Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSIR. Mánudagur 10. apríl 1972.
Eg fœ 10% af
vinningnum sagði
dómarinn brosandi
— Björn Kristjánsson með 11 rétta
hjá Kaaper fœrði út eftir
—Blessaður, maður
gerir allt til að selja
getraunaseðla fyrir
Viking og þegar út-
keyrslumaðurinn frá
Kaaber kom með kaffi
til min i búðina á mið-
vikudag var ég ák-
veðinn i að selja honum
miða. Hann var að
flýta sér og ég sagði við
hann upp á grin — þú
færir bara út eins og ég
og ef þú vinnur fæ ég
10% af vinningnum. Og
hann gerði það — ég
las upp þau tákn, sem
ég hafði sett á get-
raunaseðil og siðan
fyllti Jón sinn eins út.
—Þetta sagöi Björn Krist-
jánsson, hinn kunni lands-
dómari 1 handknattleik og kaup-
maöur í Mýrarbúðini, Mána-
götu 18, þegar viö ræddum við
'
Björn  Kristjánsson
dómarastörf  í  lar
leiknum á laugardag.
og útkeyrslumaður
seðli hans
hann i morgun, en á laugardag
hringdi Björn i undirritaðann og
sagðist vera með 10 leiki rétta af
þeim 11, sem þá voru fengin
úrslit i.
—Hvernig fór leikurinn milli
Oxford og Portsmouth? bætti
Björn þá við, en úrslit í þeim
leik lágu ekki fyrir fyrr en seint
um kvöldið og viti menn — það
var jafntefli i leiknum og Björn
var með kross á seðli sínumþar
— sem sagt 11 réttir, og út-
keyrslumaðurinn hjá Kaaber,
hann Jón, var þvi einnig með 11
rétta og Björn hafði farið með
báða seðlana — ásamt þeim 120,
sem han selur vikulega fyrir
Víking i búð sinni — til getraun-
anna.
Við höfðum samband viö get-
raunirnar rétt fyrir klukkan tiu i
morgun og þá haföi enginn
gefið sig fram — hvorki meö 11
eða 12 rétta leiki á seðli — en
rétt aður en blaðið fór i prentun
höfðum við aftur samband við
getraunirnar og þá höfðu fimm
tilkynnt að þeir væru með ellefu
rétta — enginn meö 12 rétta. Ef
fleiri verða ekki með 11 rétta og
engin meö 12 má búast við þvl
að fyrsti vinningurinn verði
milli 70 og 75 þúsund krónur —
að vísu birt með fyrirvara.
—hsim.
Tvísýnasta lokakeppni
í tugi ára á Englandi
Spennan í toppnum
eykst stööugt i ensku
knattspyrnunni — öll
efstu liöin unnu stórsigra
á laugardaginn og fram-
undan er skemmtilegasta
lokakeppni, sem átt hefur
sér stað í fjölmörg ár.
Fjögur lið bítast um efsta
sætið og þau eiga talsvert
eftir að leika innbyrðis —
nema Leeds, sem hefur
tapað fæstum stigum, og
á eftir léttari mótherja.
En sigur Leeds er þó alls
ekki í höfn — liðið á að-
eins einn leik eftir á
heimavelli, en þrjá á úti-
völlum og það er aldrei
auðvelt aö sigra í 1. deild-
inni  ensku  á  útivöllum.
Derby County heldur forustu
sinni i deildinni með 54 stig eftir
stórsiguf I Sheffield gegn Unit-
ed 4-0. Derby hefur leikið 39
leiki, eöa einum meir en næstu
lið, Leeds, sem hefur 53 stig,
Liverpool og Manch. City, sem
hafa 52 stig, og Derby á eftir að
leíka við Manch. Dity I Man-
chester og Liverpool á heima-
velli I siðustu umferðinni.
Leeds vann stórsigur i Stoke
3-0 á laugardaginn, og Liverpool
vann Coventry á laugardags-
morgun  i  Liverpool  3-1  og
Manch. City vann West Ham á
heimavelli sinum siðar um dag-
inn með sömu markatólu.
En við skulum nú lita á úrslit- ,
in eins og þau voru á getrauna-
seðlinum á laugardag.
1 Arsenal-Wolves          2:1
1 Chelsea-C.Palace        2-1
2 Huddersfield-Ipswich     1-3
1 Leicester-Manch.Utd.     2-0
1 Liverpool-Coventry       3-1
1 Manch.City-WestHam    3-1
1 Nottm.For.-Newcastle    1-0
2 Sheff.Utd.-Derby         0-4
2 Southampton-Everton     0-1
2 Stoke-Leeds             0-3
X WBA-Tottenham        1-1
X HullCity-QPR          1-1
X Oxford-Portsmouth      2-2
Þarna er merkilegast, að
Everton vinnursinnfyrsta sigur
á útivelli siðan i september 1970.
