Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Flugvélin fórsf vegna ísingar
63. árg.— Fimmtudagur 29. marz 1973. — 75. tbl.
Eins og málin standa núna er
vart um aöra skýringu á slysinu
að ræöa en aö flugvélin hafi misst
flugio vegna isingar, sagöi Sig-
uröur Jónsson, forstöðumaður
Loftferöaeftirlitsins i viðtali við
Visi i morgun um rannsókn á
flugslysinu i fyrradag, þegar
TF-VOR, flugvél Björns Páls-
sonar fórst meö fimm mönnum i
Búrfjöllum. —
Það er hreint alveg ótrúlegt,
hve ising getur setzt fljótt á flug-
vélar og getur verið erfitt að verj-
ast þvi, einnig i flugvélum, sem
eru útbúnar isingarvarnar-
tækjum, sem TF-VOR var ekki,
segir Sigurður. — Það, sem gerist
er, að isingin hleðst upp framan á
vængnum og breytir lagi hans.
Við það breytast lyftieiginleikar
vængsins og flugvélin missir
flugið, ofreisir sig oft og fellur
þannig niður.
Við könnun á flakinu kom i ljós,
að talsverð isirig var enn á vængj-
unum og á stélfleti. Vélin virðist
hafa fallið beint niður i ofreistri
stöðu. Mennirnir i vélinni hafa
látizt samstundis.        — VJ
„EKKERT
AFMÆLIS-
HÁTÍÐAR-
BLAÐUR"
— segir Ingvi
Þorsteinsson
magister um
landgrœðsluna.
— Sjá bls. 2
•
Hraun ógnar
stöðugt fiskiðju-
verunum
— Sjá baksíðu
Spánar-
deilan
leyst
— en gjaldeyris-
yfirvöld munu þó
eiga síðasta orðið
Samkomulag hefur náðst
um lendingarleyfi og deila
tslands og Spánar leyst. Mun
samkomulagið vera rúmt og
fela í sér, að islenzkar flug-
vélar hafi lendingarréttindi á
Spáni og spænskar á tslandi.
Deilan reis út af þvi, að
ferðaskrifstofan Sunna tók á
leigu spænskar flugvélar, sem
fengu ekki lendingarleyfi hér,
og vildu Spánverjar þá ekki
leyfa Flugfélagi Islands lend-
ingarréttindi á spænskri
grund. Hins vegar verður það
komiö undir ákvörðun gjald-
eyrisyfirvalda hér, að hve
miklu leyti leyfi verða gefin
fyrir slikt leiguflug.
Þótt lendingarleyfi verði nu
veitt gagnkvæmt, þarf við-
komandi islenzkur aðili,
Sunna eða aðrir, að fá leyfi
gjaldeyrisyfirvalda fyrir
notkun gjaldeyris til að greiða
leigöar flugv." Gjaldeyrisyfir-
völd hafa auglýst i fjölmiðlum
og óskað eftir umsóknum
fyrir 1. april frá þeim
islenzkum aðilum, sem hafa
áhuga á að taka flugvélar á
leigu.
Hins vegar mun samkomu-
lag efnahags- og framfara-
stofnunarinnar OECD til-
greina, að veita skuli gjald-
eyrisleyfi fyrir leiguflugi án
mikilla takmarkana.
íslenzk stjórnvöld vilja, að
islenzkar flugvélar gangi
fyrir, þegar um flug á vegum
islenzkra aðila ræðir. Er þess
vegna auglýst eftir um-
sóknum, að timi gefist til að
kanna, hvaða islenzkir far-
kostir koma til greina.
—HH
Enn ferst Eyjabátur
Var að sökkva, þegar Vísir fór í prentun.
Það á ekki af Vest-  abáturinn  FriggVE316
mannaeyingum að
ganga. Þegar Visir var
að fara i prentun i-morg-
un, var Vestmannaeyj-
að sökkva út af Grinda-
vik, eftir að báturinn
fékk á sig brot i morgun,
en þá var vitlaust veður
Fékk á sig brotsjó. Mannbjörg
á  þessum  slóðum.  —  almennt frá áramótum,
Þetta er þriðji eða f jórði
Vestmannaeyjabátur-
inn, sem ferst á þessum
vetri,   17.   báturinn
##
Lótum kuldann ekkert ó okkur fó
— segir peysufatafólkið úr Verzlunarskólanum
Verzlunarskólanemar hressa
án efa Upp á gráan og hvers-
dagsiegan bæinn i dag. t peysu-
fötum og kjólfötum með pipu-
hatta hyggjast þau arka um bæ-
inn þveran og endilangan og
kyrja söngva hvar svo sem
þeim helzt dettur til hugar.
