Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
Föstudagur 16. mai 1975.
Morðið í Ólofsvík:
Settur í
60 daga
varðhald
Atján ára pilturinn, sem lög-
reglan i ólafsvik handtók vegna
dauða Rafns Svavarssonar hefur
nú veriö sendur til Reykjavikur i
gæzluvarohald. Pilturinn hefur
veriö úrskurðaður i 60 daga
gæzluvarðhald og mun sæta geð-
rannsókn á þeim tima.
Pilturinn hefur viöurkennt, aB
hafa veitt Rafni Svavarssyni
áverka aöíaranólt miðvikudags-
ins er til ósætta kom milli þeirra.
Báðir voru þeir biisettir i verbúð
fiskvinnslunnar Hróa, en munu
abeins hafa þekkzt Htillega. Rafn
fannst látinn í herbergi piltsins og
segist piltinum svo frá, aö þeir
hafi orðið ósammála og komið til
stimpinga. Pilturinn segist hafa
gripið til hnífs, sem hann átti, til
aö verja sig og hafi hann þá veitt
Rafni umgetna áverka.
Likið af Rafni hefur verið flutt
suður til krufningar en niðurstöð-
ur hennar liggja ekki ljósar fyrir
og þar af leiðandi ekki nákvæm
dánarorsök.
— JB
Þó er allt
klárt
fyrir
ótökin...
Dagurinn, sem allir Islenzk-
ir knattspyrnuunnendur hafa
beöiö eftir, rennur upp á
morgun. Þá hefst islandsmót-
ið i knattspyrnu með allri sinni
taugaspennu og látum. Fim-
leikafélag Hafnarfjarðar er
með I 1. deildinni I ár — i
fyrsta sinn — og leikmenn
þess og aðdáendur hafa ham-
azt við undanfarnar vikur að
gera völlinn i Kaplakrika i
stand fyrir sumarið. Það hafa
verið gerð ný áhorfendastæði,
bflastæðið stækkað og allt gert
eins fint og hægt er. Það eina,
sem vantar, er grasið á sjálf-
an völlinn.... það kemur ekki
á þessu ári, en vonandi þvi
næsta.
KLP/Ljósm.Bj.Bj.
Þær voru að sækja um vinnu hjá Vinnuskólanum I gær — t.v.:  Belinda, Kristln, Halldóra og Unhur. Belinda og Halldóra unnu I
fiski I fyrrasumar og vildu geta fengið sllkt starf aftur i sumar. —  Ljósm: Bragi. '
Vinnuskóli borgarinnar að taka til starfa:
w
II
STRAKARNIR FREMUR
ATVINNULAUSIR HELDUR EN
AÐ FARA í VINNUSKÓLANN"
„Það komu hingað hátt á
þriðja hundrað umsækj-
endur á f yrsta degi," sagði
stúlka, sem var að störf um
á skráningarskrifstof u
Vinnuskóla borgarinnar,
þegar Visir leit þar inn í
gærdag. Þar var stöðugur
straumur inn og út.
Skólunum er að Ijúka og 13
og 14 ára börnin farin að
leita sér að vinnu.
„Frá þvi að skrifstofan opnaði i
siðustu  viku hefur samtals  561
stelpa látið skrá sig og 358 strák-
ar," héltstúlkan áfram máli sinu.
,,í fyrra voru það samtals 852,
sem sóttu um vinnu hjá Vinnu-
skólanum, en það er nú þegar bú-
ið að fara fram úr þeirri tölu þetta
sumarið."
„Hvað veldur þvi, að stelpur
eru I svona miklum meirihluta
umsækjenda," spurði blm. VIsis.
„Strákum þykir einfaldlega
ekki nógu fint að vera i Vinnu-
skólanum. Þeir vilja jafnvel frek-
ar vera atvinnulausir. Og margir
þeirra, sem koma hingað til að
láta skrá sig i Vinnuskólann vilja
láta skilja það á sér, að þeir geti
svo sem fengið nóg að gera ann-
ars staðar."
Nti komu fjórar stelpur storm-
andi inn og sögðust allar vilja
sækja um vinnu. Þær fengu um-
sóknareyðublöð og settust niður
til að fylla þau út.
Það upplýstist, að þær voru all-
ar komnar úr Hagaskólanum og
væru 14 ára. Tvær þeirra höfðu
unnið áöur hjá Vinnuskólanum og
likað það bærilega. Hinar tvær
sögðust hins vegar hafa unnið hjá
Bæjarútgerðinni i fyrrasumar.
„Það var i saltfiski og vár bara
ofsa fint," sagði önnur stúlkn-
anna. Og hún virtist sakna þess
að geta ekki heldur farið að vinna
i fiski en gróðrinum.
A leiðinni út mætti blm. Visis
þrem friskum strákum. Þegar
þeir voru spurðir að þvi, hvort
þeir væru allir komnir til að
sækja um vinnu hristu tveir
þeirra höfuðið i vandlætingu.
