Tíminn - 04.02.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.02.1966, Blaðsíða 1
Auglýsing > Tímanum feemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesencta. 28. tbl. — Föstudagur 4. febrúar 1966 — 50. árg. Rússar standa ekki við gerða samninga um olíuafgreiðslu Hamrafell fengið ti ná í olíufarm til Aruba SKiPIÐ ER AUGLÝST TIL SÖLU AF ÞVÍ RÍKISSTJÓRNIN HEFUR FALIÐ RÚSSUM OLÍUFLUTNINGA Hamrafcllið á siglingu IGÞ—Reykjavík, fimmtudiag. Það hefur komið á daginn, að það er ekki skipaskortur Rússa einn, sem er valdur að því, að þeir geta ekki látið þá olíu til íslands, sem um er beðið. Hér mun líka vera um að ræða olíu- skort, þótt ekki sé vitað hve hann er alvarlegur, og hvort sá skort- ur ieiði til framhalds vanefnda á olíusölu hingað. Til að koma í veg fyrir vandræði, hefur Olíufélaginu h.f., eftir árangurslausar tilraun ir hinna olíufélaganna, tekizt að festa kaup á olíufarmi, nær sextán þúsund lestum í Aruba. Þar með er olíuskorti bægt frá dyrum lands ins. Og skipið, sem olíuna flytur RUSSUM TOKST FYRSTA HÆGA LENDINGIN A TUNGLINU I GÆR. MÖNNUM ER NU OPIN LEID TIL TUNGLSINS NTB—Moskvu og London, fimmtu dag. Sovézka tunglfarið „Luna-9” hefur orðið íyrst tækja til að lenda á tunglinu í sögu mannsins Geimfarið Ienti óskemmt í „Stormahafi 30 sek. yfir kl. 17.45 að íslenzkum tíma í dag, að því er tilkynnt var í Moskvu t kvöld. Er þetta mikill sigur fyr- ir Sovétríkin, sem með þessu af reki sínu hafa farið langt fram úr Bandaríkjamönnum í kapp- hlaupinu um að senda mannað geimfar til tunglsins. Geimfarinu var skotið á loft 31. janúar s.l. og lenti fyrir vestan gígana Reiner og Maria í „Storma hafi” að því er sagt var í Moskvu. Radíósambandið við „Luna-9” var öruggt og fór fracn á bylgjulengd unum 183 og 538 MC. Tækin um borð í geimfarinu virkuðu eðli lega eftir lendinguna, og tilkynnt var, að sovézkir vísindamenn myndu í kvöld hafa nokkrum sinn um samband við sjálfvirku stöð Ina um borð í geimfarinu. Lendingin á tunglinu átti sér fitað fast að þvi tveim og hálfum tíma fyrr en fyrirfram var talið en lögð er áherzla á það hjá vest rænum heimildum í Moskvu, að ekki hafi verið tilkynnt neitt opin -berlega þar i bofg um, hvenær lendingin skyldi framkvæmd, og að sá tími, sem áður var uppgef inn, þ.e. kl. 20.16 að íslenzkum tíma, hefði verið byggður á út reikningum annarra á grundvelli fyrri ferða Luna-tunglfara. Tilkynningin um lendinguna var fyrst send út i Moskvu-útvarp inu og síðan vai hún send út hjá Tass og öðrum fréttastofum, sem hafa skrifstofur í Moskvu og beint samband til annarra landa Þessi velheppnaða lending er mikill sigur fyrix Sovétríkin á sviði geimvísinda, og fullyrt er, að Sovétríkin hafi nú tryggt sér verulegt forskot í kapphlaupinu um að lenda mönnuðu geimfari á tunglinu Þá er einnig fullyrt, að Sovétmenn muni líklega fá mjög Framhaio a Ots 14 SKIPUÐU L0FTLCIÐUM AÐ HÆKKA FARM6JÖLD IGÞ-Reykjavík, fimmtudag. Þann 31. janúar s. 1. fengu Loftleiðir bréf frá flugmála- ráðuneytinu, þar sem félaginu var skipað að