Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						• Þær Svanhildur, Hildur og Steinunn skulfu af kulda á leið sinni
• í vinnuna í morgun. Þær mega prísa sig sælar, að tízkan leyfi
a þeim að klæðast hlýjum flikum.                            ^
Hlýr vetrarklæðnaður
sem betur fer í tízku
Skrifstofustúlkurnar þrjár voru
um það bil að stinga sér inn í
hlýjuna í Eimskipafélagshúsinu
vinnustað þeirra, er Ijósmynd-
arinn okkar smellti af þeim þess
ari mynd.
Þær skulfu aí kulda í frostinu
og norðanstrekkingnum í morgun
þrátt fyrir vetrarflíkurnar, sem
þær voru dúðaðar í. Sennilega hef-
ur þeim þó einni eða tveim þótt
frostharkan kærkomin, þvl hún
veitti tækifæri til að skarta nýju
vetrarflíkunum. — En hlý föt eru
sem betur fer í tízku nijna, eins og
raunar allur fatnaður annar. Öllu
lakara hefði það verið, hefðu stutt-
buxur eða mini-pils verið ennþá i
tfzku og álíka viðamiklar yfirhafnir.
Viö því hefði lítið verið að segja,
en einstaka stúlkukind hefði að
minnsta kosti fundizt ástæða' til aö
formæla kuldanum meira i morgun
en ella.           ,
Skrifstofustúlkum Eknskipafélags
ins er jafnmikil þörf á vetrarflík-
unum sínum á leiðinni heim úr vinn
unni f dag, sem í morgun, frostið
verður þá eftir sem áður 5 stig.
Skrifstofustúlkurnar á Akureyri
sömuleiðis, því þar reyndist vera í
morgun kaldast á landinu, nefnilega
6 stiga frost, en frost var um 'allt
land, minnst á Höfn í Hornafirði,
þar voru 2 stig. Nú og svo mældist
loftvogin vera 1008,3 millibör ef
einhver skyldi hafa áhuga á að vita
það líka...
. Að sögn spámanna eru allar horf
Slippstöðvar-
málið fyrir
Alþingi?
„Málefni Slippstöðvarinnar hafa
verið rædd á fundi í ríkisstjórninni
eftir aö nefndin, sem skipuð var,
hafði skilað skýrslu. Engin ákvörð-
un hefur hins vegar verið tekin enn
þá", sagði fjármálaráðherra, Hall-
dór E. Sigurðsson, í samtali við
Vísi í morgun. Fjármálaráðherra
sagði að einnig ætti eftir að taka
ákvörðun um það, hvort málið
verði lagt fyrir Alþingi en það mun
hafa verið til umræðu.
Nefndin skilaði skýrslu til ríkis-
stjórnarinnar um miðja síðustu viku
eftir að hafa dvalið á Akureyri og
kynnt sér alla málavöxtu í sam-
bandi við erfiöleika Slippstöðvar-
innar.                   — SG
ur á að áfram verði þörf fyrir vetrar
flíkurnar. Búist er við að á morgun
verði veðrið svipað og í dag, norðan
átt, þótt heldur dragi úr henni og
frosti og éljagarigi um norðanvert
landið. Búizt er við 10 stiga nætur-
frosti, þégar fer að lygna aftur.
j                   — ÞJM/SB
• •
NNAINNI
Eldur kont upp i liflu hml, sem
börn sntíðuðu sér á Aifftunesi
£j) Tveir drengir, 8 og 9 ára gamlir fórust í eldl
á Álftanesi í gærdag, þegar kviknaði í leikkofa
þeirra og þeir komust ekki út.
@ Leikfélagar þeirra tveir, 10 og 12 ára gamfir
bræðuf, komust nieð náiimindum útúr brenn-
andi kofanum og sluppu til þess áð gera viðvart.
En kofinn var alelda, þegar
hjálpin barst og varð engum
björgum við komið
,',Þaö blossaði upp slíkt bál,
og vindurinn magnaði það svo
upp. Við gátum engir okkar
nálægt kofanum komið," sagði
bóndinn að Vestri-Skótjörn, sem
var meðal þeirra, er reyndu aö
vinna á eldinummeövatnsfotum,
þar til slökkviliöið kom á vett-
vang. Vatnið sóttu þeir í fötur
heim á bæinn.
Slökkviliöið úr Hafnarfirði
kom á staðinn og tókst fljótlega
að slökkva eldinn, en þá var
kofinn brunninn nánast til ösku.
— Inni í skúrnum fundust lík
beggja drengjanna.
Þeir voru Jón Klemens Sig-
urðsson, fæddur 19.6. '62, til
heimilis að Búðarflöt á Álfta-
nesi, og Þórölfur Árni Einarsson,
fæddur 1.3. '63, til heimilis aö
Brennu á Álftanesi.
Þeir höíðu f félagi með bræör
unum Baldvini (10 ára) og Jðoi
(12 ára) Sveinssonum leifeið sér
f sumar við að byggja lítinn kofa
við túnjaðarinn hjá Vestó-Skó-
tjörn. Fóru þeir í kofaim a33&:
fjórir að leika sér í jgær, en
urðu að skríöa inn uni Mima
glugga, vegna þess að þeirihöfðtí
gleymt lyMinum að dyxalæsing^
unni. Þegar inn var kontiS'flSra
þeir að fikta við að kynda vpp
með heyi og steinoKu eða beún
sfni. sem þeir höföu komizt yfir.
Blossaöi þá strax upp imkið 6®,
og gátu stærri drengirnir forðað
sér út um gluggann, efl Knftr
tveir hlupu að dyrunum, sem
voru læstar. Á meðan lokaðielflH
urinn þeim útgönguleiðlna um
gluggann.
Bræðurnir blupu strax og
gerðu viðvart á næstu bæjum,
Búðarf löt og Vestri-Skótjöm, en
þegar menn komu að var kofinn
alelda, eins og fyrr segir.-----GP
Kofinn brann til ösku og drengirnir tveir inni. — Þegar ljós-
myndarinn kom að rústunum, var einn leikfélaga drengjanna að
reyna að lokka hund annars hinna látnu burt, en þangað vildi
hann sækja í leit að eiganda sínum og leikfélaga.
Clay sleginn út
Cassfus' Clay fyrrverandi heims
meistari var í orðsins fyllstu merk
ingu sleginn út í gær og gerði
það brezkur hnefaleikakappi Alan
Burton að nafni.
Þetta var í sýniugarkeppni í Lond
on í gær. Cassíus Clay haföi engar
skýringar á takteinum, en brezkir
kunnáttumenn sögðu eftir keppn-
ina, að Clay væri á engann hátt
fær um stór afrek um þessar mund-
ir.
Fleiri vilja bundinn lokunartíma
— sjá skoðanakönnun V'isis um lokunartima sölubúba — Bls. 9
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16