Það var táningurinn Mike
Buckley, sem skoraði þetta þýð-
ingarmikla mark Everton.
Sheff.Utd. byrjaði með mikl-
um látum gegn Derby og á
fyrstu 10 min. munaði sáralitlu
að liðið skoraði 2-3 mörk. En svo
skoraði Gemmill fyrir Derby og
leikurinn snérist alveg við. Dur-
ban skoraði annað markið rétt
á eftir og i siðari hálfleik skor-
uðu Hector og O'Hare tvö mörk
til viðbótar.
Leeds var heppið að fá Stoke
viku fyrir undanúrslitaleikinn
milli Arsenal og Stoke, þvi leik-
menn Stoke lógðu sig ekki i
hættu i þessum leik. Leikurinn
var þó ekki eins ójafn og mörkin
gefa til kynna. Leikmenn Leeds
þurftu að berjast fyrir sigri sin-
um i roki og rigningu. Mike Jon-
es skoraði tvivegis og Peter
Lorimer eitt af sinum frægu
þrumumörkum. Terry Cooper
meiddist i leiknum og liggur nú
á sjúkrahúsi — það kann að
reynast mikið áfall fyrir Leeds
og England , sem leikur lands-
leik við Vestur-Þýzkaland i
Evrópukeppni landsliða siðast i
þessum mánuði.
Rodney Marsh var maðurinn
bakvið sigur Manch.City gegn
West Ham. Hann skoraði tvi-
vegis — fyrstu mörkin siðan
hann var keyptur frá QPR fyrir
200 þúsund pund — og átti það
þriðja, sem Colin Bell skoraði.
Eina mark West Ham skoraði
Hurst siðast i leiknum.
Liverpool vari efsta sæti I 1.
deild i f jórar klukkustundir ef tir
sigurinn gegn Coventry um
morguninn. Þeir Keegan,
Smith, vitaspyrna, og Toshack
skoruðu mörk Liverpool.
Úlfarnir voru mjög óheppnir
að tapa fyrir Arsenal. Richards
skoraði fyrir þá á 19,min. og þeir
höfðu yfirtökin i leiknum þar til
langt var liðið á leiktimann, að
Graharri skoraði mörk fyrir
Arsenal á tveimur minútum —
bæði með skalla. Hann kom nú
að nýju i lið Arsenal — var sett-
ur út þegar hann skoraði sjálfs-
markið gegn Ajax i Evrópu-
keppninni á dögunum. Nánar
verður sagt frá leikjunum i
blaðinu á morgun. — hsim.
Ekkert óvœnt
í körfunni!
islandsmótið í körfu-
knattleik hélt áfram um
helgina eftir nokkurt hlé,
og voru leiknir fimm leikir
i 1. deild. Féllu stigin í öll-
um leikjunum þeim megin
sem búast mátti við, en at-
hyglisverðustu úrslitin
verða að teljast naumur
sigur IR gegn HSK, og svo
enn einn eins stigs sigur
Valsmanna, sem sigruðu
Þór nyrðra með 1 stigi, og
skutust þar með aftur upp i
3. sæti í deildinni.
Fyrsti leikurinn hér sunnan-
lands fór fram á Nesinu á laugar-
dagskvöld. KR lék við UMFS, og
sigraði auðveldlega. Borgnesing-
arnir héldu i við KR fram á 17.
minútu fyrri hálfleiks, þegar 39-36
stóð fyrir KR. en i hálfleik mun-
aði 10 stigum, 47-37, og fyrstu 10
minuturnar af siðari hálfleik jók
KR muninn i 20 stig, 74-54. Loka-
tölur leiksins urðu 95 stig gegn 79,
KR i vil.
A eftir léku 1R og HSK, og skeði
það markvert, að HSK, sem utan
eins leiks, getur varla talizt hafa
sýnt sina réttu getu i vetur, voru
yfir allan timann gegn fslands-
meisturunum. 1 hálfleik hafði
HSK 3 stig yfir, 42-39, og þegar
aðeins voru um það bil 2 minútúr
tilleiksloka, hafði HSK 6 stig yfir.
Heldur hafa körfuknattleiks-
menn okkar þótt linir varnar-
menn yfirleitt, svo að i sókn er
varla mikil pressa á leikmönnum.
