TÝmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

VÝsir

and  
M T W T F S S
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
VÝsir

						Vísir. Miðvikudagur 15. ágúst 1973.
Visir. Miðvikudagur 15. ágúst 1973.
Umsjón: Olafur Geirsson
Stöðvar FH bikar-
von Keflavíkur?
Bikarkeppnin heldur á-
fram í kvöld og verða
leiknir þrí leikir. Keflavik
leikurvið FH, Akureyri við
Akranes og KR leikur við
Vestmannaeyjar.
Liðin sem drfjust saman
að þessu sinni virðast nokk-
uð svipuð að styrkleika.
Það eru þá helzt Keflvík-
ingar,  sem  sigra  ættu  á
auðveldan hátt. Þó ber að
mmnast þess, að FHingar
slógu Keflvíkinga út úr Bik
arkeppninni í fyrra og
komust síðan í úrslit. Liðin
ski'ldu jöfn eftir fyrri leik-
inn í Keflavík og síðan
gerðu FHingarsér lítið fyr-
ir og unnu sunnanmenn.
Keflvikingar eru nú nær örugg-'
ir með sigur i fyrstu deildinni og
óneitanlega væri það góður feng-
ur, ef Bikarkeppnin ynnist lika.
Leikurinn hefst klukkan 19 i
Keflavik.
Akranes leikur viö Akureyri
fyrir norðan, og hefst sá leikur
einnig klukkan 19. KR, og Vest-
mannaeyjar leika svo saman á
Melavellinum, og hefst sá leikur
klukkan 20.
Ef jafntefli verður i leikjunum
eftir venjulegan leiktima, þá er
framlengt i 2x15 mlnútur.
GENGUR A YMSU
í 3. DEILDINNI
Á ýmsu gengur með
framkvæmd 3. deildarinn-
ar í knattspyrnu. Knatt-
spyrnusambandinu gengur
erfiðlega að fá inn leik-
skýrslur um þá leiki, sem
fram hafa farið og einnig
mun vera mikið um, að
leikjum sé frestað vegna
skorts á dómurum eða ann-
ars.
Töluvert hefur alltaf verið um
að lið gæfu leiki sina i deildinni. I
Austfjarðariðlinum mun þaö til
dæmis hafa komið fyrir aö Sindri
frá Hornafirði, sem átti eftir þrjá
útileiki gaf þá alla.
Félagið átti ekki möguleika i að
vinna riðilinn og með þessu spar-
ar það sér auðvitað stórfé i ferða-
kostnaði.
önnur félög, sem sóttu þá
Hornfirðinga heim missa af
heimaleikjunum og hugsanlegum
tekjum af þeim.
bað hlýtur að vera nauðsynlegt
fyrir Knattspyrnusambandið, aö
koma i veg fyrir að lið mæti ekki á
útileiki sina, hvort sem það yrði
gert með strangara eftirliti með
framkvæmd keppninnar eða ein-
hverskonar refsiaðgerðum, ef
ekki er farið að reglum.
Þau lið, sem leika munu til úr-
slita i þriðju deildinni um sætið I
annarri deild næsta ár, eru sex:
Fylkir, Reykjavik, Vlkingur, ól-
afsvik, Reynir, Sandgerði, Leikn-
ir, Fáskrúðsfirði, Ungmenna-
samband Eyjafjarðar og ísa-
fjörður.
u eru
ileg Nordínencle
onyarpsfcSkFn^L full af tœkninýjungum - en#
gœðavara og ekki l*að verðið er ótrúlega I
M kr. 29.000.-%.      * ^   >>      %
W- -«^^#
Horni Skipholts
og Nóatúns
Simi 23800
Klapparstig simi 19800
Akureyri simi 21630
Valsmenn á æfingu að Hliðarenda i gærkvöldi. Á myndinni eru talið frá vinstri:  Helgi Benediktsson, Iouri Ilitchev
þjálfari,  Hermann Gunnarsson, Jóhannes Eðvaldsson, Þórir Jónsson. Fremur fámennt var á æfingunni hjá Vals-
mönnum, þvi 1. flokkur átti að leika gegn Þrótti en Þróttarar gáfu svo leikinn, þegar til kom.
„Hugarsfarsbreytingu
þarftil
árangurs"
Viðtal við louri llitchev, sovézkan doktor ííþróttum,
sem þjálfað hefur 1. deildar lið Vals í sumar
Þarna sendir Hermann Gunnarsson knöttinn I netið með þrumuskalla á æfingunni I gær-
kvöldi.                                                                 ¦
,/Það hefurað ýmsu leyti
verið erfitt að byggja upp
gott lið hjá Val í sumar.
