Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Vlsir. Mánudagur 28. jlíli 1975.


• - arr'fNf'%:
Skagomenn púður-
lausir án Matta!
Töpuðu 1:0 fyrir FH í Hafnarfirði - nokkuð sem emjum
kom ttl hugar eftir 7:1 sigur þeirra i fyrri leiknum
Ekki voru það kátir karlar, setn
héldu heimleiðis upp á Akranes
eftir viðureign FH og 1A I Kapla-
krika á laugardaginn. Engan skal
undra, þótt Skagamenn væru dá-
Htið súrir I bragði. í fyrri leik
þeirra við FH uppi á Skipaskaga
vannst yfirburðasigur, svo flestir
álitu, að FH-ingar yrðu þeim auð-
veld bráð I þeim seinni, en það fór
— eins ogoft Iknattspyrnunni — á
annan veg. FH-ingar gengu með
sigur af liólmi, skoruðu eitt mark,
sem tryggði þeim bæði stigin og
bætti mjög stöðu þeirra I 1. deild-
iiiui, og hafa nú hlotið 9 stig.
Hermann Gunnarsson marka-
kóngurinn mikli skoraði sitt
fyrsta mark 11. deild I ár I leikn-
um gegn Viking á föstudags-
kvöldið. A efri myndinni hefur
hann auga á boltanum og á
þeirri neðri þenur boltinn net-
möskvana. Valur sigraði I leikn-
um. 2:1. Ingi Björn Albertsson
skoraði annað mark Vals, en
Stefán Halldórsson mark
Vikings.
Ljósmyndir: Jim.
En Akurnesingar fengu þó að-
eins smyrsl á sárin. Framarar,
þeirra skæðustu keppinautar,
töpuðu einnig sínum leik við
Eyjamenn, en sælt er sameigin-
legt skipbrot stendur einhvers
staðar. Hjátrúarfullir knatt-
spyrnuunnendur telja, að tala
stiganna, sem toppliðin hafa hlot-
ið, eigi sinn þátt i óförunum, — en
bæði hafa hlotið 13 stig, — tölu,
sem mörgum liðum hefur reynzt
erfitt að yfirstiga I 1. deildinni og
svo ætlar einnig að reynast nu.
En svo allri hjátrú sé sleppt, þá
hljóta þeir Ólafur Danivalsson
miðherji og Gunnlaugur Gunn-
laugsson markvörður að teljast
hetjur dagsins hjá FH. ólafur
fyrir sitt eina mark, — sigur-
markið — á fyrstu mlnú'tu og
Gunnlaugur fyrir góða frammi-
stöðu I markinu i sinum fyrsta
leik, og er þar áreiðanlega mjög
gott markmannsefni á ferðinni.
Fæstir áhorfenda höfðu trú á
þvi, að hið óvænta mark ólafs
Dan. strax i upphafi yrði eina
mark leiksins, en FH-ingar hafa
mí greinilega, rétt eins og hin lið-
in, lært þá kúnst að þjappa sér I
KR-ingar í „kjallaranum
í 1. deild eftir helgina
ii
vörnina, þegar staðan er þeim i
hag og verjast siðan af öllum Hfs
og sálar kröftum til að halda
fengnu forskoti. I tæpar 89 minút-
ur gáfu þeir Skagamönnum aldrei
færi á að setja „spilamaskinuna"
I gang og sjálfir létu þeir allar
skipulagðar sóknaraðgerðir lönd
og leið, — sendu knöttinn fram
völlinn, iðulega án þess að nokkur
væri þar til staðar til að taka við
honum.
Akurnesingar reyndu án afláts
að jafna metin. En á mölinni i
Kaplakrika voru þeir nánast eins
og þorskar á þurru landi og þar
við bættist, að Matthias Hall-
grlmsson var I leikbanni, en án
hans var framlinan eins og púð-
urlaust skothylki, — allt „klikk-
aði", þegar mest á reið, en þeir
Karl Þórðarson, Arni Sveinsson
og siðast en ekki sizt Teitur Þórð-
arson áttu allir mjög góð færi á að
jafna metin, en mistókst illa. ÍA-
vörnin getur skrifað markið á
sinn reikning, a.m.k. þrir stóðu
eins og steinrunnir, þegar Ólafur
fékk knöttinn og skoraði.