Bæjarbiiar ættu þvi að vera
við öllu búnir og láta sér ekki
bregða þó að þessum stóra og
skrautlega hóp bregði öðru
hverju fyrir.
Það er fjórði bekkur Verzlun-
arskólans sem nú heldur peysu-
fatadag sinn, en þetta er ár-
gangur sem útskrifast i vor.
Klukkan sex i morgun safnaðist
allur hópurinn saman i morgun-
mat á ýmsum heimilum I borg-
inni, þvi ekki veitir af að búa sig
vel undir erfiðan dag i frosti og
kulda.
t Blöm og ávextir fengu þau
rós i hnappagatið og þar smellti
" Ijósmyndarinn af þessari mynd,
af þriburasystrunum Ingu,
Margréti óg Astu Björnsdætr-
um. Ekki vissum við til þess að i
hópnum væru fleiri þriburar eða
tviburar, en þær sögðust engan
herrann leiða. Enda er kven-
fólkið i meirihluta i þessum ár-
gangi-        . \  .      _: :
En þó að vindunnn næöi i
gegnum merg og bein, þá sögð-
ust þær staðráðnar I þvi að hafa
daginn  góðan,  þvi  að  eftir
nokkra  daga  hefst  svo  próf-
lesturinn og þá prófin.   — EA
sem ferst. í gær strand-
aði Vestmannaeyja-
bátur við Stokkseyri.
Hann er talinn ónýtur.
Þaö var i nótt, að Frigg VE fékk
á sig brot út af Grindavik. Við það
kom mikill leki að bátnum. Skip-
verjar fengu ekki við lekann ráð-
ið. Bátarnir Sigurður Gisli frá
Vestmannaeyjum og Guðbjörg
frá Hafnarfirði voru staddir
þarna nálægt og komu til að-
stoðar. A tiunda timanum fóru
skipverjar Friggjar 5 talsins frá
borði með 'gúmmibát yfir i Sigurð
Gisla, en þá var báturinn orðinn
mjög þungur I sjónum og óviðráð-
anlegur. Skipverjum hafði þá
m.a. tekizt að halda vélinni gang-
andi i heilan klukkutima, eftir að
hún var komin á kaf i sjó. Engir
erfiðleikar voru við björgun
mannanna. Akveðið var að reyna
að bjarga bátnum. Sigurður Gisli
andæfði þvl hjá Frigg I morgun,
en varðskip var þá á leiðinni til að
kanna, hvort unnt væri að draga
skipið inn. Það var þó talið mjög
vonlitið.
Frigg var á leiðinni inn til
Grindavíkur i nótt, þegar hún
fékk á sig brot. Báturinn varð að
snúa við frá þvi að sigla inn, þar
sem komið var foráttubrim við
innsiglinguna og var aöeins á færi
mjög kunnugra að komast þar
inn. Rok var að sunnan og suð-
austan og mikill sjór.
Auk Guðbjargar og Sigurðar
Gisla ætlaöi Stlgandi frá Olafsvik
að koma Frigg til hjálpar. Þá
vildi ekki betur til en svo, að
skipið fékk drauganet i skrUfuna
og varð varðskip að koma Stig-
anda til hjálpar og taka hann i
slef.
Frigg er 50 lesta eikarbátur,
smiðaður i Danmörku 1948.
— VJ
Kom fram
eftir að leit
var hafin
Við erum orðnir mjög viö-
búnir verstu tfðindum á þessum
einstaka óhappavetri. Við erum
þvi ekki að bfða eftir neinu,
sagði Hannes Hafstein hjá
Slysavarnafélaginu I viðtali við
Vfsi I morgun, en hann var þá
búinn að setja leit af stað að
öldunni frá Neskaupstað, 14
tonna bát með tveimur mönn-
um, þegar báturinn kom fram á
Raufarhöfn. Arni Friðriksson
og varðskip höfðu þegar hafið
leitina og flugvél var að fara f
loftið.
Hann spáði snarvitlausu veðri
og þvi ekki eftir neinu að biöa,
sagði Hannes. Báturinn kom
ekki fram I tilkynningarskyld-
unni. Hann svaraði ekki, þegar
auglýst var eftir honum, og
fannst ekki á neinni höfn-
inni, þar sem spurzt var eftir
honum. Þegar báturinn kom
fram á Raufarhöfn I morgun,
kom i ljós, að hann var með
bilaöa sendistöð. Hann hafði
heyrt, að auglýst vareftir honum
og sigldi þvi inn til Raufar-
hafnar til að láta vita af sér.
Gert verður við sendistöðina
áður en hann heldur áfram. —
VJ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16