Tíminn - 13.04.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.04.1966, Blaðsíða 16
82. tbl. — Miðvikudagur 13. apríl 1966 — 50. árg. i Koma frá Stuttgart og Köln vegna afmælis Fóstbræðra r SÆLUVIKAN í FULLUM GANGI Gró-Sauðárkróki, þriðjudag. Sæluvika S-kagfirðinga, sem fresta varð vegna ótiðar 22. f. m. hófst að nýju á annan páskadag, með sýningu Leik- félags Sauðárkróks á Skálholti eftir Guðmund Kamban. Leik stjióri er Kári Jónsson. Húsið var 'þóttskipað áhorfendum, er tóku leiknum forkunnarvel. Sér staka hrifningu vakti leikur Höllu Jónasdóttur, sem fer með Ihlutiverk Jómfrúar Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. Kári leikur Brynjólf biskup, Eva Snæbjam ardóttir Helgu í Bræðratungu. Þessi hlutverk, sem segja má, að séu stærstu hlutverkin, voru öll mjög vel leikin, svo og önn ur hlutverk. Var heiidarsvipur leiksýningarinnar góður, og sannar, að Leikfélag Sauðár króks veldur stórum verkefn- um, sem Skálholt Kamhands óneitanlega er. Færð er nú góð í Skagafirði, og veður einn ig svo búast má við, að þátt taka verði góð í hátíðahöldun um á Sauðárfcróki þessa viku. GB—Reykjavík, þriðjudag. Þrír íslen,dingar í Þýzkalandi og ein þarlend óperusöngkona gera hinga® sérstafea ferð til að leggja fram sinn skerf í 50 ára afmælis- haldi karlakórsins Fóstbræður, þan óperusöngkonan Sieglinde Kahmann, óperusöngvararnir Sig urður Bjömsson og Erlingur Vig- fússon og söngstjórinn Ragnar Björnsson. Auk samsöngs tveggja kóra, Fóstbræðra og Gamalla Fóst- bræðra, verður efnt til sérstakra ijóðatónleika í Austurbœjarbíói n.k. laugardag, þar sem einsöngv arar kórsins, þeir Erlingur Vig- fússon, Kristmn Hiallsson og Sig- urður Bjömsson, auk Sigurveigar Hjaltested og Sieglinde Kahmann, munu flytja mjög fjölbreytta dag skrá. Flutt verða einsöngslög og lagaflokkar eftir Jón Þórarinsson, Hugo Wolf, Beethoven, Mozart og Handel, en mestum tiðindum mun væntanlega sæta, að blandaður kvartett syngur „Liebeslieder- waltzer" eftir Brahms, og verður það í fyrsta sinn, sem þetta fræga verk er flutt opinberlega hér á landi. Undirleik á þessum tónleik munu annast Guðrún Kristinsdótt ir, Ólafur Vignir Albertsson og Ragnar Björnsson. Þau Sieglinde Kahmann og Sig- urður Björnsson eru bæði fast- ráðnir söngvarar við óperuna í Stuttgart, og Erlingur Vigfússon og Ragnar Bjömsson stunda nú Framhald a 14. síðu Tvær utanferðir S.U.F. í sumar 1. Svíbióð - Finn land - Danmörk. 2. Spánn - Dan- mörk Að venju efnir S.U.F. til utanferða á komandi sumri og verða þær tvær að þessu sinni. Fyrri ferðin tekur 15 daga. Hún hefst 5. ágúst og verður þá farið um Svíþjóð og Finnland með viðkomu í Kaupmannahöfn fyrir þá, sem þess óska. Síðari ferðin hefst 28. ágúst. Hún tekur 13 daga og er fyrstu 9 dög unum varið á einum bezta baðstað Spánar, en hinum í Kaupma’nnahöfn. Farar- stjóri f báðum ferðunum er Örlygur Hálfdanarson. All- ar nánari upplýsingar í síma 3 56 58. Samband ungra Framsóknarmanna. J SvlSsmynd úr Skálholtt. Brynjólfur biskup (Kári Jónsson) t. v. Ragnhelð ur Brynjólfsdóttir (Halla Jónasdóttir) Oddur Eyjólfsson (Hafsteinn Hann- esson) Árnl