Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1935, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1935, Blaðsíða 1
vö skipströnd Efri Eyjarfjöru í Meðallandi. T r a Eftir Einar Sigurfinnsson. Meðallandssandur er oft kallaður kirkjugarður skipa, og víst er, að hvergi á fslandi hafa jafn mörg skip strandað eins og þar. Höfundur þess- ara frásagna, Einar Sigurfinnsson, ritaði í Lesbök 1927 skrá um þau skip, sem strandað hafa á Meðallandi og taldist honum svo til að síðan 1867 hafi strandað þar 44 skip. í Lesbók birtist í fyrra nákvæm frásögn hans um það er franska spítala- skipið „Paul“ strandaði, og hjer birtast frásagnir um tvö strönd. Bernskuminning Meðal nokkura atburða frá æskuárunum, sem tollað hafa í minni mjer fram á þenna dag, er einn sem svo ljóst stendur mjer fyrir augum, eins og hann hefði skeð mjög nýlega, enda þótt 44 ár sje liðin frá því að þetta var. Það var einn morgun, síðla vetr- ar 1891, að móðir mín vakti mig með þessum orðum: „Það koma átta strandmenn hjer suður í mýri“. Jeg var víst nokkuð róm- latur í þá daga, en í þetta sinn var jeg fljótur að klæða mig og mjög fljótt var jeg kominn út á hlaðið. Sá jeg nó að hópur manna kom sunnan að og átti nó skamt eftir heim að tóninu. Einn var spölkorn á undan, hinir 7 nokkuð dreifðir á eftir. Brátt stansaði sá er fyrir gekk og hinir rjett jafn- snemma. Hósbóndinn, Guðmundur Einars son, afi minn, gekk þá í áttina til þeirra og veifaði hendinni, fóru þeir þá af stað og gengu nó greið- ara en áður. Afi gekk á móti þeim og er þeir mættust heilsuðu komumenn með handarbandi og fylgdust svo með honum heim og innan fárra augna blika var allur hópurinn kominn inn í baðstofu og klæddust komu- menn skjótt iir vosklæðum. Þeir voru víst flestir eða allir alblautir og illa til reika, enda þótt flestir þeirra væru í olíufötum. Allir munu þeir og hafa verið í ein- hverjum stígvjelanefnum, sem þó voru sum aðeins trjeklossar með áfestum boldangsleggjum. Sumir voru sokkalausir í stígvjélunum og yfir höfuð var klæðnaður þess- ara vesalings sjóhröktu manna mjög ljelegur, enda var sumum þeirra mjög kalt, sem von var til eftir ástæðum öllum. Flýttu þeir sjer nó í rómin, sem fólkið var ný- komið ór og urðu auðsjáanlega mjög fegnir að hvíla sig í hlýj- unni. Að vörmu spori var þeim færð heit mjólk, sem þeir drukku og sofnuðu síðan, a. m. k'. flestir. Bróðir minn, Sigurður, þá á þriðja ári, svaf enn í einu róminu og þótt ist sá strandmaðurinn víst hepp- inn sem hlotnaðist að verða rekkju nautur hans. Hreppstjóri var þá Ingimundur Eiríksson. Bjó íhann á Rofabæ. Er mjög skamt milli bæjanna, Kot- eyjar og Rofabæjar — en að Kotey voru strandmennirnir komn ir — Fljótt var honum tilkynt hvað skeð var. Gerði hann tafar- laust ráðstafanir til að menn færu að leita strandsins og manna sem kynnii að vera einhversstaðar að hrekjast og þyrftu aðstoðar við. Þegar gestirnir vöknuðu — sem var víst eftir skamma stund — var tínt til það sem til var af fatn- aði handa þeim, sumt af þeirra eigin fötum var bóið að vinda og þurka nokkuð, svo að allir gátu komist á fætur, sokka og íslenska skó fengu þeir éinnig. Þegar þeir voru klæddir, sett- ust þeir að máltíð og borðuðu með bestu lyst þó ekki væri margrjett- að — að eins kjöt og kartöflur — og borðbónaður mjög fátæklegur. Með mikilli undrun og forvitnis-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.