Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Vísir. Mánudagur 7. júli 1975.
Tilboðin streyma til
fyrirliða landsliðsins
— Jóhannes Eðvaldsson kom heim í gœr með tilboð frá Vestur-Þýzkalandi,
Hollandi og Skotlandi upp á vasann — og fjölmörg frá Svíþjóð

/
„Ég er hálfþreyttur eftir
ferðalagið frá Hollandi, e'n von-
ast til að verða búinn að ná mér
fyrir leikinn i kvöld", sagði Jó-
hannes Eðvaldsson, fyrirliði
landsliðsins, er við töluðum við
hann á Hótel Valhöll á Þingvöll-
um I morgun, en þar var hann
ásamt öðrum úr landsliðshópn-
um að safna kröftum fyrir leik-
inn við Noreg.
„Við lékum við Telstar i Hol-
landi á laugardaginn og töpuð-
um 3:1. Var sá leikur liður i
svokölluðum Toto Cup sem
Holbæk tekur þátt i ásamt
mörgum öðrum liðum i Evrópu.
Ég held að ég hafi átt sæmi-
legan leik —a.m.k. töluðu menn
frá tveim félögum i Hollandi við
mig eftir hann og spurðu mig,
hvort ég hefði áhuga á að koma
til Hollands og leika með þeim.
Ég gef ekkert út á það enda
liggur ekkert á að svara þessu.
Fyrir utan þessi tilboð hef ég
fengið þó nokkur önnur, bæði frá
Hollandi, Vestur-Þýzkalandi og
frá Celtic i Skotlandi. Auk þess
get ég valið úr tilboðum i
Svíþjóð en þar hafa mörg félög
rætt við mig.
Ég ætla að athuga minn gang
betur í þessu máli, enda á ég
eftir  að  kynna  mér  tilboðin
gaumgæfilega. Það má vel vera
að það komi' lika eitthvað enn
betra, a.m.k. er ekki annað að
sjá og heyra eftir lætin nú sið-
ustu daga.
En mi er það ekkert nema
landsleikurinn i kvöld, sem
skiptir máli, og erum við strák-
arnir ákveðnir i að standa okkur
vel eins og i siðustu landsleikj-
um okkar.
— klp —

SOS vann SAAB bikarinn
Sigmundur O. Steinarsson —
SOS á Timanum — varð yfir-
burðasigurvegari í hinni árlegu
golfkeppni tþróttafréttamanna,
sem háð var á Nesvellinum á
föstudaginn. Var hann 12 höggum
á undan næsta manni, sem var
Jón Birgir Pétursson frá VIsi og
fþróttablaðinu.
Sagt var, að Sigmundur hefði
sézt á ótrulegustu stöðum með
golfkylfurnar fyrir keppnina og
æft sig þá af kappi við að hitta
boltann — enda gerði hann það
oftast nær í keppninni.
Hann lék 9 holurnar á 48 högg-
um. Jón Birgir lék á 60 höggum en
siðan komu þeir jafnir i þriðja
sæti — Jón Hermannsson, Sjón-
varpinu og Friðþjófur Helgason
ljósmyndari á Morgunblaðinu.
Urðu þeir að heyja aukakeppni
um 3ju verðlaunin og var það
hörðog mikil „púttkeppni", sem
lauk með þvi að Jón kvikmynda-
tökumaður sigraði.
Þeir félagar voru á 64 höggum
en sfðan kom Ágúst Jónsson
Morgunblaðinu á 66 höggum. Eft-
ir það fóru tölurnar ört hækkandi,
og þær siðustu dönsuðu yfir „100
högga  markið".....  Þeir  sem
komu á eftir voru: Gylfi Krist-
jánsson Morgunblaðinu, Hallur
Helgason Alþýðublaðinu, Björn
Blöndal Alþýðublaðinu,  Gunnar
Andrésson Timanum, Þorleifur
Ólafsson Morgunblaðinu, Gunnar
Steinn Þjóðviljanum, Bjarni
Felixson Sjónvarpinu og Bjarn-
leifur Bjarnleifsson Visi.
öll verðlaunin i keppnina gaf að
vanda Sveinn Björnsson forstjóri
SAAB-umboðsins hér á landi,
Fyrir hans hönd afhenti Kjartan
L. Pálsson — klp Visi — verð-
launin, en hann fékk ekki að
keppa, þar sem félagar hans
dæmdu hann atvinnumann i
Iþróttinni — þvi hann tæki þátt i
alvörumótum!!!
