Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Visir. Fimmtudagur 22. mai 1975
Visir. Fimmtudagur 22. mai 1975
imsjón: Hallur Símonarson
írska vonin
að deyja...
Von Irska landsliðsins I knattspyrnu að
komast lilram I Evrópukeppni landsliöa dó
raunverulega I Berne I Sviss I gær. Irar léku
þá við Sviss og uröu að sigra I leiknum til að
halda I vonina. Það tókst ekki. Sviss sigraði
með 1-0 I leikntim — vann þar sinn fyrsta sig-
ur Iriðlinum — og tvö töp tra á fjórum dögum
hafa eyðilagt alla möguleika þeirra. Fyrst
töpuðu þeir I Moskvu fyrir Sovétríkjunum og
hin góða staöa, sem þeir höfðu, er nú orðin að
engu.
Eina markið I leiknum I gær skoraði Rudi
Elsener á 76. min. og hafði hann þá aðeins
verið sex minútur inn á. trska liðið var dauft I
leiknum og saknaði greinilega Liverpool-
leikmannsins kunna, Steve Heighway, sem
ekki gat leikið vegna meiðsla. Treacy, Prest-
on, kom I hans stað — og I lokin var Daly,
Manch. Utd. settur inn á til að fá meiri kraft í
framlinuna, en allt kom fyrir ekki.
Leikmenn trlands — Irska fríríkisins —
sigruðu Sovétríkin 3-0 I fyrsta leiknum I riðl-
inum I Dublin, en nú er staðan orðin önnur, þó
svo trar séu enn efstir.
Staðan I riðlinum.
trland................... 5 2 12 7-5  5
Sovétrikin...............32015-4  4
Tyrkland................ 4 12 14-6  4
Sviss.................... 4 112 4-5  3
trar eiga eftir að leika við Tyrkland I
Dublin. —hslm.
•
Fá tvœr millj-
ónir króna
fyrir sigurl
— St. Etienne varð franskur
meistari í gœrkvöldi og
Magdeburg austur-þýzkur
St. Etienne varð franskur meistari I knatt-
spyrnu i gærkvöldi — i áttunda skipti — þegar
liðið sigraði Bastia 3-2 I 1. deildinni frönsku.
Þó tvær umferðir séu eftir er sigur St. Eti-
enne I höfn — liðið hefur nú átta stiga forustu
á Marseilles, sem er i öðru sæti.
Þá vann Magdeburg austur-þýzka meist-
aratitilinn einnig i gærkvöldi — annað árið í
röð. Magdeburg gerði jafntefli við Carl Zeiss
Jena 1-1, en það lið var hið eina, sem gat ógn-
að sigri Magdeburg. Leikurinn var háður í
Magdeburg. Liðið hefur nú 40 stig og aðeins
ein umferð eftir af 26. Carl Zeiss Jena tapaði
óvænt á heimavelli sl. laugardag — fyrsta tap
liðsins á heimavelli I þrjú ár — og missti þá
raunverulega af voninni I meistaratignina.
Magdeburg hefur unnið mikil afrek síðustu
iíi'in. Þetta er þriðji meistaratitill liðsins á
ijórum i'uuiii og 1973 sigraði það i austur-
þýzku bikarkeppninni. Lék árið eftir I
Evrópukeppni bikarhafa og sigraði AC
Miliinó 2-0 I úrslitaleiknum, — fyrst austur-
þýzkra liða til að sigra I Evrópukeppni. t
Evrópubikarnum I vetur féll liðið úr f 2. um-
ferð — tapaði þá fyrir Evrópumeisturum
Bayern Munchen, sem verja titil sinn gegn
Leeds I Parls I næstu viku. Til gamans má
geta þess, að hverjum leikmanni Bayern hef-
ur verið heitið tæpum tveimur milljdnum ís-
lenzkra króna, ef þeir sigra Leeds I úrslita-
leiknum I Parls.                —hsím.