Það kom þvi HSK-mönnum alveg
Ur jafnvægi þegar IRingar skelltu
skyndilega á þá pressuvörn mik-
illi, og hirtu IRingar boltann af
þeim hvað eftir annað, með þeim
árangri, að tR sigraði með
tveggja stiga mun, 75-73.
A sunnudagskvöld voru IRingar
aftur á ferðinni, og léku nú gegn
UMFS. Það varð mjög ójöfn bar-
átta, þvi ÍRingarnir voru greini-
lega mun sterkari heldur en and-
stæðingarnir frá Borgarnesi.
Hættulegasti andstæðingur ÍRing-
anna i þessum leik, sem og fleiri
leikjum, var skapið i þeim sjálf-
um, en þegar sá gállinn er á þeim
félögum, liggur við að meiri orka
fari i að skamma félagana, en að
leika kórfubolta. Þetta bráði þó af
þeim, og i hálfleik var 15 stiga
munur fyrir 1R, 45-30.
Borgnesingarnir áttu erfitt
uppdráttar i siðari hálfleik, og
skoruðu tRingar hvorki meira né
minna en 65 stig þessar 20 minút-
ur. Lauk leiknum með miklum
yfirburðasigri 1R, 110-73.
KRingar áttu ekki i miklum
erfiðleikum með 1S i siðari leikn-
um á sunnudagskvöld. Héldu þeir
sinu vanalega striki, og höfðu 19
stig yfir i hálfleik, 49-30.
Sigruðu KRingar með 18 stiga
mun, 94-76, og eru þvi enn á topp-
inum með 24 stig, en næstir koma
IR með 20 stig og Valur með 14.
Valur lék við Þór norður á
Akureyri á laugardaginn, og sigr-
aði með eins stigs mun. 65-64.
Hafði Valur forystu á laugardag-
inn, og sigraði með eins
Valur lék við Þór norður á
Akureyri á laugardaginn, og sigr-
aði með eins stigs mun, 65-64;
Hafði Valurforystu i leiknum all-
an timann. fimm stig i hálfleik, og
það var ekki fyrr en rétt undir
lokin að Þór fór að sýna klærnar,
en komst þó aldrei yfir.
STUTTAR
FRÉTTIR
xxx Litla bikarkeppnin hófst á
laugardaginn og voru tveir leikir
háðir i meistaraflokki. Breiðablik
kom á óvart og sigraði I Keflavik
— vann islandsmeistara ÍBK 2-1.
Breiðablik lék gegn talsverðum
vindi í fyrri hálfleik og skoraði þó
tvö mörk gegn einu. i hléinu fór
að snjóa og sást varla milli
marka i siðari hálfieik og var mál
manna að dómarinn hefði átt að
hætta leiknum. Ekkert mark var
þá skorað og Breiðablik var þvl
sigurvegari i leiknum. A Akra-
nesi unnu heimamenn Hafnfirð-
inga 2-0. Leik varaliðanna I
Keflavik var frestað.
xxx Fyrsta golfmót ársins var
háð hjá Golfklúbbnum Ness á
laugardag. Keppendur voru milli
20 og 30 og sigurvegari varð Pétur
Björnsson, sem lék á pari, 35
höggum. Annar varð Jón Thorla-
ciús með 39 högg og I 3.-4. sæti
þeir Kjartan L.-Pálsson og Hreinn
M. Jóhannsson með 41 högg.
xxx Kinn leikur var háður I
Meistarakeppni KSÍ á laugardag.
Vestmannaeyingar unnu Viking
1-0. Urslitaleikur keppninnar
verður á laugardag I Keflavik, en
þá mætast ÍBK og ÍBV. Vest-
mannaeyingar hafa 4 stig eftir 3
leiki, en iBK 3 stig eftir 2 leiki, og
Víkingur eitt stig eftir 3 leiki.
xxx Haraldur Korneliusson var
Reykjavikurmeistari i badminton
um helgina — vann Óskar Guð-
mundsson i mjög tvisýnum úr-
slitaleik. Hann varð einnig meist-
ari i tviliðaleik ásamt Steinari
Petersen, en i tvenndarkeppni
sigruðu Óskar og Jónina Niel-
johniusdóttir.
i dag fer fram á Melavellinum
leikur i skólamótinu i knatt-
spyrnu — undanúrslitaleikur
milli Háskólans og Tjarnar-
Menntaskólans. Leikurinn hefst
kl. fimm. i liiniim leiknum i
undanúrslitum vann Mennta-
skólinn i Reykjavik Kennara-
skólann með 5-4.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20