Tíminn - 10.11.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.11.1966, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 10. nóvember 196G 8 TÍMINN - í MINNING ÓEafur FriðliiarrBarson f dag verður Ólafur Friðbjarn- arson, Stóragerði 13, Reykjavík, jarðsunginn frá Fossvogskinkju. Hann fórst í eldsvoða í verzlunar- húsinu Kjörgarði 2. þ.m. Hafði hann gegnt húsvarðarstarfi þar frá því, að það hús var tekið í not eða í 7 ár. Ólafur var Þingeyingur, fæddur 26. febr. 1900 í Rauðuskriðu í Að- aldælahreppi. Foreldrar hans voru Friðbjörn Jónsson bóndi þar og kona hans Rósa Sigurbjarnardótt ir. Friðbjörn var sonur Jóns bónda ■fi Hofi og Eyri á Flateyjardal Ei- ríkssonar, bónda á Kambsmvrum og Hofi Jónssonar. Rósa var ættuð úr Fnjóskadal Sigurbjarnardóttir Bjarnasonar. Friðbjörn og Rósa byrjuðu bú- skap sinn á parti af Rauðuskriðu 1898. en fluttust þaðan 1901, að Kaðalstöðum í Hvalvatnsfirði i Grýutbakkahreppi. Þar bjuggu þau í átta ár við sára fátækt, því Friðbjörn missti heilsuna. Hann dó 1909 og tvístraðist þá fjöl- skyldan. Börnin voru níu er upp komust. Ólust þau upp hér og þar. Móðir þeirra gerði allt, sem í hennar valdi stóð, fyrir þau, en aðstaða einstæðingsmóður var önn ur á þeim tímum en nú, til að h fa mörg börn hjá sér. Rósa liíði til hárrar eUi- Hún andaðist árið 1960 hjá dóttur sinni, Guð nvju, húsfreyju þá að Klaustur- holum í Grímsnesi. Ólafur lenti í ýmsum vistum og misjöfnum á bernsku og æskuár um, en efniviðurinn í drengnum var góður og hann komst snemma vel til manns. Árið 1924 tók Ólafur höndum saman við þrjá bræður sína, Njál, Jón og Þórð, og systur sína, Guð- nvju, og hófu systkinin sem þá voru öll ógiít, búskap á jörðinni Sandhólum á Tjörnesi. Móðir þeirra fluttist þangað til þeirra. Jörðina tóku þau á leigu og bjuggu þar um skeið, — sum allt til 1932. Var ég bóndi á Tjörnesi á þessum árum og fagnaði komu hins unga fólks í sveitina, enda gerðist það góðir þátttakendur i félagslífi byggðarinnar. Við Ólafur Friðbjarnarson höfð um ekkert kynnzt fyrr en hann kom í Sandhóla, en _með okkur tókst þá vinsemd, er Ólafur rækti þar íbúðarhús úr timbri. En snemma sumars 1939 urðu þau fyr ir því óhappi, að íbúðarhúsið brann til kaldra kola og allt inn- búið. Börn björguðust með naum- indum. Var þetta mikið tjón. Um haustið brá Ólafur búi og fluttist með fjölskyldu sína norð ur til Húsavíkur. Keypti hann sér þar trillubát og gerðist sjó- maður um hríð. Árið 1941 réðist hann fastur starfsmaður hjá Kaupfélagi Þing- eyinga. Hafði á hendi utaabúð- arstörf og verkstjóm við skip<;af greiðslu og naut mikilla vinsælda við þau verk. Stundaði hann þessa atvinnu í áratug. Á þessu timabili var hann árum saman formaður Verkamannafélags Húsavíkur og um skeið átti hann þá sæti i mið stjórn Alþýðusambands íslands. Alltaf hafði hugur Ólafs staðið mjög til sveitabúskapar, og það mun hafa verið árið 1951, að hann keypti jörðina Heiðarbót í Reykjahreppi ásamt áhófn og fluttist þangað. Var ætlunin eian- ig að Brynhildur kona hans tæki að sér barnaskóla sveitarinnar, því hún er ágætur kennari, sem hefur sterka köllun til kennslustarfa. iVið barnaskólann í Húsavik var ihún kennari nálega áratug af þeim ttíma, er