Vísir - 24.03.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 24.03.1973, Blaðsíða 1
ENN JAFNT í NORDMANNASLAG isienzka landsliðiö hafði mikla möguleika til að ná sigri gegn Noregi i landsleiknum i handknattleik i gærkvöldi. Var með kuöttinn. en siðasta skot leiksins — islenzkt skot — fór fram hjá norska markinu, og fjórða jafnteflið i fimm siðustu landsleikjum þjóðanna var staðreynd. 15:15. Sjá iþróttir i opnu. í JÁRNUM ÚR LAUGINNI — sjá baksíðufrétt 83. árg. — Laugardagur 24. marz 1973 — 71. tbl. Eldur laus í Grjótaþorpi Eldur koin upp i gömlu timburhúsi við Mjóstræti um klukkan 11.30 i gærkvöldi. Kviknað hafði i út frá út- varpstæki, og komst eldur i vegg i risibúð hússins. Eld- urinn var slökktur fljótlcga. Illuti af varaliði slökkvi- liðsins var kallaöur út strax, til viðbótar við þá, sem á vakt voru. En það er föst regla, þegar tilkynnt er um hruna á stöðum, sem kalla má „eldgildrur”, eins og þarna i Grjótaþorpinu. — ÓG • „Bíðum með að setja eldgosið á SVÍð" — Leikfélag Vestmannaeyja komið í gang Sjó bls. 3 Bensín eftir dúk og disk Sjó lesendabréfin bls. 2 Yarið ykkur á veskjaþjófum Sjá bls. 3 Þeir eru skotharðir, landarnir Það vcrður með sanni sagt, að þeir eru skotharðir i meira lagi, landsliðs- mennirnir okkar i liand- knattleik. Sem betur fer eru flestir áhorfenda óhultir fyrir þeim skotum, sem fara framhjá marki, ncma frétta- Ijósmyndararnir, sem eru i stööugri hættu. Myndin sýnir hvernig leifturljósið hans Hjarnieifs Bjarnleifssonar fór cftir að skot frá einum islenzku sóknarmannanna fór fram- hjá marki Norðmanna og i standinn undir Ijósinu. iirökk þetta sterklega stykki i sundur eins og eldspýta. Fyrr i vetur fékk Ijós- myndari annars blaðs bolt- ann i sig og varð af þeim sök- um að leggjast inn á sjúkra- hús um tima. Já, það er sannariega ckki hættuiaust að vera ljósmyndari á iþróttasviðinu. — JBP. — Lappodrífa í lygnu veðri Fallegt veöur láppadrifa. Flygsurnar svifa hljóölega til jarðar i stillunni og setjast þar sem þær lenda. Nokkrar flygs- anna, sem virtust ætla að lenda i Lækjargötunni, fengu óvænta millilendingu, þar sem var skegg Gisla G uðm undssonar alþingismanns. Hann var á leiö- inni vestur götuna, svo að þær hafa ekki fengiö þann heiöur að Ieka i formi vatns i teppin i Alþingishúsinu. Hafi einhver veriö húinn að gera sér grillur um, að nú væri veturinn liðinn og frost og snjór kæmu ekki fyrr en næsta haust, þá hefur hann fengið staðfest að óskhyggja hans var misskiln- ingur i gærmorgun. Eftir auöar götur vikum saman var mönnum aftur hugsað til snjó- dekkjanna undir bilunum sinum. Þessa stórgóðu ljósmynd tók Bjarnleifur. —Ló /,Eins og ólétt kerling" í öllum ömurleikanum er enn gálgahúmor i mönnum, sem stappa i sig stálinu með þvi. „Þetta er eins og ólétt kerling”, var kallað úr einum lögreglu- bilnum gærkvöldi. „Hvað held- urðu, að hún sé komin langt á leið?” var svarið. „Ég held, að hún sé alveg að fæða”. Og vel að merkja. Hraunið var bólgið og virtist aö þvi komið að „fæða”. Menn álitu, að skriður kæmist aftur á það á hverri stundu. öskugos var i allan gærdag, en það breyttlst i hraungos, þegar leið á kvöld. Búið er að grafa nið- ur i nokkrar götur og taka-ösku og vikur, sem var notað i varnar- garða. Sums staðar halði ösku- og vikurlagiö verið 3—4 jafnvel 5 metrar á götunum. Hraunið skreið litið fram i gær- dag, en hlóðst upp. Bláir gaslogar sáust á hraun- jaðrinum. ömurlegt var um að litast. Ilúshæðir voru sumstaðar hállar og heilar, sem hrauniö hafði borið fram. Edda Andrésdóttir, Eyjum. Akveðið var i gær að byggja enga varnargarða aftur. Hins vcgar skyldi halda