Vísir - 28.12.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 28.12.1974, Blaðsíða 9
Vlsir. Laugardagur 28. desember 1974. 9 óramót ÞEIR GERÐU GARÐINN FRÆGAN Að venju skulum við rifja upp árangur liðins árs i þessum siðasta þætti ársins. 1 opnu mótunum var sveit bóris Siguróssonar i sérflokki, þvi hún tryggöi sér bæði Reykjavikur- og íslandsmeist- aratitilinn. Sveitina skipa ásamt bóri, Hallur Simonarson, Höröur Blöndal, Páll Bergsson, Simon Simonarson og Stefán Guðjohnsen. Islandsmeistaratitilinn i tvimenning hlutu Asmundur Pálsson og Hjalti Eliasson, en Reykjavikurmeistarar i tvi- menning uröu Simon Simonar- son og Stefán Guðjohnsen. Islandsmót i einkennings- keppni var nú haldið öðru sinni i sambandi við firmakeppni Bridgesambands tslands og sigraði Stefán Guðjohnsen. Allir þessir spilarar spila fyrir Bridgefélag Reykjavikur. Af erlendum vettvangi er það að segja, að Island tók i fyrsta sinn þátt i Evrópumóti unglinga, sem haldið var i Kaupmannahöfn. Liðið var skipað ungum og efnilegum bridgespilurum og náði það tólfta sæti af tuttugu þjóðum. Er það mjög góður árangur, þegar tekið er tillit til þess að þetta er i fyrsta sinn sem sent er. Annað athyglisvert var, að sveitin fékk rúmlega 60 prósent út úr fimm efstu þjóðunum. Sveitina skip- uðu Einar Guðjohnsen, Isak Ólafsson, Helgi Jóhannsson, Helgi Sigurðsson, Jón Baldurs- son og Sigurður Sverrisson. Fyrirliði var Jakob R. Möller. Einnig var i fyrsta sinn tekið þátt i Olympiumóti i tvimenn- ing, sem haldið var á Kanari- eyjum. Frammistaðan var frámunalega léleg, þvi ekkert par komast i úrslitakeppnina. Sextiu pör af 192 komust i úrslit og voru Hjalti Eliasson og Karl Sigurhjartarson næst þvi en þeir náðu 68. sæti. Aðrir þátttak- endur voru Einar borfinnsson og Jakob Armannsson nr. 108, bórir Leifsson og Lárus Karls-' son nr. 111, ólafur Lárusson og Sigurjón Tryggvason nr. 128, HÖrður Arnþórsson og bórarinn Sigþórsson nr. 179 og Björn Eysteinsson og Ólafur Valgeirs- son nr. 187. Eitt kvennapar Halla Berg- þórsdóttir og Vigdis Guðjóns- dóttir, tók þátt i Olympiumót- inu, en náöi ekki umtalsverðum árangri. bá er komið að Evrópumót- inu, sem haldið var i Israel i nóvember. Islenzka sveitin hafnaði i 14. sæti af 19 þjóðum, sem er nokkru verri árangur en oft áður. Sé tekið tillit til þess, að helmingur sveitarinnar voru nýliðar I landsliði, þá er þessi árangur sjálfsagt þolanlegur. Sveitin fékk þó fleiri minusstig en góðu hófi gegndi, hverju sem um var að kenna. Sveitin var þannig skipuð: Ásmundur Páls- son, Hjalti Elíasson, Guðlaugur R. Jóhannsson, örn Arnþórs- son, Karl Sigurhjartarson og Guðmundur Pétursson. Fyrirliði var Alfreð G. Alfreðs- son. bað er athyglisvert og má gjarnan koma fram, að Bridge- samband Israel styrkti Bridge- samband Islands