hún átti þar heima- Eftir að Ólafur kom i Heiðarbót itók hann kappsamlega til starfa ivið umbætur á jörðinni. En að ifjórum árum liðnum varð hann ■að hætta búskapnum- Konan var heilsubiluð og þurftj að vera •undir hendi sérfræðinga til lækn- inga. Þau fluttust til Reykjavíkur 1955. í Reykjavík hafa þau síðan átt heima- Ólafur stundaði fyrst smið- ar í Reykjavík og ýmsa vinnu svo sem afgreiðslustörf hjá Mjólkur- félagi Reykjavíkur — unz hann gerðist húsvörður í stórhýsinu Kjörgarði. Brynhildur kona Ólafs endur- heimti heilsu sína allvel og réðst sem fastur kennari hjá Reykja- víkurborg. Þau byggðu sér vand aða íbúð að Stóragerði 13. Brynhildur og Ólafur áttu barna láni að fagna. Þau eignuðust fjög- ur börn — tvo sonu og tvær dæt- ur. Ennfremur ólu þau upp tvær dætur af fyrra hjónabandi Bry.i hildar, þvj Ölafur var seinni mað- ur hennar. Þriðja bam (sonur) af fyrra hjónabandinu ólst upp é vegum föður síns. Börn Ólafs og Brynhildar i a!d- ursröð talin eru: 1. Hrafnhildur, gift Ásgeiri Torfasyni. Þau búa á Halldórsstöð um í Laxárdal í S-Þing- 2. Hanna Jórunn, gift Denny Penrod, sem er loftsiglingafræð- ingur í flugher Bandaríkjanna. Þau búa í Columbus, Ohio. 3. Þröstur, giftur Moniku Buttn er,, Hann er við hagfræðinám í Þýzkalandi. 4. Gnðmundur Páll, ógiftur, skólastjóri við Barna- og unglinga- skóla Blönduóss. Börn Brynihildar af fyrra hjóna bandi: 1. Guðrún Karlsdóttir, gift Huga Andreasen, sem vinnur hjá Raforkumálaskrifstofu ríkisins. Bú sett í Reykjavík. 2. Ásta Karlsdóttir, gift Rögn valdi Þorleifssyni sjúkrahúslækni í Neskaupstað. 3. Guðmundur Stefán Karlsson, vélstjóri, Reykjavík, giftur Odd- björgu Kristjánsdóttur. Ólafur var börnum sínum fram- úrskarandi umhyggjusamur og einnig fósturdætrum sínum, gerði þar engan mun á, enda unnu þær honum eins og föður. Var hann til hinztu stundar takmarkalaust fús til að taka á sig útlát og erfiði fyrir fólk sitt, ef með þyrfti. Hjónaband hans var mjög ástúð legt. Hjónin skildu hvort annað með ágætum vel. Er ósegjanlega mikill harmur kveðinn að vandamönnum hans við fráfall hans — og mikils missr. Samhryggist ég þeim innilega. Ólafur Friðbjarnarson stóö í mörgu og fékk margt að reyna um daga sína. Hann var óvenju lega fjölhæfur maður, verkdjaríur og áræðinn. Með hverju nýju við- fangsefni virtust nýir hæfileikar koma í ljós í fari hans. Hann var bjartsýnn og úrræðagóður mjög. Hann hefði getað haft sem kjör- orð þessar hetjulegu Ijóðlinur skáldsins: Stormur þurrkar segl i svip, þótt setji um stund í bleyti. — Og alltaf má fá annað skip.“ Ólafur Unni framförum í hví- vetna. Var félagslyndur og ótrauð ur til liðsemdar góðum málefn- um. Fljótur tii að rétta hjálpar- hönd, ef samferðamaður s'.óð höllum fæti. Hann var gleðimaður á goðri stund. orðfær og hafði til á seinni áruni að bregða fyrir sig ’jóða s-míði. Ólafur var ekki nema 66' ára, þegar hann dó. Það þykir núorð ið ekki sérlega hár aldur a ís landi. Og víst er um það, að hann áttí þrótt, lífsást og áhuga, sem enzt hefði til miklu lengri jarð vistar, ef eldsvoðaslysið hefði ekki að höndum borið. Kenning Jónasar Hallgrimsson- ar skálds var, að lengd mannsæv innar yrði ekki réttilega mæld í árum, heldur