Vísir - 18.07.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 18.07.1975, Blaðsíða 8
8 Vísir. Föstudagur 18. júli 1975. Visir. Föstudagur 18. júli 1975. 9 Árni Stefánsson markvörður: r/Allt klúðursmörk nema það fyrsta" ,,Ég get ekki sagt ann- að en að ég sé sár yfir þessum úrslitum og mörkunum, sem ég fékk á mig”, sagði Árni Stefánsson markvörður islenzka liðsins eftir leikinn. „Þetta voru allt klúðurmörk nema það fyrsta—við það réð ég ekki, þvi ég sá aldrei boltann. i öðru markinu fór allt í einn hræri- graut upp við markið og þar breytti boltinn um stefnu hvað eftir annað. Það má sjálfsagt deila um, hvort ég hefði átt að geta varið, þegar þriðja markið kom. Það var um tvennt að velja fyrir mig — að biða eða hlaupa út, og ég valdi siðari kostinn. Hvort það Samansafn af mömmu- strókum! Þótt Norðmennirnir töluðu um eftir leikinn, að islenzku leikmennirnir hafi verið grófir, vissu þeir ekki uin alit, sem geröist inni á vellinum. Finn norsku leikmannana lét sig t.d. hafa það að hrækja framan i Matthias Hallgrims- son, þegar enginn sá til. Aftur á inóti sáu allir, þegar Matthias „þakkaði fyrir sig” rétt á eftir ineð þvi að gefa hinuin gott oln- bogaskot, og var þá inikið baulað á áhorfendapöllunum. „Þetta var heill hópur af mömmustrákum," s a g ð i Marteinn Geirsson eftir leikinn. „Það mátti ekki koma við þá án þe ss að þeir vældu og veinuðu, og alltal' fcngu þeir eitthvað út á það hjá haunanum, sem dæmdi." —klp— var rétt val hjá mér get ég ekki dæmt um, en eitthvað varð ég að gera. Þetta var minn annar lands- leikur, og i þessum eina leik fékk ég jafnmörk mörk á mig og i átta siðustu leikjunum með Fram I 1. deildinni. Er það óskemmtileg til- hugsun ofan á allt annað”. —klp— Eins og þeir hefðu j unnið heimsmeistarana SKfk var gleðin í norska klefanum eftir sigurinn yfir íslandi á Brann Stadion Það hefði mátt halda að Norðmennirnir hefðu verið að sigra sjálfa heimsmeistarana — slikur var fögnuðurinn i búningsklefa þeirra, þegar við komum þang- að eftir leikinn. Þar var sungið og menn ljóm- uðu af ánægju yfir sigrinum og kepptust við að segja sögur af afrekum sinum i leiknum. Fyrirliðinn, Svein Kvia, var þó rólegur að vanda, og hans álit á leiknum var þetta: „Þessi leikur var betri en leikurinn á Islandi — meiri knattspyrna i honum — sér- staklega af hálfu Islendinganna. Ég var farinn að óttast þá undir lokin — sérstaklega Jóhannes Eð- valdsson — og það er ekki gott að segja, hvernig þetta hefði farið, ef hann hefði leikið svona framar- lega allan timann. Sama sögðu báðir þjálfararnir, en þeim fannst leikurinn hafa verið „töff”, en þó hafi norska liðiðhaft betri tök á leiknum þar til undir lokin. Báðir voru þeir hrifnir af Jóhannesi, Marteini Geirssyni og Guðgeiri Leifssyni, en fannst islenzka liðið skorta enn mikið upp á i knattmeðferð — sér- staklega framlinumennina. Þetta væri allt of tilviljunarkennt hjá þeim og of mikið hugsað um að gera hlutina sjálfir i stað þess að spila á næsta mann”. —klp— JÓHANNES HEIMSÆKIR CELTIC UM HELGINA! „Það er mjög liklegt, aö ég skreppi yfir til Skotlands um helgina og verði þar eitthvað fram i næstu viku hjá Celtic i Skotlandi”, sagði Jóhannes Eð- valdsson, er við spjölluðum við hann eftir landslcikinn i gær- kvöldi. „Þeir