Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						hék
3MovgniMáb&mB
17. tölublað.
Sunnudaginn 3. mai 1931.
VI. árgangur.
Ástand  og  horfur
Þýskalandi.
Það er kalt og hráslagalegt. —
Þoka grúfir yfir húsamergð stór-
borgarinnar. Ryk og kolareykur
hafa myndað þjett ský, sem vefja
sig um turna og húsaþök. Mig
langar til að fá mjer göngu, eftir
langa innisetu, anda að mjer svölu
útilofti, en það er sem þokan og
reykskýin kæfi þessa löngun í fæð-
ingunni. Jeg reyni samt að verjast
þessum lamandi áhrifum umhverf-
isins. Strákhnokkar tveir ganga
hJæjandi fram hjá. Þá er sem
þróttur færist, í mig á ný. Jeg
greikka ósjálfrátt sporið í áttina
til Tiergartens, þar sem helst er
að leita nokkurs næðis fyrir há-
vaða ^ötulífsins í Berlín. Brátt
sje jeg hilla undir hávaxin trje
garðsins. Þau eru til að sjá sem
svartur veggur, er á víð og dreif
er rofinn af götum og strætum.
Jeg held inn í Siegesallee, þá
götu, *em lýst hefir verið sem
sögu Brandenburg og Prússlands,
höggvinni í marmara. Á báðar
hendur eru standmyndir þjoðhöfð-
ingja þessara landa frá elstu tím-
um fram til loka síðustu aldar,
og á hvora hönd þjóðhöfðingjan-
um getur að líta myndir tveggja
mestu manna hans stjórnarára. —
Hjer ríkja í sannleika minningar
liðins tíma. 1 dag er sem þokan
varpi einhverjum töfrahjúp yfir
þessar sögulegu kempur, engu lík-
ara en þær sjeu reiðubúnar að
stíga upp úr djúpi fortíðar, í þann
veginn að ganga íít í baráttu nú-
tímans. Nei, þokan blekkir og kem
ur ímyndunaraflinu á flug. Fortíð
I
Eftir Jón Gíslason, stud. philol.
sleppir því ekki, sem hún hefir
einu sinni gleypt. Vandamál nú-
tímans verða einungis leyst af
hans eigin börnum. — En hvað
er þetta? Standmynd eða lifandi
vera? Nei, þessi fátækLega kona
er í mótsögn við heiidaráhrif Sie-
gesallee. Hjer á hún ekki heima.
Jeg virði gömlu konuna fyrir
mjer, um leið og jeg geng fram
hjá. Tannlaus og kinnfiskasogin
er hún og andlitið rist djúpum
rúnum mæðu og mótgangi. Hún
stendur í djúpri lotningu fyrir
framan mynd Lúthers. Varir henn-
ar bærast eins og í bæn. Að end-
ingu signir hún sig og hverfur
mjer sjónum í þokunni. — Jeg
hefi gengið Siegesallee á enda og
kem fram á Platz der Republik.
Það glampar dauflega á gylt
skrautið á þaki ríkisþingsbygging-
arinnar, handan við torgið. Um
húsið heldur Bismarck vörð, það
er að segja risavaxið minnismerki
hans. Hefir það sem sje reist verið
beint fyrir framan ríkisþingið. —
Þykir sumum sem þar eigi það
tæplega heima, þar eð fáir hafi
beitt þingræðið meira gerræði en
einmitt Bismarck. En hvað sem
Bismarck kann að hafa gert í
fyrndinni, þá er eitt víst: Hann
lætur ekki framar neitt á sjer
bæra, þótt hann sje í allvígalegum
stellingum þarna uppi á fótstall-
inum. Það er á bak við Bismarck,
í húsinu á bak við hann, þar sem
nú er háð barátta um örlög þýsku
þjóðarinnar, að sumu leyti harðari
og tvísýnni en nokkru sinni áður.
II.
1 ríkisþinginu þýska eiga nú
sæti um 550 fulltrúar. Kemur einn
fulltrúi á hver 100 þúsund kjós-
enda, er neyta atkvæðisrjettar
síns. — Áður en við virðum fyrir
okkur flokkaskiftinguna verðum
við að líta um öxl, til þess að kyim
ast að nokkru orsökum þeim, sem
skapað hafa núv. afstöðu flokk-
anna hvers til annars, síðan „sósíal
demokratar" komust til valda, eft-
ir að keisarastjórninni var steypt
af stóli í ófriðarlok. Báru þeir og
sigur af hólmi í viðskiftum sínum
við kommúnista, er stofnað höfðu
til uppreisna víða í Þýskalandi.
Aðalstyrkur flokksins eru verk-
lýðsfjelögin. Flokkur þessi setti
sjer það markmið, þegar er hann
var kominn til valda að koma á
þjóðnýtingu framleiðslutækjanna.
I desember 1918 fórust Ebert, er
seinna varð fyrsti forseti þýska
lýðveldisins, svo orð : „Sósíaldemo-
kratar" eru staðráðnir í að koma
á þjóðnýtingu framleiðslutækj-
anna, svo ítarlega og skjótt og
mögulegt er. Hjer mega samt ekki
neinir skýjaglópar nærri koma.
Aðeins starf skipulagsbundinnar,
vísindalegrar nefndar getur fært
ass að marki í þessum efnum". —
Álit   fyrstu   þjóðnýtingarnefnda.t;
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 129
Blašsķša 129
Blašsķša 130
Blašsķša 130
Blašsķša 131
Blašsķša 131
Blašsķša 132
Blašsķša 132
Blašsķša 133
Blašsķša 133
Blašsķša 134
Blašsķša 134
Blašsķša 135
Blašsķša 135
Blašsķša 136
Blašsķša 136