til fararinnar, sem nam fargjaldi sveitarinnar frá London til Tel Aviv. Er gott að eiga góða að, þegar opinberir styrkir eru i algjöru lágmarki. Landsliösmál eru nú ofarlega á baugi hjá stjórn Bridgesambands islands og þótt illa hafi tekist til á síðasta ári, þá er engin ástæöa til þess aö örvænta. Islenzkir bridgespilarar hafa oft átt góða leiki á erlendri grund og er ekki úr vegi að rifja það upp á þessari stundu. Sextán sinnum hefur BSl sent lið á Evrópumót i bridge og sex sinnum hafa þessi lið orðið fyrir fyrir ofan miðju i keppni við beztu spilara Evrópu. Bezti árangurinn var árið 1950 i Brighton en þá náði liðið 3. sæti. bá voru i liðinu gamalkunnar kempur: Einar borfinnsson, Gunnar Guðmundsson, Hörður bórðarson, Kristinn Bergþórs- son, Lárus Karlsson, Stefán Stefánsson. Ellefu sveitir tóku þátt i mótinu. Næst bezti árangurinn var i Dublin árið 1967 en þá náði liðið 7. sæti af 20 þjóðum. bað ár voru Islandsmeistararnir látnir skipa landsliðið en þeir voru: Eggert Benónýsson, Hallur Simonarson, Simon Simonar- son, Stefán Guðjohnsen, borgeir Sigurðsson og bórir Sigurðsson. bá kemur Estoril árið 1970. bá hafnaði liðið i 8. sæti af 22. Liðið var þannig skipað: As- mundur Pálsson, Hjalti Elias- son, Simon Simonarson, borgeir Sigurðsson, Karl Sigurhjartar- son og Jón Asbjörnsson. bá förum við aftur til ársins 1956 . bað ár var Evrópumótið haldið i Stokkhólmi og var það siðasta árið sem gamla „Harð- arsveitin” spilaði erlendis. Liðið lenti i 6. sæti af 16 þjóðum. Arið 1951 var Evrópumótið haldið i Feneyjum. bá lenti okkar lið i 6. sæti eftir heldur vont start, en 14 þjóðir tóku þátt i mótinu. Liðið var þannig skipað: Arni M. Jónsson, Einar borfinnsson, Gunnar Guðmundsson, Gunnar Pálsson, Kristinn Bergþórsson og Lárus Karlsson. Siðasta ofanmiðju-liðiö er sveitin sem spilaði i Torquay 1961. Liðið hafnaði i 7. sæti af 16 þjóðum og var þannig skipaö: Eggert Benónýsson, Guðlaugur Guðmundsson, Jóhann Jónsson, Lárus Karlsson, Stefán Guð- johnsen og Sveinn Ingvarsson. beir spilarar sem oftast hafa keppt á Evrópumóti eru Lárus Karlsson 9 sinnum, Einar bor- finnsson 8 sinnum og Stefán Guðjohnsen 7 sinnum. Gleðilegt ár og þökk fyrir það liðna. Lárus Karlsson — oftar i lands liði en nokkur annar AGÓÐINN RENNUR TIL STARFSEMI HJÁLPARSVEITARINNAR ÚTSÖLUSTAÐIR: ★ SKATABUÐIN, SN0RRABRAUT ★ V0LV0SALURINN, SUDURLANDSBRAUT ★ SÝNINGARSALURINN VIÐ HLEMM ★ SEGLAGERÐIN ÆGIR, GRANDAGARÐI ★ HAGAMEL 67 ★ B0RGARTUN 29 ★ DUGGUV0GI 23 ★ VIÐ BREIDH0LTSKJÖR ★ VERSLUNIN IÐUFELL, BREIÐH0LTI ★ ★ ★ ☆ ☆ ☆ 0PIÐ TIL KL. 22.00 ÖLL KVÖLD GAMLÁRSDAG TIL KL. 16. j ★ ★ ★ ☆ ☆ ★ * FJÖLSKYLDUPOKAR, 10% AFSLÁTTUR * NÆG BÍLASTÆDI VIÐ FLESTAR BÚÐIRNAR' % GÓÐAR VÖRUR, EN ÓDÝRAR ALDREI MEIRA ÚRVAL!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.