hafa boðið mér að koma og vilja gera mér tilboð, og hef ég verið að hugsa um að nota friið hjá Holbæk þessa dagana og heimsækja þá. Hvortég tek tilboði þeirra veit ég ekki — það eru einnig önnur undir koddanum, sem ég þarf að kanna betur — bæði frá Belgfu, Hollandi og Vestur-Þýzka- landi.” —klp— Erik Johannessen markvörður norska liðsins hafði mun meira að gera í markinu en kollegi hans i hinu markinu — Árni Stefánsson — hér ver hann eitt skot i leiknum með þvi að kasta sér endilöngum. Ljósmynd Bjarnleifur. Tony Knapp: Þetta voru gefin mörk! „Við gefum aldrei svona mörk aftur”, sagðiTony Knapp þjálfari islenzka landsliðsins, er við töl- uðum við hann eftir leikinn I gær- kvöldi i Bergen — en þá var hann aðeins farinn að jafna sig. „Það var vörnin, sem brást i þessum leik. Hún var óörugg og gerði mistök og var hegnt fyrir það með þrem mörkum, sem aldrei hefðu þurft að koma, ef hún hefði leikið eins og húnhefur gert i siðustu leikjum. Norðmennirnir náðu aldrei að spila sig almennilega i gegnum hana, en hún gaf þeim i staðinn færi á ódýrasta hátt. Ég var einnig óánæðgur með dómarann — þetta var heima- dómari, sem ekki þorði að dæma á þá, eins og t.d. þegar Jóni Alfreðssyni var brugðið innan vítateigs — .... það var öruggt víti”. —klp— Mikill darraðardans var inni I vitateig Norðmanna siðustu mínútur leiksins, en þá sótti islenzka liðiðán afláts. Hér er allt á fullri ferð, en boltinn fór ekki i mark- ið þrátt fyrir þrjár skottilraunir i þessari þvögu. Ljósmynd Bjarnleifur. tfás .fasa Érwl S mm , BBB ■■ Ba 1 VOi ■ w® ■ að m ɧ m íslenzka vörnin brést þrisvar í leiknum við Norðmenn og það kostaði þrjú mörk tvö góð mörk fengust til baka, en þar með rauk olympíudraumurinn islenzka liðið i knattspyrnu fékk „mjúka magalendingu” eftir að hafa verið i skýjunum s.l. niu mánuði, þeg- ar þaötapaði siðari leiknum við Norð- menn á Brann Stadion i Bergen i gær- kvöldimeð þrem mörkum gegn tveim- ur. Þetta var fyrsti tapleikur liðsins siðan i október i fyrra — fimm leikir þar sem eru tveir unnir og þrjú jafn- tefli. Að þessu hlaut að koma, en það var ástæðulaust i leiknum i Bergen i gær. Þrjú slæm mistök i vörn islenzka liðs- ins kostuðu öll mörk — og það mörk af ódýrari gerðinni. Menn bjuggust siðast við þvi af öllu, ið vörn islenzka liðsins, sem segja má að hafi verið bæði sverð þess og skjöldur i undanförnum leikjum, mundi bregðast svona oft i einum leik. En þvi miður gerði hún það, og það kostaði tap, og um leið hverfandi möguleika á að komast i lokakeppni olympiuleikanna i Montreal i Kanada næsta ár. Eini möguleikinn, sem liðið á — og hann er litill —er að sigra Sovétrikin i báðum leikjunum, sem eftir eru, og um leið að vona, að þau sigri i báðum leikjunum við Noreg, þannig að ís- lendingar hljóti 5 stig, Sovétmenn 4 og Norðmenn 3 stig!! Þaðvar sýnilegt á uppstillingu liðs- ins, sem byrjaði leikinn i gær, að leggja átti mikla áherzlu á vörnina og reyna siðan að nýta tækifærin, sem sköpuðust, með hraðaupphlaupum. Þetta gekk i byrjun — Teitur Þórð- arson skoraði gullfallegt mark eftir fyrirgjöf frá ólafi Júliussyni á 13. min- útu leiksins — mark, sem fékk á þriðja hundrað Islendinga, sem voru á leikn- um, til að dansa um af gleði, en Norð- menn til að horfa undrandi hver á ann- an. En brúnin á þeim lyftist aftur, þegar islenzka vömin gleymdi að fara fram á móti Sigbjörn Slinning þrem minút- um siðar og hann gat óhindraður lagt fyrir sig boltann og skotið á markið, án þess að Ami Stefánsson hreyfði legg né lið i markinu. 