kælingu ál'ram, aðallega við Skansinn. Vestmannaey var i gangi og Sandey sett i gang i gærkvöldi. Menn voru óánægðir með dælurn- ar og vilja fá fleiri. Akveðið var að stöðva bræðslu i Fiskimjölsverksmiðjunni. Eftir er að bræða um 3600 lestir. Það verður klárað, en siðan sjálfsagt öllu lokað og farið að bjarga verð- mætum þaöan i land. Hafizt var handa að bjarga öll- um verðmætum úr nýja sjúkra- húsinu, enda vantar ekki nema lOOmetra að hraunið nái þangað. Byrjað var að bjarga kirkjugrip- um úr Landakirkju, en margir Vestmannaeyingar eru þvi and- vigir, og mótmælaaðgerðir komu til tals. Telja margir, að kirkjugripirnir eigi skilyrðislaust að vera hér, hvað sem á dynur. Þarna eru margir mjög verðmæt- ir gripir. Valþór GK 25 STRANDAÐIVIÐ KEFLAVÍK Vélbátinn Valþór (JK 25 rak upp i Stekkjarbamar I Kefla- vikurhöfn ré'tt lyrir klukkan tnlf siðaslliöna nótt. Báturinn mun hafa verið að færa sig úr Njarðvikurhöfn yfir i höfnina i Keflavik, þegar óhappið varð. 1 þann mundvarms. Bakkafoss að fara úl úr höfninni og fór Val- þór þar rétt hjá. Virtist þá eins og eitthvað færi i skrúfu hátsins — mannbjörg Og rak hann viðstöðuiaust upp i klettana. Ahöfnin komst af eigin ramm- leik i land. Leiðindaveður var i Kcflavik i nótt N-A-rok og leið- inda sjólag. Valþór er 70 lesta tréskip, skipstjóri er isleifur Guðleifs- son. Skipið liggur i klettunum og er liætt við að það brotni mikið. —ÓG . 0G FÆREYSKUR A ALFTANESI Ilétt eftir að tilkynningar bár- ust um strand við Keflavik, fréttist af enn einu strandinu. Færeyskt skip Pétur á Görðun- um strandaði innarlega á Alfta- nesi. Slysavarnadeilain Fiska klettur i Hafnarfirði fór þegar á strandstað. Hafnarbátur frá Hafnarfirði hélt þangaö. Fær- eyski skipstjórinn tilkynnti, að allt væri i lagi og mundi hann með skipshöfn biða þess að skipið Goðinn kæmi og reyndi að draga á flot. —HH HÆTT VIÐ BRÆÐSLU Menn eru sárir vegna brottflutnings kirkjugripa Síðustu ^kveðið var þrátt fyrir allt að hefja byggingu fr**ttir varnargarðs við Urðarveg, en það er gert til að | ’ ^tt- ver'a rafstööina ' Eyjum i lengstu lög. OFSAAKSTUR LANDGONGUUÐA Á STOUNNI BIFRHÐ — lögreglunni heimilað að beita skotvopnum við töku hans — Þegar ökumaðurinn haföi lokiö helreið sinni um götur Keflavikur sneri hann aftur út á Reykjanesbraut. Lögreglan hafði viðbúnað á móts við Fisk- iöjuna en þegar ökumaðurinn kom þar að gerði hann sér litiö fyrir og reyndi að aka á lög- reglumennina, sem gáfu honurn stöðvunarmerki. Hann fór siðan á ofsahraða eftir Reykjanesbrautinni, 130 til 140 kilómetra hraða og skeytti þvi engu, þótt mikil umferð væri. öllum stöðvunartilraun- um lögreglunnar, en hún fylgdi honum fast eftir, svaraði hann með þvi aðsveigjaiveg fyrirbif reið þeirra og reyndi jafnvel að þvinga þá út af veginum. Þegar hér var komið sögu hafði lögreglan fengið leyfi yfir- manna sinná til þess aö stöðva ökumanninn með skotvopnum, þar sem maðurinn var talinn vopnaður en til þess kom þó ekki þvi i þvi bili tókst að þvinga bif- reið hans út af veginum og lauk ökuferöinni úti i hrauni. Ekki voru hafðar rí^inar vöflur á, heldur var laíidgönguliðinn handjárnaður. ökumaðurinn virtist ódrukkinrliog gat læknir ekki sé neitt athugavert við hann við fyrstu sýn. Þannig lauk ofsaakstri bandarisks landgönguliða, sem ók stolinni bifreið viðstöðulaust út af Keflavikurflugvelli i gær- kvöldi. Hann hélt rakleitt til Keflavikur þar sem hann var oftsinnis nærri búinn aö valda stórslysi þar sem hann sinnti engum umferðarreglum. Undir það siðasta tóku þátt i eftirför- inni 4 lögreglubilar. —ÓG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.