Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						BJÓRINN  ENN Á DAGSKRÁ
nm
„Það er langt frá því að bjór-
málið sé dautt. Hins vegar þarfég
ekki að flytja sérstakt bjórfrum:
varp á þessu þingi, það er nóg að
flytja breytingartillögu við frum-
varp ríkisstjórnarinnar um heimild
til að flytja óáíengt öl til landsins",
sagði Pétur Sigurðsson alþm. í sam
tali við Vfsi í morgun.
Vegna aöildar íslands að EFTA
hefur ríkisstjórnin lagt fram frum-
varp til laga um að heimilt verði
að flytja inn I landið 91, sem hefur
innan við 2,25% vínandamagn að
rúmmáli, frá næstu áramótum.
Pétur Sigurðsson sagðist ætla að
fá nokkra þingmenn til að flytja
með sér breytingartillögu við þetta
frumvarp og leggja til að 'leyft yrði
að selja hér sterkt 91. Hann kvaðst
hafa orðið var við áhuga þingmanna
á þessu máli.             — SG
Húsnæðismál-
in á Kleppi:
Sjúklingarnir húa í
heilsusnillanji húsnæii
— en flytja nú i eitt virtasta hverfi borgarinnar
„Það era fyrirmæli um
það, að á barnaheimilum
skuli vera einn metri
milli rúma. Hér eru rúm
in svo þétt saman, að
$að liggur við, að fólk-
ið reki tærnar hvert í
annað", segir Tómas
Helgason yfirlæknir á
Kleppsspítalanum, þeg-
ar hann sýndi Vísi eitt
herbergið, sem vistfólk á
Kleppsspítalanum dvel-
ur í, en þar eru sjö kon-
ur saman í herbergi,
Visir fékk að skoða húsakynni
þau,  sem vistfólkið á Klepps-
spítala á við að búa, það sem á
. í framtíðinni að fá inni á vist
heimilinu á Laugarásvegi. „Þar
eru eins til tveggja manna her-
. bergi," sagði Tómas Helgason.
Þar sem um sjálfbjarga- fólk
er að ræða býr það í húsakynn
um á Kleppsspítalanum, ""sem
aðrir geta ekki notað, í hluta
af kjallara gamla spitalans. Tóm
as Helgson segir: „Þetta er
heilsuspillandi húsnæði. Húsið
er gamalt timburhús og þarf að
rýma kjallarann hið fyrsta og
síðan allt húsið."
Sjón var sögu ríkari, þegar Tóm
as Helgason yfirlæknir og Hólm
fríður Magnúsdóttir aðstoðar-
læknir á deildinni sýndu húsa-
kynnin. 1 óvistlegum herbergjT
um, sem troðið er inn \ eins
og framast leyfir var fremur
kalt og kom það á daginn að
ekki er hægt aö hita húsnæðið
almennilega upp yfir veturinn,
næðmgurinn smýgur f gegum
gisið húsið í vissri vindátt.
Þrengslin eru gífurleg. 1 vor
var þó komið upp dagstofu í
einu herbergjanna sem áður
varð að vera á ganginum fyrir
framan herbergin  þar sem er.
mikil umferð i3r éldhúsi í aðrar
deildir og 1 fðndurherbergi. Þar
verður vistfólk þó ennþá að
matast þVi enginn annar staður
er til þess. Hinar tólf konur,
sem eru á deildinni hafa aöeins
pínuh'tið baðherbergi.
Tómas Helgason sagði, að á
vistheimilinu á Laugarásvegi
yrðu bæði karlar og konur. Allt
í a'llt er þðrf á hjúkrunar- og
vistheimilum fyrir 200 manns,
þar af hjúkrunarheimilj  fyrir
80—100 manns «n vistheimili
fyrir 100—120 manns. „Við
þörfnumst 5 — 6 húsa eins og
á Laugarásvegi, en meginmálið
er að fá fullkomna geðdeild við
Landspítalann.''          —SB
Hvað segja nágrannar
vistheimila / 'ibúða-
hverfiim? — sjá bls. 9
Neruda í
fékk |
Nóbels-i;
verölaun
Pablo Neruda hefur hlotiðí
bókmenntaverölaun Nóbels í ár.'i
Þetta var tilkynnt um hádegið.»J
\ Sænska bókmenntaakademíanj'
jhefur með þessu veitt verðlaun»J
iin manni, sem árum samán hefl"
|ur verið einn af ,,kandídðtun-Ji
jum" sem nefndir haf a verið semij
llíklegir verðlaunahafar. Neruda'J"
ter Chilemaður, Ijóðskáld,"!