Grikkland
varð efst
Það verða Grikkland, Rúmenla, Pólland og
Holland, sem leika I úrslitariðlinum í
Evrópukeppninni I körfuknattleik úr B-riðl-
inum, en keppni I honum lauk i Ilagen I gær.
Ungverjar misstu af tækifæri I gærkvöldi,
þegar þeir töpuðu fyrir Póllandi 89-114.
Grikkland varð efst I riðlinum — þrátt fyrir
tap gegn Hollandi 68-83 I gærkvöldi — en
lokastaðan varð þannig:
Grikkland                 5 4 1 384-373 9
Rúmenla                  5 4 1 421-378 9
Pólland                   5 3 2 466-458 8
Holland                   5 3 2 409-397 8
Ungverjaland              5 1 4 365-405 6
Frakkland                 5 0 5 399-433 5
Þannig er taflan gefin upp frá Reuter-
fréttastofunni. drslitakeppnin I Júgóslavfu
verður 7.—15. júnl.               —hsím.
Nýjar stórstjörnur Ifimleikum spretta stöðugt upp I Sovétrikjunum — og hér á myndinni að ofan er hin nýjasta þeirra. Lida Gorbik frá Minsk, sem
aðeins er 15 ára. Hún vann hug og hjörtu áhorfenda I Moskvu fyrir nokkrum dögum á miklu fimleikamóti IMoskvu og varðI öðru sæti á eftir hinni
snjöllu Nelly Kim (17 ára), en báðar hafa mikla möguleika að komast I sovézka olympluliðið næsta ár.
Þýzki landsliðsmaðurinn
breytti öllu hjá Borussia
— og liðið vann stórsigur 5-1 i úrslitaleik UEFA-keppninnar í Enschede í Hollandi
Borussia Mönchengladbach
sigraði hollenzka liðið Twente
Enschede I gærkvöldi I siðari leik
liðanna I úrslitum UEFA-keppn-
iiiiiar i knattspyrnu og gerði þar
með iilhi spádóma að engu. Eftir
að hollenzka liðið hafði náð jafn-
tefli 0:0 I fyrri leiknum I Dussel-
dorf fyrir hálfum mánuði hölluð-
ust flestir að sigri liðsins i gær.
En það fór á aðra leið. Borussia
sigraði 5:11 Enschede i gærkvöldi
— sigur, sem litur mjög vel Ut á
pappfrnum, en þýzka liðið varð þó
að hafa miklu meira fyrir sigrin-
um, en lokatölurnar gefa til
kynna.
Jupp Heynckes, sem gat ekki
leikið með i fyrri leiknum vegna
meiðsla, lék Hollendinga grátt i
gærkvöldi — vel aðstoðaður af
minnsta manninum i þýzku
knattspyrnunni, Dananum Alan
Simonsen.
Strax á 2 min. leiksins skoraði
Simonsen eftir sendingu hins 29
ára Heynckes — og á 9.min. skor-
aði Heynches sjálfur. Staðan var
2:0i hálfleik, þrátt fyrir nær stöð-
uga sókn hollenzka liðsins allan
hálfleikinn. Knattspyrnan er oft
miskunnarlaus!
Strax I byrjun siðari hálfleik
gerði Heynckes svo vonir Hol-
lendinga að engu — skoraði tvi-
vegis með stuttu millibili. Fyrst á
48mln. og siðan á 57. min. Þá fór
verulega að draga af leikmönnum
Twente, en það merkilega skeði
þó, að þeir skoruðu næsta mark.
Epi Drost á 76 min. en fjórum
min. fyrir leikslok skoraði Sfmon-
sen fimmta mark Borussea Ur
vitaspyrnu.
Borussia komst einnig I Urslit
I UEFA-keppninni 1973 en tapaði
þá I Urslitum fyrir Liverpool.
Vann heima 2:0, en tapaði 3:0 I
Liverpool.
—hsim.
Fom" nýr hópur
hita bekk vara-
liðs á sunnudag?