Þegar ég kom í vor, þá sá
ég strax, að liðið var staðn-
að í gamaldagsleikaðferð-
um, sem þurfti að breyta.
Árangur hefur ekki verið
umtalsverður síðastliðin
fimm ár, þeir hafa náð
fjórða eða fimmta sæti, en
aldrei tekið þátt í barátt-
unni um Islandsmeistara-
titilinn".
Þetta sagði meðal annars
louri llitchev, sovézki
þjálfarinn, sem starfað
hefur hjá Val í sumar.
„Ég ákvað því að gera
þyrfti eitthvað róttækt til
breytinga og til að ná ein-
hverjum árangri. Ég sagði
leikmönnunum, að nauð-
synlegt væri að auka og
lengja æfingarnar. Sér-
staklega taldi ég þetta
nauðsynlegt i byrjun
keppnistímabilsins.
Að minu áliti þurfti að gera
ýmsar breytingar á liðinu, til
dæmis færa leikmenn i aðrar
stöður en þeir höfðu leikið áður.
Það gekk misjafnlega vel fyrir
leikmenn að finna sig I nýju hl.ut-
verkunum, en þetta var eitt af þvi
nauðsynlega".
Arangur Valsliðsins er auðvitað
ekki neitt sérstakur I sumar, en
þó tel ég, að hlutirnir séu að fær-
ast i rétta átt, ef rétt er á spilun-
um haldið i framtiðinni".
Við spurðum Iouri Ilitchev,
hvort hann hefði hug á þvi að
starfa áfram við þjálfum Vals-
liösins.
Hann sagði, að það væri
óákveðið og færi eftir ýmsu, með-
al annars eftir þvi, hvernig út-
koma sumarsins yrði
„Vissulega eráhugavert að
fylgja því eftir, sem unnið hefur
verið að, en til þess að raunveru-
legur árangur náist, verður að
vera hægtað gera áætlanir fram i
timann.
Það má eiginlega segja, að
nokkurs konar hugarfarsbreyting
þyrfti að verða hjá mörgum
leikmannanna gagnvart knatt-
spyrnunni. Æfingasóknin verður
að vera stöðug, og það þarf að æfa
af fullum krafti, en ekki ó róleg-
heitum.
„Ég geri mér alveg ljóst, að hér
eru áhugamenn en ekki atvinnu-
menn, en.vegna þess að ég kom
hingað til að ná árangri, þá verð
ég að benda á þetta.
— Ef raunverulegur árangur á
að nást, verður að leggja bæði
mikinn tima og erfiði i æfingarn-
ar".
Hversvegna tapaði
Valur fyrir Keflavík?
Við spurðum Iouri einnig að
þvi, hvaða ástæður hann teldi fyr-
ir hinu mikla tapi Valsmanna
gegn Keflavikingum, þegar þeir
fengu á sig fjögur mörk án þess
að gera nokkuð.
Hann sagði, að höfuðástæðan
væri sú, að Keflavikurliðið væri
sterkt lið, einnig hefðu meiðsl
þjáð nokkra leikmenn Valsliðs-
ins, þannig að annaðhvort hefðu
þeir ekkert getað spilað eða að-
eins hluta leiksins.
„Það er einnig eitt atriði i
viðbót", sagði Iouri, „sem olli
þessu tapi og það er, að leikað-
ferð Vals hefur verið þannig, að
spilið er létt og leikandi en þeir
hafa hingað til átt erfitt með að
leika gegn sterku og ákveðnu liði,
eins og Keflavikurliðið vissulega
er. Þetta tel ég að sé að breyt-
ast".
Hvað þarf að gera
til að bœta íslenzka
knattspyrnu?
Næsta spurning, sem við
lógðum fyrir Iouri, var, hvað
þyrfti að gera til að bæta islenzka
knattspyrnu.
„Þvi er tiltölulega auðvelt að
svara, það þarf vinnu og aftur
vinnu. An þess að mikil vinna sé
lögð  i  æfingarnar,  næst  ekki
árangur.
Ég vil einnig benda á, að við
æfingar og þjálfun þarf að leggja
áherzlu á mörg mismunandi at-
riði. Likamleg þjálfun þarf að
vera i góðu lagi. Knattmeðferð og
tækni leikmannanna þarf að vera
góð. Leikaðferðir og skipul. þarf
að vera ákveðið. Og slðast en ekki
sizt þurfa leikmennirnir að vera
undir leikinn og keppnina búnir
andlega.
Að öllum þessum atriðum þarf
að huga og einnig verður að sam-
hæfa þetta og miða æfingarnar
við það.