færi hún eftir því, hve mikið uaðurinn lifði. Samkvæmt þeirri kenningu lifði Ólafur Friðbjarnarson tvímæla laust lengi. Langminnug þökk okkar vina hans og samferðamanna fylgir honum til grafar. pt. Reykjavík, 10. nóv. 1966. Karl Kristjánsson Með nokkrum orðum langar mig til að láta í ljós þakklæti mitt til vinar míns Ólafs Friðbjarnar sonar, sem var húsvörður í Kjör- garði frá því að húsið var opnað fyrir tæpum 7 árum, og til dauða dags er hann lézt af slysfórum við skyldustörí Á þessum árum hefur samstarf okkar verið mjög náið, og við oft þurft að ráða sameiginlega fram úr ýmsum málum, og aldrei hefur borið minnsta skugga á okkar samstarf. Með því að starfræksla nussins Kjörgarðs er með nokkuð óvenpi- legum hætti, þar sem m. a. margar verzlanir eru á sama gólff.eti, án skilveggja — var frá upphafi Ijóst að vel þurfti að vanda vai a hús- verðinum. Fljótlega kom í ljós aö þotta val hafði heppnazt sérlega vei. Með sinni góðu greind og frá- bærum umgengishæfileikum, íokst Ólafi fljótt að haga máium svo að allir undu vel við. Menn fundu, að húsverðinum mátti treysta Smá vandkvæði sém fram komu í byrjun, með því að leigjendur voru óvanjr hinum sérstöku að- stæðum í þessu húsi — hurfu sem dögg fyrir sóiu, eftir að Ólafur hafði tekið á þessum vandamálum með þeirri festu, og þó mýkt, sem honum var lagin. Ólafur hafði ýmsa hæfjleika sem hann lét lítið á bera, nema í hóDi vina sinna. Til dæmis kom oft fyrir að hann laumaði að okkur, sem vel þekktum hann, hnittinni stöku um atburði dagsins, eða málefni, sem ofarlega voru á baugi. Ólafur hafði lífandi áhuga á þjóðmálum, og bar farsæld þjóð- ar sinnar í heild fyrir brjósti, en var laus við þröng eiginhagsmuna — eða stéttarsjóharmlð. Víðsýni hans og góðvild komu glögglega í ljós í þjóðmálaafstöðu hans — jafnt sem í allri hans framkomu og dagfari. Ólafur lét sér mjög annt um fjölskyldu sína. Fann ég oft á tali hans hlýhug hans í garð konu og bama og mikil gleði var honum velgengni sona hans við skólanám. Oft bámst í tal milli okkar Ólafs sameiginlegir átthagar okk- ar, norður í Þingeyjargýslu, og menn og málefni þar. Kunni hann frá mörgu að segja frá yngri ár- um. í þessu sambandi minnist ég ummæla, sem ég heyrði föður minn Friðrik j Efri-Hólum, við- hafa um Ólaf. Þau voru á þá lelð að hann hefði metið laf því meir sem hann kynntist honum betur, og nákvæmiega sama var mín reynsla af Ólafi. Ég votta konu hans, Brynhildi Jósepsdóttur, og bömum þetrra — sem svo mikils hafa misst — dýpstu samúð mína, svo og Sigur birni bróður hans, sem dyggi- lega hefur starfað með honam í Kjörgarði síðustu árin. Ég veit að eigendur verzlan anna og starfsfólk yfirleitt í Kjör garði saknar Ólafs og mundi taka undir þann þakklætisvott, sem é? hef reynt að tjá með þessum hr um. Kristján Friðriksson vel til æviloka- Árið 1928 fór Ólafur í Bænda skólann á Hvanneyri og útskrif- aðist þaðan vorið 1930. Halldór Vilhjálmsson skólastjóri bauð hon um að styðja hann til náms er- lendis. En Ólafur, sem þá var þrí tugur orðinn, taldi sig of gaml- an til þess að halda áfram skóla- göngu .Vann hann þerta sumar m. a við byggingu vita á Öndverðar- nesi og Straumnesi. Tók um haust ið á leigu hálfa