Einn nýliði valinn í 16 manna landsliðshópgegnFrökkum.Arni Stefánsson,
markvörður Fram, Jóhannes, Elmar og Asgeir Sigurvinsson í landsliðinu
Það fer ekki á milli
mála, að það verður
,,gamli góði varnarleik-
urinn", sem verður
aðalvopn islenzka lands-
liðsins í knattspyrnu, er
það mætir þvi franska i
Evrópukeppninni á
Laugardalsvellinum á
sunnudaginn.
Það sér maður strax á
valinu á 16 manna hópn-
um, sem landsliðsnefnd-
in tilkynnti i gær. Þetta
er svo til sama lið og tók
þátt i ferðinni til Dan-
merkur og Austur-
Þýzkalands s.l. haust,
og stóð sig með ágætum,
eins og flestum er er-
laust enn i f ersku minni.
Það sem vekur athygli við þetta
val er, að af þeim tveim bakvörð-
um, sem voru með i fyrra er
aðeins einn eftir — Björn Lárus-
son, Akranesi — en hann fékk þá
aldrei landsleik.
Þá vekur það athygli, að Þor-
steinn ólafsson, Keflavik, gefur
ekki kost á sér i þetta sinn, en
MagnUs Guðmundsson, KR, sem
var varamaður hans i fyrra, er nU
ekki einu sinni I hópnum, og þó
fékk hann ekki á sig mark I öllu
Reykjavikurmótinu.
í stað Þorsteins og MagnUsar —
sem hefur eftir þessu að dæma
staðið sig illa á varamanna-
bekknum I siðustu landsleikjum!!
— koma þeir Sigurður Dagsson,
Val og Arni Stefánsson, Fram, en
Arni hef ur aldrei leikið i landsliði.
Aðrir, sem fara Ur hópnum frá I
fyrra, eru Atli Þór Héðinsson og
Asgeir Eliasson, en i stað þeirra
koma Elmar Geirsson, Hertha
Sel og ólafur Júlíusson, Keflavik.
Valdir voru 16 menn, og eftir
öllum sólarmerkjum að dæma
verður liðið, sem Knapp & Co
sendir inn á Laugardaisvöllinn á
sunnudaginn,   þannig   skip-
að.....talið frá  markverði:  Sig-
urður Dagsson, Gisli Torfason,
Jóhannes Eðvaldsson, Marteinn
Geirsson, Jón Pétursson, Guðgeir
Leifsson, Karl Hermannsson,
Grétar MagnUsson, Asgeir Sigur-
vinsson, Elmar Geirsson og
Matthias Hallgrimsson. Vara-
menn verða þá Árni Stefánsson,
Björn Lárusson, Jón Gunnlaugs-
son, Olafur JUliusson og Teitur
Þórðarson.
En við sjáum á sunnudaginn,
hvort við höfum ekki farið nærri
þvl, hverjir fá að leika — og
hverjir fá að „hita" varamanna-
bekkinn I þessum fyrsta landsleik
okkar I ár.......
—klp—
Jóhannes mœttur
Jdhannes Eðvaldsson knatt-
spyrnukappi kom heim til tslands
I gærkvöldi til að taka þátt I
landsleiknum við Frakka á
sunnudaginn — en hann verður
trUlega fyrirliði Islenzka lands-
liðsins I þeim leik.
Jóhannes sagði okkur I stuttu
viðtali I morgun, en þá var hann
að fara út á golfvöll Ness á Sel-
tjarnarnesi ásamt hinum erlendu
þjálfurum Vals, KR og Vlkings til
að leika golf, að hann væri mjög
ánægður með að vera kominn
heim og hlakkaði til landsleiks-
ins.
Hann sagði okkur, að hann
hefði leikið tvo leiki með Holbæk
slðan I úrslitaleik bikarkeppninn-
ar á dögunum — tapað öðrum,
gegn B 1909, en sigrað I liiniim,
sem var gegn Slagelse.
Blikarnir náðu
í fyrstu stigin
Blikarnir úr Kópavogi ruddu
stórum steini úr vegi að sigri I 2.
deildinni I knattspyrnu, er þeir
sigruðu Armenninga á útivelli 2:0
I gærkvöldi.
