Tíminn - 15.09.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.09.1966, Blaðsíða 1
EFTIR ÚRSUT Á mvndinni sjást nokkrir Vietnani-búar virða fyrir sér töflu með úrslitum nýafstað. inna kosninga í landinu. Slík um töflum var komið víða fyrir enda var stjórnin í S-Vietnam mjög ánægð með kosningaþátt tökuna, en Vietcong ber upp á stjórnina ógnanir og valdbeit ingu til að fá fólkið á kjörstað. í gær Iýsti Vietcong því yfir, að eftir að Ameríkanarnir hefðu verið reknir úr landinu yrðu haldnar frjálsar og lýð- ræðislegar kosningar, sem myndi ekki eiga neitt skylt við skrípaleikinn á sunnudaginn. Hins vegar sögðu formælendur hins nýkjörna þings, að kosn- ingaúrslitin bæru vott um póli- tíkst hugrekki vietnömsku þjóð arinnar. 1. SKYRSIA TIL IGÞ—Reykjavík, miðvikudag. í dag barst Tímanum fyrsta skýrsla Efnahagsstofnunarinnar til Hagráðs um ástand og horfur í efnahagsmálum. Skýrslunni er skipt í 8 kafla auk inngangs. Fjall að verður sérstaklega um þessa skýrslu í greinum, sem Ólafur R. Grímsson, hagfræðingur og full trúi í Hagráði, skrifar í Tímann á laugardag og þriðjudag. Er les endum bent á, að skýrslan fæst í bókabúðum, ef þcir vilja hafa hana við höndina, þcgar greinarn ar birtast. Samkvæmt lögum um Fram- kvæmdasjóð, Efnahagsstofnun og Hagráð. pem sett voru á síðasta Alþingi (nr. 66, 13. maí 1966), skal Efnahagsstofnunin leggja fyr ir Hagráð skýrslú u'm ástand og horfur í efnahagsmálum tvisvar á ári. Fyrsta skýrslan af þessu tagi var lögð fram á fyrsta fundi Hag ráðs 3. ágúst s. 1. Efni skýrslunn ar var síðan rætt á fjórum fund um ráðsins í ágústmánuði. Kaflarnir í skýrslunni nefnast Hagvöxtur, Hagur atvinnuveganna Þróun atvinnutekna launþega, Þróun kaupgjalds, Þróun verðlags. Verðmætaráðstöfun og jafnvægið út á við, Stefnan í efnahagsmálum, Viðhorf í efnahagsmálum. ERHARD SNYST GEGN VERDBÓLGUÞRÓUNINNI Dr. Ludwig Erhard NTB-Bonn, miðvikudag. Dr. Ludwig Erhard, kanslari j V-Þýzkalands Iagði í dag fyrir sambandsþingið í Bonn frum varp stjórnarinnar til nýrra laga um aðgerðir í efnahagsmálum. Frumvarpið miðar að því, að dreg ið verði úr opinberum útgjöldum, komið í' veg fyrir aukna hækkun verðlags og stefnt að arðbærri fjárfestingu. f ræðu, sem dr. Erhard flutti NTB-Kennedyhöfða, miðvikud. Bandarísku geimfararnir Pete Conrad og Richard Gordon fóru í dag í geimfari sínu Gemini-11 í n?er helmingi meiri fjarlægð frá iörðu, cn til þessa hofur tekizt. Þegar geimfarið rann inn á hina nýju braut, hrópaði Conrad í senditæki sitt: Stórkostlcgt, ég hef allan hinn vestræna heim fyrir augum mér! Geimfarið fór í 1367 km fjar- lægð frá jörðu, en áður hafði Gem ini 10 komi;». í 764 km fjarlægð. af þessu tilefni, beindi hann þeim eindregnu tilmælum til þingsins að það samþykkti lögin eins fljótt og auðið yrði, svo að komizt yrði hjá þeirri óæskilegu þróun, sem orðið hefði í mörgum löndum und anfarið. Ég þarf ekki að nefna nöfn í því sambandi, sagði dr. Erhard. Stjórnin óskar ekki, að ástand ið verði þannig, að hún neyðist til kaup- og verðbindingar, en Til þess að ná þessari fjarlægð voru notaðir hreyfiar Agena-eid- flaugarinnar, sem geimfarið er fast við. Þegar geimfarið kom aftur inn á fyrri braut, sína, stakk Gordon höfðinu út um lúguna á stjórn klefanum, og tók litmyndir af „himni og jöfð.