Aftasta vörn FH átti stærstan
þátt i sigrinum, með þá Janus og
Magnús sem traustustu menn, en
einnig áttu þeir Logi Ólafsson og
Jón Hinriksson mjög góðan leik.
Dómarinn, Guðmundur Haralds-
son, leysti sitt verkefni vel af
hendi. Ekki voru Skagamenn
samt ávallt sáttir við úrskurði
hans og fengu þrir þeirra að sjá
gula spjaldið.
EG/emm
Keflvlkingar eru aftur komnir I
toppbaráttuna, eftir sigur yfir
KR-ingum 4:2 á Laugardalsvell-
inum I gærkveldi. Að tlu um-
ferðum loknum hafa þeir hlotið
ellefu stig, aðeins tveimur færri,
en efstu liðin, Fram og 1A, sem
forustu hafa með 13 stig hvort
félag. Staða KR-inga er orðin
Iskyggileg. Farið er að slga á
seinni hluta keppninnar og þeir
sitja nú einir eftir á botninum,
með sjö stig. Tony Knapp ætlar
ekki að ganga eins vel með þá og
landsliðið.
„Sóknin er bezta vörnin", er
þekkt spakmæli úr knattspyrnu-
heiminum og i anda þess léku
KR-ingar i gærkveldi. Auðvitað
hafa þeir ætlað að sanna þá kenn-
ingu, en raunin varð allt önnur.
Þeir sóttu en IBK skoraði mörkin,
— náði um tima þriggja marka
mun, 4:1 en KR-ingar skoruðu að
lokum úr umdeildri vitaspyrnu,
sitt annað mark.
STAÐAN
2. DEILD
Staðan I 2. deild eftir leikina um
helgina:
Haukar —Þróttur           1:1
Völsungur — Armann        1:1
Reynir A —Selfoss          1:1
Víkingur Ó —Breiðablik      0:2
Breiðablik     10 9 0 1 38:6
Þróttur        10 8 1 1 21:8
Armann       10 5 3 2 16:9
Selfoss        10 4 4 2
Haukar        10 3 1 6 13:19
Reynir A      10 3 1 6 12:14
Völsungur     10 1 3 6
Vlkingur Ó     10 0 1 9
Markhæstu menn:
Hinrik Þórhallsson, Breiðabl. 11
Sumarliði  Guðbjarts>-. Selfoss 10
Ólafur Friðriksson Breiðablik 8
Þorvaldur í. Þorvaldsson Þrótti 7
KR-ingar hófu leikinn af mikl-
um krafti, Hkt og gegn Val.
Ætluðu þeir sýnilega að koma
IBK I opna skjöldu, en varnar-
múrinn var traustur fyrir og gaf
sig hvergi, Gisli Torfason og
Einar Gunnarsson, miðverðir,
slepptu ógjarnan nokkrum knetti
fram hjá sér i leiknum öllum.
Einar lét sig heldur ekki muna
um að fylgja vel eftir I skyndiupp-
hlaupum IBK og það var hann,
sem kom Keflvikingum á bragðið
með glæsilegu marki af um 20
metra færi á 17. mínútu.
Halldór Björnsson reyndi að
keyra KR-liðið áfram I sókninni,
og sköpuðust nokkur góð tækifæri
fram að hléi, þar sem skothæfnin
brást eða IBK vörnin bjargaði, oft
á elleftu stundu, eins og þegar
Astráður bakvörður var neyddur
til að skjóta hörkuskoti, rétt
framhjá eigin marki, — upp á von
og óvon.
