Vísir - 02.02.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 02.02.1973, Blaðsíða 1
63. árg. — Föstudagur 2. febrúar 1973 — 28. tbl. „VIÐ ERUM DÓMBÆRIR" Úrskurður í Haag Alþjóðadómstóllinn i Haag úrskurðaði laust fyrir hádegið, að hann hefði réttindi til að i morgun skera úr um lögmæti útfærslu islenzku land- helginnar. 14 greiddu atkvæði með úrskurðinum, en einn var á móti. íslendingar halda þvi fram, að alþjóðadóm- stóllinn hafi ekki þessi réttindi. —HH Skynsamlegri leiðir til að axla byrðarnar „Allir eru sammála um, afi þjóöin veröi aö færa miklar fórnir vegna eldgossins i Vestmannaeyjum. En þaö dugir ekki aö hlaupa upp til handa og fóta og láta sér ekki detta i hug aöra möguieika en aö hækka alla hugsanlega skatta og lækka launin. Þaö eru til miklu skynsamlegri leiðir til aö axla byröarnar”. Svo segir í leiðara Visis i dag og þar er hinum skynsam- iegri leiöum lýst nánar. Sjá bis. 6. Flestir snúa þeir aftur heim Sem betur fer er þaö ekki algengt, að fólk þurfi aö fiýja heimkynni sin eins og raunin varö i Vestmannaeyjum. Þó hefur þetta gerzt áöur. Og hvað verður um fólkið, eftir aö hörmungunum er aflétt? „Reynslan er oftast sú, aö fólk, sem flýr heimkynni sin vegna náttúruhamfara, svo sem eldgosa, flóöa eöa jarö- skálfta snýr heim aftur”, segir Haraldur Ólafsson, háskólakennari i félags- fræöi, I viðtali . — Sjá bls. 4. Kveikfu fréttamenn jarðeldana í Eyjum? Nú er engu likara en aö fjöl- miölar og blaðamenn hafi kveikt jarðeldana miklu í Eyjum. Sumir viröast þurfa aö skeyta skapi sinu á einhverju jarðnesku og velja þá fréttamenn til sliks. Eru fréttamenn nú sakaöir um hvaöeina, en stjórn Blaöa- mannafélagsins hefur nú sent harðorð mótmæli sin. — Sjá bls. 3 og VISIR SPYR á bls. 2. Mistökin í œðibunu fyrstu daganna „Þaö ieynist ekki, aö alltof mörg og mikii mistök voru gerö i æðibunu fyrstu dag- anna. Þau mistök ma ekki þagga niður, heldur þarf aö kanna þau ýtariega, svo þau geti oröið viti til varnaöar I framtiðinni”, segir Þor- steinn Thorarensen I Föstu- dagsgrein sinni i blaöinu i dag. Og hér fjallar hann um eidgosiö i Heimaey og telur aö lifshættusjónarmiöiö I upphafi hafi veriö um of ýkt. Sjá bls. 6. Lesendabréfin — sjá bls. 3 Húsin nú öll varin — neglt fyrir alla glugga og undirbúningur fyrir suðaustanáttina í fullum gangi Búiö er aö negla fyrir alla glugga i Vestmannaeyjum. Þaö er að segja, alla glugga, sem snúa i austur og suöur á húsunum. Gluggarnir eru alls 13 þúsund aö tölu, og þaö magn af járni, sem fariö hefur á gluggana er 105 tonn. 1 dag spáir suðaustan hvass- viöri i Eyjum, og undirbúningur fyrir þá áttina er þegar hafinn af fullum krafti. Suðaustanáttin kemur séreinna verst i Eyjum þessa stundina, þvi að þá fer öll aska yfir bæinn, og meiri eld- hætta er þá en vanalega. Um 500 manns keppast nú við að slá undir þök og moka af þök- um, og þegar hefur öllum at- vinnufyrirtækjum berið bjargað. Von er á liði til Eyja i dag, og þar á meðal eru stúdentar, sem moka eiga af þökum. Stöðugt er flogið, og skip eru einnig alltaf i ferðum á milli Þorlákshafnar og Vestmeyja. Nú, rétt áöur en blaðið fór i prentun, hafði það samband viö Eyjar og fékk þær upplýsingar, að suðaustan áttin væri aöeins farin að gera vart við sig. Mjög hæt er hún þó ennþá, og enn er ekki farið að bera á neinu ösku- falli. Seinnipart dags i dag er spáð öllu meira hvassviðri eöa 7—8 vindstigum. —EA Sœnsku húsin suður með sjó? Margir kokkar ofsalta grautinn, segja menn, sem hafa kynnzt þvi, þegar of margir menn eru aö fjalla um sama máliö. Vonandi er, aö svo fari ekki I þvi starfi, sem nú er unniö til endurreisnar eftir áfalliö I