1 siðari hálfleik byrjuðu okkar menn vel — áttu tvö þrjú tækifæri — það bezta, er Jón Alfreðsson komst einn i gegn, en var brugðið innan vitateigs, þegar hann ætlaði að fara að skjóta. Hinn danski dómari leiksins, sem sýnilega hafði fengið einhverja „til- kynningu” um, að islenzka liðið léki ruddalega og gróft, var þarna ekki samkvæmur sjálfum sér — sleppti grófu broti Norðmannsins og lét leik- inn halda áfram. í blaðamannastúkunni voru allir sammála um, að þetta hefði verið vitaspyrna, og á sjónvarpsmynd, sem sýnd var eftir leikinn — og undirritað- ur horfði á ásamt dómaranum og norsku leikmönnunum — voru menn sammála þvi.„. allir nema dómarinn að sjálfsögðu!! Gisli Torfason átti mikla sök á öðru marki Norðmanna, sem kom á 10. min i siðari hálfleiks. Hann var að gaufa með boltann — lét taka hann af sér á auðveldan hátt —og úr þvi var skorað. Gabriel Höyland skoraði markið og fékk ágæta aðstoð frá islenzku varnar- mönnunum, sem sendu boltann siðasta spölinn i markið. Þar með var staðan 2:1 fyrir Norð- menn, og rétt á eftir var hún orðin 3:1 fyrir þá. í þetta sinn missti vörnin boltann — Helge Skuseth náði honum og komst upp að marki, þar sem Árni Stefánsson kom út á móti, en Norð- maðurinn sendi örugglega fram hjá honum I netið. Þegar hér var komið sögu, gerði Tony Knapp það, sem hann átti að gera löngu fyrr I leiknum. Hann tók Grétar Magnússon út af, setti Björn Lárusson i bakvarðarstöðuna, Gisla Torfason i miðjuna og Jóhannes Eð- Danski dómarinn: „Ekki eins grófír og mér var sagt „Þetta var erfiður leikur að dæma — allt of mörg óþarfabrot og harka,” sagði danski dómarinn Edgar H. Pedersen, er við náðum tali af honum eftir leikinn. „tslendingarnir léku allt of fast til að byrja með, en þó ekki eins gróft og mér hafði verið sagt og norsku blöðin sögðu eftir leikinn á tslandi. Þeir eru stórir og sterkir og leika góðan fótbolta — þegar þeir sleppa hörkunni — og mun betri en ég hef II séð islenzkt landslið leika áður.” Það kom bezt i Ijós i lok leiksins, enda urðu Norðmennirnir þá hræddir, það bæði heyrði ég og sá. Sérstaklega óttuðust þeir Jóhannes 'Eðvaldsson, og skil ég þá vel, þvi það er maður, sem allir geta óttazt á knattspyrnuvellinum. Auk hans fannst mér vera beztir I islenzka liðinu þcir Jón Alfreðsson og Guðgeir Leifsson, en sá síðar- nefndi mætti þó vera fljótari.” —klp— valdsson fram. Þessi uppstilling var góð — svo góð, að Norðmenn misstu öll tök á leiknum og íslendingarnir sóttu án afláts. En boltinn vildi ekki i netið fyrr en á 43. min. hálfleiksins. Guðgeir Leifsson tók þá mjög góða aukaspyrnu — eina af fáum, sem islenzka liðið fékk i leiknum — sendi á Jóhannes Eðvalds- son, sem stökk hærra en allir upþ við markið og skoraði. Það er ekki hægt að segja, að is- lenzka liðið hafi beint verið lélegt — en betra hefur það verið i siðustu leikjum en þetta. Fyrir utan mistökin stóru var vörnin sæmilega þétt — Norðmennirn- ir komust örsjaldan I opin tækifæri — en samt vildi hún opnast óþarflega á köflum — sérstaklega vinstra megin. Á miðjunni bar mikið á Jóni Alfreðs- syni — hann vann vel og byggði upp, enda hafði hann góðan tima til þess þarna að gera ýmislegt. 