Ekki voru liðnar nema örfáar
minútur af seinni hálfleik, þegar
Keflvikingum var dæmd vita-
spyrna. Aðdragandinn var sá, að
Hilmar Hjálmarsson, sem vex
ásmegin með hverjum leik,
brauzt fram miðjuna, knötturinn
barst fyrir markið, til Steinars,
sem reyndi skot. Magnús mark-
vörður KR var kominn úr jafn-
vægi, en náði þó aðeins að snerta
knöttinn, en ekki hefta för hans
áleiðis i markið. Halldór Björns-
son sá sitt óvænna, varpaði sér
glæsilega e'ins og þaulvanur
markvörður og gómaði knöttinn á
marklinunni. Steinar Jóhannsson
skoraði siðan úr vitaspyrnunni,
2:0
KR-ingar létu samt engan bil-
bug á sér finna þrátt fyrir mót-
lætið og hertu sóknina. Eftir
stanzlausan darraðardans I vlta-
teig IBK tókst Ólafi Ólafssyni,
miðverði, loks að skora með
fallegri kollspyrnu ur horni.
fyrra mark KR-inga, án þess að
Þorsteini ólafssyni tækist að
verja.
Litlu siðar munaði minnstu, að
Guðmundi Yngvasyni tækist að
jafna metin. Hörkuskot hans af
löngu færi hafnaði I þverslá, án
þess að Þorsteinn hreyfði legg né
lið til varnar.
Seint i fyrri hálfleik var Grétar
Magnússon, dugnaðarforkurinn
mikli, tekinii út af. Var hann sýni-
lega ekkert ánægður með þá ráð-
stöfun og mörgum þótti hæpið að
setja inn á i staðinn Friðrik
Ragnarsson, gamalkunnan leik-
mann, sem ekki hefur leikið með
meistaraflokki alllengi. En þessi
ráðstöfun átti eftir að bera ávöxt.
Tvö seinni mörk IBK skoraði
Friðrik, — að visu með dálitilli
heppni, var á réttum stað eftir
grófleg varnarmistök KR-inga og
renndi knettinum af öryggi I
netið.
Sænski dómarinn, sem dæmdi
Ísland-Noregur, sællar minn-
ingar, fékk heldur betur orð I eyra
fyrir vitaspyrnuna, sem hann
dæmdi á Gisla Torfason. Annað-
hvort eru isl. áhorfendur mjög
glámskyggnir — eða þá að sá
sænski hefur haft rétt fyrir sér
eftir allt saman. Tvivegis siðan er
búið að dæma vitaspyrnu á þenn-
an sama Gisla, án þess að brotið
sé augsýnilegt og það gerði
Bjarni Pálmarsson einmitt I gær-
kveldi. úr vitaspyrnunni skoraði
Atli Þór Héðinsson, svo lokatölup
leiksins urðu 4:2. Bjarni stóð sig
vel i dómarahlutverkinu fram
undir hið síðasta, að úthaldsleysið
fór að há honum.
Þrátt fyrir flughálan völl, sem
minnti meira á skautasveíl en
knattspyrnuvöll, var leikurinn
hinn skemmtilegasti á að horfa og
menn höfðu furðugott vald á
knettinum á moldarflákunum,
sem sýnilega vöktu athygli svip-
brigðalausra Rússa, sem komu
og virtu völlinn fyrir sér fyrir
miðvikudagsátökin.     —emm
STAÐAN
1. DEILD
Staðan 11. deild eftir leikina um
helgina:
Valur —Vikingur
FH — Akranes
tBV—Fram
KR—Keflavlk
Akranes
Fram
Keflavlk
Valur
Vlkingur
FH
tBV
KR
10 5 3
10 6 1
10
10
10
10
10
10
2:1
1:0
2:0
2:4
18:10 13
11:6 13
12:10 11
13:12 10
12:10  9
7:16 9
10:15  8
8:12  7
Markhæstu menn:
Örn Óskarsson IBV 7
Guðmundur Þorbjörnsson Val 7
Matthias Hallgrimsson Akran. 6
Steinar Jóhannsson ÍBK 5
Atli Þór Héðinsson KR 4
Teitur Þórðarson Akranes 4
Skil ekki hvað
þeir vilja iþessu!
7:21
4:31
Þjálfaðar hendur Munda leika um
styttuna og al't I einu...

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20