Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1934, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1934, Síða 1
Eftir Árna Óla. Drangey og Kerling. Gegnt Kerlingunni sjest Hæringshlaup, þá kemur Lundhöfði og Uppgönguvík og skriðan upp af henni. — Á myndinni má glögt sjá hvernig Lambhöfði er klofinn frá aðaleynni. Um Örnefni í Drangey. Uppi á eynni eru fá örnefni, en þeim mun fleiri í björgunum. Eyj an er nokltuð aflöng frá suðri til norðurs, og gefur kort herfor- ingjaráðsins ranga hugmynd um liana, enda munu mælingamenn aldrei hafa farið út í eyna. — Sprunga sú, sem þar er sýnd, á eflaust að vera sprungan, sem skilur Lambhöfða frá sjálfri aðal- eynni, og Guðni Jónsson magister getur um í grein sinni. Syðst á eynni er Hæringshlaup, taliðl um 70 faðma hátt bjarg og þverhnýpt. Suðaustan undir því er svokölluð Fjara og þar heitir Ámahaug-ur. Á Fjörunni hafast fuglarar við meðan á vertíð stend- ur. Hlaða þeir sjer þar byrgi úr grjóti og tjalda yfir. Byrgin verður að hlaða að nýju á hverju vori, því þau brotna og hrynja jafnan í brimum á veturna. Bríkur tvær eru út með Fjör- anni; heitir sií. syðri Hólabrík en hin nyrðri Alkubrík. Hin þriðja er þar fyrir norðan og heitir Háabrík. Nokkur hluti hennar er nú sprunginn frá aðalberginu, og búast menn við að hann hrynji þá og þegar. Þegar jarðskjálftarnir komu í sumar, töldu menn víst að hann mundi hafa hrunið, en svo var þó eigi. Hann hangir uppi ennþá. Næst Háubrík tekur við Lund- höfði. Er hann á suðvesturhorni eyjarinnar. Norðan í honum eru tveir stapar sem heita Illustapar (litli og stóri Illistapi), Gjá er á milli þeirra og er hún kölluð Illustapagjá. Þá kemur Uppgöngu- vík, og er aðal uppgangan á eyna lítið eitt norðan við Stapana. — Fyrir botni víkurinnar heitir einu nafni Tjaldhöfði, og er það nafn líklega dregið af því, að þar uppi á bjarginu höfðu heyskaparmenn tjöld sín á sljdttri grasflöt. Fyrir norðan Uppg'önguvík skerst fram Lambhöfði. Fyrir norðan hann er Heiðnavík og þar er Heiðnaberg norðan víkurinnar. Þegar Guðmundur biskup Arason vígði sigstaðina í Drangey, ljet hann þetta berg óvígt, því að bergvættur átti að hafa kallað til hans og mælt: „Hættu að vígja, Gvendur biskup, einhversstaðar verða vondir að vera“. í Heiðnabergi heitir á einum stað Festi. Þar er og í bjarginu stór svartur kross, sem mvndast af dökkum grjótlögum. Er mælt að Guðmundur biskup hafi mark- að kross þenna í bergið til að varna því, að óvættir þær, sem þar eru, gerðu nokkuð ilt af sjer. Fyrir botni Heiðnavíkur eru Hálfdánarhausar og þar uppi í bjarginu eru meltorfur, sem nefn- ast Hálfdánartorfur. Þar hjá er brött og há brekka, sem ganga má upp í skarðið milli Lambhöfða og aðaleyjarinnar. Næst Heiðnabergi tekur við Gaflinn; nær hann frá vestur- liorni eyjarinnar að norðan til austurhornsins. Er hann talinn liæsta bjarg í eynni, 100 faðma hátt, en hæstu björg' að sunnan 70 faðmar. Ein hylla er í bjarg- inu og er kölluð Söðull. Þá taka við björgin austan á eynni og heita þar nyrst Ólafssig og Háusig, Þar eru hæstu sig í eynni. Ólafssig draga nafn af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.