Vísir - 12.04.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 12.04.1973, Blaðsíða 1
63. árg. — Fimmtudagur 12. apríl 1973 — 87. tbl. REYNT AÐ KVEIKJA í BERNHÖFTSTORFUNNI Eldur kom upp i gamla land- læknisiuísinu að Amtmannsstfg, 1. klukkan rúmlega 11 i gær- kvöldi. l>etta er eitt af þeim liúsum, sem stendur á Bern- höftstorfunni og hafa verið mjög umdeild siðustu mánuði. Slökkviliðið réð fljótlega niður- lögum eldsins. Talið var fullvíst i morgun að þarna liafi verið reynt að kveikja i þessu þrætu- epli borgarbúa í lteykjavik, þvi varla getur eldur kviknað þar með öðru móti —OG LANDSBANKINN METUR EIGNIR FLUGFÉLAGANNA Sameining innan 35%—65% ramma NAMM - NAMM!!! „Mikið væri nú gaman að geta haft eitt af þessum útlenzku flnu eggjum með sér heim að borða”, gæti hún Þórdís litla verið að hugsa. En hún verður að sætta sig við að bíða I eina viku enn, þar til hún getúr byrjað að gæða sér að súkku- laðieggjum. En það sakar þó ekki að velta vöngum yfir úr- valinu, og þvi birtum við stutta grein un. páskaegg á bls. 2-3 I dag. Óeirðir í Mílanó Einn stúdent og fimmtán lögreglumenn meiddust I stúdentaóeirðum, sem urðu i Milanó i gær. Nær 500 stúdentar fóru i mótmæla- göngu i tilefni af því, að leiðtogi vinstrisinnaðra stúdenta situr i fangeisi, ákærður um mannrán. Sjá bls. 5. STÓRSÓKN í AÐSIGI í INDÓKÍNA Umfangsmiklir vopna- og mannaflutningar Norður- Víetnama suður á bóginn til Suður-VIetnam hafa vakið þann ugg með mönnum, að þeir hyggi á stórsókn. Bandarikjamenn saka þá um að hafa reist upp eld- flaugaskotpalla og benda á, að viðbúnaðurinn minni á undirbúning páskaáhlaups- ins mikla og Tetsóknina. Sjá bls 5. og 6. Er sálfrœð- ingur lausnin Valsmenn? Það er taugaspenna að keppa um islandsmeistara- titil, spenna, sem kemur jafnvel hinum ágætustu leik- mönnum úr jafnvægi. Merki þe ss komu fram i byrjun leiks Vals og Armanns i gær- kvöldi að taugaálagið er orðið mikið hjá Vals- mönnum. Kannski gæti sál- fræðingur bjargað þar ein- hverju? Stærri lið en Valur hafa notfært sér þekkingu kunnáttumanna á þessu sviði, segir hsim i umsögn um leik Vals og Armanns i handboltanum. Sjá iþróttir i opnu. A þvi leikur einginn vafi lengur, að forráðamenn beggja flug- félaganna, Loftleiða og Flug- félags islands, hafa á þvi fullan hug, að félögin sameinist i nánustu framtíð. i gær tókst sam- komulag um það, að Landsbanki islands, viðskiptabanki Flug- félags islands mæti eignir félaganna, svo unnt væri að meta eignahlutföllin i sameinuðu félagi. Loftleiðir hafa að visu við- skipti við Landsbankann , en aðalbanki þeirra er Verzlunar- bankinn. Einnig var samið um, að eignahlutföllin gætu ekki farið út fyrir 35%-65%. Annað félagið gæti ekki átt minna en 35%, hitt ekki meira en 65%. Samkomu- lagið miðar að þvi, að yfirstjórn félaganna verði sameinuð 1. ágúst á þessu ári. ,,Ég tel, að vilji forráðamanna félaganna sé svo eindreginn, að litil likindi séu til annars, en að full sameining náist”, sagði Hannibal Valdimarsson, sam- gönguráðherra i viðtali við Visi i morgun. ,,Ég tel þetta mjög þýðingamikinn og ánægjulegan atburð, sem er til farsældar fyrir bæði félögin og landið i heild”, sagði hann, — „Lengi virtust vera mörg ljón á veginum, en þetta tókst fyrir lipurð og skilning forráðamanna félaganna”, sagði samgönguráðherra. Hann bar mikið lof á Brynjólf Ingólfsson ráðuneytisstjóra og sérstaka stjórnskipaða nefnd, sem leiðir þessar samningaviðræður. Þó að nú hafi tekizt samkomu- lag milli flugfélaganna um eitt erfiðasta atriðið þe. aðferðir til að meta eignahlutföll félaganna, er mikið