— Var 12 höggum
á undan nœsta
manni í golfkeppni
íþróttafréttamanna,
enda œft í laumi
Kœruþef urinn á loftí
eftír sigur Ármanns
Ármenningar halda áfram að
hala inn stigin I 2. deild fslands-
mótsins I knattspyrnu. Á laugar-
daginn bættu þeir tveim stigum
við safnið, er þeir sigruðu Hauka
4:1. Eru þeir því enn með I bar-
áttunni um efsta sætið, en aftur á
móti eru Haukarnir að heltast úr
lestinni.
Armenningar skoruðu aðeins
eitt mark i fyrri hálfleik — Sveinn
Guðnason — en I þeim siðari kom
„supan". Þá bætti Smári Jónsson
öðru markinu við og slðan kom
Viggó Sigurðsson með tvö mörk á
skömmum tima, þannig að
staðan var orðin 4:0 og allt útlit
Sjóararnir frá Ár-
skógsströnd náðu sér
í tvö stig á Húsavík
Sjóararnir frá Árskögsströnd
komu skemmtilega á óvart I 2.
deildinni á laugardaginn, er þeir
sigruðu Völsung á Hiísavlk með
tveim mörkum gegn einu.
Völsungarnir bjuggust ekki við
þessum nágrönnum sinuiii I
deildinnisvona sterkum og áttuðu
sig ekki almennilega á hlutunum
fyrr en Reynismenn voru búnir að
senda boltann tvivegis i markið
hjá þeim. Kom dugnaður og harð-
fylgi þeirra þeim gjörsamlega á
óvart, og hrukku þeir af þeim eins
og flugur, enda flestir yngri og
minni vexti.
Völsungarnir fengu samt tvö
ágætis tækifæri snemma i leikn-
um — Magnús Torfason átti skot
sem markvörður Reynis varði
meistaralega með annarri hendi,
og siðan átti Magnús annaðskot i
þverslá.
Það var Felix Jósafatsson sem
skoraði fyrra mark Reynis eftir
að einn varnarmanna Völsunga
hafði ekki hitt boltann og komst
Felix fram hjá honum og renndi I
netið. Siðara markið skoraði svo
Björgvin Gunnlaugsson. Hann
komst inn i sendingu og skaut á
markið. Þar varði Ólafur
Magnússon markvörður
Völsunga, en missti boltann frá
sér og upp i loftið, þar sem Björg-
vin náði að skalla hann inn með
hnakkanum!!
Eina mark Völsunga skoraði
Magnús Torf ason i sfðari hálfleik,
og var það úr vitaspyrnu.
Völsungarnir voru allt annað en
ánægðir með úrslitin i þessum
leik, og heita að hefna á miðviku-
dagskvöldið, en þá mætast þessi
liðaftur á Husavik i bikarkeppn-
inni.
Aftur á móti voru Reynismenn
yfir sig ánægðir og þeirra
stuðningsmenn og konur, en mik-
ill fjöldi fólks fylgdi liðinu austur
á Húsavik frá Árskógsströnd og
nágrenni og skemmti sér að sjálf-
sögðu konunglega.
fyrir stórsigur.
En Ármenningarnir sluppu
ekki með hreint markið, eins og
þeir voru að vona. Haukarnir
komu boltanum I netið hjá þeim
undir lok leiksins — og var Loftur
Eyjólfsson þar að verki.
Eftir þvi sem við fréttum eftir
leikinn, voru Haukarnir með þær
bollaleggingar að kæra hann
vegna formgalla á skýrslu Ar-
menninga sem dómarinn fékk
fyrir leikinn. Ekki var þó endan-
lega búið að ákveða hvað gera
ætti, þar sem Haukarnir voru
ekki á eitt sáttir, hvort kæra ætti
út af svona smámunum eða
ekki....
2. deild
Staðan I 2. deild eftir leikina um
helgina og þegar keppnin þar er
hálfnuð:
Vikingur Ó—Þróttur        0.:2
Armann—Haukar           4:1
Völsungur—Reynir A        1:2
Breiðablik—Selfoss          4:1
Breiðablik
Þróttur
Armann
Selfoss
Haukar
Völsungur
Reynir A
Víkingur Ó
Næstu leikir: Reynir—Haukar,
Völsungur—Þróttur og Viking-
ur—Selfoss  á  laugardaginn.
7 6 0 1 30:5 12
7 5 11 14:6 11
7 4 2 1 13:6 10
7 3 2 2 14:10 8
7 3 13 13:12 7
7 12 4 5:14 4
7 2 0 5 7:19 4
7 0 0 7  4:28  0
(T
^
Svani|)
dýnur
Þykkar,   þunnar,
einfaldar, samsettar,
Þar á meðal, ein
sem hæfir þér best.
^
Vesturgötu 71 sími 24060
J
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20