Halldórsson (Erllngur Pétursson) t. h. Helga I Brœðratungu ( Eva Snæbjarnar) Margrét biskupsfrú (Halldóra Helgadóttlr) Torfi Jóns- son (Haukur Þorsteinsson) Steinunn Flnnsdóttir (Hrefna Guðmundsdóttir). TVO SOLARHRINGA MATAR- LITLIR Á ÞINGMANNAHEIDI SJ—Reykjavík, þriðjudag. i þremur jeppum héðan frá Reykja i Um páskahelgina fóru þrír Spán vík vestiu- á Barðaströnd og lang verjar og fimm íslendingar á I leiðina upp á Þingmannaheiði. | MAÐUR NÆR DRUKKNADUR VID BRYGGJU Á AKRANESI GB—Akranesi, mánudag. Aðfaranótt föstudagsins langa féll Andreas Gjærdum Johansen, skipverji á m.b. Höfr ungi í sjóinn við bátabryggj- una. Maður að nafni Örn Stein grímsson gerði strax tilraun til að bjarga Andreasi, en hljóp síðan að Síldar- og fiskimjöls- verksmiðju Akraness, braut þar tvær rúður og komst þann- ig í síma til að gera lögregl- unni aðvart. Þegar lögreglumennirmir, Björn H. Bjömsson, varðstjóri, og Helgi Daníelsson komu á staðinn, voru Andreas og Örn báðir í sjónium við framstefni m.b. Reynis, sem lá við bryggj una. Andreas var þá orðinn rænulaus, og að því kominn að sökkva. Björn varpaði sér þegar í sjóinn, náði tökum á Andreasi og synti með hann að bátnurn. Nylonitógi var rennt niður til þeirra og tókst Birni eftir I- nokkra erfiðleika að binda tóg i. ið utan um Andreas, sem þeg- ar var dreginn um borð í m.b. Reyni. Síðan var tóginu rennt til Arnar og tókst honum að binda það um sig og var hann síðan dreginn um borð í m.b. Reyni. Björn synti hins vegar að FramhaiO a ois ir. Björn H. Björnsson Ferðalangamir lentu í miklum erfiðleikum á heiðinni, en komust niður aftur við illan leik. Þeir eru nú á leiðinni til Reykjavíkur en urðu að skilja jeppana eftir fyrir vestan. Seint í gærkvöldi náði Tíminn tali af Ragnari bónda Guðmunds syni á Brjánslæk og gat hann sagt frá ferðalaginu í stómm dráttum: —Þeir komust fyrsta daginn í Geiradalinn, lögðu af stað frá Reykjavík um hádegi á fimmtu- dag og vom komnir um kvöldið að Svarfhóli í Geiradal og gistu þar um nóttina. Þar skildu þeir eftir tvær stúlkur, sem voru með í förinni. Þau lögðu 10 af stað Framhalri a 14. síðu KEFLAVÍK Framsókna^flokkurinn í Kefla vík hefur opnað fcosningaskrif- stofu á Framnesvegi 12, sími 1740. Skrifstofan er opin fyrst um sinn frá klufckan 13—22. Aðalfundur í Goðheimum h .f. Aðalfundur Goðheima h. f. verð ur haldinn að Tjamargötu 26, fimmtudaginn 14. þessa mánaðar, kl. 5 e. h. Stjórnin. Sveit Halls Símonarsonar sigraði á íslandsmótinu IGÞ—Reykjavík, þriðjudag. Á föstudaginn langa lauk 16. íslandsmótinu í bridge með sigri sveitar Halls Símonarson ar, Reykjavík, eftir mjög harða keppni í tvísýnasta fslandsmóti sem nokkru sinni hefur verið háð hér. Fyrir síðustu umferð- ina voru sveitir Benedikts Jó- hannssonar, BR, og Halls efst- ár með 17 stig, sveit Gunnars Guðmundssonar, BR, hafði 16 og sveit Agnars Jörgenssonar, Frartihald a ois. 15 íslandsmeistararnir 1966. ’Fremri röð t. v.: Þórir Sigurðsson, Haiiur Símonarson og Símon Símonarson. Efri röð. Eggert Benónýsson, Þorgeir Siguðsson og Stefán Guðjohnsen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.