Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						ftl. árg. — Laugardagur 23. oktöber 1971. — 242. tbl.
Eitt bezta sumar um áratuga-
skeið kvaddi í gær. Svona eins
og til að minna á, hversu bh'ð-
lynt það hefur verið setti það
upp sparibrosið í gær eins og
undanfarna daga, þ.e. kvaddi
eins og það kom og hefur verið
löngum með blíðviðri. — Raun-
ar segja veðurfræðingar að sum
arið hafi verið heldur kaldara-
en í meðalári, en það er ekki ná
kvæmt hitastig, sem ræður
hvaö fólki finnst um veður,
heldur sólskinsstundir, regn og
vindar eða stillur.
##
Lengi veríð tir
en litið selzt"
— segir verzlunarstjóri NLF-búoarinnar um s'óluna á Melisana-lyfinu
Þetta lyf hefur verið til
hérna í mörg ár öðru hverju,
sagði Ásbjörn Magnússon,
verzlunarstjóri Náttúrulækn
ingafélagsbúðanna, er Vfsir
hringdi til hans í gær vegna
sölu á „Melisana" mixtúr-
unni sem Vísir skýrði frá i
gær, en meðal þetta reyndist
innihalda 79% alkóhðl og
ætti því að réttu lagi hvergi
að seljast nema þá í Áfengis
verzlun rfkisins.
,,Melisana" fékkst í gær iNLF-
búðinni  í  Sólheimum,  en þá
voru raunar aðeins eftir fáein
glös, sem seldust upp í gær.
Sagðj starfsfólk verzlunarinnar
hins vegar að mjög mikið hefði
hins vegar verið spurt eftir
þessari mixtúru og hefði af-
greiðslufólkið orðið' fyrir tals-
verðu ónæði af þeim sökum og
jafnvel borið það á brýn að þaö
hefði stungið þessari sterku
mixtúru undir stól.
Að sögn Ásbjörns hefur lítið
seizt af þessu meðali, einna
helzt að Þjóðverjar hafi keypt
það, en þetta mun til í öllum
venjulegum verzlunum í Þýzka-
landi.
— Heildverzlunin Elmaró hef-
ur flutt „Melisana" inn og virð-
ast tollverðir ekki hafa gert
neinar athugasemdir viö þennan
innflutning.
1 frásögn Vísis í gær stóð að
mixtúran fengist á lítra flösk-
um og var þar um prentviliu að
ræða að sjálfsögðu eins og sjá
mátti á myndinni. I fréttinni
átti að standa að þetta fenaist á
lillum flöskum. Pyttlurnar sem
meðalið er selt á taka naumast
meira en 200 grömm. Það væri
enda anzj ódýrt áfengi, sem
kostaði aðeins 110 kr. lítrinn.
- JH
GÁFU HÚSRÁÐANDA EITUR
OG RÆNDU HANN SIÐAM
Maður nokkur fór á fimmtu-
dagskvöldið var að skemmta sér
i Þórskaffi. Segir ekki frekar af
skemmtuninni, nema hvað mað
urinn komst í góðan kunnings-
skap við eitthvert fólk, sem
hann reyndar man ekki lengur
hvað heitir eða hvernig það leit
út. Bauð hann þessu fólki heim
með sér á Háteigsveg eftir
ballið.
Eitthvað hafa gestir hans veriö
grátt þenkjandi, því að þeir munu
hafa gefið honum inn eitthvert eitur
'¦ pilluformi. Féll maðurinn fljótt í
óminnisdá, og man ekken síðan.
Er hann vaknaði, komst hann að
raun um, að gestirnir hefðu af ein-
hverjum ástæðum ekki séð ástæðu
til að láta hann fá pillurnar ókeypis,
því að hvert tangur og tetur hafði
verið hirt úr peningaveski hans.
í veskinu voru margar ávísanir
stílaðar á handhafa, samtals að upp
hæð um 18 þúsund krónur. Var ein
ávísunin upp á 10.000 krónur önn-
ur upp á 4 þúsund, en hinar minni.
Ein þessara ávísana hefur þegar
komið fram, en hinar ekki.
Fólkið sem stal af sofandi mann-
íiram hefur enn ekki fundizt, enda
-etur maðurinn enga lýsingu á þvi
tefið, nema hvað um var að ræða
::>r.iá karlmenn og eina konu.
Rannsóknarlögreglan biður leigu-
Er verib ab „skipu-
leggja" hér fátækra-
hverfi?
Sjá bls. 8
bilstjóra þann er  ók  þessu  fólki i áð reyna a_ö verða að einhverju liði
ur Þórskaffi og upp á Háteigsveg,' við að hafa uppi á íólkinu.  — GG
„Persar hugsa ólíkt okkur
íí
sagði dr. Jakob Jónsson, sem hitti Iranskeisara
Sýnd betri hliðin
„Við dvöldum á aðra vlku f
íran í boði keisarans og þessi
ferð okkar þangað austur varð
okkur hjónunum sérlega ánægju
leg. Hátíöin var stórkostleg á
alla lund", sagði dr. Jakob Jóns
son er Vísir ræddi við hann í
gærkvöldi, en dr. Jakob og frú
hans, Þjóra Einarsdóttlr eru nú
koinin til Kaupmannahafnar eft-
ir dvölina í Iran.
