Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						61
Fimmtudagur 14. október 1971 — 234. tbl.
VERÐA LÓÐIR METNAR
EFTIR AFRAKSTRI?
Skaðabætur v/ð eignanám allt of hátt, segir skipulagsstjóri
Mörgum hér á laiidi þætti víst I eignarnáms, sem sveitarfélög gerðu,
súrt í broti, ef skaðabætur vegna | væru ekki meiri en því næmi, sem
Tveir efstu skipaðirprestar
Hvorugur nýju sóknarprestanna i Kópavogi
hlaut lögmæta kosningu
Séra Árni Pálsson, sókn
arprestur í Miklaholts-
prestakalli hlaut meirí-
hluta í prestskosningun
um í Kársnesprestakalli
í Kópavogi.
Séra Þorbergur Krist-
jánsson hlaut nauman
meirihluta úr kosning-
unni í Digranespresta-
kalli, hafði 2 atkvæði
framyfir séra Sigurjón
Einarsson.
Hlaut hann 698 atkvæði, en
sá er næstur honum komst
fékk 498 atkvæði. KQsningin er
ekki - lög'mæt, þár sém' vpresttírv
er ekki kosinn lögmætri kosn-
ingu nema hann hafi meira en
50 prósent greiddra atkvæða.
Biskupsskrifstofan tjáði Vísi I
morgun, að venja væri þá að
skipa' þann prest í embættið,
sem flest atkvæðin fengi.
Talning atkvæða I prestskosn-
ingunum í Kópavogi lauk fyrir
hádegi í dag, og urðu úrslit
kosninganna eftirfarandi:
1 Kársnesprestaka'lli var kos-
inn séra Árni Pálsson með
698 atkvæðum.
Frú Auður Eir Vilhjálmsdóttir
fékk 148 atkvæði,  séra Bragi
Benediktsson 478 atkvæöj og
séra Ingiberg Hannesson 498
atkvæði.
2384 voru á kjörskrá, 1829
kusu, auðir seðlar voru 5 og
einn ógildur
í Digranesprestakalli féllu at-
kvæði þannig, að séra Þorberg-
ur Kristjánsson hlaut 895 at-
kvæði, séra Sigurjón Einarsson
893 atkvæði og séra Árni Sig-
urðsson 253 atkvæöi
Sr. Þorbergur Kristjánsson.
Sr. Árni Pálsson.
Skiluðu genevern-
um, en konjakið
finnst ekki
Tíu verkamenn, sem unnið
höfðu við losun á m.s. Brúar-
fossi í Straumsvíkurhöfn, hafa
viðurkennt þjófnað á áfengi úr
farmi skipsins.
Var stolið um þrem kössum
af áfengi af farmi skipsins, með
an það var í Straumsvíkurhöfn
þann 6. þ.m. og hefur tekizt að
ná aftur af því 20 flöskum af
genever og 3 flöskum af konjaki.
Þjófnaðurinn uppgötvaðist, þegar
skj.pið kom til Reykjavíkur daginn
eftír viðkomuna í Straumsvíkur-
höfn, og var þá sa'knaö eins kassa
af því forláta Courvoisier-konjaki.
Var hvarfið kært til lögreglunnar.
Við yfirheyrslur á verkamönnum,
sem unnu við uppskipunina í
Straumsvíkurhöfn viðurkenndu 10
að hafa átt hlut að áfengisstuldin-
um. Höfðu þeir brotið upp kassatia
niðr; í lestinni, þrátt fýrir eftirlit
tveggja „þjófapassara", varð-
manna sem Eimskipafélagið hafði
til þess að verjast gripdeildum.