þekktur fyrir róttækar vinstril"
Iskoðanir.              —HHÍ
200 konur og
30 milljón kr.
vélar verklaus
t
— vegna rækjubannsins á Eldeyjarmibum
Upp undir tvö hundruð manns
aðallega konur, eru nú atvinnu-
lausir á Suðurnesjum vegna
veiðibanns á rækjumiðum við
Reykjanes. Þetta fólk hefur unn
ið í rækjuverksmiðjunum, sem
verið hafa að rísa upp á Suður-
nesjum að undanförnu. Alls hafa
verið settar upp sex rækju-
vinnsiustöðvar á Suðurnesjum
frá því í vor og hefur hver yfir
að ráða einni rækjuvél, sem
kostar um 4l/2 milljón.
— Það er auövitað ákaflega baga
legt fyrir okkur að hætta núna,
sagði Ólafur Björnsson forstjóri
vinnslustððvarinnar Baldurs í Kefla
vfk. Við erum núna fyrst að kom-
ast upp á lagið með framleiðsluna
og Iæra á markaðinn, þannig að nú
getum við selt alla rækju sem við
fáum jafnóðum.
, Bátarnir munu að sjálfsögðu
reyna á.ððrum miðum. Þeir hafa
leyíi til þess að veiða utan Eld-
eyjarsvæðisins. Ég er hins vegar
sammála þessum ráðstöfunum, sem
gerðar hafa verið og vil aWs ekki
stuðla að neinu seiðadrápi, sagði
Ólafur, en hann rekur eina af sex
rækjuvinnslustöðvum  Suðurnesja.
Búizt er við að rækjubátarnir,
að minnsta kosti þeir stærri leiti
nú á ný mið, út við Eldeyjarboða,
eða jafnvel i Jökuldjúpl, en þar
fann Hafþór talsverða rækju i fyrra.
í fyrra bar einnig talsvert á ýsu-
seiðum í afla rækjubátanna á Eld-
eyjarsvæðinu, en þá virtust þau
koma seinna á miðin. Búizt er við
að þetta ástand vari aðeins um
tima og hægt verði að opna miðin
aftur fyrir rækjuveiði. Guðni Þor-
steinsson fiskifræðingur er nú að
prófa fjðgur afbrigði af rækjuvðrpu,
í þvi augnamiði að hægt verði ,að
fá vðrpu, sem skilur ýsuseiðin bet-
ur frá rækjuaflanum. Hefur Guðni
til umráða rækjubátinn Glað frá
Keflavík til þessara tilrauna, en þær
munu að sjálfsögðu taka nokkurn
tima.       i            — JH
„Heilsuspillandi húsnæði", sögðu Tómas Helgason yfirlæknir og Hólmfríður Magnúsdðttir aðstoð
arlæknir. Hér eru þau i kjallaraherbergi þar sem 7 konur verða að búa. Húsið er gamalt timbur-
hús, sem næðir inn í og er eldfimt að auki.
ÝMISLEGT ÞARFNAST
//
NANARI SKYRINGA
•/
— segir Konráð Adolphsson, sem sagbi af sér
formennsku / FIB
„Við ætlum að koma á fund á
laugardaginn hjá FÍB og gera grein
fyrir okkar sjónarmiðum, og skýra
frá því hvers vegna við sögðum okk
ur úr stjðrn FÍB", sagði Konráö
Adolphsson, viðskiptafræðingur, er
Vísir hafði af honum tal í morgun.
„Það er aukaþing FÍB sem haldið
verður á laugardaginn og það geta
allir félagsmenn FíB sótt. Viö ætl-
um bara að skýra frá rekstri FlB á
þeim tíma sem við sátum í stjóm-
inni og skýra frá tillðgum okkar
um breytingar."
— Á kannskd að stofna nýtt FÍÐ?
„Nei, ekki vil ég segja það. Þessi
fundur á laugardaginn er almennur
fundur hjá FlB. Við viljum engar
breytingar á stjðrn samtakanna,
heMur viljum við aðeins skýra af-
stööu okkar, skýra frá rekstrinum.
þar er ýmislegt, sem þarfnast nán-
ari skýringa, svo sem samkrullið
viö Hagtryggingu, rekstur á áfcveðn
um kranaM o.fl."
Það þóttu mikil tfðindi siðla sum
ars, þegar stór hluti af stjórn FÍB
sagði af sér vegna ósaoikomulags
um rekstur samtakanna, en það
voru þeir Konráö Adolphsson,
Ragnar Júlíusson, Jónas Gíslason
og Guðmundur Jóhannssonj sem
sögðu af sér, og má því búast við
einhverjum tíðindum áífaukaþing-
inu, sem haldið verður í Neöri-Bæ
við Síðumúla á laugardaginn. — GG
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16