Vísir - 14.09.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 14.09.1971, Blaðsíða 16
Fórst Hér sést Guðjón með hjálminn góða, en við hliðina á honum er sendill með venjulegan hjálm sem fæst hérlendis. Mengun í Reykjavík jbre- faldaðisf á fimm dögum — með heita loftinu frá Evrópu Hitabylgjan, sem barst upp hingaö til íslands frá Evrópu fyrir helgina, hafði í för með sér þann fylginaut, sem hvað mest ógnar nú flestum stiórborg um heimsins. - Loftmengun i Reykjavik jókst um allan helm ing með þessu heita lofti og var þar komið verksmiðjuryk frá iðn aðarborgum Evrópu Mælingar heilbrigðiseftirlits- á loftmengun 1 Reykjavík dagana B. til 10. sept., það er frá mánudegi til föstudags, sýna áð mengunin jókst frá 12% á mánudegi upp í 40% á föstu- degi, þegar heita loftið hafði um lukið borgina með rykj og reyk- mekki, svo að úr varð hálfgert mistur. Mælirinn, sem notaður er við þessar mælingar er stað- settur við Suðurgötuna. sjö metra frá götu. —JH SENDLAR FÁ SÉR ÖRUCOARIHJÁL ms „Öryggishjálmarnir hafa það oft bjargað mér, að ég sé ekki eftir að kaupa þennan, þótt hann sé þrisvar sinnum dýrari en venju- legir hjálmar,“ sagði Guðjón Þór Pétursson sendill hjá Rolf Johan- sen þegar við spurðum hann um vígalegan öryggishjálm, sem við höfðum séð hann með. Hjálmurinn er ítalskur og kostar milli 5 og 6 þúsund krónur. Venju- legir hjálmar sem eru tii sö’.u hér- lendis kosta um 1800 krónur. Aðal- munurinn á þeim og þessum nýja liaaur í stvrkleika og hve mikiö betur hann er fóðraður. Þarf að panta þessa hjálma eftir máli, svo að þeir passi vel Er nokkuö algengt, að sendlar á vélhjólum kaupi sér vandaðri hjálma erlendis írá en venjulegt er, og kosta þeir um 2.500 krónur, en á þá vantar hökuhlífina, sem er á þessum, þannig að þeir eru mun veikbyggðari. Sagði Guðjón. að þegar hann hefði dottið og verið með eldri gerðina af hjá’minum þá hefðj komið sprunga í hann, þó að hann geröi sitt gagn að vernda höfuöið. 1 Er farið að nota hjálma með hökuhlíf, eins og þennan af móto hjólalögreglu og kappakstursmön: um víða um heim. Guðjón sagði hafa verið stöðvaður oftar en éir sinni af mótorhjólalögreglunnj b í ReykjaVik og þeir skoðað hjálr inn með miklum áhuga, og látið ljós að engin vanþörf væri á þ að þeir fengju hjálma af þessa gerð. Mun væntanlega fjölga þeim, se fara að sjást með þessa nýju ge: af hjálmum, því að einn umbo maöur vélhjóla hér í Reykjav mun hefja innflutning á þeim in an tíðar. — J Þriðjudagur 14. sept. 1971, Kaupa hálft fjórSa tonn af Mackintosh á mánuSi \ Gifurleg sælgætiskaup i frihöfninni húsakost eins og kunnugt er 1 metra breiðri viðböt í áttina að | 3 gömlu flugstöÖvarbyggingunni. flugvólastæðunum og er sú bygg I . . . . , Flugböfnin er stækkuö með 7 ing að verða fokheld. —JH ; herldarsala verzlunannnar jokst um 60°]o hús- bruna Frakkinn ófundinn og leit hætt 45 ára gamall maður, Ingvar Haraldsson, fórst í bruna, þegar íbúðarhús að Kolbeinsgötu 1 á Vopnafirði brann á sunnudag. Ingvar og systir hans, Dagbjört, voru inni í húsinu, þegar faðir þeirra, Haraldur Ingvarsson, sem staddur var úti við, varð þess var, að eldur var kominn upp í húsinu og mikinn reyk lagði frá því. Eldurinn magnaðist fijótt og inn ganga var erfið í húsið. en Dag- björtu tókst að bjarga út. Ingvar va'r látinn. þegar að honum var komið. — GP %■--------------------------------- Það koma margir „klyfjaðir“ í bak og fyrir út úr Fríhöfninni, enda er mjög hagstætt að verzla þar. Hún virðist hafa notað vel hin hag stæðu kjör þessi unga kona, sem gengur hér æði gustmikil um flughöfnina á Keflavíkurflugvelli. (Ljósm. Vísis Bj. Bj.) Leit að hinum 22ja ára gamla Fransmanni, sem hvarf frá Siglu- firði f síðustu viku, hefur verið hætt að sinni. Hefur ekki fundizt hið minnsta vísbending, siem leitt gæti menn á sporið, eða neitt, sem gefið geti bendingu um afdrif hans. Fjöldi fólks hefur tekið þátt í leit inni að honum, sem spannaði yfir Siglufjörð, Héðinsfjörð, Ólafsfjörð og nágrenni Akureyrar. —GP Fríhöfnin í Keflavík selur hvorki meira né minna en 3xh tonn af Mackintosh-sælgæti í mánuði hverjum, að því er starfsmenn verzlunar innar tjáðu blaðinu í morgun, en mjög mikil sala hefur verið í sæi- gæti hjá fríhöfninni að undanförnu. Það eru einkum íslendingar, sem sækjast eftir sælgætinu og hafa það gjarna með sér heim, þegar þerr koma utanlands frá. Mjög mikil sala hefur verið hjá fríböfninni að undanförnu, enda mikil umferð um þessar mundir. 1 ágústmánuði var 60% meiri sala hjá Frfhöfninni heldur en i fyrra og nam salan i mánuðinum 25,7 milljónum króna. Umferð um KeflavrkurflugvöH jókst einn ig mikið i ágúst frá því sem var árið áður, eða um 40%. Aftur á móti jókst umferð um KeflavíkurPlugvöH aðeins um 2% í júlímánuði miðað við sama mánuð í fyrra, en þá jókst sala í Frihöfninni um 20%. Unnið er nú að stækkun Flug hafnarinnar á Keflavíkurflug- velli og rýmkast þá meðal ann- ars í fríhöfninrw, en verzlunin hefur búið við nokkuð þröngan Fundu 3 sprengjur Þrjár sprengjur úr sprengjuvörpu fundust suður á Miðnesi á sunnu dagskvöld. Bandaríkjamaöur sem var á gönguföir um heiðina, gekk fram á sprengjumar og gerði lög- reglunni viðvart. Sprengideild varnarliðsins tók snrengjumar og gerði þær óvirkar, en þær eru taldar vera frá þeim tíma, sem þama var eitt aðalæfinga svæði hersins. Allar vora sprengj- umar virkar í bezta iagi, og hefðu getið orðið til stórtjóns ef lent hefðu í höndum fáfcunnugra. —GP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.