„Nei, nei. Við höfum sko fengið
vinnu I sveit," sögðu þeir. Sá
þriðjí, sem virtist yngstur þeirra,
sagðist hins vegar vera kominn tií
að sækja um vinnu. „Eitthvað
verður maður að gera i sumar,"
andvarpaði hann þungt og settist
niður til að sækja um vinnu hjá
Vinnuskóla borgarinnar.   ÞJM
TOPPFUNDUR
MARKAR STEFNUNA
Kjaramál opin-
berra starf smanna
„Formannsráðstefna innan
bandalagsins mun marka stefn-
una fyrstudagana Ijúni. A meðan
bíðum við eftir úrskurði Kjara-
dóms," sagði Kristján Thorlacl-
us, formaður Bandalags starfs-
manna rikis og bæja, i morgun
um stöðuna I kjaramálum opin-
berra starfsmanna.
Kjaramál þeirra fóru til Kjara-
dóms i gær. Samkvæmt lögum á
að vera búið að gefa úrskurð i
málinu fyrir 15. júni. 1 þetta sinn
er það fyrst og fremst
kjarasamningur Alþýðusam-
bands íslands og vinnuveitenda
nú fyrir skömmu, sem  Kjara-
dómur mun byggja niðurstöður
sinar á.
Formannaráöstefnan mun
marka stefnuna i visitölumálum
og varðandi aðalsamning opin-
berra starfsmanna, sagði
Kristján.
„Þetta verður fjölmenn ráð-
stefna, um 50 manns," sagði
Kristján. Varðandi spurninguna,
hvort BSRB hefði ekki misst
mikið siöustu ár við brottför
nokkurra félaga sagði Kristján,
að bandalagið hefði þvert á móti
eflzt aö undanförnu. Fyrir þrem-
ur árum hefðu verið 8000 manns I
bandalaginu en félagar væru nú
11100.                 — HH
Þingmenn slappa af
Eftir harðvituga lotu siðustu
daga geta þingmenn nú loks
slappað af.
Þeir fóru snemma á kreik i
morgun. Fundir  hófust i Sam-
einuðu þingi klukkan hálfellefu og
fundir' i deildum eru ráðgerðir
eftir hádegið.
Ráðgert er að ljúka þingi
klukkan fjögur I dag, ef endar
nást saman.
-HH.
Líklega skúra-
hvítasunna
hérna megin
— en björt norðan og austan til
Það má búast við þvi að ein-
hverjir bregði undir sig betri
fætinum um hvitasunnuna og
skreppi út úr bænum. En það fer
þó sjálfsagt eftir veðri og vind-
um. Og hverju spá veður-
fræöingar?
Markús Á. Einarsson sagði
okkur að það væri enn sem
komið er aocins hægt að segja
mjög lauslega fyrir um veðrið.
Og eftir þvi sem sjá mátti i
morgum, má  gera ráð fyrir
hægri sunnan og suðvestan átt.
Ef það stenzt, fylgja skúrir á
Suður- og Vesturlandi, en á
Norður- og Austurlandi verður
bjart.
Fjöldatjaldbúðir verða lik-
lega ekki um hvitasunnuna,
enda eru það helzt unglingar
sem slá upp tjöldum, þegar
tækifæri gefst til. Þeir eru flest-
ir i prófum enn sem komið er og
láta ferðalög biða þar til að
þeim loknum.           -EA.
HYER KEMUR MEST A OVART
á Hvítasunnukappreiðum Fáks?
Ekki er að efa að hinir mörgu
hestamenn borgarinnar bregði
sér á bak um hvltasunnu-
helgina. Þeir sem ekki eru i hópi
hinna hamingjusömu hrossa-
eigenda geta hins vegar
skroppið á kappreiðar, þvi að
hinar     árlegu      hvita-
sunnukappreiðar Fáks verða á
annan I hvitasunnu að Viðivöll-
um við Selás og hefjast kl. 14.
Kappreiðahrossin eru
óvenjumörg eða um 60. Verður
keppt i 250 m skeiöi, 250 m ung-
hrossahlaupi og 350 m stökki,
svo að eitthvað sé nefnt.
Ýmsir af snjöllustu skeiðhest-
um landsins verða mættir til
leiks, svosem Hvinur, sem vann
vorkappreiðarnar og Máni frá
Alnesi. í 800 m stökki keppa 12
hestar, þeirra meðal Breki
Trausta Guðmundssonar, sem
vann vorkappreiðarnar, Þjálfi
og Stormur, margfaldir sigur-
vegarar. Þá má ennfremur
búast vift að fjöldi óþekktra
hrossa komi á óvart.
Einnig  verða  sýndir  28
gæðingar, sem dæmdir hafa
veriö, bæði álhliöa ganghestar
og klárhestar með tölti.
Veðbanki verður starfræktur
að venju og má nefna, að á vor-
kappreiöunum gaf veðbankinn
allt upp i rúmlega 8-faldan
vinning.
-EVI-
Það er erfitt að gera upp á milli hér á myndinni, hver veröur sá
sigursæli.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24