og vandasamt starf fyrir höndum. Á hið nýja flugfélag að vera i IATA eða ekki? Hvernig er unnt að nýta starfsmenn félaganna i hinu nýja félagi? Hvað á barnið að heita?, og svo framvegis. Þessum spurningum er öllum ósvarað ennþá. A blaðamanna- fundi með forráðamönnum félaganna og fulltrúum stjórn- valda i gær kom fram, að vel gæti „Kýrnar og kálfarnir lágu rétt eins og llfandi beina- grindur, þegar komið var að þeim i fjósinu, og var ein þegar dauð. Maður á ábyggilega aldrei eftir að sjá aftur nokkuð þessu líkt”, sagði Ágúst Þor- leifsson dýralæknir, þegar hlaðið hafði tal af honum En Agúst kvað upp þann úrskurð fyrr i þessum mánuði, að aflifa skyldi alla nautgripina á Leifs- stöðum i öngulsstaðahrcppi. „Það er með öllu óskiljanlegt, hvað komið hefur yfir bóndann og fjölskyldu hans”, sagði Agúst. „Maðurinn viðurkenndi raunar, að meðferð hans á skepnunum væri óafsakanleg, en annars virtist honum standa nákvæmlega á sama um at- burðinn. Hann hreyfði engum andmælum, þegar ákveðið var að lóga dýrunum. Það virtist ekki koma honum svo mikið við”. Umsjónamaður hreppsins með fóðrum bænda og meðferð búfénaðar var sá, er gerði hreppsnefndinni viðvart. Hann var þá á sinni venjulegu eftir- litsferð, sem farin er á nokkurra mánaða fresti. I ferð hans að verið, að félögin yrðu rekin áfram undir sömu nöfnum, þó að yfir- stjórn þeirra væri sameiginleg. örn Johnson, forstjóri Flug- félagsins sagði, að ekki væri frá- leitt að hugsa sér, að nöfn beggja félaganna og goodwill yrðu nýtt a.m.k. i fyrstu. A fundinum kom fram, að fjár- hagsafkoma Fiugfélagsins er sæmileg, að mati forstjórans. Ilinsvegar upplýsti Alfreö Elias- son, forstjóri Loftleiða, að margt benti til þess að verulegt tap hefði orðið á rekstrinum 1972. Það stafaði fyrst og fremst af of lágum fargjöldum, þvi sæta- nýting hefði verið mjög góð 80- 90%. Nú hefðu verið gerðar ráð- stafanir, m.a. hækkuð fargjöld, þannig að félagið ætti að ná sér verulega á strik i sumar. Missir þá Loftleiðir ekki áhugann á sameiningu, þegar fer að ganga betur? — Nei, segir Al- freð. Við erum búnir að binda þetta svo niður. Við höfum rekið okkur á svona sveiflur áður.* Forráðamenn félaganna lofuðu ekki lækkuðum fargjöldum fyrir almenning i landinu vegna sam- einingarinnar. — Þó sagði örn Johnson, að óhætt væri að reikna með þvi, að fargjöldin yrðu höfð eins lág og mögulegt væri . -VJ Leifsstöðum fyrr i vetur virtist honum allt i stakasta lagi, en siðan þá hefur einhver óskiljan- legur harmleikur átt sér stað á bænum, sem svipt heíur bóndann umhyggju fyrir dýrun- um. Umræddur bóndi hefur verið með Leifsstaði á leigu i um þrjú ár og skepnurnar voru allar i hans eigu. Jafnframt bú- skapnum hefur maðurinn verið við störf á Akureyri, og þar er hann starfandi núna. Hafði bóndinn áður verið fjósamaður á tveim búum hins opinbera og haft orð fyrir að vera natinn við skepnur, að sögn Agústs. Ekki stafaði meðferð hans á kúm sinum að Leifs- stöðum af fóðurskorti. Nóg var af heyjum i hlöðu, þegar að var gáð. Skepnurnar, sem lóga þurfti, voru 23 talsins, þar af sex kýr. Samkvæmt upplýsingum hreppstjórans i öngulsstaða- hreppi i morgun hefur ekki verið dæmt i máli þessu, en hreppsnefndin skilar væntan- lega málinu til dómsyfirvalda innan skamms. Hér svifur þota „sameinaða flugfélagsins” eða hvað nýja félagið mun nú endanlega heita, I átt að Reykjavíkurflugvelli. (Ljósmynd Visis Bjarnleifur). — STÓRBRUNI Á GRUND í EYJAFIRÐI - BAKSÍÐA —ÞJM Lógq varð 23 nautyipum LÁGU EINS OG BEINAGRINDUR í FJÓSINU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.