jörðina Rekavik í Norður-fsafjarðarsýslu og gerð- ist gæzlumaður Straumnesvita. Gekkst hann strax fyrir stofnun búnaðarfélags í hreppnum og var trúnaðarmaður Búnaðarfélags ís lands þar um sveitir. Þarna vesturfrá kynntist hann eftiriifandi konu sinni Brynhildi Snædal Jósefsdóttur, bónda að Látrum í Aðalvík Hermannsson- ar. Hún var kennari að mennt- un. Þau ■riftust 6. okt. 1935 og hófu búskap saman að Iðavöllum : Aðalvík, en þar höfðu afi og amma Brynhildar búið: Hannes Sigurðsson og Jórunn Einarsdótt ir Sívertsen- Skömmu seinna fluttust svo Óiafur og Brynhildur að Tungu í Fljótum í sömu sveit. Hófu strax umbætur á jörðinni og byggðu SÍLDARSKÝRSLA FISKIFÉLAGSINS Sóldveiðarnar norðanlands og austan vikuna 30. okt. til 5- nóv 1966 \ í vikubyrjun var norðanstorm ur á miðunum og öll síldveiði skipin í höfn, en á þriðjudag var Ikomið sæmilegt veiðiveður og fengu þá mörg skip góða veiði. Á miðvikudag var veður gott til hádegis en þá tók að hvessa af SV og héldu þá skipin úl lands. Gott veður var svo á fimmtudag og fengu mörg skip þá góða veiði, en á föstudag hvessti af norðri og fóru flest eða öll skip til lands. Veður fór batnandi á laug ardag en fáir bátar voru komnir á miðin og fengu þeir einhverja veiði. Aðalveiðisvæði vikunnar var 55 —70 sjóm. undan landi í Norð- fjarðardýpi. Aflinn, sem barst á land í v:k- unni nam 26-243 lestum, - þar af fóru 1.888 lestir í frystingn og saltað var í 1.239 tunnur. Heildaraflinn í vikulok var orð inn 576058 lestir og skiptist þann ig eftir verkunaraðferðum: í salt 55.904 lestir, í fyrstingu 4.800 lestir, í bræðslu 515.354 lest- ir. Auk þess hafa erl skip landað 1.022 uppsölt. tunnum og 4.680 iestum í bræðslu Á sama tíma í fyrra var heild- araflinnn 426,228 lestir og skiptist þannig eftir verkunaraðferðum í salt 58,541 lest í frystingu 3.102 lestir, í bræðslu 364.585 lest ir. Helztu iöndunarstaðir era þess- ar: Lestir Reykjavík 35.062 Bolungavík 6634 Siglufjörður 24.091 Ólafsfjörður 6 491 Hjalteyri 10.022 Krossanes 16.240 Húsavík 4.260 Raufarhöfn 53.235 Þórshöfn 2.041 Vopnafjörður 31.246 Borgarfjörður eystri 7.188 Seyðisfjörður 141.768 Mjóifjörður 1.107 Neskaupstaður 85.804 Eskifjörður 60.842 Reyðarfjörður 33.388 Fáskrúðsfjörður 30.494 Stöðvarfjörður 9.137 Breiðdalsvik 7.965 Djúpivogur 10.187 Vestmannaeyjar 1.741 Lestir Akraborg, Akureyri 3.177 Akurey Hornafirði 1.495 Akurey Reykjavík 5 020 Andvari Vestmannaeyjum 580 Anna Siglufirði 2.096 Amar Reykjavík 5.860 Arnames, Hafnarfirði 1.569 Arnfirðingur Reykjavík 2.973 Árni Geir Keflavík Árni Magnússon Sandgerði Arnkell Hellissandi Ársæll Sigurðsson Hafnart Ásbjörn Reykjavík Ásþór Reykjavjk Auðunn Hafnarfirði Baldur Dalvík Barði Neskaupstað Bára Fáskrúðsfirði Bergur Vestmannaeyjum Bjarmi Dalvík Bjarmi II. Dalvík Bjartur Neskaupstað Björg Neskaupstað Björgúlfur Dalvík Björgvin Dalvík Brimir Keflavík Búðaklettur Hafnarfirði Dagfari Húsavík Dan Ísafirðí Einar Eskifirði Einar Hálfdáns Bolungavík Eldborg Hafnarfirði Elliði Sandgerði 1.582 5.307 1.028 2.446 6.150 4.571- 3.636 í.es-u 6.136 4.567 2.65I- 1.14! 5.82U 6-36* 293 3.276 2.926 1.07' 4.13 7.02- 77' 748 98s 5.008 4.65.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.