Kom þá í ljós við rannsóknina,
að fleira en konjakið góða hafði
verið tekið — nefnilega líka hátt
í tvo kassa af genever. Hefur mest
allur geneverinn komizt til skila
eða 20 flöskur, en hins vegar hafa
aðeins 3 flöskur af konjakinu bor-
izt aftur.                 - GP
Rigning í dag
og á morgun
•  „Það verður rigning í dag og í kvöld gengur hann yfir
í suðvestrið með skúrum", sagði Veðurstofan í morgun,
„það verða skúrir í nótt og á morgun en fer. svo kólnandi
og annað kvöld spáum við að hann verði kominn á norð-
austan og nokkuð kaldur, þótt ekki verði eins kalt og var
hér í gær og fyrrádag."
•  Hiti var 4 stig í Reykjavík í morgun og ein 7 stig á
Reykjanesi, en annars staðar aðeins kaldara. — „Nei —
það er lítið um snjókomu á landinu, helzt að snjói i jaðrinum
á þessu regnsvæði, svo sem á Vestf jörðum og svo þegar kem
ur upp f svona 1000 m hæð". — Lítur því út fyrir að pott-
ormum verði hentast að klæðast gúmfatnaði a.m.k. næsta
sólarhringinn.
ákveðinn landskiki hefur gefíð af
sér. Zóphanías Pálsson skipulags-
stjóri ríkisins vitnaöi í gaer á
ráðstefnu sambands sveitarfélaga
til norsks frumvarps, sem gengurút
á þetta.
Skipulagsstjóri sagði, að æski-
legt væri, að sveitarfélögin ættu
það land, sem þau tækju til. Þegar
land væri tekið eignarnámi, væru
skaðabætur hér og mat á því oft
alltof hátt. Or þessu þyrfti að
bæta. Hann benti auk norska frum
varpsins á lög um þessi eftri í Sví
þjóð, sem stuðla að þvi að halda
niðri stíkum greiðslum.
Talsverðar umræöur urðu um
eignarnám á ráðstefnunni, og var
þeirri spurningu beint tH skipulags
stjóra, hvort ailir borgarar ættu
ekki að vera jafnir gagnvart lög
unum og hvort peir ættu að gjaida
þess, aö hið opinbera hefoi áhuga
á landi þeirraj
Páll Líndal, formaður sambands-
ins, skýrði frá því, að opinber
nefnd, sem harm á sæti í, ymii
að endurskoðun laga um fram-
kvæmd eignarnátns og yrði endur-
skoðun lokið fyrir áramótm. Meö
nýjum lögum yrði stefnt að sam-
ræmingu í þessum efnum, Nú væra
ákvæði mjög óljós um það, hvem
ig matsgerðum skyldi háttað og
mikið misræmi í því.
Stefnt yrði að því að setja á
fót sameiginlega matsmiðstöð ryrir
landið.                   —HH
'¦^^*^%rf»i<»^»W*<V»*w*W*»»^rf>M'MWW>*Nrf**MN<N*MNrfN^^*^^*rfMM»rfWN^rf»rfNrf»^»rfN***
10 þúsund-
asti Hafn-
firðingurínn
Tíu þúsundasti Hafnfirðingur-
inn fæddist í nótt á Sólvangi f
Hafnarfirði.
Móður og barni heilast vel, og
eins gott, því að í dag klukkan
16 verður sá merki borgari
heiðraður sérstaklega. Ætlar
bæjarstjórinn að heilsa upp á
móöur og bam og verður það
gcrt með sérstakri viðhöfn. -GG
Mao „að
deyja" í
20 ár
Það er ekki laust við að heims
pressan einkennist stundum
af frétta'leysi eða a m. k -af
skorti á „sprengjufréttum". Eða
er það kannski vegna óskhyggju,
sem vestræn blöð hafa nær stöð
ugt undanfarin 20 ár birt fréttir
af andlát Maos? — En Mao er
þrjóskur. Hann vill ekki deyja,
þó hann hafi veriö sagöur hafa
þjáðst af krabba, hjartveiki,
berklum, háum blóðþrýstngi
nýrnaveiki, geðveiki, Parkinsons
veiki, heilakölkun o. fl. — Ein-
hver hefði nú orðið ímyndunar-
veikur eftir allt þetta, en Mao
les kannski ekki vestræn blöð.
Sjá bts. 8
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16