Þeir skoruðu bæði mörk sin i
fyrri hálfleik, en þá voru þeir
„heilum klassa" betri en Ár-
mannsliðið. Fyrra markið kom
eftir útspark frá marki Breiða-
bliks. Boltinn féll á milli þeirra
Hinriks Þórhallssonar Breiða-
bliki og Kristins Petersens Ár-
manni, og hófu þeir mikið kapp-
hlaup um hann I átt að marki Ár-
menninga, Hinrik hafði betur og
náði að skjóta og skora þrátt fyrir
þrönga stöðu, sem hann komst i.
Ólafur Friðriksson skoraði sið-
ara markið eftir mjög góða fyrir-
gjöf frá Gisla Sigurðssyni. Þánnig
var staðan i hálfleik, og hUn hélzt
40 ára draumur var að rœtast en
Landslið Waies I knattspyrnu
komst svo nálægt stóra draumin-
um I gærkvöldi — að sigra Eng-
land á Wembley-leikvanginum
mikla í Lundúnum. En það tókst
ekki, þó svo litlu munaði. Aðeins
fimm mlnútum fyrir leikslok
tókst nýliðanum I enska landslið-
inu, David Johnson, Ipswich, að
skora og jafna fyrir England 2-2.
Annað mark hans f leiknum — tvö
mörk I fyrsta landsleiknum! Já,
Wales var nálægt sigri — fyrsta
sigrinum á enskri grund I fjörutlu
ár, fyrsta sigri sinum á Wembley
— og 20 ár eru síðan Wales hefur
sigrað England I landsleik I
knattspyrnu. Það var I Cardiff I
Wales 1955. En landslið Wales,
undir stjórn John Toshack, átti
mikinn heiður skilið fyrir
frammistöðu sina f leiknum og
lék sinn sjötta leik I röð án taps.
En að sigra „erkifjandann" tókst
liðinu ekki að þessu sinni, þó svo
litlu munaði.
Talsverður tilraunabragur var
á enska landsliðinu — nokkrir af
máttarstólpum liðsins hvfldir. í
byrjun benti þó ekkert til þess, að
það hefði áhrif á leik enskra. Þeir
náöu undirtökunum fljótt og eftir
aðeins 10 min. náði England for-
ustu I leiknum með marki David
Johnson, eina nýliðans i enska
liðinu. Félagi hans i Ipswich-lið-
inu, Colin Viljoen, sem lék sinn
fyrsta landsleik fyrir England
gegn írlandi sl. laugardag þó
hann sé fæddur i Suður-Afríku,
átti pá skot að marki, sem var
hálfvarið — og Johnson nytti
tækifærið vel, sem gafst upp Ur
þvf. En fleiri urðu mörkin ekki i
hálfleiknum — þrátt fyrir enska
yfirburði.
í siðari hálfleiknum snerist
dæmið við. Fyrirliði Wales, John
Toshack, sem gegndi þeirri stöðu
vegna þess að Leeds vildi ekki.
gefa Terry Yorath eftir, skoraði á
55. mln. og jafnaði þar með met-
in. Markið virkaði eins og vita-
mínsprauta á welska liðið og eftir
markið gerði það ákafa hrið að
enska markinu. Leighton James,
Burnley-leikmaðurinn kunni,
náði sér þá vel á strik og lék sér
að enska bakverðinum Ian Gill-
ard. Það bar árangur. Á 67. min,
náði Wales forustu, þegar elzti
maðurinn á vellinum,' Arfon
Griffiths, Wrexham, 34ra ára,
skoraði. Hann kom i liðið i stað
Yorath. Enska vörnin brást þá
eins og oftar i leiknum og Ray
Clemence hafði ekki möguleika
að verja frá Griffiths.