Heimaey. Vestmanna- eyjanefndin svokaliaöa er nú aö láta vinna áætlunargerö um byggingu bráöabirgöarhúsa á grundvelli tilboöa frá stjórnum Noregs og Sviþjóöar, sem bjóöast til aö gefa tiibúin hús. „Fjöldi verkfræöinga er nú aö vinna aö þessu starfi”, sagöi Tómas Árnason, formaöur nefndarinnar, I viötaii viö VIsi I gær. Samkvæmt upplýsingum Tómasar er ekki búið aö taka afstöðu til þess, hvers konar hús verða þegin né hvar þau yrðu reist. — Bæjarstjóri Vest- mannaeyja, Magnús Magnús- son, hefur sagt, að hann vilji, að þessi hús verði reist i Vest- mannaeyjum i staö húsa, sem hafa brunnið eða skemmzt á annan hátt. Hins vegar virðast margir þeirrar skoðunar, að reisa eigi þessi hús i ýmsum verstöðvum, sérstaklega á Suðurnesjum, þar sem liklegt er, að fjölskyldur sjómanna frá Eyjum og svo landverkafólk úr frystihúsum vildihelzt dvelja. — Gallinnviö þessa siöari hugmynd virðist sá, að ekki er ósennilegt, að gosiðsé hætt, áðuren búiö er að fá lóðir undir húsin, ganga frá skólplögnum, tengja rafmagn og vatn, gera götur o.s.frv. o.s.frv. Jafnvel, þó að mjög verulegur mannfjöldi ynni að þessu, má búast við þvi, að þessi hús gætu ekki veriö tilbúin fyrr en i vor og kæmu þvi að takmörkuðum notum. Yröu að- eins „Höfðaborgir” næstu ára i þessum bæjarfélögum. Auðvitað kæmi vel til álita að reisa hús, sem auðvelt væri að flytja aftur, og mætti ef til vill selja sem sumarhús, þegar og ef Vestmannaeyingar flytja aftur til Eyja. Þessi hús mætti þá hafa með efnafræöilegum salernum og með vatnstanka, bæði fyrir hreint vatn og skólp. Augljóst er af reynslu 'þeirri sem fengizt hefur af innflutum tilbúnum húsum, að vanda yröi mjög til þessara húsa, sérstak- lega hvað viðvikur þoli þeirra fyrirvindiog regni. Innflutt hús hafa yfirleitt reynzt illa að þvi leyti. Hefur þvi oft þurft að leggja i mikinn kostnaö til að bæta úr þessum göllum. —VJ Komnir til að rœða fjárhagsaðstoðina Sendinefndir frá Noregi og Svi- þjóð komu til landsins klukkan tiu í gærkvöldi til að ræða um væntanlega aðstoð þessara landa vegna náttúruhamfar- anna i Vestmannaeyjum. Rétt fyrir klukkan tiu í morgun voru sendinefndirnar að ganga á fund ráðamanna i utanrikisráðuneytinu,. Myndin er tekin i nýju lögreglustöðinni, er sendimennirnir komu þangað, en sem kunnugt er, er utanrikisráðuneytið þar til húsa. Ljósm. Bjarnleifur. HEILLAR NÆTUR ERFIÐI VAR FYRIR GÝG Þeir hafa lagt á sig mikla vinnu fyrir litið þeir sem brutust inn i þvottahúsið Drifu við Borgartún 3 sl. nótt. Þvottahúsiö hét áður Borgar- þvottahúsið, en eigendaskipti urðu á þvi sl. áramót. Brotin hafði verið rúða á bak- hliö hússins og fari þar inn. Inn- brotsmennirnir snéru sér aðmikl- um og traustum peningaskáp og opnuðu hann. Sennilegast hefur öll nóttin farið i það að opna skáp- inn, þvi aö fariö var i gegn um 3 stálplöturogeldtrausthólf. Reynt hafði veriö aö opna hurðina á skápnum, en það mistekist. Handfangið var britið af, einnig talnalásáhuröinni og hjarir rifnar úr, en ekki dugöi það. Þá nseru þeir, sem þarna var að verki, sér að toppi skápsins og opnuðu hann ofan frá. Þar þurfti aö fara I gegnum þrjár þykkar stálplötur, siðan eldtrausta gjalleinangrun og loks varö að brjóta upp eld- traust hólf i skápnum. Við þetta verk hafa verið notað- ir meitlar og Slaghamrar, sem skildir voru eftir á staðnum. Ekki er vitað, hvaö i skápnum var, þvi skápurinn tilheyrir fyrrverandi eiganda þvottahússins. Enginn varð var við innbrotið, þrátt fyrir að töluverður hávaði hefur fylgt þvf þegar verið var að opna skápinn. Ekkert hefur enn komið fram, sem bent getur á, hver þarna var að verki. — ÞM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.