Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1932, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1932, Blaðsíða 2
190 lesbók morgunblaðsins vísu í ábúð, en það er hreinasta rányrkja. Bærinn hefir staðið í °yði á vetrum og er nú orðinn svo tirörlegur, að ekki er hægt að búa í honum lengur. Hjálpast þar að viðhahlsleysi og rottugangur mik- iil. Hafa rotturnar grafið allan báeinn sundur. Kirkja var þarna fyrrum, en hún var lögð niður fyr- ir fjórum árum. Stendur þó húsið enn, ofurlítill kumbaldi iir timbri. Og nú ætlar ábúandi að búa í henni í sumar, hefir rifið vir heuni bekki, altari og prjedikunarstól og hefir bekkina fyrir rúmbríkur. — Túnið er komið í megna órækt og hefir ekki verið slegið alt síðast liðin sumur. Er það því ekki nema tímaspursmál hvenær Krýsuvík leggst algerlega í eyði, því að hvorki eigandi nje ábúandi munu hafa hug á því að byggja upp staðinn. Og þegar húsin eru fallin, getur enginn hafst þar við. í Stóra-Nýjabæ er bygging frem- ur ljeleg, en þó hefir ábúandi bygt þar baðstofu og mikið af penings- húsuim. Hann hefir nú búið þama í 37 ár samfleytt og komið þar upp 17 mannvænlegum börnum, 10 dætrum og 7 sonum. Þegar hann kom að Nýjabæ voru 8 bændur í Krýsuvíkurhverf- inu og var þá Krýsuvík enn höfuð- ból. En nú eru sem sagt allar jarðirnar komnar í eyði nema Nýi- bær. Jeg spurði hann hvernig á þessu stæði og sagði hann að jörð- inni hefði hrakað stórum síðan hann kom þangað, og Kleifarvatn ætti sinn drjúga þátt í því. Kleifarvatn er hinn imesti kenja- gripur, vex ýmist eða lækkar stór- kostlega, án þess að menn viti glöggar orsakir til þess. í mestu leysingum á vorin sjer varla neinn mun á því að það hækki, en svo vex það máske smám saman ár frá ári, og svo kemur aftur tíma- bil að alt af minkar í því. Fyrir allmörgum árum var ágætt flæði- engi sunnan við vatnið. Fengust af því 500 hestar af stör og um 100 hestar af eltingu á bökkunum. En svo tók Kleifarvatn að vaxa, f'læddi yfir alt þetta engi og lá á því í samfleytt 8 ár. Þá var vatnið svo mikið að 'ekki varð komist með fram því öðru vísi en hleypa á sund fyrir forvaða. Fyrir nokkr- um árum tók vatnið svo að lækka og hefir lækkað ár frá ári. Þar sem hið góða starengi var áður, er nú ægisandur og rýkur úr hon- um vfir engjarnar, sem eftir eru efst í dalnum, og sþillast þær af því ár frá ári. Nú er svo lítið í Kleifarvatni að stórt fjöruborð er undir forvöðum þeim þar sem áður var á sund. Lambatangi, sem áður var ej’ja langt úti í vatni, er nú landfastur fyrir löngu. Þar verptu áður álftir á hverju ári, en nú hafa þær ekki frið þar lengur og hafa flutt sig búferlum að Arnar- vatni, sem er uppi á Sveifluhálsi, rjett hjá veginum frá Katli og er 278 metra yfir sjávarflöt. — I botni Kleifarvatns eru margir heit- ir hyerir, og eru nú tveir þeirra komnir upp úr því að sunnan. f fyrra var hitinn í vatninu mældur og reyndist 9—20 stig. Er það því útvalinn sundstaður, og eflaust siærsta sundlaug lijer á landi. En vegna hitans í vatninu er talið að silungur geti ekki þrifist þar, þótt lífskilyrði sje að öðru leyti góð fyrir