En eftir markið vaknaði enska
liðiðloks til Hfsins á ný. Don Re-
vie, sem verið hefur landsliðsein-
valdur I sex mánuði og á þeim
tlma hefur Engl. ekki fengið á
sig mark fyrr en i gærkvöldi,
gerði brey tingu á liðinu. Tók Mike
Channon, Southampton, Ut af og
vakti það talsverða gremju 53
þUsund áhorfenda, þvi Channon
hafði verið breztur ensku fram-
herjanna, I stað hans kom Brian
Little, Aston Villa, inn á og þessi
21 árs framherji „sló í gegn" i
slnum fyrsta landsleik eins og i
leikjum Villa i vetur.
Það komst líf i enska liðið á ný.
Dave Thomas varð hættulegur á
kantinum og sóknarloturnar
buldu á welsku vörninni. En Dai
Davies, Everton, varði snilldar-
lega I marki Waíes — hvað eftir
annað. Alan Ball fékk þó gott
tækifæri, sem hann misnotaði og
welska vörnin með þá Davies og
kappana kunnu John Robert,
Page og Rod Thomas I aðalhlut-
verkum, virtist ætla að halda út,
þar til Brian Little „splundraði"
vörninni með snilldarsendingu á
Johnson á 85. min. og Ipswich-
leikmaðurinn lét tækifærið ekki
ganga sér Ur greipum. Skoraði
aftur I slnum fyrsta landsleik og
„bjargaði" þar með andliti
enskra.
Þetta var ekki stór landsleikur
og bæði lið léku talsvert undir
getu. Úrslitin voru hins vegar
réttlát og staðan i brezku
meistarakeppninni er nú þannig:
Skotland
Wales
England
trland
2 110 5-23
2 0 2 0 4-43
2 0 2 0 2-23
2 0 110-31
A laugardag leikur England við
Skotland á Wembley, en Wales
leikur  við Norður-Irland.  Sigri
Skotar Englendinga sigra þeir I
keppninni. Vinni hins vegar Eng-
lendingar og Wales Irland verða
England og Wales jöfn og saman
efst I keppninni og það virðast lik-
legustu úrslitin.  -hsfm.
það sem eftir var af leiknum.
Armenningar réttu aðeins Ur
kútnum i siðari hálfleik og áttu
a.m.k. eitt gott tækifæri — Viggó
Sigurðsson — en hann skaut
himinhátt yfir. Blikarnir voru
betri og sýndu þá litlu knatt-
spyrnu, sem þarna var á boðstól-
um.                 —klp—
Tómas Pálsson átti beztan leik Vestmannaeyinga gegn Vfking sl.
laugardag — en tókst ekki frekar en öðrum að skora I leiknum f 1. deild.
Hér geysist hann inn I vltateig Vlkings og gaf knóttinn fyrir markið án
árahgurs. Leikurinn var tekinn á filmu eins og aðrir leikir Vestmanna-
eyinga I vor fyrir liðsmenn IBV. Ljósmynd GS.
ísland gegn Sovét-
ríkjunum og Noregi?
— Sovézka olympíuliðið sló Júgóslavíu úr keppninni
Sovézka olympiuliðið sigraöi
það júgóslavneska með 3:0 I
Moskvu I gær og vann sér þar
með rétt I næstu umferð keppn-
innar, en sem kunnugt er leikur
island I sama forriðli og Sovétrlk-
in I keppninni. Júgóslavar eru nú
ur leik, og sennilega falla Finnar
einnig þannig, að islenzka
olympluliðið kemur til  með að
leika við Sovétrlkin og Noreg.
Mikil barátta var i leiknum i
gær i Moskvu lengi vel. Ekkert
mark var skorað i fyrri hálfleik,
en loks á 57. min. tókst Buryak
(Dynamo Kiev) að brjdta isinn,
þegar hann skoraði Ur vita-
spyrnu. Fjórum min. siðar skor-
aði hann aftur með langskoti.
Rétt ílokin bætti Khadzipandadis
við þriðja markinu við mikinn
fögnuð 40 þúsund áhorfenda á
Lenin-leikvanginum, sem rúmar
100 þúsund. Sá leikur með liði
hersins og er þvi greinilegt, að
sovézkir hafa hætt við að stilla
upp félagsliði I Olympiukeppn-
inni.
—hsim.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16