1 framlinunni bar mest á Matthiasi Hallgrimssyni, enhann var klaufskur og gaf ekki bolt- ann nema þá of seint eins og tvivegis kom fyrir á lokaminútunum — þegar aðrir stóðu betur að vigi en hann. Annars er ekki hægt að segja, að neinn af okkar mönnum hafi borið af öðrum — þetta var jafnt og án nokkurs glansa hjá einum né neinum. —klp— „Ekki eins gott og í Magdeburg í fyrra" — sagði dómarinn sem dœmdi leikinn þar, Norðmaðurinn Sven Inge Thime, sem var á leiknum í Bergen í gœrkvöldi „Einn þekktasti Iþróttafrétta- maður Noregs, Svein Inge Thime, sem jafnframt er einn bezti knattspyrnudómari Norðmanna, var á leiknum i Bergen I gær — sem fréttamaður fyrir blað sitt i Stavanger. Hann dæmdi landsleik Austur-Þýzkalands og Islands i Magdeburg i fyrra og er þvi nokkuð vel dómbær á islenzka liðið eins og það lék þá og i leikn- um i gær. „Það var allt annað að sjá liðið núna eða að sjá það i Magde- burg” sagði hann. „Núna var vörnin óörugg og gerði slæm mis- tök — eins og t.d. i tveim siðustu mörkunum. Það var kraftur i liðinu þegar það lék i Magdeburg og menn börðust allan timan en nú var ekki sami neistinn og þá.” — Hvað fannst þér um danska dómarann? „Mér var sagt að hann hafi ver- ið betri en sá, sem dæmdi leikinn á íslandi, og ef svo er, þá hefur sá verið slakur. Hann lét norsku leikmennina leika á sig með þvi að þykjast hafa'orðið fyrir barð- inu á Islendingunum — og það allt of oft i leiknum fyrir mann, sem er millirikjadómari. Þetta var svo augljóst hvað eftir annað. Vegna þessa varð ósæmræmi i dómum hans og Islendingarnir töpuðu á þvi — enda ekki i þeim að vera með neinn leikaraskap — hvorki núna né þegar ég dæmdi hjá þeim i þessum fræga leik i Magdeburg i fyrra.” —klp— Siðasta mark islands I lands- leiknum við Noreg á Brann Stadion I uppsiglingu. Jóhannes Eðvaldsson — með númer 6 á bakinu — stekkur upp og skallar. Augnabliki siðar lá knötturinn i netinu hjá Norðmönnum. Ljós- mynd: Bjarnleifur. Ánœgður ef víð sleppum // •// með jafntefli fró iskrndi sagði rússneski „njósnarinn" á landsleiknum í Bergen — þjálfari Spartak og olympíulandsliðs Sovétrikjanna, Anatoli Korshunov Njósnari Rússa — með upp- tökuvélar og allt tilheyrandi — var þjálfari rússneska olympiu- landsliðsins og jafnframt þjálfari Spartak Moskva — Anatoli Korshunov. Við náðum tali af honum þegar hann var að ganga frá dóti sinu og fengum hann til að segja nokkur orð. „Hvað á ég að segja? — Þetta var sæmilegur leikur og ekki mikið meir en það. Norðmennirn- ir eru flinkari en Islendingarnir en ekki eins likamlega sterkir og grimmir. Ég óttast ekki leikina við Norð- menn, en aftur á móti getur leik- urinn við ísland I Reykjavik orðið erfiður. Ég verð ánægður að sleppa þaðan með jafntefli 0:0. Það sem við fljótum á núna er að enginn veit neitt um okkur, en við allt um ykkur og Norðmenn. En hvort það nægir til að koma okkur til Montreal veit ég ekki — en þó held ég að svo verði!’ —klp— / iii \ jhb—aLMyiiJHi j io © King Fe«tu/f Syndicate, lnc„ 1974. Woild nghtt te»erved. * ' ^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.