„Allt byggist þetta á þeim
efnivið, sem fyrir hendi er, sagði
Iouri Ilitchev ennfremur. Og
hvernig efniviöurinn er, sem úr er
Norðurlandagolf
hér nœsta ár
Ákveðið hefur verið, að
Norðurlandamótið í golfi
verði haldið í fyrsta skipti
hér á landi næsta sumar.
Þetta  var  ákveðið  á
þingi norræna Golfsam-
bandsins, sem haldið er
um þessar mundir.
Líklegast er að keppnin
fari fram á Grafarholts-
vellinum, sem er eini 18
holu völlur landsins, en á
næstunni er væntanlegur
hingað sænskur sérfræð-
ingur.
Þarna er Iouri Ilitchev að
leiðbeina Valsmönnum á æf-
ingu að Hliðarenda i gær. En
hann hefur þjálfað þá i sum-
ar. louri (framborið Júrí) er
46 ára Sovétmaður, fæddur
og uppalinn i Moskvu.
A sinum yngri árum lék
hann mcð hinu fræga liði
Lokomotiv Moskya og einnig
með knattspyrnuliði sjóhers-
ins.
Ilann hætti keppni, þegar
hann meiddist i hné 25 ára en
þá var hann einnig nemandi
við tþróttaháskólann i
Moskvu. Þar er sérstök á-
herzla lögð á kennslu I þjálf-
un i ýmsum iþróttagreinum.
Iouri Ilitchev, sem hlotið
hefur doktorsgráði I Iþrótta-
visindum, og vinnur nú að
rannsóknum á þvi sviði, hef-
ur starfað vlða svo sem I
Austur-Þýzkalandi, Pól-
landi, Búlgariu og Irak en
þar var hann landsliðsþjálf-
ari og einnig þjálfaði hann
unglingalandsliðið og knatt-
spyrnulið hersins.
Hann sagðist telja að það
væri i ágætt fyrir góða i-
þróttamenn að gerast þjálf-
arar en þjálfun væri starf,
sem menn þyrftu -að hafa
mikinn áhuga á, til að ná ár-
angri.
Fjölskylda Iouri dvelst i
Moskvu og sonur hans 10 ára
gamall hefur mikinn áhuga á
iþróttum.
hægt að vinna i knattspyrnunni,
byggist á starfinu i yngri flokkun-
um.
Ekki ánœgður með
þjálfun unglinganna
Ég er alls ekki ánægður með
það æfingafyrirkomulag, sem þar
virðist vera. Engin ákveðin áætl-
un er um það, hvaða atriði.leggja
á áherzlu á hjá hverjum aldurs-
hópi. Einnig tel ég, að ekki sé lögð
nógu mikil áherzla á likamlega
þjálfun.
Ég hef séð hérna marga unga
pilta, sem hafa góða knattmeð-
ferð. En þeir hlaupa ekki hratt,
þeir skjóta ekki fast að marki og
þeir geta ekki stokkið hátt og
skallað knöttinn, vegna þess að
likamleg þjálfun þeirra er léleg.
Yfirleitt sýnist mér, að allt of
mikið sé leikin knattspyrna á tvö
mörk á æfingum yngri flokkanna,
en undirstaðan vanrækt.
Astæðan fyrir þessu er sú, að
hér vantar miklu fleiri góða þjálf-
ara og þá sérstaklega, sem vinna
með yngri piltunum".
Iouri Ilitchev taldi, að úr þessu
mætti mikið bæta með þvi að
halda námskeið fyrir þjálfara.
Slikt námskeið yrði þó að standa i
5-6 má., en þar yrðu kynntar og
kenndar aðferðir við þjálfun i
nútima knattspyrnu.
„Ég hélt slikt námskeið i Irak,
þar sem ég var þjálfari landsliðs-
ins og úrvalsliðs hersins. Um það
bil 150 þátttakendur voru á nám-
skeiðinu, og ég held, að það hafi
tekizt mjög  vel.
Persónulega hefði ég mikinn
áhuga á þvi, að leiðbeina
þjálfurnum hér á landi, hvort sem
það væri á löngu námskeiði eða
minna I sniðum".
Ljósmyndir: Bjarnleifur
Þessir kollar eru nú komnir
í þrem stœrðum —
Innkaupatöskur.innkaupapokar og körfur;
100 gerðir.
Komið beint þangað sem úrvalið er mest.
Hjá okkur eruð þið alltaf velkomin.
Skólavöröustig 8 og Laugavegi 11
(Smiðju stigs megin)
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
8-9
8-9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16