liann. Aður fyrri var þó sil- ungur í vatninu, að því er Eggert Olafsson segir í ferðabók sinni, en nú sjest þar ekki branda, og hefir ekki sjest langa lengi. Silungurinn hefir orðið aldauða, og má vera að það stafi af því að 'hverir hafi kom ið upp í vatninu og orðið silung- unum að bana. En þrátt fyrir það þótt Kleifarvatn sje svona þilýtt, leggur það landa milli á vetrum og þarf ekki ýkja mikið frost í logni til þess að helluís komi á það og hefir oft verið farið með hesta yfir það á ísi, þvert og endiiangt. Annað, sem bóndinn í Nýjabæ taldi jörðinni til foráttu, er sí- vaxandi ágangur sauðfjár og hesta. Streymir þangað fje úr Griudavík, Höfnum, Stafnesi og víðar og stóð af Ströndinni. Á seinni árum hefir sauðfjárrækt aukist mjög í Grinda- vík, en þar eru engir hagar og streymir fjeð því þegar á vorin í Krýsuvíkurheiði og eru oft þús- undir fjár þar í heimalandinu — Girðingar eru engar til þess að bægja þessum stefnivarg frá og má heita ógerlegt að verja tún og engjar. Fjeð gengur þarna um- hirðulaust alt vorið og þar bera ærnar. Þegar fram á sumar kem- ur, eru gerðir út fjölda margir inenn til þess að smala f jenu sam- an og marka lömb. Er alt safnið rekið í stóra rjett og veit enginn hvað hann á af lömbum, hve marg- ar ærnar eru tvílembdar, hve margar lambgotur eða geldar. í rjettinni eru ærnar látnar helga sjer liimbin meðan til vinst, eða með an nokkur skepna jarmar. Lömbin eru jafnóðuin mörkuð og ærnar helga sjer þau, en alt af verða margir ómerkingar eftir, eigi færri en 60 í fyrra. Eins og nærri má geta er ullin farin að trosna á rollunum og í þrengslunum og troðningnum í rjettinni slitnar hún svo af þeim, að alt rjettargólfið er eins og einn ullarbingur að kvöldi og vaða menn þar ullina eins og lausamjöll. Þannig gengur nú sauð fjárræktin á þeim stað, en auðvit- að yrði Grindavíkur og Hafna- menn í vandræðum með sitt fje, ef Krýsuvíkurland væri afgirt. Krýsuvík hefir verið ágæt sauð- jörð, enda hafa bændur lifað þar aðallega á sauðfjárrækt, því að tún in hafa verið fremur lítil og ljeleg. I Nýjabæ var alt túnið ákaflega stórþýft þegar miverandi ábúandi kom þangað. Var það líkast því sem há upphlaðin leiði væri hvert við annað. Nú hefir mestur hluti lúnsins verið sljettaður og er í góðri rækt, svo að bóndi getur haft þar þrjár kýr. Auk þess hefir hann komið þar upp góðum mat- jurtagörðum, en þeir þektust ekki, ei hann kom þangað. Fær hann nú árlega um 20 tunnur af kartöfl- um og nokkuð af rófum. Þrífast kartöflur þar vel og er þó enginn hiti í jörð þar sem garðarnir eru. Hlunnindi eru 'lítil; trjáreki er þó nokkur, og eggja og fuglatekja í Krýsuvíkurbergi, en síga verður eftir hverju eggi og hverjum fugli. í Geststaðavatni, sem er þar uþpi í heiðínni, er dálítil silungsveiði. Var silungur fluttur þangað fyrir mörgum árum að ráði Bjarna Sæ- mundssonar og hefir liann þrifist þar vel. Það hefði einhverntíma verið kallað gott bú hjá bóndanum í Nýjabæ, 3 kýr, 14 hross og rúm- lega 400 fjár framgengið. En hvað er gott bú nú? — Jeg hefi reynt að halda í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.