“ í dag skýrði Conrad vísinda- mönnum á Kennedyhöfða frá því að mælar sýndu litla geislun í van Allen-beltinu. en hingað tii hafa menn óttazt, að geislunin kynni mikið hefur verið rætt um, að stjórnin myndi stíga slíkt skref. Dr. Erhard hefur þe^ar stuðn- ing flokks síns, Kristilegra demó krata, að baki sér, en til þess að frumvarpið verði að Iögum, þarf það % hluta atkvæða, þar sem hér er um stjórnlagabreytingu að ræða. Dr. Erhard sagði í ræðu sinni, að frumvarpið miðaði ekki einung Framhald á bls. 14. að vera geimförum hættuleg. Þeg ar John Young, sem fylgdist með ferðinni í rannsóknarstöðinni á Kennedyhöfða, heyrði þessi um- mæli Gordons, sagði hann: Það lítur út fyrir, að maður sé örugg ari þarna uppi en að gangast und ir röntgenrannsókn hérna niðri! Gordon stóð í tvær klukkustundir og tíu mínútur með höfuð og herðar út úr geimfarinu og tók myndir i ákafa. Aðeins seitt angr aði gcimfarana í dag, ag var það Framhald á bls. 15. VANTAÐI „ VINNUKONUR" Lesmál alls er tæpar 40 síður. í skýrslunni eru 32 töflur um ýmsa þætti efnahagslífsins. Varpaði laumu- farþega í sjóinn? NTB-Aþenu og Bremen, miðv. Skipstjóri á flutningaskipi frá Bremen í V-Þýzkalandi var i dag kyrrsettur í Pireus, hafn arborg Aþenu, vegna gruns um að hann hafi kastað tveim laumufarþegum á skipi sínu fyrir borð undan eynni Krít. Skipstjórinn sem heitir Bernd Stueven, hefur við yfir heyrslur kveðið rétt vera, að tveir laumufarþegar hafi verið settir í sjóinn nokkur hundruð metra frá eynni, en það hafi verið gert samkvæmd beiðni þeirra. Hafi báðir mennirnir verið með björgunarbelti. Að- eins annar þeirra varð til frá- sagnar um atburð þennan og kvað hann það hreint ekki hafa verið ósk þeirra félaga að yfir gefa skipið á þennan hátt. Hafi þeim hreinlega verið hent fyr ir borð. Vart varð við laumufarþeg- ana á leiðinni milli Beirut og Alexandríu, en þeim var neit að um landgöngu í Egypta landi. Hafi þeir þá beðið um að vera settir á land á Krít, og var orðið við beiðninni á áður nefndan máta. Skipið hélt leiðar sinnar án skipstjórans í dag. HÆSTARÉTTAR- DÓMURINN í HANDRITAMÁL- INU í NÓVEMBER Aðils-Khöfn, miðvikudag. Danska stjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að K. B. Ander sen, menntamálaráðherra skipaði nefnd til undirbúnings ýmissa tækni- og formsatriða í sambandi við afhendingu íslenzku handrit- anna. I nefndinni munu eiga sæti Axel Nielsen. dómsmálaráðherra, Lars P. Jensen, viðskiptamálaráðherra. Per Hækkerup, utanríkisráðherra. auk menntamálaráðherrans. Búizt er við að hæstaréttardóm ur í handritamálinu muni falla um miðjan nóvember og ef allt fer samkvæmt áætlun verður geng ið formlega frá afhendingúnni með viðhöfn hér á landi hinn 1. desömber næst komandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.