Vísir - 17.07.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 17.07.1974, Blaðsíða 1
VÍSIR 64. árg. — MiOvikudagur 17. jiilf 1974. — 125.tbl. Hún skipstjórinn, — hann kokkurinn — baksíða Rússar mœla okkur út - BAKSÍÐA Ók leigubíl réttinda- laus í fimm mánuði — leyndi bílstððina því að hann hafði verið sviptur ðkuleyfi — búinn að fá ðkuskírteinið aftur... og keyrir hjá sðmu stöð 187 km hraði — á skíðum! — sjá íþróttir í opnu Eiga hvergi höfði að halla — bls. 2 Cargolux: Umhverfis jðrðina á 60 tímum með veð- hlaupahesta — baksíða Kátir karlar í lundanum Hann Tóti I Kirkjubæ fór fyrst I lundann með föður sinum og var þá aðeins 4ra ára gamall. Nú er hann 62ja ára og hefur aðeins sleppt úr tveim árum, — þá var það sildin sem dró hann til sfn. Á myndinni er hann með þeim Jóhanni Frey og Jóhanni Inga, 9 ára gömlum strákum úr Eyjum.— SJABLS. 3 í fimm mánuði, að þvi er talið er, ók leigubil- stjóri hjá einni leigu- bilastöð borgarinnar farþega, eftir að hafa verið sviptur ökurétt- indum. Fyrir stuttu var hann stöðvaöur af lögreglunni, og kom þá I ljós að hann hafði ekkert ökuskirteini. Hann hefur verið kærður fyrir at- hæfið, og er málið til meöferðar hjá bæjarfógetanum i Kópavogi. „Þetta er hálfgert leiðindamál. Hann leyndi okkur þessu”, sagði forstjóri leigubllastöðvarinnar, er Visir ræddi við hann. „Þegarhann byrjaði hjá okkur, var ökuskirteinið að sjálfsögðu kannaö og reyndist I fullkomnu lagi. En stuttu seinna fór hann á sjóinn og kom svo aftur til okkar. Þá hafði hann veriö sviptur skirteininu, en það var yfirsjón okkar að athuga ekki aftur öku- skirteinið”, sagöi forstjórinn. Astæðan fyrir þvi að leigubil- stjórinn var upphaflega sviptur skirteininu, var of hraöur akstur. Hann er búinn að afplána öku- leyfissviptinguna, sem hann fékk þá, og þar sem dómur hefur ekki fallið I þessu nýrra máli, hefur hann fengið ökuskirteinið aö nýju. „Hann er kominn aftur til okkar, með skirteinið I lagi, og það finnst mér nægja. Þetta er prýðisgóður ökumaður, og ég sé ekki ástæðu til að hafa hann ekki I vinnu hér”, sagði forstjóri ieigu- bflastöðvarinnar aö lokum. Búast má við, að nokkurn tima taki að fjalla um mál leigubil- stjórans hjá bæjarfógeta- embættinu i Kópavogi, og meðan ekki fellur dómur I þvi, getur bll- stjórinn ekið að vild sinni. En hann má vænta sviptingar öku- réttinda að nýju, þar sem sannazt hefur að hann ók réttindalaus. —ÓH „SÁ DAUÐI" TIL MÖLTU — og þaðan til London Hér sést Makarios, forseti Kýpur, veifa til fréttamanna, þegar hann kom landflótta frá landi sinu til Möltu i gærkvöldi. í morgun hélt hann þaðan með brezkri herflugvél til London, þar sem hann ætlar að ræða við James Callaghan, utanrikisráðherra. Talið er vist, að Makarios dveljist ekki lengi i London, heldur fari áfram til New York. Þar mun hann biðja Sameinuðu þjóð- irnar um aðstoð við að brjóta byltingarmenn- ina á Kýpur á bak aft- ur. Allt var með kyrr- um kjörum á eyjunni i nótt og virðist bylting- arstjórnin hafa getað bælt allar mótmælaað- gerðir. Sjá nánari fréttir á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.