hækka farmgjöld sín um fimm af hundraði á leið inni milli íslands og Evrópu. Tillaga um þessa farmgjalda hækkun kom fram á fundi IATA á Ítalíu í maí árið 1965. Þar náði hún samþykki, en gild istaka hennar var bundin sam þykki stjómarvalda hér. I októ ber í fyrra veitti ráðherra Flug félagi íslands heimild til að hækka farmgjöld milli íslands og Evrópu samkvæmt ákvæð- um IATA-tillögunnar, en á sama tíma var Loftleiðum ekk- ert tilkynnt um málið. Þessi IATA-tilIaga hafði ver- ið borin undir flugfélögin og Flugráð á sínum tíma, og lýstu Flugráð og Loftleiðir sig and- VÍg farmgjaldahækkun. Eins og fyrr segir fékk svo Flugfélagið heimild til hækk- unar í október í fyrra, en 31. janúar síðast liðinn var Loft- leiðum tilkynnti, að þeir ættu að hækka sín farmgjöld um 5%. Tímanum er kunnugt um, að Loftleiðamenn munu ekki vera neitt hrifnir af því, að Iáta skipa sér fyrir um bækkanir hingað er Hamrafellið, eina ofiu- flutningaskip landsins, sem ríkis- stjórnin hefur haft i olíuflutninga banni, hvað fsland snertir í tvö ár, með þeim afleiðingum, að Hamrafell hefur nú verið auglýst til sölu. Ef það verður selt, verð- um við endanlega upp á náð er- lendra aðila komnir með olíuflutn inga til Iandsins, og ætti dæmið um olíuviðskiptin við Rússa að sýna mönnum hvað er gæfulegt. En það er auðvitað meir en litl- um erfiðleikum bundið, að eiga olíuskip, sem ríkisstjórn landsins kýs að halda utan við olíuflutn- inga til landsins. Tíminn sneri sér í dag til Hjart ar Hjartar, forstjóra Skipadeildar SÍS og spurði hann um gang þessa máls. Hjörtur hafði eftirfarandi um rnálið að segja: Eins og kunnugt er, gerði rík isstjórnin nýverið samning um það að kaupa alla dísilolíu og fuelolíu frá Rússum. Jafnhliða faldi ríkisstjórnin Rússum það hlutverk að flytja olíuna til lands ins. Á því var vakin athygli að þessir nýju samningar hefðu þær afleiðingar, að Hamrafell yrði annað árið í röð verkefnislaust, á því sviði, sem því var ætlað, og það hefur rækt um margra ára bil, sem sagt það, að flytja olíu til íslands. En ríkisstjórnin taldi eðlilegt að treysta á rússneska for sjá, og virðist stjórnin trúa betur á forsjá erlendra aðila yfirleitt, hvort sem um er að ræða leið- beiningar um efnahagsmál, stór- framkvæmdir eða flutning til landsins, heldur en íslenzkt fram- tak og íslenzka menn. Eins og Tíminn skýrði frá í gær dag, þá fengu olíufélögin upplýs- ingar um það, þegar þau lögðu fram óskir sínar á réttum tíma við Rússa, að ekki yrði unnt að fullnægja þörfum og báru Rúss- arnir fyrst og fremst fyrir sig vandræði með skip. Þegar enn rík ar var eftir gengið, báru þeir ekki einvörðungu fyrir sig erfiðleika vegna skipaskorts, heldur kom á daginn, að þeir voru fátækari af olíu en ætlað hafði verið. Þegar þetta var endanlega upp- lýst, sást að hér var voði fyrir dyrum, og þegar olíufélögin skýrðu frá því hvernig komið væri, sagði viðskiptamálaráðuneyt ið að það yrði að reyna að bjarga málinu við án tafar. Framliald á bis. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.