Vísir - 01.02.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 01.02.1975, Blaðsíða 1
TVEIR UNGIR LAUMU- FARÞEGAR SÓTTIR A HAF UT — baksíða Vill ekki sjá að eiga heima í Reykjavík — Borgarfjarðarbörn í Reykjavíkur- heimsókn — bls. 3 • Slys vegna ofhleðslu ekki afgeng — segir fulltrúi Sikorsky — bls. 3 íþróttir um helgino — sjóopnu Ronnsókn lokið ó mistökum ísroelshers í Yom Kippur- stríðinu — sjó bls. 6 Tankskip hagkvœmari — Lesendur hafa orðið bls. 2 Erninum fœkkar sífellt — dœmi um að œðarbóndi hafi annazt arnaruppeldi — sjó baksíðu- fréttir Fórum í innkaupaferð fyrir 250 þúsund á mann 19.600 á mann í rafmagns- vélar — föt fyrír 5.700 kr. Við fórum i býsna mikinn innkaupaleið- angur á siðasta ári. Á hvert mannsbarn i land- inu keyptum við inn er- lendis fyrir tæpar 250 þúsund krónur, og þetta voru þvi ein milljón og tvö hundruð og fimmtiu þúsund krónur fyrir fimm manna fjölskyldu. Hvað vorum við að kaupa? JU, vi6 munum hafa farið með 5000 krónur á hvert mannsbarn til að kaupa korn og unnar kornvör- ur, 4000 á mann til kaupa á ávöxt- um og grænmeti, 3600 á hvern fbúa fyrir sykur, unnar sykurvör- ur og hunang, og 2500 á mann fyrir kaffi, te, kakó, krydd og vör- ur unnar úr slíku. Við keyptum miklu meira. Drykkjarvörur voru keyptar fyrir 1100 á mann og tóbak og unnar tóbaksvörur fyrir 1400 á fbúa. Miklu meira fór til kaupa á trjáviði og korki, alls 7500 á mann, og 28400 fyrir jarðolfu og afurðir oliunnar, og var það hinn þungi skattur, sem við greiddum fyrir orkukreppuna. Ýmis kemisk efni og efnasam- bönd komu til landsins, og var greitt fyrir 13200 á hvert manns- barn, og 6000 á hvern mann fóru fyrir pappir, pappa og vörur unn- ar úr slíku. * ./ Þeim œtti að fara að hlýna Þaðhefur verið heldur kalsamt uppi i simastaurum siðustu vik- urnar, — en nú virðist sem veð- ur ætli að hlýna, og kannski að grynnki eitthvað á hinum ógur- iegu snjóalögum, sem viðast hvar hylja fósturjörðina utan Reykjavikursvæðisins. Það var létt yfir Páli Berg- þórssyni veðurspámanni, þegar hann flutti veðurspá sina i sjón- varpi i gærkvöldi. Það leit nefnilega helzt út fyrir að land- synningurinn hellti sér yfir landið i dag með hlýindum á vetrarmælikvarða. Þó var ekki loku fyrir það skotið að Mýrdælingar fengju enn eitt snjólagið yfir þau snjó- fjöll, sem þeir eiga við að giima. Spunagarn, vefnaður, tilbúnir vefnaðarmunir og fleira af þvi tagi var keypt fyrir 11600 krónur á hvern tslending, tvöfalt það, sem fór I pappirinn. Rafmagnsvélar, -tæki og -áhöld, komu fyrir 19600 krónur á mann og vélar, aðrar en rafmagnsvélar fyrir 21400 krónur á mann. Flutninga- tæki voru keypt fyrir nálægt 35000 á mann. Fatnað. annan en skó, keyptum við fyrir 5700 á mann. Þarna er samtals kominn veru- legur hluti af innkaupalistanum okkar. sem var upp á 250 þúsund á mann, eins og áður sagði. Margt vantar þó. 1 heild fer tæpur þriðji hluti inn- kaupanna til neyzluvara i viðari merkingu, og eru þar með talin hvers konar heimilistæki og bilar. Rúmur þriðjungur fer til að kaupa fjárfestingarvörur, og þar koma til sögunnar skip, flugvélar og önnur flutningatæki, vélar og verkfæri og fleira, að ógleymdu öllu byggingarefninu, sem mun hafa verið um tiundi hluti inn- kaupanna. Tæpur þriðjungur fer loks til að kaupa rekstrarvörur til atvinnuveganna, að meðtalinni álbræðslu. t siðastnefnda flokkn- um vegur eldsneytið þyngst. Við framangreint yfirlit er það að athuga að tölurnar eru mjög „afrúnnaðar” og byggðar á tölum um innflutninginn til nóvember- loka, sem við höfum hækkað um einn ellefta til að fá útkomu alls ársins að desember meðtöldum. Þarna gæti skakkað einhverju, en varla svo, að ekki fáist nokkuð góð mynd af þvi hvað við vorum að kaupa. Tölur um heildarinn- flutninginn eru endanlegar. Hann varð um 52.5 milljarðar, en út- flutningurinn aðeins 32.8 mill- jarðar. — HH 2ÖÖ mílur L sept? Jtlað i Stavangri hafði það i gær eftir Geir Hallgrimssyni forsætisráðherra, að vel mætti vera, að islendingar færðu landhelgina út i 200 milur 1. september. Væri það vel við hæfi, er liðin yrðu þrjú ár frá útfærsl- unni i 50 milur. —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.