn- lands og til Englands. Þá verði rætt í einu erindanna um það hvort önnur ísöld muni koma, ef ís hverfi úr íshafinu, en um þaö atriði séu skiptar skoðanir. I gær var fjallað um mörg efni á hafísráðstefnunni, Rússar héldu því fram, að þeir gætu sagt til um hafís 5—6 mánuði fram í tímann. Japan; flutti erindi um ísstöðvar á nyrztu eyjum Japans þar sem að- stæður eru l'ikar og hér og radar- stöðvar uppi á fjöllum, sem fylgj- ast með ferðum íss. Bandaríkja- menn fjölluðu um ráðagerðir um langtímaathuganir í íshafinu þar sem verði komið fyrir mönnuðum stöðvum á ísnum, sem fáist við mælingar á veðúrfari og straum- um. — SB Slappa af" á milli prófa // Þær láta ekki prófannirnar aftra sér frá því að njóta góða veðursins, þessar ungmeyjar, sem Ijósmyndarinn rakst á í tröppunum við Sundlaugarnar í Langardal I gær. „Við erum bara að slappa aðeins af f ' bókunum milli prófa“, sagði Sigurlaug Hösk- uldsdóttir, sú með ísinn, og vinkona hennar Ingibjörg Sig- urðardóttir, hafði engu við það að bæta. Þær sögðust ekki lítið fegn ar því, að tízkan væri svo þægi leg að þessu sinni, sem stutt- buxumar eru í Mýindunwm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.