„Það var alveg sérlega vel vand-
að til allra atriða hátíðarinnar",
sagði dr. Jakob, „við vorum þarna
við setningarathörnina, við grðf
Kyrosar, og þótt ég sé ekki fylgj-
andi hernaði, þá dáðist ég að þeirri
hersýningu, sem haldin var þarna
í tilefni 2500 ára afmælisins, því
að þar voru sýndir herbúningar og
búnaður allt frá því fyrir 2500 árum
og fram til okkar tíma".
— Þarna hefur verið margmenni?
„Já. Það hefur nú aðallega í blöð-
um verið talað um þann fjölda þjóð
höfðingja, sem til hátíðarinnar var
boðið, en þeir voru 50, eða þar um,
en minna verið minnzt á okkur
hina.
Það var boðið fjöldanum öllum
af fræðimönnum af öllum heims-
hornum. Þarna voru íransfræðing-
ar gulir, hvltir, svartir og brúnir,
og var haldin sérstök ráðstefna um
írönsk fræði í háskólanum í Teher-
— Það er mikið rætt um allan
þann kostnað sem lagðuí var i
þessi hátíðahöld — og þá í sam-
bandi við þá örbirgð sem 1 landinu
er. Urðuð þér varir við fátækt fólks
ins?
„Það er nú þannig, þegar maður
er opinberlega boöinn, þá er manni
nú helzt sýnd betri hliðin, en mað-
ur veit minna um hina. Keisarinn
í lran hefur mikið gert til að brjóta
aftur veldi jarlanna i landinu, sem
fram undir þetta hafa hreinlega átt
fólkið í landinu. Nú er mér sagt að
það sé að myndast þarna miliistétt,
og dæmi um það er hinn mikli
vöxtur borga og bæja í landinu.
Fólk flytur úr sveitunum og þang-
að sem skólar eru og meiri at-
vinna".
Hitti keisarann
— Hittuð þér keisarann sjálfan?
„Já. Hann tðk á móti okkur í sér-
stakri garðveizlu. Við spjölluðum
nú aöeins stuttlega við hann, en
ég var hreykinn af þvi, að hann
þekkti til míns litla framlags á
þessu móti."
Og hvert var það framlag?
„Ég  flutti  fyrirlestur  um  þær
_/ an".
12 lönd banna eitur-
efni í N-Atlantshaf
12 lönd hafa náð bráðabirgða-
samkomuLagi um bann við losun
eiturefna í Norðaustur-Atlants-
haf. Samkomulag þetta náöist
I gær á ráðstefnu sem staðið
hefur yfir í Osló undanfarna
daga.
Þessi lönd eru Norðurlönd-
in, Bretland, Belgi'a. Veslur-
Þýzkaland. Holland, Frakk-
land, Spánn n;; Portúga.i. Sam-
komulagið á eftir að hljóta stað-
festingu ríkisstjórna viðkom-
andi landa, en búizt er við að
fullnaðarsamkomulag verði und
irritað fyrir jól. Samningurinn
mun öðlast' gildi þegar sjö af viö
komandi löndum hafa staðfest
hann.Er reiknað með að öll lönd
in hafi staðfest samkomulagið
fyrir umhverfisráðstefnuna I
Stokkhólmi sem haldin verður í
júní  arið 1972.         — SG
fornbókmenntir eða stáði í fornum
íslenzkum bókmenntum, sem Kyros
ar er getið, t.d. í rfmum og viöar".
Austurlandahugsunar-
háttur
— Nú voru byggð mikil mann-
virki vegna hátíðarinnar, t.d. tjöld-
in frægu sem þjóðhöfðingjarnir
bjíiggu I. Verður þetta látið standa?
„Já, já, og mun eflaust í framtíð-
inni laða að sér ferðamenn. Mér
þætti ekki ólíklegt að amerískum
auðmönnum þætti fengur í að gista
tjald sem Eþíópíukeisari, Grace
Kelly, eða sjálfur íranskeisari hefur
búið í um hríð".
— Ofbauð yður nokkpð íburður-
inn?
„Við verðum nú að gera okkur
grein fyrir því, að hugsunsíháttJií
Austurlandaþjóða er allur annar es.
gerist hér vestra. Ef sjálfur keisar-
inn í Iran ætlar sér að gera eitt-
hvað, þá vijl þjóðin og reiktiar með,
að hann geri það á stórfenglegan
hátt sem keisara sæmir.
Það má þá kannski geta þess,
aö íburðurinn allur, var ekki ein-
vörðungu greiddur úr rikissjóði. —
Margir fjársterkir eihstaklingar og
fyrirtæki styrktu þessa hátíð, t.d.
skreytingar í Teheran, vegalagn-
ingu og annað slíkt. Ljósaskreyting
ar voru t.d. stórkostlegar bæði í
Teheran og svo fornu borginni,
Persepolis. Ég heyrði minnzt & Phil
ips I þvf sambandi".       — GG
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16